Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 10
BAKSVIÐ
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Það er ekki sjens fyrir mig að fara út
á leigumarkaðinn eins og staðan er í
dag. Ég hefði aldrei efni á því,
ástandið er algjör klikkun.“
Þetta segir Sigfús Bergmann
Svavarsson sem búsettur er í neyð-
arúrræði Reykjavíkurborgar fyrir
húsnæðislaust fólk í húsi sem áður
hýsti elliheimili og síðar heimili fyrir
hælisleitendur í Víðinesi á Kjalarnesi.
Hann hefur verið húsnæðislaus meira
eða minna frá árinu 2014, þegar hann
missti einbýlishús sitt vegna skulda.
Hann er í hópi mörg hundruð Íslend-
inga sem eru heimilislausir.
Í þessum hópi er líka Svanur Elías-
son, sem einnig býr í Víðinesi. Hann
tekur undir orð Sigfúsar um hátt
leiguverð og telur að lítið sé gert fyrir
húsnæðislaust fólk. „Þessi ráðstöfun,
að koma okkur fyrir í Víðinesi, er
fyrst og fremst til að stjórnmála-
mennirnir og þeir sem stjórna í
Reykjavík haldi andlitinu,“ segir
Svanur.
Þeir hafa verið á hrakhólum um
nokkurra ára skeið og bjuggu m.a.
báðir á tjaldsvæðinu í Laugardal áður
en þeir fluttu í Víðines.
Ekki er vitað með vissu hversu
margir Íslendingar eru heimilis-
lausir. Í skýrslu, sem kom út í fyrra-
haust, var fjöldi heimilislausra Reyk-
víkinga áætlaður um 350. Í skýrsl-
unni segir að líklega tilheyri talsvert
fleiri þessum hópi og þar kemur líka
fram að fjöldinn tvöfaldaðist á fimm
ára tímabilil frá árinu 2012-’17. Þess-
ar tölur eiga eingöngu við um
Reykjavík og heildartölur fyrir landið
allt liggja ekki fyrir.
Í desember síðastliðnum var
ákveðið að nýta húsið í Víðinesi, sem
er í eigu Reykjavíkurborgar, sem
tímabundið neyðarúrræði fyrir heim-
ilislaust fólk alls staðar að af landinu.
Leigan er 50.000 á mánuði, kostn-
aðurinn við búsetu hvers og eins er þó
talsvert hærri eða um 86.000 krónur
og greiðir félagsþjónusta viðkomandi
sveitarfélags mismuninn. Ekki liggur
fyrir hversu lengi húsið í Víðinesi
verður notað á þennan hátt enda hef-
ur nýtingin verið lítil. Í húsinu er
pláss fyrir 14 manns, mesta nýting
hefur verið sjö og nú búa þar fimm.
Sárt að missa húsið
Sigfús hefur verið í húsnæðis-
vandræðum frá árinu 2014. Áður átti
hann einbýlishús í úthverfi Reykja-
víkur sem hann byggði sjálfur með
aðstoð vina og vandamanna og missti
það vegna skulda. „Það var virkilega
erfitt. Mér þótti vænt um húsið. Ég
hafði gert svo mikið sjálfur og fékk
mikla aðstoð frá pabba mínum sem
dó fyrir nokkrum árum. Já, þetta var
sárt.“
Síðan þá hefur Sigfús verið á hús-
næðishrakhólum. Hann hefur m.a.
fengið lánaðar íbúðir hjá vinum og
kunningjum og bjó úti á landi um
skeið þar sem hann starfaði við bú-
skap. Hann er menntaður rafvirki en
starfaði lengst af við sölu- og mark-
aðsmál. Nú hefur hann ekki verið á
vinnumarkaði í nokkur ár.
Áður en hann flutti í Víðines svaf
hann í bíl sínum á tjaldsvæðinu í
Laugardal en leigði síðan hjólhýsi
þar. „Auðvitað ætti enginn að vera
heimilislaus. En það er engu að síður
þannig,“ segir Sigfús. „Ég er bara
þannig gerður að ég kvarta sjaldan.
Mér fannst t.d. ekkert sérlega slæmt
að búa á tjaldsvæðinu og þegar verið
var að lýsa þessum aðstæðum í fjöl-
miðlum fannst mér stundum gert
helst til mikið úr hvað þetta væri erf-
itt og ömurlegt.“
Hefurðu mætt fordómum vegna
þess að þú ert heimilislaus? „Nei, ég
hef ekki upplifað það.“
Þegar Sigfúsi var boðið að búa í
„Auðvitað ætti enginn
að vera heimilislaus“
Fáir vilja búa í neyðarúrræði fyrir húsnæðislausa í Víði-
nesi Sagt upp leigu vegna hunds Húsnæðislaus maður
segist ekki hafa upplifað fordóma vegna stöðu sinnar
Morgunblaðið/Eggert
Víðines Reykjavíkurborg keypti húsið 2014. Þar var áður hjúkrunarheimili
og húsnæði hælisleitenda. Nú er þar neyðarúrræði fyrir húsnæðislausa.
Morgunblaðið/Eggert
Svanur Elíasson „Ég tók hana að mér fyrir lífstíð,“ segir hann um tíkina
Kleópötru, en honum var sagt upp leigu og lenti á götunni vegna hundsins.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, deild-
arstjóri hjá Velferðarsviði Reykja-
víkurborgar, segir að í Víðinesi sé
húsrými fyrir allt að 14 manns.
Það hefur þó aldrei verið fullnýtt.
„Við tókum ákvörðun um að út-
hluta ekki öllum herbergjunum í
einu, sem við gerum gjarnan þegar
við opnum ný úrræði,“ segir Jóna.
Hún segir að flestir sem búa í Víði-
nesi hafi fengið húsnæðinu út-
hlutað í gegnum þjónustu-
miðstöðvar Reykjavíkurborgar eða
annarra sveitarfélaga og þá hefur
verið nokkuð um að fólk sæki
sjálft um að fá að búa þar.
Hún segir að búsetan í Víðinesi
henti ekki öllu húsnæðislausu
fólki því þeir sem þar búa þurfa að
hafa færni og getu til að halda
heimili og búa með öðrum. „Þetta
er hugsað fyrir húsnæðislausa, en
ekki fólk í neysluvanda. Það er
reyndar ekki gerð krafa um edrú-
mennsku, en neyslan má ekki vera
vandamál. Úrræðið er fyrir ein-
staklinga og pör og hentar ekki
barnafjölskyldum.“
Lögregla tvisvar kölluð til
Jóna segir að miðað sé við að há-
marksdvalartími sé sex mánuðir,
gerðir eru dvalarsamningar til
tveggja mánaða í senn og þeir sem
þarna búa þurfa að vera í sam-
skiptum við félagsþjónustuna í
sínu sveitarfélagi á meðan. Þá
þurfa íbúar að vera sjálfbjarga
með ferðir til og frá staðnum og
ekki er boðið upp á ferðir frá
staðnum. Flestir íbúanna eru með
eigin bíl.
Tvisvar sinnum hefur þurft að
kalla til lögreglu á þeim tæplega
tveimur mánuðum sem liðnir eru
frá því að Víðines var opnað.
Spurð um ástæðu fyrir því segir
Jóna að í byrjun hafi verið eitthvað
um einstaklinga í Víðinesi sem
ekki réðu við að búa í þessum að-
stæðum.
Hentar líklega ekki öllum
Víðines er á Kjalarnesi, í um kíló-
metra fjarlægð frá sorpurð-
unarstöðinni í Álfsnesi. Engin
þjónusta af neinu tagi er í ná-
grenninu og fjórir kílómetrar eru í
næstu strætóstoppistöð. Spurð
hvort þetta sé besta úrræðið sem
hægt sé að bjóða húsnæðislausu
fólki segir Jóna að vissulega henti
þetta ekki öllum, enda sé um
neyðarúrræði að ræða. Sumir séu
hinsvegar ánægðir með staðsetn-
inguna. „Þarna getur fólk t.d. verið
með gæludýrin sín, sem er víða
ekki hægt,“ segir Jóna.
Neyðarúrræði og hámarks-
dvalartími er sex mánuðir
FJÓRIR KÍLÓMETRAR ERU Í NÆSTU STRÆTÓSTÖÐ
www.securitas.is
BÚÐUÞIG
UNDIR
HEIMAVÖRN
FRAMTÍÐAR
SAMSTARFSAÐILI
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
5
6
8
9