Morgunblaðið - 09.02.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er enginn bilbugur á okkur.
Ég hef trú á að það rætist úr þessu
og það opnist góðir markaðir. Ég
hef því fulla trú á framtíð íslenskrar
sauðfjárræktar,“ segir Jón Grét-
arsson, bóndi á Hóli í Sæmundar-
hlíð í Skagafirði. Sauðfjárbú þeirra
hjóna, Jóns og Hrefnu Hafsteins-
dóttur, var annað afurðahæsta
sauðfjárbú landsins á síðasta ári
samkvæmt niðurstöðum skýrslu-
halds í sauðfjárrækt sem Ráð-
gjafarmiðstöð landbúnaðarins held-
ur utan um.
Bú Eiríks Jónssonar í
Gýgjarhólskoti var með langmestar
afurðir að meðaltali eftir hverja á í
fyrra, 48,1 kg. Með því sló hann eig-
ið Íslandsmet frá árinu 2015 sem
var 44,9 kg.
Þótt Hólsbúið sé með nærri 8
kílóum minna kjöt eftir hverja á en
búið í Gýgjarhólskoti er saman-
burðurinn fyrrnefnda búinu ekki
óhagstæður þegar litið er til að-
stæðna. Eyjólfur Ingvi Bjarnason,
ráðunautur í sauðfjárrækt, bendir á
að munurinn á þessum tveimur bú-
um liggi fyrst og fremst í fram-
leiðslukerfunum sem notuð eru. Ei-
ríkur noti kálbeit og slátri seint.
Lömbin hans eru að meðaltali 169
daga gömul við slátrun en meðal-
talið yfir landið er 138 dagar. Jón
og Hrefna á Hóli slátra sínum
lömbum að meðaltali 135 daga
gömlum. Þarna munar rúmum mán-
uði. Eyjólfur segir að vaxtarhraðinn
sé sambærilegur á þessum tveimur
búum.
Beint af fjalli í sláturhús
Jón og Hrefna leggja áherslu á
ræktun fjárstofns síns þannig að
ærnar mjólki vel og þau geti slátrað
meginhluta lambanna strax og þau
koma af fjalli. Ekki þurfi að bata
þau á káli. Það gera þau með því að
láta sæða ær og nota þannig úrvals-
hrúta sæðingastöðvanna og kaupa
einnig hrúta af Ströndum. Þá leita
þau ráða hjá ráðunautum.
„Göngur eru hjá okkur fyrstu
helgina í september og aðrar göng-
ur strax helgina á eftir. Við lógum
lömbum fyrir Bandaríkjamarkað í
lok ágúst en flestum lömbunum um
miðjan september. Alltaf verða þó
eftir einhver lömb sem þarf að gera
betur við,“ segir Jón.
Hrun varð í tekjum sauðfjár-
bænda á síðasta ári þegar afurða-
stöðvarnar lækkuðu það verð sem
þær greiða bændum fyrir lömbin.
Það var vegna erfiðleika við útflutn-
ing. Jón telur að ekki megi slá slöku
við í ræktunarstarfinu þótt tekj-
urnar minnki. Ræktunin hjálpi
mönnum að komast út úr vandan-
um.
Jón og Hrefna eru einnig með
gott kúabú sem um árabil var í
efstu sætum yfir afurðahæstu
kúabú landsins. Þau eru með há-
tæknifjós sem byggt var árið 2014
og hafa verið að auka framleiðsluna,
bæði á mjólk og kjöti. Jón segir að
þau séu nú komin með meðalbú,
með um 70 mjólkandi kýr og um
400 þúsund lítra greiðslumark.
Saman í öllum verkum
Þótt grunnur tekjuöflunar heim-
ilisins sé í kúabúskapnum segir Jón
að þau Hrefna vilji ekki gera upp á
milli kindanna og kúnna. „Við höf-
um gaman af öllum búskap. Við
hjónin erum bæði í þessu á fullu og
tökum jafnan þátt í öllum verkum.
Við erum bara tvö og skiptum auð-
vitað með okkur verkum. Í hey-
skapnum slær hún öll tún, ég rúlla,
hún rakar og ég keyri heim,“ segir
Jón.
Ekki má slá slöku
við í ræktunarstarfi
Hólsbúið er með afurðahæstu búum bæði í mjólk og kjöti
Afurðahæstu sauðfjárbúin 2017
Bú með fleiri en 100 ær
Heimild: rml.is
25,8
27,7
Nr. Nafn Býli
Fjöldi
áa
Kjöt
(kg)
Fædd lömb
á hverja á
1 Eiríkur Jónsson Gýgjarhólskot 1 285 48,1 2,02
2 Jón og Hrefna Hóll 142 40,4 1,92
3 Elín Anna og Ari Guðmundur Bergsstaðir 409 39,2 2,13
4 Gunnar og Gréta Efri-Fitjar 689 38,3 2,12
5 Félagsbúið Lundur Lundur 499 38,2 1,89
6 Guðbrandur og Lilja Bassastaðir 224 37,5 2,09
7 Sigvaldi og Björg María Hægindi 207 37,3 1,96
8 Sveinn Guðmundsson Lýtingsstaðir 107 37,0 2,40
9 Gunnar og Doris Búðarnes 228 36,8 1,99
10 Inga Ragnheiður Magnúsd. Svínafell 3 359 36,7 1,97
11 Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð 363 36,4 2,08
12 Ragnar og Sigríður Heydalsá 1 og 3 557 36,3 2,05
13 Eyþór og Þórdís Sólheimagerði 126 36,1 2,09
14 Gunnar og Matthildur Þóroddsstaðir 370 35,9 2,04
15 Félagsbúið Ytri-Skógar 199 35,8 1,99
16 Indriði og Inga Skjaldfönn 143 35,8 1,76
17 Ásgeir Arngrímsson Brekkubær 275 35,7 2,08
18 Þórður Jónsson Árbær 203 35,7 1,85
19 Guðbrandur Björnsson Smáhamrar 2 295 35,6 1,92
20 Árni og Guðrún Ytri-Villingadalur 119 35,6 1,97
Meðalafurðir
28
27
26
25
kg
- reiknaðar afurðir eftir kind (kg)
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Réttadagur Fjölskyldan á Hóli í Sæmundarhlíð á leið í Staðarrétt, Pétur
Steinn Jónsson, Jóhanna Grétarsdóttir, Ingimar Hólm Jónsson, Sveinn Jóns-
son, Hrefna Hafsteinsdóttir og Jón Grétarsson. Féð gengur á afrétt í
Staðarfjöllum. Réttað er snemma og lömbin strax send í sláturhús.
Meðalafurðir voru 27,7 kg eftir hverja fullorðna á árið 2017. Er það 0,6
kg minna en árið 2016 sem var metár. Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðu-
nautur í sauðfjárrækt hjá RML, getur þess að árið 2016 hafi verið fá-
dæma gott. Hann telur einnig að hrun í tekjum sauðfjárbænda sl.
haust hafi leitt til þess að sumir bændur hafi stokkið til og slátrað
lömbunum fyrr og léttari en ella til að njóta þeirra yfirborgana sem
voru í boði.
Eyjólfur veltir því fyrir sér hvaða áhrif lækkun afurðaverðs hafi á
ákvarðanir bænda. Hann reiknar með að menn reyni að spara við sig,
meðal annars í kaupum á þjónustu. Það geti bitnað á ræktun. Hann
segist heyra að margir ætli að bíða eins lengi og þeir geti með að
panta áburð. Ef menn spari of mikið minnki fóðurgæðin. Það geti haft
áhrif á frjósemi og afurðasemi fjárins og bitni þá á mönnum árið 2019.
Minni afurðir en á metárinu
UPPGJÖR SKÝRSLUHALDS FYRIR ÁRIÐ 2017
LED lausnir frá
Lýsing fyrir götur,
göngustíga og bílastæði.
Ráðgjöf og nánari upplýsingar
má fá hjá sölumönnum.
Smart City
lausnir
Jóhann Ólafsson & Co.
Krókháls 3, 110 Reykjavík
533 1900
sala@olafsson.is
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Tölur um brottfall úr skólum hér á
landi eru sláandi í samanburði við
hin norrænu löndin. Nýjar tölur
eru birtar í skýrslu Norrænu ráð-
herranefndar-
innar sem kynnt
var í gær. Með-
altal brottfalls í
Evrópu er 10,7%
og nágranna-
þjóðir okkar eru
margar undir því
meðaltali. Á Ís-
landi er brottfall
hins vegar nær
tvöfalt meira en
þetta meðaltal, eða 19,8%.
Brottfall í Danmörku er 7,2%, í
Svíþjóð er það 7,4% og í Finnlandi
er það 7,9%. Norðmenn rétt skríða
yfir Evrópumeðaltalið með 10,9%.
En hverju sætir þetta?
„Stuðningi við námsmenn er
öðruvísi háttað á Íslandi en annars
staðar á Norðurlöndum. Mörg
ungmenni hafa auðvelt aðgengi að
vinnu og verða að vinna til að fjár-
magna nám og uppihald. Það eyk-
ur líkurnar á því að þau ljúki ekki
námi,“ segir í skýrslu Norrænu
ráðherranefndarinnar.
Víða meira stutt
við námsmenn
Arnór Guðmundsson, forstjóri
Menntamálastofnunar, tekur undir
þessa skýringu:
„Við höfum verið að vinna að því
verkefni að draga úr brotthvarfi úr
skólum. Það er alveg rétt að þessi
þáttur skiptir máli hér, hversu
greiðan aðgang nemendur hafa að
vinnumarkaði. Víða á Norðurlönd-
um er meiri stuðningur við náms-
menn en hér í gegnum námsstyrki
og námsgögn. Það hefur klárlega
áhrif á Íslandi.“
Annað áhyggjuefni sem lesa má
um í umræddri skýrslu er það
hversu mikill munur er á frammi-
stöðu nemenda eftir því hvort þeir
eru fæddir hér á landi eða hafa
flust hingað. Einkunnir nemenda
reyndust 23% hærri hjá innfædd-
um en þeim aðfluttu. Þessi munur
er hvergi meiri.
„Það er mjög sláandi munur
þarna á, sá mesti á Norðurlöndum.
Þarna er brýnt að grípa til að-
gerða. Mér skilst að innflytjenda-
ráð sé að skoða þessi mál og
greina fyrir stjórnvöld,“ segir Arn-
ór, forstjóri Menntamálastofnunar.
En hvað er til ráða?
„Það þarf að byggja upp þjón-
ustu fyrir þennan hóp sem hefur
farið mjög stækkandi. Þetta eru
um tíu prósent nemenda í grunn-
skólum og hefur fjölgað mjög und-
anfarin ár. Menn hafa ekki verið
viðbúnir þessari fjölgun. Það þarf
að horfa til þess hvað gert hefur
verið á Norðurlöndum varðandi
móttöku nemenda og hvernig stutt
er við þá í skólanum.“
Háskólamenntuðum fjölgar
Jákvæðu fréttirnar úr þessari
skýrslu er fjölgun háskólamennt-
aðra eftir hrun. Rakið er í skýrsl-
unni hvernig háskólamenntuðum
Svíum á aldrinum 30-34 ára hafi
fjölgað umtalsvert í kjölfar
kreppuára á tíunda áratugnum.
Hið sama hafi gerst hér á landi
eftir hrun. Í kringum 2008 hafi um
40% fólks á aldrinum 30-34 verið
með háskólamenntun en árið 2016
hafi sú tala verið komin nærri
50%.
Tvöfalt meira brottfall
hér en í nágrannalöndum
Betur stutt við námsmenn ytra og margir vinna með skóla
Arnór
Guðmundsson