Morgunblaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
Snjókarl Gengið framhjá mjóslegnum og hýrlegum snjókarli við tjaldsvæðið í Laugardal. Ef marka má veðurfræðinga verður enginn skortur á snjó til listsköpunar víða á landinu næstu daga.
Eggert
Það er alveg maka-
laust hvernig sumir
menn geta varðveitt
æsku sína og haldið
ljóma yfir nafni sínu
ævina út. Þetta á ekki
síst við um einstaka
listamenn sviðs og
söngva. Ragnar
Bjarnason, sá einstaki
maður, hefur í ein 65 ár
sungið fyrir þjóð sína
„með hangandi hendi“ og er enn að.
Sama má segja um Geirmund Val-
týsson, í um 60 ár hefur hann haldið
út af örkinni eða spilað á skagfirska
efnahagssvæðinu, fengið fólk til að
dansa og syngja. Báðir einstakir
menn sem hafa glatt margar kyn-
slóðir Íslendinga.
RÚV sýndi í sjónvarpinu eitt
kvöldið frá tónleikum Rollings
Stones í Havana á Kúbu. Þá rifjaðist
upp fyrir mér einstök stund sem við
hjónin áttum í Washington fyrir 15
árum á tónleikum hjá „gömlu mönn-
unum,“ ógleymanlegt sjó og ævin-
týri. Í öll skiptin sem ég hef fylgst
með tónleikum snillinganna er að-
allagið og trompið: „I cant get no“.
Þá rifjast alltaf upp fyrir mér að
fyrst heyrði ég þetta magnaða lag
hljóma á regnvotum strætum Laug-
arvatns 1965 þegar við skólalýð-
urinn gengum í kvöldrökkrinu með
útvarpstæki undir hendinni að
hlusta á Lög unga fólksins, og þetta
einstaka lag bergmálaði um staðinn,
og þegar ég heyri lagið finn ég enn
lyktina af hveragufunni sem lagði
um staðinn á þessum æskudögum.
Sem sé: enn er þetta lag trompið
þeirra og þeir hafa hamrað það í yfir
fimmtíu ár.
Í þá daga skiptust krakkarnir í tvo
hópa, margir settu þá Bítlana efst á
vinsældalistann en Rollingarnir lifa
enn og spila og syngja saman. Þess-
ar miklu stjörnur voru óstýrilátir
ungir menn sem leiddu yfir heiminn
miklar breytingar í
háttum unga fólksins
með söng sínum og
gleði eins og Bítlarnir
gerðu ekki síður á svo-
kölluðu hippatímabili.
Þessir kappar stóðu
fyrir„frelsi æskunnar
eða uppreisn æsk-
unnar,“ þeir breyttu
heiminum.
En meira en hálfri
öld síðar eru þeir vin-
sælir, að vísu orðnir
gráir fyrir hærum og hrukkurnar
prýða andlitið en skrokkurinn og
þrekið er á sínum stað. Þeir hlaupa
um sviðið, ekki síst söngvarinn
„munnljóti“, Mick Jagger, og
trommarinn Charlie Watts, átt-
ræður að aldri, lemur húðir sínar
klukkutímum saman á tónleikunum
og skortir ekki afl eða þrek.
Líf þessara manna hlýtur að hafa
fengið annan farveg en þann sem
þeir voru vændir um í æsku, að vera
óreglusamir og nota eiturlyf, svona
flottir menn hljóta að hafa lært hófið
og reglusemi á öllum sviðum í mat
og drykk. Plöturnar sem þeir hafa
selt eru orðnar 240 milljónir talsins.
Eitt er víst; þeir eru vel á sig komnir
og þeir hafa hugsað vel um sál sína
og líf sitt því segja má að hér ráði hið
fornkveðna: „Fögur sál er ávallt ung
undir silfurhærum.“ Það mætti
halda að þeir hefðu lifað á skyri,
lambakjöti og tekið inn hákarlalýsi,
svo magnað er að sjá til þeirra.
Eftir Guðna
Ágústsson
» Það mætti halda að
þeir hefðu lifað á
skyri, lambakjöti og
tekið inn hákarlalýsi,
svo magnað er að sjá til
þeirra.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Mögnuð er
hin eilífa æska
Rolling StonesYfirleitt brýtur munsjaldnar á hug-
myndafræðilegum
ágreiningi í sveitar- og
borgarstjórnum heldur
en í landsmálum.
Ástæðan er sú að sveit-
ar- og borgarstjórnir
sjá fyrst og síðast um
rekstur sveitarfélaga,
skipulag á nær-
umhverfi og þjónustu
við íbúa, á meðan Al-
þingi setur lög um skatta og fjárlög
sem endurdreifa fjármunum til sam-
félagsins.
En núverandi borgarstjórn-
armeirihluti brýtur regluna og er of-
stækisfyllri vinstristjórn en Íslend-
ingar hafa átt að venjast. Þetta sýnir
sig í ótrúlegu virðingarleysi meiri-
hlutans gagnvart skoðunum borg-
arbúa, öryggi þeirra og hagsmunum,
virðingarleysi gagnvart frítíma
þeirra, gagnvart fjármunum út-
svars- og skattgreiðenda, og síðast
en ekki síst í því hugarfari að borg-
arbúar séu viljalaus efniviður í út-
ópíu alviturra stjórnarherra.
Allt lúti einu markmiði
Núverandi meirihluti í Reykjavík
er nánast sá sami og var á síðasta
kjörtímabili þó að meinlaus og ut-
angátta uppistandari hafi þá verið
leppur fyrir Dag B. Eggertsson. Þá
ákváðu þessir þokkapiltar að setja
Reykjavík og Reykvíkingum eitt
markmið, sem öll önnur markmið,
allra annarra, skyldu lúta: Reykvík-
ingar eiga að hætta að nota fjöl-
skyldubíla, með góðu eða illu. Þeir
skulu ganga, hjóla eða taka stræt-
isvagna, ætli þeir að komast leiðar
sinnar. Þannig á að draga úr meng-
un, auka umferðaröryggi, stuðla að
heilbrigði, bæta mannlíf, bjarga
heiminum og auka hamingju. Hér er
ekki í lítið ráðist enda hefur meiri-
hlutinn tekið róttækari ákvarðanir í
málefnum skipulags og húsnæðis en
dæmi eru um hjá yfirvöldum, allt í
þágu þessa markmiðs. Skoðum
nokkur dæmi:
„Við bjóðum – þið borgið“
Vinstrimeirihlutinn gerði sam-
göngusamning við rík-
isstjórn Jóhönnu Sig-
urðardóttur og hafði
þannig marga milljarða
af Reykvíkingum með
því að aflétta af Vega-
gerðinni þeirri lög-
boðnu skyldu hennar
að byggja upp stofn-
brautakerfi borg-
arinnar. Þau hafa
stundað dýra skemmd-
arstarfsemi á tengi-
brautum og útilokað
mislæg gatnamót,
hvort tveggja til að
draga úr umferðarflæði. Þau hafa
ákveðið að „þétta byggð“ svo borg-
arbúar fari ekki of langt frá heimili
sínu. Tvö úrræði í „þéttingu byggð-
ar“ felast í því að tortíma Reykjavík-
urflugvelli á næsta kjörtímabili og
koma í veg fyrir nýja byggð á landi í
eigu borgarinnar. Loks boða þau
borgarlínu sem á að leggja undir sig
helming stofnbrauta og kosta marga
tugi milljarða. Línan á að komast
endanlega í gagnið árið 2040, 22 ár-
um eftir að þessir stjórnarherrar
verða vonandi farnir frá völdum.
Loks á að fjármagna línuna með
ólöglegu innviðagjaldi sem yfirvöld
eru nú að byrja að leggja á nýja
íbúðabyggð.
Íþyngjandi ráðstafanir –
þveröfug áhrif
Hér eru skilaboðin skýr. Yfirvöld
skulu ráða ferðamáta fólks. Ekki
fólkið sjálft. Þetta á að þvinga fram
með íþyngjandi ákvörðunum. En
þetta hugarfar hefur haft þveröfug
áhrif við markmiðið. Þetta hugarfar
hefur alls ekkert aukið nýtingu al-
menningssamgangna. Ekki um eitt
prósent! Það hefur sjöfaldað lóða-
verð sem hlutfall af íbúðaverði á
skömmum tíma, stórhækkað íbúða-
og leiguverð í borginni, stuðlað að
mesta húsnæðiskorti í Reykjavík um
áratuga skeið, leitt til mestu dreif-
ingar byggðar í sögu Reykjavíkur
með því að hrekja unga borgarbúa í
önnur sveitarfélög, jafnvel á Akra-
nes, í Árborg og í Reykjanesbæ, og
því lengt mjög akstursleið til og frá
vinnu. Úræðið hefði kannski gengið
upp með frekari þvingunum, ef
meirihlutinn hefði reist Berlínarmúr
kringum borgina svo fólk gæti ekki
kosið með fótunum. Götuvígin á
tengibrautum hafa dregið úr um-
ferðaröryggi og beint bílaumferð inn
í íbúðarhverfi þar sem börn eru að
leik eða á leið í skóla. Fordómar
gagnvart mislægum gatnamótum
hafa stóraukið umferðarmengun,
vegna sífellt fleiri farartækja sem
bíða í lausagangi á rauðu ljósi um
alla borg. Fordómarnir hafa lengt
ferðatíma fólks og lagt þannig skatt
á frítíma borgaranna, tímaskatt sem
farinn er að slaga upp í sumarfrí
launafólks. Tortíming flugvallarins
mun kalla á sambærilegan flugvöll
sem kosta mun skattgreiðendur
hundruð milljarða og innviðagjaldið
mun enn hækka íbúða- og leiguverð.
Bráðum slær í faldafeykinn
Það er hrapalleg vinstrifirra að
telja að valdhafar eigi að stjórna öll-
um athöfnum fólks með íþyngjandi
ráðstöfunum, óháð því hvað þær
kosta þegnana. Þessi hroki valdhaf-
anna gerir ekki ráð fyrir því að þeg-
ar yfirvöld hafa tekið róttæka
ákvörðun, eigi þegnarnir næsta leik.
Ef yfirvöld neita borgarbúum um
íbúðir á viðráðanlegu verði flytja
þeir á brott. Ef ökumaður þarf að
bíða í korter á tengibraut til að kom-
ast að næstu gatnamótum, ekur
hann gegnum íbúðarhverfi.
Að stjórna samfélagi er eins og að
tefla skák. Þegar valdhafinn hefur
leikið, leikur samfélagið varnarleik.
Valdhafar eiga ekki alltaf leikinn. Á
endanum er samfélagið hópur ein-
staklinga með eigin réttindi, hags-
muni, tilfinningar og markmið – og
þeir hafa kosningarétt. Samfélagið á
leikinn í vor og getur mátað í næsta
leik með því að koma þessum vinstri-
meirihluta frá völdum. Þá getum við
öll sagt með Einari Ben: Upp með
taflið. – Ég á leikinn.
Eftir Mörtu
Guðjónsdóttur » Að stjórna samfélagi
er eins og að tefla
skák. Þegar valdhafinn
hefur leikið, leikur sam-
félagið varnarleik.
Marta
Guðjónsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Við eigum leikinn í vor