Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Faraldur af streitu geisar nú í Evr-
ópu og til að koma í veg fyrir að
hann berist hingað þarf að huga að
félagslegum og andlegum vinnu-
verndarþáttum, að sögn Ólafs Þórs
Ævarssonar geðlæknis. Hann hélt
erindi á málþingi á vegum Reykja-
víkurborgar og BSRB í gær um
styttingu vinnuvikunnar.
Að mati Ólafs getur stytting
vinnuvikunnar orðið liður í að bæta
andlega heilsu en þá er hægt að
koma inn meiri hreyfingu, hvíld og
tíma með fjölskyldunni. Halldór
Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins og formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, sagð-
ist á málþinginu fagna tilraunum á
vegum sveitarfélaga um styttingu
vinnuvikunnar, þær væru grund-
völlur breytinga og reynslan hefði
verið góð, en stytting vinnuvik-
unnar væri þó að lokum kjarasamn-
ingsatriði.
Á málþinginu var tilkynnt mikil
stækkun tilraunaverkefnis Reykja-
víkurborgar um styttingu vinnuvik-
unnar, en alls munu 2.200 starfs-
menn taka þátt í öðrum áfanga
verkefnisins og stytta vinnuvikuna
úr 40 stundum niður í 37-39 stundir.
Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri
í félagslegri heimaþjónustu hjá
þjónustumiðstöð Árbæjar og Graf-
arholts, lýsti upplifun sinni af þátt-
töku í fyrsta áfanga verkefnisins
sem stjórnandi. Full vinnuvika var
stytt um fjórar stundir, niður í 36
stundir á viku. Ester sagði stytt-
inguna hafa kallað á samræmingu
innan vinnustaðarins en minna hefði
orðið um „skrepp“ og að því fylgdi
ávinningur fyrir vinnustaðinn, auk
þess sem starfsmönnum liði betur
þegar þeir gætu skipulagt erindi
sem þyrfti að sinna á vinnutíma inn-
an styttingarinnar. Hennar persónu-
legi ávinningur hefði verið aukin
lífsgæði.
Margeir Steinar Ingólfsson,
stjórnarformaður Hugsmiðjunnar,
kynnti verkefni fyrirtækisins um sex
klukkustunda vinnudag, sem staðið
hefur yfir í tvö ár. 25 starfsmenn
starfa hjá Hugsmiðjunni og með
styttingunni jókst framleiðni um
23%, veikindafjarvistum fækkaði um
44% og starfsánægja jókst. „Aukinn
frítími hefur skilað sér í betri heilsu,
aukinni hugarró og einbeitingu á
vinnutíma,“ sagði Margeir.
Góð reynsla af styttingu vinnuvikunnar
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Að störfum Styttri vinnuvika getur
skilað aukinni framleiðni.
Minna verður um „skrepp“ starfsmanna á vinnutíma Er þó að lokum alltaf kjarasamningsatriði
Fyrirtækinu PCC BakkiSilicon hf., sem hefur
á næstunni rekstur á kísilveri sínu á Bakka
við Húsavík, er veitt leyfi til losunar á gróð-
urhúsalofttegundum vegna framleiðslu á
hrákísli auk heimilda til að sækja um út-
hlutun á endurgjaldslausum losunarheim-
ildum samkvæmt lögum um loftslagsmál.
Kemur þetta fram í losunarleyfi vegna gróð-
urhúsalofttegunda sem Umhverfisstofnun
hefur gefið út.
Losun gróðurhúsalofttegunda PCC fellur undir viðskiptakerfi Evrópu-
sambandsins með losunarheimildir en það er samevrópskt kvótakerfi með
heimildir fyrir ákveðna iðnaðarstarfsemi og flug.
Samhliða útgáfu losunarleyfis hefur Umhverfisstofnun samþykkt vökt-
unaráætlun PCC þar sem fram kemur hvernig losun skuli vöktuð.
Fá leyfi til losunar gróðurhúsalofttegunda
Bakki PCC er að hefja rekstur.
Allt um sjávarútveg
öl nniu
lýkur laugardaginn 10. feb.
Enn meiri
verðlækkun!
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
Undirföt • Sundföt
Náttföt • Náttkjólar
Sloppar
Við erum á Facebook
Laugavegi 82 | 101 Reykjavík
Sími 551 4473
ÚtsalaÚTSÖLUSPRENGJA
GERRY WEBER - TAIFUN - BETTY BARCLAY
JUNGE - FUCHS SCHMITT OG FL.
á gæðamerkjavöru
Vetraryfirhafnir
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
60% - 70%
Framlengjum í nokkra dagaÁgúst Ingi Jónssonaij@mbl.is
Nokkur óvissa er um markaði fyrir
loðnuhrogn og frystar loðnuafurðir
og birgðir eru enn í landinu frá síð-
ustu vertíð, ýmist seldar eða óseldar.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum, segist gera
sér vonir um að markaðir taki við sér
nú þegar kvótinn liggi fyrir. „Aukn-
ingin varð reyndar mun minni en við
bjuggumst við,“ segir Sigurgeir.
Markaður fyrir mjöl og lýsi hefur
verið góður að undanförnu, en mest
af loðnunni hefur til þessa farið í
bræðslu. Eftir því sem líður á vertíð-
ina eykst hrognafyllingin og síðasta
sprettinn á vertíðinni er hrygnan
kreist og hrognin fryst, en þau hafa
yfirleitt verið verðmætasta afurðin.
Sigurgeir segist vera sæmilega
bjartsýnn á verð fyrir afurðirnar og
segir að Vinnslustöðin eigi ekki óseld
hrogn frá síðustu vertíð.
Afurðirnar fara víða
Lengi vel stjórnuðu Japanir
hrognamarkaðnum, en hrogn og
hrognaloðna fara nú víða um heim,
m.a. til og landa eins og Kína og Kór-
eu auk Japans. Einnig fer talsvert af
loðnuhrognum til rússneskumælandi
landa, annarra en Rússlands.
Alls mega íslensk skip veiða 200
þúsund tonn af loðnu á vertíðinni og
samkvæmt yfirliti á heimasíðu Fiski-
stofu er búið að landa um 70 þúsund
tonnum. Venus og Víkingur, skip HB
Granda, eru bæði búin að landa yfir
10 þúsund tonnum og hefur því sax-
ast á kvóta þeirra. Skipin hafa að
undanförnu reynt fyrir sér á kol-
munna í færeyskri lögsögu.
Meðal skipa sem ekki eru enn
byrjuð á loðnuvertíð eru Hoffellið
SU, Huginn VE og Vinnslustöðvar-
skipin Kap og Ísleifur. Vinnslustöðin
er með um 20 þúsund tonna kvóta í
loðnu og segir Sigurgeir að þeir byrji
þegar loðnan komi fyrir Stokksnes.
Hann segist ekki hafa áhyggjur af
því að kvótinn náist ekki með þessum
tveimur skipum, en auk þess sé vara-
skipið Sighvatur VE tilbúið á hliðar-
línunni. Fyrirhugað sé að loðnan fari
öll í vinnslu í fiskiðjuveri VSV í Vest-
mannaeyjum.
Norsk og færeysk skip
einráð á miðunum
Norsk og færeysk skip eru enn
einráð á loðnumiðunum fyrir austan
land. Í gær voru 29 norsk og fimm
færeysk skip að veiðum fyrir austan
land. Norsk skip hafa m.a. landað
afla á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og í
Neskaupstað síðustu daga, en
leiðindatíð hefur hamlað veiðum í
vikunni auk þess sem áta hefur verið
í loðnunni.
Þá kom norska skipið Østerbris til
Fáskrúðsfjarðar á þriðjudag með
2.250 tonn af kolmunna. Fiskurinn er
vænn og var veiddur í landhelgi Skot-
lands, en Norðmenn eru með samn-
ing við Evrópusambandið um veiðar í
skoskri lögsögu, að því er greint er
frá á heimasíðu Loðnuvinnslunnar.
Morgunblaðið/Ófeigur
Vinnslustöðin Beðið er átekta þar
til loðnan byrjar að ganga vestur
með suðurströndinni.
Óvissa á mörk-
uðum fyrir loðnu
Skip Vinnslustöðvarinnar til veiða
þegar loðnan gengur fyrir Stokksnes