Morgunblaðið - 08.02.2018, Side 13

Morgunblaðið - 08.02.2018, Side 13
Forbes, og getgátur eru um að það fari á almennan hlutabréfamarkað innan fárra ára. Þegar spurnir bárust af morð- inu á Versace flykktist fólk að morðstaðnum til að heiðra minningu hans, blómvendir og aðrar smágjaf- ir voru lögð á tröppurnar fyrir framan húsið og fréttir af morðinu voru á forsíðum blaða um allan heim. Hönnun hans var ekki allra og það var síður en svo á færi al- mennings að kaupa hana. Engu að síður snerti andlát hans heims- byggðina djúpt og núna, rúmum 20 árum síðar, er ekkert lát á áhug- anum á lífi og andláti Giannis Versaces sem stundum var kallaður maðurinn sem hannaði 10. áratug- inn. onur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018 Þeir sem hafa ánægju af að skrifa og ganga kannski með rithöfund í maganum ættu að hafa bæði gagn og gaman af ritlistar- námskeiðinu Orða- gulli, sem hefst kl. 17 í kvöld, fimmtudags- kvöldið 8. febrúar, í Borgarbókasafninu Menningarhúsi í Spönginni og stendur yfir til kl. 18.30. Orðagull er hefð- bundið ritlistar- námskeið þar sem jafnframt er notast við óhefð- bundnar aðferðir við að opna fyrir flæði og hugmyndaflug. Þetta er þriðja ritlistarnámskeiðið sem haldið er í Spönginni og hafa þau jafnan vakið mikla lukku. Námskeiðið er átta fimmtudaga kl. 17- 18.30 og því lýkur 22. mars. Umsjónar- maður er Ólöf Sverr- isdóttir leikkona, sögukona og ritlistar- nemi. Allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir, skúffuskáld jafnt og þau sem eru komin upp úr skúff- unni. Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á olof.sverrisdott- ir@reykjavik.is eða í síma 411- 6230. Ritlistarnámskeið í Borgarbókasafninu Spönginni Orðagull fyrir skúffuskáld og þau sem eru komin upp úr skúffunni Ólöf Sverrisdóttir Þættirnir um morðið á Gianni Ver- sace, The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story, eru byggðir á bók bandaríska blaðamannsins og rithöfundarins Maureen Orth, Vulgar Favors, sem kom fyrst út árið 1999. Í þátt- unum, sem Sjónvarp Símans sýn- ir, fer Edgar Ramírez með hlutverk Giannis Versaces, Penélope Cruz leikur Donatellu systur hans og söngvarinn Ricky Martin leikur Antonio D’Amico, sem var sam- býlismaður Versaces. Darren Criss leikur morðingjann Andrew Cun- anan. Reyndar eru þættirnir að mestu leyti um Cunanan og hvað varð til þess að hann framdi þessi voðaverk. Þegar fjölskylda Versaces fékk veður af því að þættirnir væru í bígerð sendi hún frá sér yfirlýs- ingu um að ekkert samráð hefði verið haft við neitt þeirra við gerð þáttanna og þau hefðu ekki lagt blessun sína yfir bókina sem þeir byggjast á né gerð þeirra. Því væri ekki hægt að skilgreina þættina á annan hátt en sem hreinasta skáldskap og varast skyldi að taka innihald þeirra sem sannleika. Banamaður Versaces, Andrew Cunanan, hafði líf a.m.k. fjögurra annarra á samviskunni og var á lista FBI yfir tíu mest eftirlýstu glæpamennina þegar hann myrti Versace. Cunanan hafði frá barns- aldri lent í vandræðum vegna þess að hann átti erfitt með að greina á milli lygi og sannleika, hann var sagður raunveruleika- firrtur og sagði gjarnan lygasögur af kynnum sínum af frægu fólki. Hann var samkynhneigður eins og Versace, hann var heltekinn af honum og fullyrti að þeir hefðu átt í nánum kynnum. Reyndar stundaði Cunanan vændi um hríð og fram kom eftir dauða Versaces að hann hefði keypt blíðu karl- manna, en ekkert bendir til þess að Versace hafi keypt vændi af Cunanan. Átta dögum eftir morðið á Ver- sace fannst Cunanan látinn. Hann skaut sig í höfuðið með sömu byssu og hann banaði Versace og fleiri fórnarlömbum með. Fjölskylda Versaces segir þætt- ina vera hreinasta skáldskap VAR MYRTUR AF RAUNVERULEIKAFIRRTUM FJÖLDAMORÐINGJA AFP Leikarar Frá vinstri: Darren Criss, Penelope Cruz, Edgar Ramirez og Ricky Martin. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Kynntu þér greinaflokk Ara Skúlasonar á Umræðu Landsbankans um áhrif hækkandi meðalaldurs á samfélagið. Landsbankinn.is/lengra-lif. Landsbankinn og Landssamband eldri borgara efna til opins fundarumsamfélagsbreytingar vegnahækkandimeðalaldurs þjóðarinnar. Fundurinn verður haldinnmánudaginn12. febrúar kl. 16–17í sal Félags eldri borgara í Reykjavík við Stangarhyl 4. HLUTFALL ÍSLENDINGA ELDRI EN 65 ÁRA Dagskrá fundar Eldra fólk er unglingar nútímans —samfélagsbreytingar vegna hækkandi meðalaldurs Ari Skúlason, hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans. Af lágum launum á lítil eftirlaun —reynslusaga Sigríður J. Guðmundsdóttir, formaður Félags eldri borgara Selfossi. Opinn fundur um langlífi og samfélags- breytingar ÁRIÐ 2017 ÁRIÐ 2036 ÁRIÐ 2049

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.