Morgunblaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018 Leikritið Skugga-Sveinn eft-ir þjóðskáldið MatthíasJochumsson, sem skóla-piltar Latínuskólans frum- fluttu í febrúarmánuði fyrir 156 ár- um, mun vera eitt mest leikna leikrit íslenskrar leiklistarsögu þótt það sé núorðið ekki oft sett upp. Þessi al- þýðlegi gamanleikur með söngvum telst til sígildra íslenskra leikbók- mennta og flestallir þekkja persónur á borð við Skugga-Svein, Ketil skræk og Grasa-Guddu hvort sem þeir hafa séð þær ljóslifandi á leiksviðinu eða ekki. Karl Ágúst Úlfsson leitar innblást- urs í Skugga-Svein í fjölskyldusöng- leiknum Í skugga Sveins sem Gafl- araleikhúsið frumsýndi um liðna helgi. Í stórum dráttum fylgir Karl Ágúst söguþræði Matthíasar þar sem lýst er handtöku útlaga sem haf- ast við í óbyggðum samhliða því sem sögð er ástarsaga bóndadótturinnar Ástu í Dal og Haraldar, ungs pilts sem er í slagtogi með útilegumönn- unum en reynist óvænt vera af góð- um ættum. Karl Ágúst þekkir söguna eins og lófann á sér enda hefur hann leikið ýmis hlutverk í verki Matthíasar á löngum leikaraferli sínum. Hann ger- ir efniviðinn algjörlega að sínum með ýmsum útúrdúrum, breytingu á tengslum lykilpersóna og stór- skemmtilegum vísunum jafnt í nú- tímann og hefðina. Við kynnumst persónum sem eru vegan, farið er í látbragðsleiki í anda Útsvars, elsk- endur á borð við Rómeó og Júlíu ber á góma auk þess sem vitnað er í per- sónur úr Spaugstofunni. Hér fá því allir eitthvað við sitt hæfi. Ungir áhorfendur geta hæglega fylgt grunnsögunni og njóta nútímalegra vísana sem og prumpubrandaranna sem reykvélarnar bjóða upp á, með- an hinir eldri skilja betur dásam- legan spuna höfundar með menning- ararfinn. Skugga-Sveinn býr yfir fjölskrúð- ugu persónugalleríi, en sumar af lit- ríkustu persónum verksins skipta ekki sköpum fyrir framvinduna. Því hefði Karl Ágúst hæglega getað sleppt Galdra-Héðni, Gvendi smala og Jóni sterka án þess að kæmi að sök. Hann fer hins vegar þá leið að halda öllum persónum inni og teflir þar djarft í ljósi þess að aðeins þrír leikarar fara með öll hlutverk sýning- arinnar, en í öruggum höndum Ágústu Skúladóttur leikstjóra heppnast þessi nálgun fullkomlega. Í meðförum leikhópsins fær frá- sagnarlistin að njóta sín til fulls og slegið er á létta strengi þegar fá- mennið veldur einstaka töfum í ann- ars snörpu flæði. Leikararnir Krist- jana Skúladóttir og Karl Ágúst Úlfsson leiða áhorfendur í gegnum sýninguna í hlutverkum tveggja sögumanna, sem bregða sér síðan í hátt á annan tug hlutverka auk þess sem leikararnir sjálfir blanda sér inn í framvinduna. Kristjana og Karl Ágúst fara létt með að vinda sér milli ólíkra hlutverka og hafa þar ekkert annað en framúrskarandi leiktækni að vopni í bland við meistaralegar grímur og leikgervi úr smiðju Völu Halldórsdóttur. Notast var við hluta fyrir heild, þar sem skegg táknaði Sigurð stórbónda í Dal, blómakrans Ástu dóttur hans, heilmikið tágarhár Grasa-Guddu og tignarleg hárkolla og vasapeli Lárenzíus sýslumann. Rýnir sá Kristjönu síðast á leik- sviði fyrir um fimmtán árum í upp- færslu Vesturports á Rómeó og Júl- íu. Hún býr yfir miklum sviðssjarma, hefur góða rödd og nákvæmni í hreyfingum sem nýtist jafnt í hlut- verki Ástu, sem er yndisleikinn upp- málaður, snobbaða sýslumannsins Lárenzíusar og einfeldningsins Ket- ils skræks. Óskandi væri að Krist- jana sæist oftar á leiksviði. Það sama gildir raunar um Karl Ágúst, sem er einn besti gamanleikari sinnar kyn- slóðar. Hann var dásamlegur Har- aldur, sem enn átti svo margt ólært um samskipti kynjanna og ástina, sprenghlægilegur Jón sterki og fór hreinlega á kostum í aðdraganda að- fararinnar að Skugga-Sveini þar sem hann brá sér í óteljandi hlutverk í mýflugumynd með aðstoð tveggja ærhorna og sýndi ótrúlega fimi sem hinn fótfúni Methúsalem við mikla kátínu leikhúsgesta. Eyvindur Karlsson er höfundur tónlistar og flytur hana í gervi Skugga-Sveins. Stærstan hluta sýn- ingar er hann staðsettur í helli sem skapaður er með ljósum að tjalda- baki. Hann var ábúðarmikill með at- geirinn/gítarinn á lofti og ógnvekj- andi grímu fyrir andlitinu, en varð skyndilega mannlegur í dýflissu sýslumanns. Útsetningar hans á tón- listinni voru flottar og smart að láta gítarinn duna í anda spaghettí- vestranna sem byggði upp tilheyr- andi spennu. Söngtextar Karls Ágústs hljómuðu vel í eyrum og bættu miklu við bæði persónusköpun og framvindu. Einfaldleikinn ræður ríkjum í stíl- hreinu útliti sýningarinnar. Í leik- mynd sinni vinnur Guðrún Öyahals annars vegar með kolla í mismunandi stærðum sem klæddir eru gervigrasi í ólíkum jarðarlitum svo minnir á þúf- ur í landslagi og hins vegar leiktjöld sem Skúli Rúnar Hilmarsson málar á með glæsilegri lýsingu sinni þar sem kröftugir litir fá að njóta sín til fulls. Svartir búningar Guðrúnar þjóna vel sem grunnur fyrir allar persónur verksins. Með aðeins örfáum undan- tekningum samanstanda leikmunir af beinum í mismunandi stærðum sem þjóna allt frá prjónum og penna til riffils og ýmissa matvæla auk þess sem beinin voru nýtt með flottum hætti til tónsköpunar. Uppfærsla Gaflaraleikhússins á Í skugga Sveins býður upp á fyrirtaks skemmtun fyrir unga jafnt sem aldna. Hér ræður leikgleðin ríkjum undir hugmyndaríkri leikstjórn og sjónræn útfærsla öll gleður augað. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleður augað „Uppfærsla Gaflaraleikhússins á Í skugga Sveins býður upp á fyrirtaks skemmtun fyrir unga jafnt sem aldna. Hér ræður leikgleðin ríkjum undir hugmyndaríkri leikstjórn og sjónræn útfærsla öll gleður augað.“ Gaflaraleikhúsið Í skugga Sveins bbbbm Eftir Karl Ágúst Úlfsson sem einnig semur söngtexta. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Tónlist: Eyvindur Karlsson. Leikmynd og búningar: Guðrún Öyahals. Grímur, leikgervi og förðun: Vala Hall- dórsdóttir. Lýsing: Skúli Rúnar Hilmars- son. Aðstoð við grímugerð: Katrín Þor- valdsdóttir. Hljóðblöndun: Guðjón Guðmundsson. Leikarar: Karl Ágúst Úlfsson, Kristjana Skúladóttir og Eyvindur Karlsson. Frumsýning í Gafl- araleikhúsinu 4. febrúar 2018. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Margt býr í þokunni Hugarflug, árleg ráðstefna Listahá- skóla Íslands um rannsóknir á fræðasviði lista, fer fram í húsnæði skólans á Laugarnesvegi 91 á morg- un. Hugarflug er að þessu sinni haldin í sjöunda sinn og taka yfir 50 listamenn, hönnuðir og fræðimenn þátt í ráðstefnunni með ýmsum hætti. Meðal þess sem boðið verður upp á í ár er málstofa um gjörninga og pallborðsumræður um innsæi í leikstjórn sem fram fer í stofu 55 milli kl. 15.15 og 16.45. Erindi flytja Jóní Jónsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Í pallborðsumræð- unum taka þátt leikstjórarnir Una Þorleifsdóttir, Bergur Þór Ingólfs- son, Charlotte Bøving, Gréta Kristín Ómarsdóttir og Vignir Rafn Val- þórsson. Meðal þeirra spurninga sem velt er upp er hvað innsæi sé, hvernig það sé notað og hver sé hlut- ur hins tilfinningalega andspænis hinu rökræna í skapandi ferli. Umræður um innsæi í leikstjórn Charlotte Bøving Bergur Þór Ingólfsson Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Sun 25/2 kl. 20:00 aukas. Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Fim 1/3 kl. 20:00 aukas. Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Sun 11/3 kl. 20:00 aukas. Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Lau 17/3 kl. 20:00 aukas. Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Fim 8/2 kl. 20:00 13. s Fim 15/2 kl. 20:00 15. s Fim 22/2 kl. 20:00 Lokas. Sun 11/2 kl. 20:00 14. s Fös 16/2 kl. 20:00 16. s Allra síðustu sýningar! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 11/2 kl. 13:00 Lokas. Allra síðasta sýning sunnudaginn 11. febrúar. Skúmaskot (Litla sviðið) Lau 10/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Búðu þig undir dularfullt ferðalag! Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 9/2 kl. 20:00 51. s Mið 21/2 kl. 20:00 54. s Lau 3/3 kl. 20:00 Lokas. Sun 11/2 kl. 20:00 52. s Lau 24/2 kl. 20:00 55. s Lau 17/2 kl. 20:00 53. s Fös 2/3 kl. 20:00 56. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Lóaboratoríum (Litla sviðið) Lau 10/2 kl. 20:00 7. s Sun 18/2 kl. 20:00 9. s Fim 15/2 kl. 20:00 8. s Fim 22/2 kl. 20:00 Lokas. Í samvinnu við Sokkabandið. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Slá í gegn (Stóra sviðið) Mið 21/2 kl. 19:30 Fors Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Fim 22/2 kl. 19:30 Fors Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 Fors Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 10/2 kl. 19:30 20.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 21.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 22.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 11/2 kl. 13:00 Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00 Sun 4/3 kl. 16:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Hafið (Stóra sviðið) Fös 9/2 kl. 19:30 LOKA Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika Faðirinn (Kassinn) Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Fim 22/2 kl. 19:30 Auka Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 17.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Lau 24/2 kl. 19:30 Auka Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 11/2 kl. 13:00 9.sýn Sun 11/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 18/2 kl. 13:00 11.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Brúðusýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 8/2 kl. 20:00 Sun 18/2 kl. 21:00 Konudagur Lau 3/3 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 20:00 Fim 22/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 22:30 Fös 23/2 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 20:00 Fös 23/2 kl. 22:30 Fim 8/3 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 22:30 Lau 24/2 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00 Fim 15/2 kl. 20:00 Lau 24/2 kl. 22:30 Fös 9/3 kl. 22:30 Fös 16/2 kl. 20:00 Sun 25/2 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Fös 16/2 kl. 22:30 Fim 1/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 22:30 Lau 17/2 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 22:30 Fös 2/3 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.