Morgunblaðið - 08.02.2018, Side 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
www.gilbert.is
FRISLAND 1941
TÍMALAUS GÆÐI
VIÐ KYNNUM
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Merkivélarnar
frá Brother eru
frábær lausn
inná hvert
heimili og
fyrirtæki
Komdu og kíktu
á úrvalið hjá okkur
Boðið verður upp
á röð viðburða í
Bókasafni Kópa-
vogs í Hamra-
borg 6a á næst-
unni þar sem
ljósi er varpað á
barnabókina fyrr
og nú, en við-
burðirnir eru
hluti af dagskrá
fullveldisafmæl-
isins. Í dag kl. 16
verður opnuð
barnabókasýn-
ing þar sem
reynt er að kom-
ast að því hvaða
sögur hafa heill-
að börn í gegnum
tíðina. Sýning-
arstjóri er Guð-
finna Mjöll
Magnúsdóttir og
stendur sýningin til 28. mars.
Á laugardag kl. 13 verður boðið
upp á ofurhetjusögustund með Sig-
rúnu Eldjárn, sem skrifar hefur um
ofurhetjuna Sigurfljóð. Þriðjudag-
inn 13. febrúar kl. 17 flytur Guð-
mundur Oddur Magnússon erindi
um myndskreytingar barnabóka.
Beinir hann sér-
staklega sjónum
að myndlýs-
ingum Muggs,
Nínu Tryggva-
dóttur og
Tryggva Magn-
ússonar. Mið-
vikudaginn 14.
febrúar kl. 12.15
rifjar Gerður
Kristný upp bæk-
ur æsku sinnar
og ræðir jafn-
framt þær áskor-
anir sem barna-
bókahöfundar
standa frammi
fyrir við störf
sín.
Þriðjudaginn
20. febrúar kl. 17
segir Helga Birg-
isdóttir frá að-
dráttarafli Nonnabókanna, vin-
sældum þeirra og nostalgíunni sem
þeim fylgir. Þriðjudaginn 27. febr-
úar kl. 17 veltir Dagný Kristjáns-
dóttir því fyrir sér hvort það megi
tala um heimsendi við börn og
hvort eitthvað sé leyfilegt í þeim
efnum nú sem áður var bannað.
Sjónum beint að barnabókinni í 100 ár
Sigrún
Eldjárn
Gerður
Kristný
Dagný
Kristjánsdóttir
Guðmundur Oddur
Magnússon
Það hefur kraumað hjá mér í nokk-
urn tíma að gera eitthvað með þetta
efni, þótt ljósmyndirnar hafi ekki
verið teknar með það fyrir augum að
þær yrðu að svona verki. Þær voru
teknar sem fjölskyldumyndir og svo
eru hinar og þessar skyndimyndir
hér með,“ segir Orri Jónsson ljós-
myndari um verkin á sýningunni
með ljósmyndum hans sem verður
opnuð í i8 galleríi við Tryggvagötu í
dag, fimmtudag, klukkan 17. Þar
gefur að líta tæplega fimmtíu mis-
stórar ljósmyndir, nokkrar í lit en
flestar handstækkaðar af Orra í
svarthvítu – og lunginn sýnir fjöl-
skyldu hans á ólíkum tímabilum.
„Þetta eru ljósmyndir frá síðustu
þremur áratugum eða síðan ég
kynntist Þórdísi Valdimarsdóttur,
konunni minni. Þær eru af henni og
krökkunum okkar, í bland við lands-
lags- og borgarmyndir frá þeim
stöðum sem við höfum búið á, hér á
Íslandi, í Kanada, Bandaríkjunum
og Mexíkó,“ segir hann.
Myndirnar eru hluti af stærra
verki sem er væntanlegt á bók sem
hið virta þýska forlag Steidl mun
gefa út eftir rúmt ár en Steidl gaf ár-
ið 2011 út bók Orra Interiors, með
litmyndum sem hann tók á stórar
blaðfilmur í eyðibýlum. Þetta hér er
gjörólíkt verk þar sem hversdag-
urinn í lífi fjölskyldunnar er efnivið-
urinn. Orri segir að þessi myndröð
sem sjá má flæða um veggi i8 sé eng-
in dagbók eða fyrirfram ákveðið
verkefni heldur myndir sem hann
hafi farið að taka saman fyrir um
tveimur árum. „Engin þessara
mynda var tekin með það fyrir aug-
um að sýna þær,“ segir hann. „Og nú
hafa þær farið gegnum margar síur.
Fyrst fór ég gegnum kontaktblöðin
mín og valdi myndir sem hreyfðu við
mér, prentaði þær og fór svo aftur
gegnum bunkann og prentaði fleiri –
þetta hefur verið langt ferli – og þá
var ég kominn með bunka um 200
mynda sem neituðu að láta mig í
friði. Hingað til hefur vinnuferlið
mest snúist um flæði í bók en svo
frestaðist útgáfa Steidl og í stað þess
að fresta þessari sýningu hér líka
leit ég svo á að þetta væri tækifæri
til að koma að verkefninu frá öðru
sjónarhorni. Lögmál sýningar er allt
annað en bókar.
Ég áttaði mig fljótlega á því að
myndirnar kölluðu á mismunandi
stærðir. Möguleikarnir í upphengi
eru nokkurn veginn endalausir en ég
leyfi mér að hoppa fram og til baka í
tíma og stefna saman myndum sem
tengjast bara myndrænt.“
Þetta verkefni er gjörólíkt eyði-
býlunum formhreinu sem Orri
myndaði á 13 ára tímabili.
„Já, þetta er gjörólíkt og vinnu-
ferlið allt annað. Við eyðibýlin var
ramminn utan um myndefnið mjög
skýr og þar af leiðandi bæði sýning-
arupphengi og vinnan við bókina
mun einfaldari. Þetta hér er allt
margræðara og flóknara – og auðvit-
að líka persónulegra, sem mér finnst
frábært,“ segir Orri. efi@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Ljósmyndarinn „Engin þessara mynda var tekin með það fyrir augum að sýna þær,“ segir Orri Jónsson, sem er hér
í sýningarsal i8 gallerís. Önnur útgáfa verkefnisins mun koma út á bók hjá hinu virta þýska forlagi Steidl.
Möguleikarnir endalausir
Hátt í þrír áratugir í lífi og upplifunum fjölskyldunnar er
viðfangsefnið í ljósmyndum Orra Jónssonar í i8 galleríi
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn
Quentin Tarantino hefur verið
nokkuð til umfjöllunar í vikunni og
það ekki af góðu. Fyrst birtust
fréttir af því að hann hefði látið
leikkonuna Umu Thurman keyra
bíl á ofsahraða við tökur á Kill Bill,
í stað þess að nota áhættubílstjóra,
með þeim afleiðingum að Thurman
keyrði á tré og slasaðist. Tarantino
hefur beðist afsökunar á þessu
dómgreindarleysi sínu fyrir 15 ár-
um. Þá hefur hann réttlætt þá
ákvörðun sína að sjá sjálfur um að
hrækja framan í leikkonuna og
strekkja keðju um háls hennar við
tökur á sömu mynd.
Í fyrradag hófu ýmsir fjölmiðlar
svo að fjalla um ummæli sem Tar-
antino lét falla í útvarpsviðtali árið
2003 um leikstjórann Roman Pol-
anski en í því sagði hann að það að
hafa mök við 13 ára stúlku, líkt og
Polanski gerði árið 1977, væri ekki
nauðgun. Tarantino var gestur í
þætti Howards Sterns og sagði að
stúlkan, Samantha Geimer, hefði
viljað hafa mök við Polanski og ver-
ið til í að skemmta sér með honum.
Polanski játaði að hafa haft sam-
ræði við ólögráða einstakling og sat
í fangelsi í 42 daga í Bandaríkjun-
um fyrir glæpinn. Að lokinni af-
plánun fór hann úr landi og hefur
bandarískum yfirvöldum ekki enn
tekist að fá hann framseldan.
Tarantino sagði í viðtalinu við
Stern að Polanski hefði ekki gerst
sekur um nauðgun heldur samræði
við ólögráða einstakling og að það
væri ekki sami glæpurinn. Taran-
tino sagðist þó viðurkenna að Pol-
anski hefði brotið lög.
Tarantino hefur verið harðlega
gagnrýndur fyrir þessi ummæli sín
og þá m.a. á Twitter af ýmsum
þekktum einstaklingum og má af
þeim nefna Melissu Silverstein,
stofnanda Women and Hollywood,
baráttusamtaka fyrir kynjajafn-
rétti og fjölbreytni í Hollywood.
AFP
Á hálum ís Tarantino og Thurman á
kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2014.
Ósmekkleg ummæli Tarantinos og
vafasamar aðferðir rifjaðar upp