Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tilkynnt hef-ur verið aðtekist hafi samkomulag um að endurnýja bandalag „stóru flokkanna“ í Þýskalandi. Sá áfangi náðist loks þegar tæpir 5 mánuðir höfðu liðið frá þingkosningunum. Það er nýbreytni að orðið stóru flokkarnir sé haft innan gæsalappa. En ástæðan er sú að nýjustu skoðanakannanir í Þýskalandi sýna að fylgi við bandalag Kristilegra demó- krata Angelu Merkel og syst- urflokksins í Bæjaralandi er komið niður undir 30% og fylgi við þýska jafnaðarmenn stendur nú í aðeins í 17%, sem er merki um algjört fylgis- hrun. Fylgið við AfD, Annan kost fyrir Þýskaland, er hins vegar komið upp í rúm 15%, svo að munurinn á fylgi við þann flokk og flokk jafnaðarmanna er nú innan skekkjumarka. Fréttaskýrendur benda á að enn eigi almennir félagsmenn í Jafnaðarmannaflokknum eftir að greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann. Megn óánægja er innan flokksins með framlengingu stjórnar- samstarfsins. Ungliðahreyfing hans hefur lagst gegn henni, sérstaklega vegna þess að Schulz, flokksleiðtogi, hafði margtekið fram að áframhald- andi samsteypustjórn með Kristilegum kæmi alls ekki til greina. Flokksformaðurinn bendir nú á að stjórnarmyndun af öðru tagi hafi verið reynd og ekki gengið eftir. Því hafi jafn- aðarmenn staðið frammi fyrir tveimur mjög erfiðum kostum. Annars vegar að endurnýja stjórnarsamstarfið, þrátt fyrir loforð um annað, eftir að hafa náð fram fleiri áhersluatriðum jafnaðarmanna, sem hann seg- ir hafa tekist, eða að steypa þjóðinni inn í nýjar kosningar sem allt bendi til að myndu helst gagnast „öfgaflokknum AfD“. Schulz nefnir ekki þá ástæðu sem gagnrýnendur hans segja þyngsta á met- unum. Lendi flokksformað- urinn utan stjórnar séu dagar hans taldir í formannsstólnum og hefði sú formannstíð því verið óvenju ömurleg. Margir fréttaskýrendur telja að almennir félagar í Jafnaðarmannaflokknum muni telja sig þurfa að kyngja röksemdum flokksformanns- ins. Aðferðin er gamalkunnug víðar en í Þýskalandi. Halda fyrir nefið og kjósa svo eins og flokksforystan ætlast til. Schulz, sem er ákafur aðdáandi Evrópu- sambandsins, seg- ist hafa náð því fram að hin nýja ríkisstjórn muni gera mikið átak í að auka verulega vald og mið- stýringu frá Brussel á kostnað fullveldis aðildarríkjanna. Slíkar yfirlýsingar munu valda miklum óróa meðal margra leiðtoga ESB, ekki síst í löndum Austur-Evrópu, þar sem margir leiðtogar eru komnir með upp í kok vegna yfrgangs búrókratanna í Brussel. En slíkar fyrirætl- anir geta einnig haft mikil áhrif sunnar í álfunni. Nú er tæpur mánuður í þingkosningar á Ítalíu. Ríkis- stjórnarflokkur Renzis, fyrr- verandi forsætisráðherra, stendur mjög illa ef marka má kannanir. Bandalag þess flokks og annarra flokka frá miðju og út til vinstri mælist aðeins með um 27% fylgi. Bandalag flokks Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra, (Forza Italia) og Norður- bandalagsins og flokka frá miðju og út til hægri mælist með um 38% fylgi. Og Fimm- stjörnuhreyfingin, sem fjöl- miðlar lýsa sem flokki lýð- skrumara (populista), mælist með um 28% fylgi. Fimm- stjörnuhreyfingin og bandalag Berlusconis og flokkanna hægra megin við miðju eru ýmist yfirlýstir efasemdar- flokkar um ESB og mynt- samstarfið eða hreinir and- stæðingar hvors tveggja. Samanlagt mælast slíkir flokkar með 66% fylgi. Sumir skýrendur telja ástæður til að efast um að slík gjörbylting á ítalska þinginu muni ganga eftir. Og því er gjarnan bætt við slíkar athugasemdir að reynslan sýni að það sé ekki auðvelt að segja fyrir um hvernig ítölsk stjórnmál muni þróast, þegar raunveruleikinn blasir við eftir kosningar. En þó mætti að minnsta kosti ætla að hugmyndum Martins Schulz, hins þýska kratafor- ingja, muni ekki verða mætt með fögnuði og húrrahrópum sunnan við Alpana, a.m.k. ekki eftir 4. mars næstkomandi. Og reyndar þarf ekki að sækja svo langt suður til að mæta andófi við slíkar hug- myndir. Nýja samsteypu- stjórnin í Austurríki er nefni- lega um margt á svipuðu róli og nágrannar þeirra í suðri í þessum efnum og ekki síst í af- stöðu til innflytjendamála. Ekki er endilega víst að framlenging stjórnarsamstarfs í Þýskalandi verði blessun fyrir þá sem taka þátt} Erfið fæðing og ófærð að auki í kortunum M argir vöknuðu við vondan draum á dögunum þegar eitt elsta og virtasta fyrirtæki landsins, Prentsmiðjan Oddi, sagði upp tæplega 100 starfs- mönnum. Hefði Oddi ekki verið í Reykjavík væri eflaust búið að krefjast aðgerða til þess að bjarga fyrirtækinu eða að minnsta kosti störf- unum. Stjórnmálamenn gömlu flokkanna kippa sér samt ekki upp við þetta. Þeirra hjarta slær með landbúnaði og sjávarútvegi, samkeppnisgreinarnar geta séð um sig sjálfar. Áður en lengra er haldið er rétt að minnast þess að Oddi er í grein sem tæknin hefur að hluta gert úrelta. Nú getur hver sem er verið með heilt bókasafn í símanum sínum eða les- bretti. Ungt fólk liggur í alls kyns fróðleik á netinu og hefðbundnar bækur, tímarit og dagblöð á papp- ír hafa verið í vörn. Samt seljast bækur enn í þúsundatali hér á landi. Prentun hefur ekki horfið heldur flust úr landi. Stærsti bókaútgefandinn segist láta prenta allar bækur erlendis. Sömu sjónarmið eiga við í umbúða- prentun. Þegar raungengi krónunnar verður jafnsterkt og núna er afar erfitt fyrir útgefendur í samkeppnisrekstri að rétt- læta það að borga meira fyrir sína prentun en keppinaut- arnir. Þeir þurfa að borga markaðslaun og háa vexti ís- lenskra lánastofnana og reyna að spara þar sem það er hægt. Nú kenna sumir miklum launahækkunum undanfarin ár um hrakninga í útflutningsgreinum. Aðrir segja að krónunni sé um að kenna með sínum sveiflum og háum vöxtum. Allir flytja sitt mál af mikilli sannfæringu og gera oft lítið úr málstað hinna. Hið rétta er að báðir hafa nokkuð til síns máls. Til þess að fyrirtæki beri sig verða þau að fá nægar tekjur. Auðvelt er að segja að eig- endur fyrirtækja geti sjálfum sér um kennt að hafa samið um allt of há laun. Málið er ekki svona einfalt. Styrking krónunnar veldur því að mörg fyrirtæki í útflutningi fá miklu minni tekjur núna en þegar þau sömdu um launin. Til þess að þau beri sig þurfa þau að draga úr kostnaði. Oddi sagði upp stórum hluta starfs- manna og hefur dregið úr ákveðinni tegund prentunar vegna þess að hún skilar ekki af- gangi miðað við samkeppnisverð dagsins. Einhver kann að segja að svona sé lífsins gangur. Ekkert fyrirtæki geti krafist eilífs lífs. Samt er ekki allt sem sýnist. Það er nefnilega vitlaust gefið þegar gjaldmiðillinn sjálfur blaktir eins og lauf í vindi. Eftir nokkur ár hefur verðgildi krónunnar kannski fallið aftur þannig að hægstætt verði að prenta á Íslandi, ef eitthvert fyrirtæki verður þá til þess, með þekkingu og tækjabúnað sem til þarf. Snúum hinni pólitísku umræðu frá fæðuöryggi og hræ- gömmum og að því sem máli skiptir: Að á Íslandi verði áfram til verðmæt störf og að við notum gjaldmiðil sem fyrirtæki og launþegar geta treyst að sveiflist ekki um tugi prósenta á hverju misseri. Benedikt Jóhannesson Pistill Krónan eða kaupið? Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Ég hef lengi velt aftökumfyrir mér,“ sagði SteinunnKristjánsdóttir fornleifa-fræðingur þegar hún kynnti fyrirhugaða rannsókn sína á aftökum á Íslandi eftir siðaskiptin. Mikill áhugi var á fyrirlestri Stein- unnar í gær og fyrirlestrasalur Þjóð- minjasafnsins var þéttsetinn. Stein- unn ætlar rannsaka aftökur hér á landi frá árinu 1554 þegar kirkjan missti yfirráð yfir refsingum til kon- ungsvaldsins, til ársins 1830 þegar síðasta aftakan fór fram en þá voru Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sig- urðsson tekin af lífi í Vatnsdalshólum. „Mér finnast þetta skelfileg mál,“ sagði Steinunn. Hún sagðist hafa alist upp á Barðaströnd og því þekkt Sjö- undármálið svonefnda vel, þegar Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir voru dæmd til dauða ár- ið 1803 fyrir að myrða maka sína. Bjarni var síðar fluttur til Noregs og tekinn þar af lífi en Steinunn lést í fangelsi í Reykjavík og var dysjuð á Skólavörðuholti, líklega þar sem nú er Leifsgata 8. Bein hennar fundust árið 1915 og voru þá flutt í Suður- götukirkjugarð. Steinunn sagði að það sem hefði ýtt við henni að hefja þessa rannsókn hefði verið þegar maður frá Patreks- firði kom til hennar og sagðist hafa fundið mannabein þar sem talið sé að Guðrún Valdadóttir hafi verið grafin en Guðrúnu þessari var drekkt í Mikladalsá í Patreksfirði árið 1754 fyrir blóðskömm. Steinunn sagðist hafa farið að skoða mál Guðrúnar en frásagnir af aftöku hennar væru með nokkrum þjóðsag- nablæ. Guðrún var sögð hafa saumað sjálf poka, sem henni var drekkt í. Hún hafi haldið fram sakleysi sínu og sagan segi að gengið hafi illa að drekkja henni; sífellt hafi þurft að draga pokann að landi og bæta í hann grjóti því hann hafi ekki viljað sökkva. Drekking og afhöfðun Ekki er vitað með vissu hve marg- ar aftökur fóru fram á Íslandi á fyrr- greindu tímabili en þær gætu hafa verið um 150 talsins. Steinunn sagði að 50 hefðu verið tekin af lífi fyrir blóðskömm, 31 vegna svonefndra dulsmála þegar börn voru drepin eft- ir fæðingu. Þá voru rúmlega tveir tugir brenndir á báli fyrir galdra. Ekki er vitað hve margir voru líf- látnir fyrir morð og þjófnaði. Aftökuaðferðirnar voru einkum henging, drekking, afhöfðun og lima- lát og höfuð hinna hálshöggnu sett á stöng en líkin grafin í óvígðri mold og steinum gjarnan kastað á dysjar sakamanna og kvenna. Steinunn sagði að hugmyndin með rannsókninni væri að kortleggja af- tökustaði, grafa í suma þeirra og bæj- arstæði þar sem þetta fólk bjó, skrá og greina gripi, bein og aðrar leifar. Mannabein hefðu fundist á þekktum aftökustöðum, svo sem í Gálgagili í landi Jörfa í Víðidal, við Drekking- arhyl í Fljótsdal og í Kópavogi. „Þetta eru ósýnileg mál en hluti af Íslandssögunni, og með því að skrá þessa staði langar mig til að varpa ljósi á það,“ sagði Steinunn. Þá ætlar hún að skoða bakgrunn þeirra sem tekin voru af lífi út frá svo- nefndum póst-marxisma, kenningum um undirsáta, mótun stétta, stétt- skiptingu og kynbundið misrétti. Steinunn sagði athyglisvert að það væru ekki aðeins valdhafar sem hefðu kveðið upp þessa dauðadóma heldur hefði almenningur verið þátt- takandi og mál hefðu gjarnan átt ræt- ur í kjaftasögum. Því væri fróðlegt að skoða orðræðuna og það mætti raun- ar tengja við metoo-umræðu nú- tímans. Ætlar að rannsaka aftökur á Íslandi Morgunblaðið/GSH Rannsakar aftökur Mikill áhugi var á fyrirlestri Steinunnar Kristjáns- dóttur í Þjóðminjasafninu en þar kynnti hún fyrirhugaða rannsókn sína. Síðasta aftaka á Íslandi fór fram í Vatns- dalshólum í Húnavatns- sýslu 12. jan- úar 1830 þeg- ar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sig- urðsson voru hálshöggvin fyrir morð. Notuð var öxi og höggstokkur, sem voru fengin frá Kaupmannahöfn og eru þess- ir munir varðveittir í Þjóðminja- safninu. Margir fræðimenn og listamenn hafa fjallað um þetta mál og nú er útlit fyrir að gerð verði um það Hollywood- kvikmynd eftir skáldsögu Hann- ah Kent, Náðarstund, með Jenni- fer Lawrence í aðalhlutverkinu. Þótt Íslendingar hafi verið dæmdir til dauða eftir þetta var þeim dauðadómum ekki fram- fylgt og dauðarefsing var form- lega afnumin hér á landi 1928. Síðasta aftakan VATNSDALSHÓLAR Exin sem notuð var í Vatnsdal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.