Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
✝ Emilía Sigríð-ur Sigurðar-
dóttir fæddist í
Reykjavík 24. júlí
1923. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Grund 29.
janúar 2018.
Hún var dóttir
hjónanna Ólafíu
Sigurþórsdóttur og
Sigurðar Kristins
Gíslasonar. Ólafía
og Sigurður eignuðust 10 börn,
Ragnheiði, Sigríði, Vilborgu,
Óskar, Kristínu, Sigurþór,
píanóleikari varð síðar ein af
fjölskyldunni. Hún er gift
George L. Claassen slagverks-
leikara.
Emilía vann á ýmsum stöðum
en þó lengst af hjá Rannsókn-
arstofu Landspítalans. Hún bjó
alla tíð í eða í kringum miðbæ
Reykjavíkur.
Emilía var handlagin og mik-
il handavinnukona, saumaði
m.a. flotta og glæsilega mód-
elkjóla bæði hjá Tískuverslun-
inni Markaðinum og heima,
einnig prjónaði hún, heklaði og
saumaði út. Hún lærði einnig
bókband og að skera út.
Guttormur átti stórt og mik-
ið plötusafn sem Emilía gaf
Listaháskólanum.
Útför Emilíu fer fram frá
Neskirkju í dag, 8. febrúar
2018, klukkan 13.
Svövu, Emilíu,
Gísla og Valgerði
og er Valgerður nú
ein á lífi.
Emilía giftist
Guttormi Guðna-
syni og eignuðust
þau eina dóttur,
Brynju píanókenn-
ara. Brynja er gift
Rúnari Haukssyni
arkitekt og eiga
þau eina dóttur,
Björt. Björt er sellóleikari bú-
sett á Spáni og gift Ramón Pu-
ey Escartín. Halldóra Aradóttir
Elsku Milla frænka, takk fyrir
allt. Þakklætislistinn er of langur
fyrir litla minningargrein. Þín
verður sárt saknað eftir að hafa
fylgt mér og mínum allt lífið.
Ég lái þér þó ekki að vera orð-
in þreytt og tilbúin að kveðja
þessa jarðvist. Þrautseigjan og
virðing þín fyrir lífinu og tilver-
unni var ótrúleg! Í þinni orðabók
var ekki til orðatiltækið „að gef-
ast upp“, þó svo að þú ættir
„slæman“ dag eins og við hin,
sagðir þú alltaf: „þetta er allt að
lagast“, ég verð betri á morgun.
Alltaf til staðar, galopinn
faðmur, jákvæðni, bjartsýni, um-
hyggja, endalaus hvatning, virð-
ing, fordómalaus og óskipt at-
hygli, svona gæti ég haldið
áfram … svo sannarlega kenndir
þú mér þá gullnu reglu að „sælla
er að gefa en að þiggja“ án þess
þó að hafa orð á því. Talandi um
gott fordæmi á lífsins leið – það
varst þú svo sannarlega.
Takk, kæra frænka og vin-
kona, fyrir yndislegar samveru-
stundir í gegnum tíðina, vonandi
fáum við að hittast á næsta stað
þar sem þú verður örugglega til
staðar fyrir okkur öll.
Elsku Brynja, Rúnar, Björt og
Ramon, ég sendi ykkur samúðar-
kveðjur og bið almættið að vera
með ykkur og styrkja í sorginni.
Boðberar kærleikans
eru jarðneskir englar
sem leiddir eru í veg fyrir fólk
til að veita umhyggju,
miðla ást,
fylla nútíðina innihaldi
og tilgangi,
veita framtíðarsýn
vegna tilveru sinnar
og kærleiksríkrar nærveru.
Þeir eru jákvæðir, styðja,
uppörva og hvetja.
Þeir sýna hluttekningu,
umvefja og faðma,
sýna nærgætni
og raunverulega umhyggju,
í hvaða kringumstæðum sem er
án þess að spyrja um endurgjald.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Ólafía María Gísladóttir.
Á 95. aldursári er hún kvödd
mín kærasta föðursystir, Milla.
Þegar mamma lýsti fyrir mér
heimili afa og ömmu í Reykjavík,
í bakhúsinu við Laugaveg þar
sem systkinin hittust á góðum
degi, sá ég fyrir mér heimili Millu
og Gutta á Njálsgötu. Pabbi var
einn 10 systkina sem flutti lengst
út á land og þegar við komum í
bæinn var gist hjá Millu sem hó-
aði í allan systkinahópinn. Þar sé
ég systkinin fyrir mér ásamt
mökum. Konurnar í borðkrókn-
um, kaffi og góðgæti á borðum og
sígarettureykur, pabbi fíflaðist í
systrum sínum afgömlum vana
en annars sat karlpeningurinn í
stofunni hjá Gutta þar sem lífið
og listin voru efst á baugi. Milla
og Gutti kynntu okkur fyrir
menningunni í Reykjavík en ver-
an á heimili þeirra var ekki minna
spennandi. Milla hafði einlæga
gleði í leik. Hún dró fram spil og
föndur úr skápunum og lék við
okkur.
Einlægni er einmitt það sem
stendur eftir. Milla hafði einlæga
gleði, bjartsýni og umhyggju fyr-
ir fólki.
Einlægan áhuga á fólki og lífi
þess, á lærdómi í gegnum bækur
og aðra miðla, á list og auðvitað
græjum alls konar. Milla mætti
fólki þar sem það var statt og allt-
af jafningi allra.
Á háskólaárum mínum á Ak-
ureyri þurfti ég að nema á Land-
spítala og dvaldi hjá Millu sem
gerði okkur nánari. Við fórum á
listsýningar og tónleika Sinfóníu-
hljómsveitarinnar þar sem Milla
var fastagestur og í leikhús. Við
áttum óviðjafnanlegar stundir
með Boggu frænku því auðvitað
var Milla að tengja saman fjöl-
skylduna. Ekki voru síðri sam-
verustundir okkar tveggja. Hún
sagði mér frá uppvexti þeirra
systkina sem fæddust á árunum
1909-1928 og misjafnar aðstæður
þess tíma.
Hún sagði mér frá litla
drengnum sem hún var skírð í
höfuðið á og hve dásamlegt væri
að nafnið hefði komist aftur á lít-
inn dreng þegar systir mín skírði
í höfuðið á henni. Hún sagði mér
hvernig menntunarmöguleikar
voru takmarkaðir og hvernig
starfsferill hennar byrjaði. Hún
sagði mér frá ýmsu sem sumir
hefðu túlkað sem mótlæti en með
hennar lífssýn var þetta allt
reynsla, lærdómur og þegar upp
var staðið þáttur að einhverju já-
kvæðu og gleðilegu, í það
minnsta í tilfinningabankann þó
ekki væri annað.
Heimsókn til Millu var alltaf í
forgangi í Reykjavíkurferðum.
Ég var ekki ein um það því stund-
um var umferðarmiðstöð hjá
Millu, gestakomur, símhringing-
ar og rafrænar fréttir. Hjá Millu
var ávallt skilningur, væntum-
þykja og áhugi fyrir lífi manns og
því ljúft að heimsækja hana hvert
sinn.
Milla þurfti ekki mörg orð til
að ná að bræða hjarta manns.
Hún átti það til að hringja örs-
nöggt og segja: „Ég var bara að
hugsa til þín og ákvað að hringja
og segja þér það. Mikið er ynd-
islegt að heyra í þér, elskan mín.“
Stundum var það ekki meir, en
það þurfti ekki meira til að skila
einlægninni og ástinni til manns.
Milla mín, þakka þér allt það
góða sem þú hefur kennt mér í
lífinu, gleði, einlægni, bjartsýni
og tryggð svo lítið eitt sé talið
upp. Ég verð ávallt ríkari að hafa
þekkt þig.
Til Brynju, Rúnars, Bjartar og
Ramóns, innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar, minningin er
svo sannarlega ljós sem lifir í
ykkur.
Sigurveig Gísladóttir.
Við erum búin að vera sam-
ferða Emilíu, vinkonu okkar, í til-
verunni frá því Gústa kynnti
Bjössa fyrir henni og Guttormi
vorið 1969. Brynja og Gústa
höfðu kynnst áður veturinn 1964 í
4. bekk MR.
Dag einn gengu þær Laufás-
veginn heim úr skólanum, fóru að
spjalla saman og þegar talið
barst að tónlist þá bauð Brynja
Gústu í heimsókn, sem hún þáði
og lét verða af sama dag. Þegar á
Óðinsgötuna kom var Gústa boð-
in velkomin og strax umvafin
þeirri umhyggju og hlýju sem
einkenndi ætíð viðmót húsráð-
enda þar. Brynja bauð í stofu, þar
sem píanó, hljómflutningstæki og
plötuskápar fönguðu athyglina,
og setti svo tónlist á fóninn. Plötu
með Erroll Garner og aðra með
flautu- og hörpukonsert eftir
Mozart og síðan einn af píanó-
konsertum hans. Fyrir gestinn
var upplifunin töfrum líkust. Frá
fyrsta degi varð fjölskyldan á Óð-
insgötunni fastur hluti af lífi
Gústu og sterk vináttubönd
mynduðust. Þó að Emilía ynni
fullan vinnudag var hún óþreyt-
andi við að hlúa að og næra gesti
sem að garði bar, bæði með
elskulegu viðmóti og með góðu
tei, kaffi og meðlæti.
Margar ánægjustundir höfum
við átt með Emilíu og fjölskyldu
hennar á Óðinsgötunni og síðar á
Njálsgötunni. Þau voru jafnan
gefandi og átti gjafmildin
kannski sterkustu ræturnar í lífs-
viðhorfum þar sem velvild og
gestrisni voru efst á blaði. Iðu-
lega var boðið upp á vöfflur sem
Emilía bakaði um leið og hún
útbjó teið eða hellti upp á könn-
una. Emilía og Guttormur gáfu
líka eftirsóknarverða fyrirmynd
að góðu og lifandi heimili: Hlýtt
viðmót, samkennd með þeim sem
fóru halloka í lífsbaráttunni,
áhugaverðar samræður, líka um
tilfinningar og andlega líðan,
manns eigin og annarra. Veggi
heimilisins prýddu myndlistar-
verk sem höfðu hvetjandi og
gleðjandi áhrif og bókahillurnar
geymdu bókmenntaverk sem
voru endalaus uppspretta sam-
ræðna.
Hljómplötusafn þeirra var
þekkt meðal plötusafnara og tón-
listarunnenda hér í bæ og Gutt-
ormur gætti þess að hljómflutn-
ingstækin væru á öllum tímum af
bestu gæðum sem fáanleg voru.
Hjá Emilíu og Guttormi hlustuð-
um við á margar af helstu tónlist-
arperlunum sem samdar hafa
verið, leiknar eða sungnar af fær-
ustu hljóðfæraleikurum og
söngvurum heims. Og til að nefna
örfá dæmi þá eru það Leontyne
Price, Sarah Vaughan og Jussi
Björling. Píanótónlist var ofar-
lega á baugi hjá fjölskyldu Emil-
íu. Píanóleikur og píanókennsla
varð ævistarf Brynju. Það var
gaman að fylgjast með samræð-
um fjölskyldunnar um hvernig
ólíkir píanóleikarar túlkuðu sama
píanóverk á mismunandi hátt og
heyra svo hvernig það hljómaði.
Eftir að Guttormur lést hélt
Emilía ótrauð áfram sinni lífs-
göngu og gladdist með gestum
sínum af sömu heilindum og gjaf-
mildi sem fyrr. Síðustu ár naut
hún aðstoðar Brynju og Rúnars
ef á þurfti að halda. Sú samvera
sem við höfum átt með Emilíu
verður ævinlega greypt í okkar
reynsluheim.
Minningin um hana og Gutt-
orm verður því áfram raunveru-
legur hluti af lífi okkar og fjöl-
skyldu okkar. Innilegar þakkir
fyrir okkur elsku Emilía.
Ágústa Oddsdóttir og
Sæbjörn Kristjánsson.
Emilía Sigríður
Sigurðardóttir
Góður samstarfs-
maður til margra
ára er fallinn frá,
Steingrímur Eiríksson hrl. Það
eru ekki margir mánuðir síðan
Steingrímur sendi mér til yfir-
lestrar minningargrein sem
hann hafði skrifað um góðan vin
sinn, Orra Vigfússon, sem hann
syrgði mjög enda þekkt hann
lengi. Að hugsa sér á þeim tíma
að ég myndi kveðja Steingrím
eftir fáa mánuði var auðvitað
ekki í mínum huga, en á þessum
tíma áttum við spjall um lífið og
tilveruna, hvernig því vindur oft
fram á annan hátt en við ætlum.
Samstarf mitt og félaga míns
Ingimars Jónssonar við Stein-
grím hófst fyrir meira en áratug
síðan og á það hefur aldrei borið
skugga og hann reynst okkur á
allan hátt einstaklega vel og
raunar betur en það, leit á okkur
sem góða vini. Hann var lögmað-
ur félags okkar, Nafir ehf., og
var varamaður í stjórn Pennans
ehf. frá því að við komum að
þeim rekstri. Hann var einstak-
lega skemmtilegur maður, átti
langa sögu í starfi sem lögfræð-
ingur og við hlustuðum á ófáar
sögur hjá honum af þeim ferli
sem áfram verða sagðar í okkar
hópi.
Steingrímur var spakur mað-
ur, kvikur í hreyfingum og alltaf
létt yfir honum þó oft væri aug-
ljóst að ýmislegt sótti að honum,
bæði í einkalífi og í starfi hans
sem lögfræðingur en hann kvart-
aði ekki, það var ekki hans stíll.
Steingrímur var mjög laginn í
samskiptum og helst vildi hann
leysa öll mál beint og milliliða-
laust yfir borðið, fannst alveg
óþarft að fara alltaf dómstóla-
leiðina, var bæði dýrt og tíma-
frekt og var þá auðvitað að
Steingrímur
Eiríksson
✝ SteingrímurSveinbjörn Ei-
ríksson fæddist 8.
febrúar 1951. Hann
varð bráðkvaddur
14. janúar 2018.
Útför Steingríms
fór fram 26. janúar
2018.
hugsa um viðskipta-
vininn sem sat á
móti honum en ekki
sína hagsmuni.
Hann var einstak-
lega nákvæmur í
öllum verkum,
þannig að stundum
þótti mér nóg um,
en honum varð
aldrei hvikað, sagði
þú veist aldrei hvað
gerist, betra að hafa
þetta rétt.
Ég kynntist persónulegu hlið-
inni á Steingrími þegar hann
vann að máli fyrir sambýliskonu
mína og sýndi umhyggju og
nánd sem honum einum var lag-
ið, en á sama tíma vann hann
málið áfram af einurð og festu,
sagði samt að alltaf yrðu máls-
aðilar að sýna skilning á hlið
mótaðilans, það væri alltaf lykill
að farsælli lausn sem og það varð
raunin. Eftir að þessu máli lauk
áttum við kvöldstund saman þar
sem hann lék á als oddi og hlýja
hans og einlæg ánægja með að
klára málið farsællega og minna
á að hann væri alltaf til staðar
var ógleymanleg. Það var nefni-
lega svo að persónuleiki og mýkt
Steingríms í samskiptum við
aðra lögmenn gerði það að verk-
um að hann náði fram samning-
um sem aldrei hefðu fengist með
hörku og stífni, en þetta var auð-
vitað hans eiginleiki sem skilaði
árangri en mótaðilinn áttaði sig
ekki á.
Við munum ekki gleyma þess-
um góða manni og erum þakklát
fyrir að hafa átt þess kost að
kynnast honum og þökkum í
auðmýkt það sem hann hefur
gert fyrir okkur og það er eft-
irsjá að hafa ekki átt með honum
fleiri stundir og geta endurgoldið
honum hans góðu verk og vin-
áttu.
Við vottum allri fjölskyldu
hans og nánum aðstandendum
djúpa samúð og vonum að minn-
ing um góðan mann létti þeim
sorgina.
Hvíl í friði, Steingrímur Ei-
ríksson.
Ólafur Stefán Sveinsson.
Ein af sterkustu
minningum mínum
úr barnæsku er
tengd gamlárs-
kvöldi á Böðvarsgötu 6 í Borg-
arnesi. Þar tóku Ásta og Dóri á
móti okkur heimilisfólkinu á
Brúarlandi. Þar var líka fólkið
hennar Ástu, foreldrar hennar
og Sigga Helga systir hennar,
sem mér fannst að hlyti að vera
náskyld mér, sennilega systir
mín. Ég man svo vel eftir mat-
arborðinu, hlöðnu af kræsingum
sem Ásta galdraði fram í eld-
húsinu, en hún var einn besti
kokkur sem ég hef kynnst. Þeg-
ar komið var fram yfir miðnætti
komu fleiri úr fjölskyldunni og
fjölmargir vinir og kunningjar
þeirra hjóna úr Borgarnesi. Þá
var glatt á hjalla og svei mér þá
ef ég lærði ekki sitthvað á þess-
um kvöldum um það að njóta
lífsins og hafa gaman. Þetta var
og er gamlárskvöld í mínum
huga og það voru Ásta og Dóri
sem áttu stærstan þátt í að búa
Ásta
Sigurðardóttir
✝ Ásta Sigurð-ardóttir fædd-
ist 11. febrúar
1949. Hún lést 2.
janúar 2018.
Útför Ástu fór
fram 19. janúar
2018.
til þessar minning-
ar mínar. Fyrir það
er ég ævinlega
þakklátur.
Við Ásta áttum
lítið leyndarmál, en
það snérist um
hinn einstaklega
góða heimagerða ís
hennar sem borinn
var fram á gaml-
árskvöld. Ég fæ
vatn í munninn við
það eitt að skrifa þetta. Leynd-
armálið gekk út á það að ég
mátti borða minna af matnum
og meira af ísnum. Svo kallaði
hún mig stundum inn í búr til
sín og gaf mér meiri ís. Já, það
þarf ekki mikið til að gleðja litla
sál, en það sem eftir situr hjá
fullorðnum manni er umhyggj-
an og væntumþykjan sem krist-
allaðist kannski best í því að
alla tíð kallaði Ásta mig „elsku
drenginn sinn“.
Ég minnist Ástu sem ein-
staklega hlýrrar og góðrar
manneskju sem mikil eftirsjá er
að. Ég mun koma til með að
sakna hennar, líkt og ég hef
saknað Dóra frænda. Þau voru
mér bæði mjög góð og órjúf-
anlegur hluti af æsku minni og
uppvexti.
Guðmundur Ingi
frá Brúarlandi.
Elsku Heiðar.
Margt er búið að
fara í gegnum huga
okkar síðustu daga.
Þegar systkini þín
og presturinn birt-
ust allt í einu heima í Svínafelli
vissi ég strax hvað hafi komið fyr-
ir, þú, þú varst farinn frá okkur.
Þetta getur ekki verið satt, þú
sért horfinn okkur, farinn og við
sjáumst ekki oftar, ekki um sinn.
Sigþór Heiðar
Ingvason
✝ Sigþór HeiðarIngvason fædd-
ist á Egilsstöðum
26. mars 1966. Út-
för hans fór fram
27. janúar 2018.
Heyri aldrei í sím-
anum og þú að
hringja og segir:
„Hæ mamma“ eða
bara „Hæ“. Oft
þurfti ég að hafa
þolinmæði til að
hlusta á allt sem þú
þurftir að segja
mér, ég átti trúnað
þinn. Stundum var
líka erfitt að þurfa
að hlusta, hafa þol-
inmæði. Fyrir stuttu kom sú
stund/hringing að ég gat ekki
hlustað, fór að gráta, gat ekki
meir. Síðastliðið ár er búið að
vera okkur báðum erfitt, þó eink-
um þér, Heiðar minn.
Alltaf mun ég muna eftir er við
ákváðum að fara til Akureyrar í
byrjuðum apríl, þú hringdir og
spurðir; kemur þú ekki með til
Akureyrar, mamma?
Jú, ég hélt nú það og við fórum
bæði til Ágústar Bergs í „Bak og
fyrir“ og létum hann taka á okk-
ur, og við gerðum margt fleira
skemmtilegt.
Núna verða þær ferðir ekki
fleiri, fyrr en við hittumst aftur.
Þú varst líka með okkur pabba
þínum á Akureyri veturinn 2014
þegar við þurftum að leita læknis
bæði.
Ógleymanleg umhyggja, þakk-
lát fyrir alla þína aðstoð.
Þrátt fyrir veikindi þín var ég
alltaf tilbúin að gera fyrir þig allt
sem hefði verið hægt að gera, en
þú varst ekki tilbúinn þegar á
þurfti að halda. Ég veit og er al-
veg viss um að núna líður þér vel í
birtunni sem umlykur þig. Þetta
sem kom fyrir um daginn var bú-
ið að hafa einhvern aðdraganda,
þú varst búinn að tala um að þér
fyndist þú ekki vera eins og þú
ættir að vera, en gerðir ekkert til
að kanna það. Þú varst vanur að
láta fylgjast með öllu hjá þér.
Nú eru þið Ingvar afi þinn
farnir að spjalla, segja fréttir og
tala um gömlu góðu dagana, sem
þið gerðuð svo oft, amma prjónar
og hlustar á, kannski leggur hún
eitthvað til málanna svona til að
vera með. Sigþór afi og Hadda
amma eru þarna hjá þér líka.
Nú ert þitt ljós á nýjum stað
nýtur þess engla fjöldi.
Okkur á jörðu yljar það
allt fram að hinsta kvöldi.
(Arnar Sigbjörnsson.)
Lífsbókinni þinni hefur verið
lokað.
Þín er sárt saknað, elsku vin-
ur.
Ástarkveðjur
Mamma og pabbi.