Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess
að þau þekkja tal betur en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hæstiréttur dæmdi í desember að
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráð-
herra hefði ekki farið að stjórnsýslu-
lögum við skipan dómara í Lands-
rétt. Nánar tiltekið taldi Hæstiréttur
ráðherrann ekki hafa sinnt rann-
sóknarskyldu í málinu.
Á hinn bóginn hafa lagabreytingar
dregið úr þessari skyldu ráðherra.
Þá hafa verið uppi sjónarmið um að
ráðherra fái of skamman tíma til að
yfirfara niðurstöður dómnefndar um
umsækjendur um dómarastöður.
Ekki minni kröfur til ráðherra
Forsaga málsins er að tveir um-
sækjendur um embætti dómara við
Landsrétt, Ástráður Haraldsson og
Jóhannes Rúnar Jóhannsson,
stefndu ríkinu. Töldu þeir ráð-
herrann ekki hafa farið að lögum við
skipan dómara í Landsrétt.
Í bréfi til forseta Alþingis rök-
studdi Ástráður það meðal annars
með vísun í sjónarmið í dómi Hæsta-
réttar frá 14. apríl 2011 í máli nr. 412/
2010. Það leiddi af dóminum að ekki
yrðu „gerðar minni kröfur til ráð-
herra en dómnefndarinnar [um dóm-
araefni] um rökstuðning og innbyrðis
samanburð umsækjenda“.
„Rökstuðningur ráðherra getur
ekki verið á almennum nótum eða
tekið til hóps manna sameiginlega
eins og dómsmálaráðherra hefur
teflt fram. Ráðherra verður að rök-
styðja sérstaklega fyrir hvern nafn-
greindan umsækjanda sem dóm-
nefnd hefur talið hæfastan hvers
vegna ráðherra leggur til að viðkom-
andi verði ekki skipaður og gera rök-
studda tillögu um annan nafngreind-
an umsækjanda í staðinn ... Geti
ráðherra ekki lagt fram fullnægjandi
gögn eða skýringar á að undirbún-
ingur og meðferð málsins hafi verið í
samræmi við lög ber að hafna tillögu
ráðherra,“ skrifaði Ástráður m.a.
Mat dómnefndar væri 117 síður
Sambærileg sjónarmið komu fram
í áliti minnihluta stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar Alþingis.
„Ljóst má vera að ráðherra telur
rökstuðning sinn jafngilda fullnægj-
andi rannsókn en ekki er sýnt í rök-
stuðningi ráðherra að sambærileg
sérfræðiþekking liggi að baki mati
ráðherra á umsækjendum og mati
dómnefndar. Þá ber að nefna að mat
dómnefndar er allítarlegt, 117 blað-
síður, þar sem farið er yfir hæfni ein-
staklinga í ólíkum matsþáttum og
birt röð að loknum hverjum þætti en
mat ráðherra er fjórar blaðsíður sem
byggjast að miklu leyti á upplýsing-
um úr dómnefndaráliti um reynslu
umsækjenda af dómarastörfum.“
Skyldan lögð á aðrar herðar
Fjallað er um rannsóknarskyldu
ráðherra í dómum Hæstaréttar í
málum áðurnefndra umsækjenda.
„Með 3. og 4. mgr. 12. gr. laga nr.
15/1998 var rannsóknarskyldu þeirri
sem mælt er fyrir um í 10. gr. stjórn-
sýslulaga við skipun í embætti hér-
aðsdómara að verulegu leyti létt af
ráðherra og skyldan þess í stað lögð á
herðar sjálfstæðrar og óháðrar dóm-
nefndar sem skipuð var með tilliti til
þess að tryggt yrði að sérþekking
væri þar fyrir hendi um mat á hæfni
umsækjenda um dómaraembætti,“
sagði í umræddum dómum.
Þá var vísað til dómstólalaga um
að ráðherra megi víkja frá tillögu
dómnefndar ef Alþingi samþykkir til-
lögu ráðherra um heimild til þess.
Veitingarvaldið hjá ráðherra
Meirihluti stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar tók fyrir hlutverk og
veitingarvald ráðherra í þessu efni.
„Fyrir nefndinni var rætt að skipt-
ar skoðanir hafa verið um hvort ráð-
herra eigi að vera bundinn af umsögn
slíkra dómnefnda, en með því mundi
dómnefnd í raun ráða hverjir verði
skipaðir dómarar. Ef ráðherra væri
undantekningarlaust skylt að fara
eftir áliti dómnefndar væri ábyrgðin
á skipun dómara hjá stjórnvaldi sem
er ekki ábyrgt gagnvart þinginu en
slík tilhögun hefur sums staðar þótt
orka tvímælis.
Meirihlutinn tekur fram að með
þeirri tilhögun sem samþykkt var
með lögum á Alþingi um að ráðherra
sé óheimilt að skipa í dómaraembætti
mann sem dómefnd hefur ekki talið
hæfastan meðal umsækjenda, nema
Alþingi samþykki tillögu ráðherra
um heimild til að skipa í embættið
annan nafngreindan umsækjenda
sem fullnægir að mati dómnefndar
Ráðherra
hafi fengið
of lítinn tíma
Samhljómur í máli ráðherra og full-
trúa minnihlutans í Landsréttarmálinu
Morgunblaðið/Hanna
Landsréttur Nýi dómstóllinn er við Vesturvör í Kópavogi. Áformað er að síðar verði hann í miðborg Reykjavíkur.
Skipan dómara