Morgunblaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018 Við íbúar sem bú- um í Laufengi, Gull- engi, Reyrengi, nem- endur og kennarar í Borgarholtsskóla og þeir sem þurfa að komast í Eirborgir og á leikskólann í hverfinu mótmælum harðlega þeim breyt- ingum sem voru gerðar núna eftir áramótin á leið 6. Við sem búum í Engjahverfinu og Grafarvogi og notum strætó þurfum að geta treyst á að hann komi á réttum tíma og fari sem beinasta leið niður í bæ og út úr hverfinu. Síðan byggt var í Engjahverfi hefur strætó ekið um Gullengi og þjónað okkur ljómandi vel og eng- inn kvartað. Einu sinni voru nokkrir vagnar sem fóru um göt- una, bæði leið 14 og svo 115 og fleiri, þannig að við gátum valið úr vögnum. Þá voru nokkrar hrað- leiðir í boði sem fóru í öll úthverfi Reykjavíkur, 115 Grafarvog, 110 í Árbæjarhverfi og 111 og 112 sem fóru í Breiðholt. Það var fyrir síð- ustu breytingu á leiðakerfinu. Síðan breyttist það og ekki til betri vegar, ferðum fækkaði, hrað- leiðir lagðar niður og núna er það bara einn vagn sem er sannarlega okkar vagn, leið 6, sexan okkar góða. Þegar ég frétti að það ætti að fjölga ferðum gladdi það mig mik- ið að fá örari ferðir í bæinn en það sem ég vissi ekki var að í leiðinni tóku þeir upp á því að breyta leið- inni, sem enginn skilur af hverju var gert. Þjónar engum tilgangi og gerir okkur erfitt fyrir og auk þess er stoppistöðin við kirkju- garðinn, ég spurði stjórnar- formann Strætó hvort meiningin væri að þjóna þeim sem væru farnir frekar en okkur sem enn erum ofar moldu – það er kannski nýja stefnan hjá Strætó. Þessi nýja biðstöð er við Borg- arveg og hann liggur meðfram kirkjugarð- inum og það er enginn að koma þarna langar leiðir gangandi í fljúg- andi hálku eins og færðin hefur verið undanfarið. Biðstöð bara öðrum megin við götuna, engin hinum megin og þarna er veðravíti og austan- og suðaust- anáttin eru verstu átt- irnar og þá er nú betra að vera klæddur í allsherj- arkuldagalla til að krókna ekki úr kulda. Við viljum sem sagt að þið takið þetta til baka, þið sem stjórnið hjá Strætó, og farið líka að hlusta á þá sem nota vagnana og taka tillit til þess sem þeir segja. Þið eruð þjónustustofnun og eigið að þjóna okkar notendunum. Nú er búið að loka Hlemmi og enginn staður í boði fyrir farþega. Hvernig væri að byggja hús fyrir framan Mont- höllina ykkar og hafa þar afdrep fyrir farþegana og einnig miða- sölu. Við viljum leið 6 aftur og látið hana halda áfram að þjóna okkar sem búum í Laufengi, Gullengi og víðar. Minni á að það eru um 20 þús. manns sem búa í Grafarvogi og við erum líka kjósendur í vor. Munið það. Látið leið 6 keyra fram og til baka um Gullengi og snúa við í Spönginni og málið er leyst og all- ir glaðir. Með von um að þið leysið málið. Látum leið 6 aka áfram um Gullengi Eftir Katrínu Þorsteinsdóttur Katrín Dóra Þorsteinsdóttir » Við viljum að leið 6 gangi aftur um Gull- engi, viljum ekki missa 6 okkar. Við söknum hennar mikið. Höfundur er leiðsögumaður, lífeinda- fræðingur, Grafarvogsbúi og dyggur notandi strætó. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem mun gera umskurð drengja, nema af heilsufarsástæðum, ólöglegan og allt að sex ára fangelsi lægi við brotum á þessum lögum. Fyrir 10 árum var ég nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur í Danmörku og for- eldrar nýfædds drengs sem ég annaðist spurðu mig hvar þau gætu fengið son sinn umskorinn. Ég hafði aldrei heyrt um svoleiðis og varð að spyrja vinnufélaga mína hvað það væri og hvar það væri gert. Nokkrum árum síðar var um- ræða í Danmörku um dreng sem hafði næstum dáið vegna um- skurðar og þá varð mér hugsað aft- ur til litla drengsins. Ég fór að fylgjast mjög með umræðunum, lesa mér til um hvað umskurður væri, hverjir umskæru og af hverju. Í framhaldsnámi mínu skrifaði ég lokaverkefni um um- skurð drengja og síðan er ég búin að vinna með fjölskyldum og tel mig því þekkja vel til þessara mála. Forhúð lítilla drengja er eðlilega samvaxin kónginum til að byrja með og hjá langflestum, til að geta framkvæmt umskurð, þarf að rífa forhúðina lausa með sérstökum pinna sem rennt er í kringum typpið, þangað til hún losnar hring- inn í kring. Umskurðurinn er þann- ig framkvæmdur að forhúðin er annað hvort klemmd (þannig að blóðflæði stoppi og húðin falli af) eða hún er skorin af. Vegna aldurs er ekki hægt að deyfa drengina nægilega vel. Dæmi hafa verið um börn sem hafa hreinlega fengið samanfallin lungu því þau grétu svo sárt. Önnur verða stjörf og þeir foreldrar sem eru viðstaddir telja þá að barnið hafi ekki fundið fyrir neinu. Þetta er erfitt að vita og að geta ekki sem fagaðili stoppað. Í starfi mínu hef ég talað við menn sem voru umskornir sem drengir. Oft hafa þeir engum sagt frá vanlíðan sinn, þekkja ekkert annað og halda að þetta sé eðlilegt. Einn sagði mér t.d. frá því að honum gæti ekki risið hold án þess að húðin rifnaði því of mikið hefði verið fjar- lægt af forhúðinni. Aðrir sem hafa verið umskornir muna brennandi sársaukann sem þeir gátu engum sagt frá því allir í kringum þá voru að fagna þessum trúar- lega áfanga. Danski stjórnmála- maðurinn Halime Oguz greindi frá því að í Danmörku hefði 10 ára drengur verið eltur, haldið niðri og hann umskorinn á móti vilja sínum. Aðrir drengir segjast hafa barist á móti og öskrað á hjálp en þeir hafi verið skammaðir. Æ fleiri Gyðingar eru farnir að lesa sér til um hvað felst í umskurði og æ fleiri halda fallegu athöfnina Brit Shalom þar sem fætur drengsins eru þvegnir en enginn umskurður fer fram. Það að eitthvað hafi verið gert í langan tíma réttlætir ekki að halda því áfram. Með þeim rökum hefði þrælahald aldrei verið afnumið. Í dag sinni ég ungbarnavernd og hjá múslimskri fjölskyldu heyrði ég um mikla félagslega pressu sem þau voru beitt þegar þau vildu ekki láta umskera drenginn sinn. Þau sögð- ust óska þess að þau gætu sagt við fólk: „því miður megum við ekki gera það í þessu landi.“ Sumir halda því fram að það sé hreinlegra að skera forhúðina í burtu en sömu rök væri hægt að nota fyrir því að draga neglurnar af þeim líka, sem við gerum auðvit- að ekki heldur kennum þeim að þvo sér! Aðrir segja að umskurður fyrirbyggi krabbamein í getnaðar- lim, sem 1 af hverjum 100.000 fær. Hvað þá með brjóstakrabbamein, sem er miklu algengara; á að skera brjóstin af litlum stelpum? Enn aðrir halda því fram að umskurður verndi gegn kynsjúkdómum svo sem HIV, en það er ekki rétt. Ef einhver vill enn verja þennan sið vil ég biðja hann í allri einlægri að fara á netið og finna myndband frá kennslustund í Anthropology of Sexuality hjá Georgetown Univers- ity inni á Youtube. Myndbandið kallar kennarinn „The Elephant in The Hospital“ og gerir málinu mjög góð og yfirveguð skil. Engin rök sem færð eru fyrir umskurði skipta máli. Við erum að tala um grundvallarrétt ein- staklingsins til að taka ákvarðanir varðandi eigin líkama. Þessi aðgerð veldur því að sveinbörn eru kvalin, eiga á hættu að missa mikið blóð og fá sýkingar (börn með bleyju!) og þetta er óafturkræf breyting á líkama þeirra. Forhúðin hefur um 20.000 taugaenda sem gera getnað- arliminn næman. Sú næmni tapast við umskurð þegar kóngurinn er stöðugt berskjaldaður og verður með tímanum ónæmari fyrir snert- ingu og örvun. Það eiga að vera sjálfsögð mannréttindi að drengir geti haldið líkama sínum heilum þegar engin ástæða er til annars. Með löggjöf er búið að tryggja réttindi stúlkna og það á ekki að vera öðruvísi fyrir drengi. Nú þeg- ar bíða margir um allan heim spenntir að sjá hvað Íslendingar gera og við getum skapað fordæmi varðandi vernd ungra drengja. Hérna í Danmörku sýna skoðana- kannanir að um 83% Dana vilja aldurstakmark á umskurð án lækn- isfræðilegrar ástæðu. Danir, Norð- menn og hagsmunasamtök í Bandaríkjunum og fleiri löndum horfa nú til Íslands. Ekkert annað land hefur þorað að banna um- skurð sveinbarna. Verða Íslend- ingar fyrstir til að ríða á vaðið? Ég hvet þingmennina okkar til að kynna sér málið og greiða at- kvæði með banni á umskurði drengja án læknisfræðilegra ástæðna. Mannréttindi og jafnrétti Eftir Írisi Björg Þorvaldsdóttur »Með löggjöf er búið að tryggja réttindi stúlkna og það á ekki að vera öðruvísi fyrir drengi. Nú þegar bíða margir um allan heim spenntir að sjá hvað Íslendingar gera. Íris Björg Þorvaldsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sundhedsplejerske í Danmörku. iristhorvalds@gmail.com Það gerist hér á hverjum einasta degi að félagsmenn koma til skrifstofu Eflingar með mál þar sem ver- ið er að hlunnfara launafólk eða hafa af því réttindi. Efling hefur tekið saman töl- ur innheimtra launa- krafa á síðustu árum og nema þær 152 milljónum fyrir árið 2016 og 220 milljónum á síðasta ári. Stærsta málið á síðasta ári endaði í Fé- lagsdómi þegar Reykjavíkurborg var dæmd til að greiða nær 470 starfs- mönnum borgarinnar leiðrétt laun, en að mati Eflingar er um að ræða um 50 millj- ónir króna. Dæmi voru um að starfs- mönnum væru greidd leiðrétt laun sem námu yfir 600 þúsund krónum á mann fyrir tímabilið sem um ræður. Þetta er ekki dæmigert mál en auð- vitað rennur manni til rifja þegar því er haldið fram í fjölmiðlum að það þurfi að ryðja hér út þjálfuðu starfsliði og stjórnarmönnum Efl- Um 470 starfs- menn fá tugi millj- óna í leiðréttingu Eftir Ragnar Ólason Ragnar Ólason ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.