Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 11
Víðinesi leist honum fyrst í stað ekk-
ert sérlega vel á hugmyndina. „Ég
sagði bara „nei, takk“ og það var
fyrst og fremst út af staðsetningunni,
það er svo langt í allt héðan. Í Laug-
ardalnum var t.d. stutt í kaffistofu
Samhjálpar þangað sem ég fer oft.“
Hann ákvað þó að láta slag standa og
segir að sér hafi liðið vel á staðnum
frá fyrsta degi.
Fyrir nokkrum vikum greindu fjöl-
miðlar frá því að illa væri búið að
íbúum í Víðinesi og að þar væri fólki
með geðraskanir komið fyrir sem ylli
usla. Sigfús segir þetta ekki vera sína
upplifun og segir að sambýlið í Víð-
inesi gangi að öllu jöfnu vel. „Það
voru samskiptavandræði sem strax
voru leyst. Hér er gott að vera og mér
líður vel. En ég myndi gjarnan vilja
sjá fleiri hérna. Hér eru laus herbergi
á meðan fólk er húsnæðislaust.“
Staðsetningin slæm
„Hér er pláss fyrir miklu fleiri en
kerfið er svo svifaseint. Á meðan ver-
ið er að fara yfir pappíra og skjöl sef-
ur fólk í ruslageymslum og á bekkj-
um,“ segir Svanur. Hann var fyrsti
íbúinn í Víðinesi og flutti þangað með
tíkinni sinni henni Kleópötru þegar
húsið var opnað heimilislausum um
miðjan desember.
Svanur starfaði áður við skrúð-
garðyrkju en er öryrki eftir vinnuslys
og hefur ekki verið á vinnumarkaði
síðan. Hann hefur verið af og til á göt-
unni undanfarin ár en var kominn í
leiguíbúð sem honum var svo sagt
upp í júlí í fyrra. Hann segir að ná-
grannar hafi kvartað undan hunda-
haldi hans og leigusalinn sett honum
úrslitakosti – annaðhvort myndi hann
losa sig við Kleópötru eða flytja út.
Svanur segir að það hafi ekki komið
til greina. „Ég tók hana að mér fyrir
lífstíð og ég stend við það.“
Eftir þetta bjó Svanur á tjald-
svæðum víða á höfuðborgarsvæðinu,
fyrst í bíl sínum en keypti sér svo
húsbíl. Hann settist síðan að á tjald-
svæðinu í Laugardal síðasta haust.
„Það var svo sem allt í lagi nema að
það var alltaf vesen með rafmagnið.“
Hann lætur ágætlega af búsetunni
í Víðinesi en segir staðsetninguna
ekki hentuga. Íbúarnir hafi beðið um
að boðið verði upp á ferðir í bæinn en
þær beiðnir hafi lítinn hljómgrunn
fengið.
Þetta er alls engin lausn
Svanur er ósáttur við hvernig búið
er að húsnæðislausu fólki á Íslandi.
Hann segir að sú ráðstöfun að bjóða
fólki að setjast að í Víðinesi hafi ekki
verið gerð með hag húsnæðislausra í
huga. „Það var mikil neikvæð umfjöll-
un í fjölmiðlum um að fólk byggi á
tjaldsvæðum. Ég held að þeim sem
ráða í borginni hafi þótt staðan vera
óþægileg og ekki okkar vegna, heldur
fyrst og fremst sín vegna. Það er alls
engin lausn að koma fólki fyrir í Víði-
nesi, úr alfaraleið.“
Sérðu fram á að vera hérna áfram?
„Nei, það geri ég ekki. Mér skildist
áður en ég flutti hingað að þetta ætti
að vera fyrsti staðurinn og síðan yrði
manni hjálpað við að finna annað hús-
næði. Ég hef ekki fengið neina slíka
aðstoð síðan ég flutti hingað. En ég
myndi vilja það og komast annað því
þetta er svo langt út úr.“
Morgunblaðið/Eggert
Sigfús Bergmann Svavarsson „Ég myndi
gjarnan vilja sjá fleiri hérna. Hér eru laus
herbergi á meðan fólk er húsnæðislaust.“
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Um átta manns hafa haft búsetu á
tjaldsvæðinu í Laugardal frá því að
Víðines var opnað. Allir nema einn
eru Íslendingar, fólkið býr ýmist í
hjólhýsum eða húsbílum og sumir
eru líka með tjald sem þeir nota sem
geymslu. Þeir sem lengst hafa búið
þarna hafa verið á tjaldsvæðinu í
nokkra mánuði.
„Við erum ekki félagsþjónusta,
heldur tjaldstæði og það er í sjálfu
sér ekki verkefni okkar að leysa
þennan brýna vanda, heldur er það
verkefni sveitarfélaganna. Það fólk
sem býr á tjaldsvæðinu er þar að
eigin vilja, það hefur ekki viljað fara
í Víðines og við höfum verið í sam-
skiptum við Reykjavíkurborg um
hvernig best sé hægt að leysa þetta,“
segir Sigríður Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri tjaldsvæðisins í Laug-
ardal.
Samrýmist ekki túrismanum
Þeir sem hafa fasta búsetu á svæð-
inu greiða 38.000 krónur í leigu á
mánuði. Þar af er 300 króna gisti-
náttaskattur á hverja nótt, samtals
um 9.000 krónur á mánuði. Innifalið
í leigunni er aðgangur að aðstöðu í
farfuglaheimilinu í Laugardal þar
sem eru m.a. þvottavélar, bað-
aðstaða, setustofa og eldunar-
aðstaða. Rafmagn er innifalið í
leiguverðinu.
Að sögn Sigríðar þarf fólkið að
yfirgefa tjaldsvæðið í vor þegar
ferðamönnum fer að fjölga þar. Ekki
hefur verið tekin endanleg ákvörð-
un um hvenær það verður, en það
verður að öllum líkindum í apríl.
„Þessi búseta samrýmist ekki hlut-
verki tjaldsvæðisins sem er fyrst og
fremst skammtímagisting fyrir
ferðamenn,“ segir Sigríður.
Ekki draumastaðan í lífinu
Nokkrir íbúar tjaldsvæðisins
voru heima við þegar blaðamann og
ljósmyndara Morgunblaðsins bar
að garði í fyrradag. Þeim bar sam-
an um að umfjöllun fjölmiðla um
aðstæður þeirra, sem hafa búið á
tjaldsvæðinu, hefði valdið þeim
talsverðum ama, m.a. hefði talsvert
af fólki komið til að forvitnast um
hagi þeirra. Umfjöllunin hefði orðið
til þess að koma neikvæðu orði og
fátækrastimpli á íbúana.
Einn íbúinn féllst á að ræða stutt-
lega við blaðamann, en var ekki
tilbúinn til að koma fram undir
nafni. Hann sagði að hann hefði
ákveðið að setjast að á tjaldsvæðinu
í skamman tíma til að spara sér
leigu, en áður leigði hann íbúð í
miðbæ Reykjavíkur á 200 þúsund
krónur á mánuði. Hann sagði að
þarna hefði hann allt til alls, þetta
væri þó alls ekki „draumastaðan í
lífinu“.
„Ég er með sjálfstæðan rekstur,
fer m.a. talsvert á fundi og þess-
háttar og ég vil ekki að allir sem ég
á í samskiptum við viti að ég bý
hérna á tjaldsvæðinu. Það hefur
verið svo neikvæð umræða um þá
sem búa hérna,“ sagði íbúinn. „En
þetta er fjölbreyttur hópur og mis-
munandi ástæður fyrir búsetunni.“
Morgunblaðið/Eggert
Í Laugardal Á tjaldsvæðinu býr fólk, ýmist í hjólhýsum eða húsbílum.
Tjaldsvæði, en ekki
félagsþjónusta
Eftirlitsmyndavélar sem lögreglan
hefur umráð yfir verða settar upp
í Lindahverfi í Kópavogi. Áætl-
aður kostnaður við slíkan búnað
er um 10 milljónir króna. Þetta
var ein af 37 tillögum sem íbúar í
Kópavogi kusu um og samþykktu í
nýafstöðnum íbúakosningum sem
nefnast Okkar Kópavogur.
Þessi tillaga um rafrænan eftir-
litsbúnað hlaut flest atkvæði í
Lindahverfi í kosningunum eða
632 atkvæði en kosningunum var
skipt niður eftir svæðum sem eru
fimm talsins. Samtals verður varið
um 200 milljónum króna í verk-
efnin 37. Framkvæmdir við þau
hefjast í vor en þeim lýkur á
næsta ári.
Eftirlitsmyndavélar
verða í Lindahverfi
Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551 3033 Flo
ttir í fötu
m
Frímúrarar – Oddfellowar
Frábæru
kjólfötin okkar
komin aftur
Verð 76.900,-
með svörtu vesti
Opið 11-16 í dag
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Kvarterma-
bolir
kr. 5.900,-
Str. S-3XL
Fleiri litir
Ný sending
Verið velkomin
• Peysur
• Bolir
• Túnikur
• Leggings
• Kjólar
Vinsælu velúrgallarnir
alltaf til í mörgum litum
og í stærðum S-4XL
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170