Morgunblaðið - 08.02.2018, Qupperneq 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
Wilhelm Powileit er sann-færður kommúnisti.Hann tók upp barátt-una gegn nasistum
þegar þeir komust til valda í Þýska-
landi, hrökklaðist í útlegð í Mexíkó
ásamt konu sinni og sneri svo aftur
eftir stríð til að byggja upp ríki á
grunni marx-lenínisma í Austur-
Þýskalandi. Nú er Wilhelm níræður
og enn jafn sannfærður, en sér hætt-
ur steðja að, ekki síst frá Sovétríkj-
unum þar sem Míkhaíl Gorbatsjov er
við völd.
Á tímum þverrandi ljóss (In Zeiten
des abnehmenden Lichts) gerist að
mestu leyti á einum degi í Berlín
1989, nánar tiltekið afmælisdegi Wil-
helms. Það hriktir í stoðunum, en
múrinn stendur enn. Á heimili hans
koma saman fjölskyldan, nágrannar
og pótintátar úr flokknum.
Eftir því sem líður á daginn er ljósi
varpað á sögu fjölskyldunnar kynslóð
fram af kynslóð. Forréttindi fjöl-
skyldurnnar eru augljós. Þau sjást á
bílum og ísskápum. Allt lætur þó á
sjá og allsnægtir hennar teldust
hversdagsleg kjör vestan megin, ef
ekki snautleg. Myndin Líf annarra
(Das Leben der anderen) frá 2006
kemur upp í hugann þegar horft er á
Á tímum þverrandi ljóss. Þar var
fjallað um eftirlitssamfélagið og ægi-
vald öryggislögreglunnar Stasi;
hvernig fólk var undir látlausum
þrýstingi um að svíkja og ljóstra upp
um samborgarana og lifði stöðugt í
ótta við svik og afhjúpanir. Hér kem-
ur Stasi vart við sögu og má segja að
myndin snúist um að lýsa, frekar en
að dæma.
Myndin er byggð á samnefndri
skáldsögu Eugens Ruge, sem kom
2012 og segir sögu fjögurra kynslóða
byggða fjölskyldusögu höfundar.
Bókin hlaut mikið lof í Þýskalandi,
var jafnvel líkt við Buddenbrooks eft-
ir Thomas Mann sem fjallar um
hnignun þýskrar fjölskyldu og nær
yfir fjórar kynslóðir.
Wilhelm Powileit er hinn sann-
færði kommúnisti, stjúpsonur hans,
Kurt Umnitzer, hefur ekki sömu
sannfæringu, en hefur þó ekki gefið
sósíalismann upp á bátinn og hefur
illan bifur á kapítalismanum. Sonur
hans, Sascha, snýr baki við kerfinu og
flýr til Vestur-Þýskalands líkt og
Ruge gerði. Barnabarninu Markusi
gæti hins vegar ekki staðið meira á
sama um þessa liðnu atburði.
Ruge sagði á sínum tíma að sér
þætti bókin ekki henta til kvikmynda-
gerðar, kjarna bókar væri ekki hægt
að kvikmynda.
Nú er bókin komin á hvíta tjaldið
og tekst það misvel. Í myndinni er
ekki reynt að ná utan um alla bókina,
hálfri öld er þjappað á einn dag.
Flótti Sascha er vendipunktur sög-
unnar, en honum kynnumst við varla
í myndinni. Í stað þess gín gamli
maðurinn yfir öllu og hefur sýnu veg-
legra hlutverk en í bókinni.
Fjölskyldan hefur gengið í gegnum
ýmislegt. Á meðan Wilhelm var í út-
legð með Charlotte konu sinni voru
synir hennar í Moskvu. Í upphafi
stríðsins voru þeir sendir í gúlagið.
Annar þeirra lét þar lífið, Kurt sneri
aftur og giftist rússneskri konu,
Irinu, sem nú býr með honum í Berl-
ín ásamt tengdamóður hans.
Bruno Ganz leikur gamla manninn.
Í Der Untergang lék Ganz Hitler á
síðustu dögum þriðja ríkisins. Hér er
hann aftur staddur í ríki á síðustu
dropunum og leikur nú fyrrverandi
ráðamann. Ganz er framúrskarandi í
hlutverki hins önuga foringja, sem er
greinilega þeirrar hyggju að festu ár-
daga baráttunnar sé orðið verulega
áfátt. Hann reynir að hafa á sér hem-
il, en það tekst þó ekki alltaf. Í einu
atriðinu neitar hann að heilsa hjónum
vegna þess að annað þeirra sótti fyrir
löngu síðan um brottflutningsleyfi frá
Austur-Þýskalandi. Enn veit hann
ekki að Sascha er horfinn á braut.
Það skín líka í gegn að gestirnir
eiga á köflum erfitt með að halda sig í
hlutverkinu. Afmælið verður eins og
leikþáttur í samfélagi, sem er að líða
undir lok. Fluttar eru innantómar
ræður til að heiðra afmælisbarnið,
sem í lok einnar þeirrar muldrar að
þetta sé sitt líf og þó alls ekki það líf,
sem hann hafi lifað.
Wilhelm er að æra konu sína með
stöðugum viðgerðum á húsinu. Við-
gerðirnar eru yfirleitt fullkomlega
óþarfar og stuðla aðeins að því að
húsið verður smám saman óíbúðar-
hæft. Það er freistandi að færa bram-
bolt Wilhelms í húsinu yfir á stjórn-
völd landsins, sem engan kima
samfélagsins sjá í friði og grafa þegar
upp er staðið undan innviðunum í
stað þess að styrkja þá.
Á tímum þverrandi ljóss gefur inn-
sýn í tíma, sem smám saman fennir
yfir. Margt er broslegt, fleira grát-
broslegt. Í vikunni var til þess tekið í
Þýskalandi að lengri tími er liðinn frá
falli múrsins, en leið frá því hann var
reistur þar til hann féll. Nú virðist
járntjaldið hafa verið dæmt til að
falla, en meðan það stóð töldu flestir
að það stæði til frambúðar. 29 árum
síðar er auðvelt að líta til baka og
draga upp mynd af hryllingsríki, en
það eykur kannski ekki skilning.
Ruge sagði í viðtali um það leyti
sem bókin kom út, að fyrir sér hefði
vakað að koma fólki í skilning um að
„gerðir sem okkur virðast fráleitar í
dag og einnig ógeðfelldar voru á
ákveðnum tíma að einhverju leyti
trúverðugar. Að Austur-Þjóðverjar,
stofnendur ríkisins og þeir sem voru
um kyrrt, fóru ekki, voru ekki allir
ragar, galnar eða illviljaðar mann-
eskjur, heldur manneskjur, sem með
ákveðnum hætti létu tilteknar að-
stæður yfirbuga sig.“ Þetta kemst vel
til skila í myndinni.
Afmælisbarnið Bruno Ganz leikur í myndinni Á tímum þverrandi ljóss kommúnistaforingja, sem á 90 ára afmælinu
er enn jafn sannfærður um ágæti málstaðarins. Myndin gerist í Austur-Þýskalandi skömmu fyrir fall múrsins.
Leikþáttur í samfélagi
sem er að líða undir lok
Þýskir kvikmyndadagar
Bíó Paradís
Á tímum þverrandi ljóss (In Zeiten
des abnehmenden Lichts) bbbmn
Leikstjóri: Matti Geschonnek. Handrit:
Wolfgang Kohlhaase eftir skáldsögu
Eugens Ruge. Leikarar: Bruno Ganz,
Hildegard Schmahl, Alexander Fehling,
Angela Winkler, Sylvester Groth, Pit
Bukowski, Evgenia Dodina og Nina
Antonova. Þýskaland, þýska og rúss-
neska. 100 mín.
KARL BLÖNDAL
KVIKMYNDIR
Mennirnir að baki Krúnuleikunum
munu, þegar sjónvarpsþáttaröðin
lýkur göngu sinni 2019, snúa sér að
Star Wars-myndunum. Frá þessu
greinir BBC. Kathleen Kennedy,
framkvæmdastjóri Lucasfilm, segir
þá David Benioff og DB Weiss „með-
al bestu sögumanna samtímans“.
Ráðning þeirra hefur verið gagn-
rýnd fyrir einsleitni, en í grein
Maureen Ryan í Variety er á það
bent að frá því Star Wars hóf göngu
sína fyrir 41 ári hafi 96% leikstjóra,
handritshöfunda og annarra list-
rænna stjórnenda verið hvítir karl-
menn. Aðeins ein kona hafi komið að
handritagerð og það var fyrir The
Empire Strikes Back fyrir 38 árum.
Ryan segist hafa áhyggjur af klisju-
kenndri sýn Benioffs og Weiss á kon-
ur og því kynferðislega ofbeldi sem
kvenpersónur hafi ítrekað verið
beittar í þáttunum. „Í Krúnuleik-
unum hefur fyrst og síðast verið ein-
blínt á líf og þroskasögu hvítra per-
sóna.“
AFP
Sögumenn David Benioff og D.B. Weiss.
Fara út í geim að Krúnuleikum loknum
U
39.200 3.700 kr.
Fallegt úrval af lömpum
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
frá Svíþjóð og Þýskalandi
k
17.500 kr.
26.900 kr.
34.700 kr.
32.900 kr.
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 7.50, 10.25 Sýnd kl. 5.30
Sýnd kl. 10.35Sýnd kl. 9 Sýnd kl. 5.30Sýnd kl. 5.30
Sýnd kl. 8 Ath. Aðeins í kvöld.
Sérstök sýning