Morgunblaðið - 08.02.2018, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
Miklar umræður
hafa átt sér stað í
þjóðfélaginu und-
anfarið um kjaramál,
einkum vegna úr-
skurðar kjararáðs um
mjög miklar launa-
hækkanir embættis-
manna, stjórnmála-
manna, dómara og
fleiri og mikla aft-
urvirkni þeirra. Al-
þýðusamband Íslands
segir, að umræddir úrskurðir spilli
fyrir lausn í kjaramálum á al-
mennum vinnumarkaði. Forseti
ASÍ fer fram á, að úrskurðir kjar-
aráðs um hinar miklu launahækk-
anir verði afturkallaðir.
Leiðrétting á kjörum
aldraðra átti að hafa forgang
Það er notað sem rökstuðningur
fyrir óhóflegum launahækkunum,
sem kjararáð hefur úrskurðað, að
laun stjórnmálamanna og embætt-
ismanna hafi verið fryst og lækkuð
á krepputímanum. Aldraðir og ör-
yrkjar máttu einnig sæta frystingu
lífeyris og annarri kjaraskerðingu
á krepputímanum en hafa ekki
fengið neina leiðréttingu vegna
þess eins og embættismenn og
stjórnmálamenn. Það hefði verið
brýnna að leiðrétta kjör aldraðra
og öryrkja vegna fyrri kjaraskerð-
inga, þar eð lífeyrir þeirra lægst-
launuðu meðal þeirra dugar ekki
til framfærslu. Stjórnmálamenn og
embættismenn komust hins vegar
sæmilega af áður en þeir fengu
himinháar launahækkanir, sem
kjararáð úrskurðaði þeim.
Hækkanir 2015: Laun
14,5-40% – Lífeyrir 3%
Á árinu 2015 urðu miklar al-
mennar launahækkanir í þjóð-
félaginu. Lágmarkslaun hækkuðu
þá um 14,5% frá maí á því ári;
grunnskólakennarar fengu 33%
launahækkun á þremur árum og
11% til viðbótar gegn afsali
kennsluafsláttar, hjúkrunarfræð-
ingar fengu 23,9%
hækkun á 4 árum,
BHM fékk 13% launa-
hækkun á tveimur ár-
um, mjólkurfræðingar
18% hækkun, blaða-
menn 16%, læknar
25-40% hækkun.
Þetta er hvergi nærri
tæmandi upptalning
en aðrar launahækk-
anir ársins voru á
svipuðum nótum og
allar þessar hækkanir
leiða í ljós hver
launaþróun ársins
var. En tekið er skýrt fram í lög-
um, að taka eigi tillit til launaþró-
unar við ákvörðun á lífeyri aldr-
aðra og öryrkja. Á þessu ári
mikilla almennra launahækkana
hækkaði lífeyrir aldraðra og ör-
yrkja um 3%; segi og skrifa 3%!
Er þetta eitt grófasta dæmið um
valdníðslu gagnvart öldruðum og
öryrkjum. Hér er skýrt dæmi um
það, að lög eru brotin á öldruðum
og öryrkjum. Nær allar stéttir fá
miklar launahækkanir; lágmarks-
laun hækka um 14,5% en önnur
laun hækka miklu meira. Samt
hækkar lífeyrir aðeins um 3%!
Ekki þýðir að vitna í hækkun líf-
eyris næsta ár á eftir; þá hækkað
hann meira en samt á svipuðum
nótum og lágmarkslaun.
Stjórnmálamenn og
embættismenn fá 21-48%
Á árinu 2016 úrskurðaði kjar-
aráð að laun þingmanna skyldu
hækka um 44% og verða 1,1 millj-
ón á mánuði, laun ráðherra hækka
um 35% og verða 1,8 milljón á
mánuði og laun forsætisráðherra
hækka í rúmar 2 milljónir á mán-
uði. Þingmenn og ráðherrar fá síð-
an ýmsar aukasporslur sem hækka
laun þeirra enn. Laun biskups
voru hækkuð 2017 um 21% og fóru
í 1,5 milljón kr. á mánuði og aft-
urvirk hækkun í 1 ár. Dómarar
fengu einnig mikla launahækkun
um áramótin 2015/2016. Laun
dómara hækkuðu um 31,6%-48,1%.
Laun hæstaréttardómara hækkuðu
í 1,7 mill. kr. og laun forseta
Hæstaréttar í 1,9 millj kr. Laun
dómstjórans í Reykjavík hækkuðu
í 1,5 milljón kr. Kjararáð ákvað
einnig á árinu 2016 að hækka
mjög mikið laun háttsettra emb-
ættismanna og nefndarformanna.
Var hér um að ræða hækkun á
bilinu 29-48% og afturvirka launa-
hækkun 18 mánuði aftur í tímann!
Kjararáð á að taka tillit til
launaþróunar á almennum mark-
aði. Er undarlegt, að ein rík-
isstofnun, kjararáð, skuli komast
að þeirri niðurstöðu, að launa-
hækkun allt upp í 48,1% sé í sam-
ræmi við launaþróun en önnur rík-
isstofnun komast að allt annarri
niðurstöðu. Samkvæmt lögum á
einnig á að taka tillit til launaþró-
unar við ákvörðun lífeyris. Rík-
isvaldið taldi það í samræmi við
launaþróun 2015 að hækka lífeyri
aðeins um 3% þrátt fyrir alla hin-
ar miklu hækkanir ársins. Og nú
telur ríkisvaldið 4,7% hækkun í
samræmi við launaþróun þó sú
hækkun nái ekki einu sinni hækk-
un lágmarkslauna og himinháar
launahækkanir hafi átt sér stað í
þjóðfélaginu, sbr hækkanir, þing-
manna, ráðherra, embættismanna,
dómara og biskups.
Ég tel það hreina valdníðslu
gagnvart öldruðum og öryrkjum
að halda lífeyri þeirra niðri við fá-
tæktarmörk á sama tíma og laun í
þjóðfelaginu hafa verið hækkuð
eins mikið og lýst hefur verið i
þessari grein. Er ekki kominn tími
til þess að aldraðir og öryrkjar fái
að njóta réttlætis og lifeyrir þeirra
verði hækkaður svo mjög, að þeir
geti lifað mannsæmandi lífi og átt
áhyggjulaust ævikvöld?
Laun stórhækka –
lífeyrir við fátæktarmörk
Eftir Björgvin
Guðmundsson »Ég tel það hreina
valdníðslu gagnvart
öldruðum og öryrkjum
að halda lífeyri þeirra
niðri við fátæktarmörk.
Björgvin
Guðmundsson
Höfundur er fv. borgarfulltrúi.
vennig@btnet. is
Í frumbernsku vega-
gerðar hér á landi var
mikil áhersla lögð á að
ná vegasambandi á
milli byggðarlaga og
ákafinn mikill við að
hraða þeim fram-
kvæmdum. Þá eins og
nú greindi menn á um
vegstæði. Í einu byggð-
arlagi var ákafur og
duglegur maður sem
vildi fara skemmstu
leið um klettótta hlíð að næsta
áfangastað. Honum var bent á að
þetta væri hættuleg framkvæmd og
þeir sem ynnu að henni yrðu lagðir í
stórhættu, auk þess sem vegfarendur
yrðu í hættu á ferðalögum sínum.
„Það er í lagi að það fari einn og einn
kall ef við fáum veginn,“ var svarið.
Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér
þegar ég hlustaði á orð Loga Ein-
arssonar, formanns Samfylkingar, í
ræðustól Alþingis um daginn, þegar
hann ræddi um veiðigjöldin. Hann
talaði fyrir því að hækka afgjaldið og
því þyrfti að hraða til að ná inn aukn-
um tekjum í þjóðarbúið. Rök hans
fólu m.a. í sér þessa fullyrðingu: „Er
ekki allt í lagi þó að eitthvað af út-
gerðarfyrirtækjunum fari á hausinn
og við leitum í hagkvæmasta rekst-
urinn þannig að þjóðin
fái á endanum afgjaldið?
Aðalatriðið er að byggð-
unum blæði ekki.“
Byggðum blæðir
Það er staðreynd að
byggðum er farið að
blæða nú þegar. Veiði-
gjöldin margfölduðust á
sl. ári og eru þegar til
útgerðarfyrirtæki sem
hafa gefist upp og nokk-
ur eru að hugsa sér til
hreyfings. Sú reikn-
iregla sem viðgengst
kemur illa niður á því árferði sem
núna er hjá bolfiskfyrirtækjum.
Reiknireglan miðast við afkomu sjáv-
arútvegsfyrirtækja fyrir tveimur ár-
um og veiðigjöld þessa fiskveiðiárs
eru því tengd afkomu greinarinnar
árið 2015 sem var verulega betri en
afkoma sl. árs. Því veldur styrking
krónunnar og lækkun á hráefn-
isverði.
Lítil og meðalstór fyrirtæki eiga
mörg hver í verulegum erfiðleikum
og ekki útséð um hve mörgum tekst
að klára árið. Þarna erum við ekki
einungis að tala um að einstökum
byggðarlögum blæði heldur fjórð-
ungum. Lítum til Vestfjarða. Þar eru
einungis lítil og meðalstór sjáv-
arútvegsfyrirtæki. Ennþá er það svo
að sjávarútvegurinn er aðal-
Byggðum blæðir
– veiðigjöld
Eftir Höllu Signýju
Kristjánsdóttur
Halla Signý
Kristjánsdóttir
Allt um sjávarútveg
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
• Verndar vopnið þitt gegn
flestum skemmdum
• Byggir upp sterka vörn
gegn tæringu
• Verst frosti niður í – 80°C
• Lengir líftíma vopnsins
• Hryndir frá sér ryki
og skotleifum
• Ver vopnið í mjög langan tíma
Smurefni fyrir skotvopn
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Suðurlandsbraut 6, Rvk. | Sími 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa starfskrafta
í flestar greinar atvinnulífsins
Markmið okkar er að spara viðskiptavinum
tíma, fyrirhöfn og fjármuni.
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK
Handafl er traust
og fagleg
starfsmannaveita
með margra ára
reynslu á markaði þar
sem við þjónustum
jafnt stór sem smá
fyrirtæki.