Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
Margt er rætt við Austurvöllundir liðnum störf þingsins
sem mætti að ósekju liggja órætt. Í
gær gerðist það þó að þingmaðurinn
Óli Björn Kárason
flutti ræðu sem
skipti máli og verður
þingheimi vonandi
brýning til betri
verka.
Óli Björn vísaði ífrétt á vef Við-
skiptaráðs þar sem fram kom að frá
árinu 2007 hefðu verið gerðar 267
breytingar á skattkerfinu hér á
landi, eða 24 á ári. 200 þessara
breytinga hefðu verið hækkanir, eða
75%.
Vinstristjórnin frá 2009 til 2013var stórtækust í þessu, en ber
þó ekki ein ábyrgðina, því að við síð-
ustu fjárlagagerð voru samþykktar
19 skattahækkanir en aðeins 3 lækk-
anir, sem þýðir að hlutfallið er aftur
orðið svipað og það var í tíð Jóhönnu
og Steingríms.
Óli Björn benti á að hlutur hins
opinbera af þjóðarkökunni væri að
stækka, sem væri áhyggjuefni. Hann
hefði tekið þátt í því að greiða at-
kvæði með skattkerfisbreytingunum
um síðustu áramót, sem hefði verið
erfitt, til dæmis að hækka fjár-
magnstekjuskatt.
Þetta hefði hann gert „í því traustiað við værum að fara inn í tíma-
bil þar sem við myndum ná fram
lækkun á neðra þrepi tekjuskattsins,
hugsanlega umbylta tekjuskatts-
kerfinu, og ég tala nú ekki um að
lækka hressilega tryggingagjaldið.
Það eru loforð sem voru gefin og
það eru loforð sem ég tek hátíðlega
og voru forsenda þess að ég tók þátt
í að greiða hér atkvæði með hækkun
skatta fyrir áramót“.
Þurfa skattgreiðendur nokkuð aðóttast að þessi loforð verði svik-
in?
Óli Björn Kárason
Hvað líður
skattalækkunum?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 7.2., kl. 18.00
Reykjavík -1 snjóél
Bolungarvík -1 skýjað
Akureyri -1 léttskýjað
Nuuk -13 snjókoma
Þórshöfn 6 rigning
Ósló -3 heiðskírt
Kaupmannahöfn -2 heiðskírt
Stokkhólmur -3 alskýjað
Helsinki -10 snjókoma
Lúxemborg -1 þoka
Brussel 0 heiðskírt
Dublin 3 rigning
Glasgow 2 alskýjað
London 4 léttskýjað
París -1 þoka
Amsterdam 2 heiðskírt
Hamborg -1 heiðskírt
Berlín 0 heiðskírt
Vín 0 þoka
Moskva -8 alskýjað
Algarve 12 heiðskírt
Madríd 4 skýjað
Barcelona 10 léttskýjað
Mallorca 9 skýjað
Róm 9 rigning
Aþena 15 skýjað
Winnipeg -20 heiðskírt
Montreal -12 snjókoma
New York -1 þoka
Chicago -8 snjókoma
Orlando 24 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:46 17:39
ÍSAFJÖRÐUR 10:04 17:31
SIGLUFJÖRÐUR 9:48 17:13
DJÚPIVOGUR 9:19 17:05
Launamunur
kynja hjá Kópa-
vogsbæ er enginn
þegar bornir eru
saman einstakl-
ingar í sambæri-
legum störfum, á
sama aldri, með
sömu starfs-
reynslu og færni. Þetta kemur fram
í nýrri launarannsókn sem Rann-
sóknamiðstöð Háskólans á Akureyri
(RHA) vann fyrir Kópavogsbæ og
kynnt var í gær á fundi jafnréttis- og
mannréttindaráðs.
Rannsóknin var unnin upp úr
launabókhaldi Kópavogsbæjar á
mánaðartímabili, unnið var með
launagögn allra starfsmanna í yfir
40% starfshlutfalli, alls 1.891 starfs-
manns sem eru 80% allra starfs-
manna Kópavogsbæjar.
Niðurstaðan er sú að þegar leið-
rétt hefur verið fyrir áhrifaþáttum á
laun; aldri, starfsaldri, menntun,
sviði og vinnutíma, er ekki mark-
tækur munur á launum kynja. Síðast
þegar sambærileg rannsókn var
gerð var kynbundinn launamunur
3,25% körlum í vil.
Enginn
munur
á launum
Kynjamunur skoð-
aður í Kópavogi
Blöndulína hefur verið felld niður
sem varnarlína vegna dýrasjúkdóma
með ákvörðun atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytisins. Varnarlínan
þykir ekki þjóna tilætluðum tilgangi
í núverandi mynd en hún hefur ekki
verið fjárheld frá því Blönduvirkjun
var reist og ekki fæst fjármagn til
að halda henni fjárheldri, segir í til-
kynningu frá Matvælastofnun.
Við þessa breytingu sameinast
Húnahólf og Skagahólf í eitt varnar-
hólf sem kallast Húna- og Skagahólf
og verður varnarhólf nr. 9. Hólfið
mun afmarkast af Vatnsneslínu,
Miðfjarðarlínu og Tvídægrulínu að
vestan, Kjalarlínu að sunnan og
Héraðsvatnalínu að austan.
Síðasta riðutilfelli kom upp í
Skagahólfi árið 2016 en varnarhólf
telst sýkt í 20 ár frá síðasta stað-
festa tilfelli. Því mun nýja hólfið
teljast sýkt svæði til 31. desember
2036, að því gefnu að engin ný til-
felli komi upp. Helstu áhrif samein-
ingar hólfanna á bændur eru að
gildistími hafta innan fyrrverandi
Húnahólfs lengist um að minnsta
kosti níu ár en síðasta tilfelli riðu
þar var 2007.
Aðrar breytingar á varnarhólfum
eru að Eyjafjarðarlína hefur verið
færð úr stað og liggur nú eftir
Eyjafjarðará sunnan að Mjaðmá að
Skjónafelli og að Miklafelli í Hofs-
jökli.
Varnarlínan þjónaði ekki tilgangi
Blöndulína felld niður Húnahólf og Skagahólf sameinuð í eitt varnarhólf
Morgunblaðið/Eggert
Sauðfé Ekki er heimilt að flytja
jórturdýr til lífs yfir varnarlínu.
Skál fyrır hollustu