Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 18

Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Stýrðu birtunni heima hjá þér MYRKVA GLUGGATJÖLD Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is 9. febrúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 101.06 101.54 101.3 Sterlingspund 140.22 140.9 140.56 Kanadadalur 80.65 81.13 80.89 Dönsk króna 16.748 16.846 16.797 Norsk króna 12.878 12.954 12.916 Sænsk króna 12.64 12.714 12.677 Svissn. franki 107.44 108.04 107.74 Japanskt jen 0.9258 0.9312 0.9285 SDR 146.48 147.36 146.92 Evra 124.67 125.37 125.02 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.9288 Hrávöruverð Gull 1311.05 ($/únsa) Ál 2180.5 ($/tonn) LME Hráolía 67.2 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Nefnd um skipu- lag bankastarfsemi á Íslandi, sem fjár- mála- og efnahags- ráðherra skipaði á síðasta ári, telur að skynsamlegt sé að draga varnarlínu um hvað fjárfestingar- bankastarfsemi á grunni beinnar og óbeinnar stöðutöku geti vaxið mikið hjá kerfislega mikilvægum bönkum. Nefndin hefur skilað skýrslu til ráðherra en henni var falið að taka afstöðu til þess hvort ástæða væri til að gera breytingar á núverandi skipan mála og eftir atvikum leggja fram tillögur. Í nefndinni sátu Frosti Sigurjónsson, Hjördís Dröfn Vilhjálms- dóttir, Sigrún Ragna Ólafsdóttir, Sigurður B. Stefánsson og Guðjón Rúnarsson, sem jafnframt var formaður. Nefnd telur að tak- marka eigi stöðutökur Nefnd Vill tak- marka stöðutökur. STUTT Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Trésmiðja GKS, sem hefur um árabil verið atkvæðamikil á innréttinga- markaði hér á landi, hyggst gera sig meira gildandi á einstaklingsmark- aði síðar á árinu. Þó að GKS hafi selt til einstaklinga í gegnum árin, þá hefur fyrirtækið mest unnið með verktökum og tekið þátt í fjölda stórra verkefna með þeim. Þar má nefna þrjár blokkir í Skugga- hverfinu, sem innréttaðar eru í hólf og gólf með innréttingum frá GKS, allar inn- réttingar í núver- andi uppbygg- ingu í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi, um 200 íbúðir, á ann- að hundrað íbúðir í Urriðaholti og um 200 íbúðir í fjölbýlishúsi Búseta í Einholti og Þverholti. Þá er fyrir- tækið með allar innréttingar í nýju fjölbýlishúsunum sem eru í bygg- ingu við Jaðarleiti, beint á móti Út- varpshúsinu. Samstarf við Nobilia frá 2016 Arnar Aðalgeirsson, fram- kvæmdastjóri GKS, segir í samtali við Morgunblaðið að auk þess að framleiða eigin innréttingar, bæði staðlaðar sem og sérsmíðaðar, allt frá hurðum að bað- og eldhúsinnrétt- ingum, þá hafi fyrirtækið byrjað að vinna með þýska eldhúsinnréttinga- risanum Nobilia fyrir tveimur árum, en fyrirtækið er hið stærsta á sínu sviði í Evrópu. „Innréttingarnar frá þeim hafa slegið í gegn. Þær passa mjög vel inn á íslenska markaðinn, bæði fyrir verktaka og einstaklinga. Vörulínan frá þeim er mjög breið, gæðin mikil og verðið hagstætt, og þær fara mjög vel með okkar eigin framleiðslu,“ segir Arnar. Í dag kl. 16 verður opnaður nýr 300 fermetra sýningarsalur GKS á Funahöfða 19 að viðstöddum tveim- ur fulltrúum frá Nobilia. „Þeir eru spenntir að koma, enda trúa þeir varla sölutölunum héðan,“ segir Arnar og brosir. Aukning á þessu ári Hann segir að nýi sýningarsalur- inn eigi eftir að nýtast vel. „Það vilja allir þreifa á og skoða það sem þeir eru að velta fyrir sér að kaupa. Það er alltaf stór ákvörðun að kaupa nýja innréttingu.“ Arnar segir að fyrirtækið hafi inn- réttað um 500 íbúðir í fyrra og útlit sé fyrir aukningu á þessu ári. Stefna á einstak- lingsmarkaðinn Morgunblaðið/Eggert Salur Eldhúsinnréttingar Nobilia prýða nýja sýningarsalinn. Innréttingar » Nobila framleiðir 3.000 eld- húsinnréttingar á dag. » Fyrsta Svansvottaða ein- býlishús á Íslandi er með inn- réttingar frá GKS. » GKS er tilkomið með sam- runa Gamla kompanísins, Kristjáns Siggeirssonar, Stein- ars stálhúsgagnagerðar og Trésmiðjunnar Eldhúss og baðs. » 35 starfa hjá GKS.  Vinna með stærsta fyrirtæki Evrópu  500 íbúðir í fyrra Arnar Aðalgeirsson Samkeppniseftirlitið hefur hafið rannsókn á fyrirhugaðri gjaldtöku ISAVIA af hópferðabílum á svoköll- uðum ytri stæðum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá rútufyrir- tækinu Gray Line. Upphaf málsins má rekja til þess að Gray Line kærði áform ISAVIA í janúar sl. Í tilkynn- ingu Gray Line segir að frummat Samkeppniseftirlitsins sýni að fyrir- huguð gjaldtaka muni að óbreyttu leiða til mikillar verðhækkunar á far- þegaflutningum til og frá Keflavík- urflugvelli. Kæra Gray Line kom í kjölfarið á því að Hópbílar og Kynnisferðir áttu hagstæðari tilboð en Gray Line í áætlunaraksturinn frá flugstöðinni, og hefja þjónustu sína frá stæðunum við flugstöðina 1. mars nk. Sama dag á gjaldtaka af ytri stæðunum að hefj- ast. Guðjón Ármann Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hópbíla, undrast rannsókn Samkeppniseftirlitsins og segir í samtali við Morgunblaðið að það sé sérstakt að eingöngu sé verið að fjalla um gjaldtöku af ytri stæð- unum en ekki heildargjaldtöku fyrir aðstöðu rútubíla. Þannig sé Sam- keppniseftirlitið, að hans sögn, að taka upp mál fyrir aðila sem þarf ein- göngu að greiða lítið hlutfall af því sem Hópbílar og Kynnisferðir þurfa að greiða en ætli sér samt að bjóða svipaða þjónustu. Hann segir að með þessu sé verið að skekkja samkeppn- isstöðu Hópbíla og Kynnisferða sem borgi mun hærri gjöld en Gray Line fyrir sín stæði. „Þetta er svolítið sér- stakt allt saman. Það er eins og það sé ekki verið að horfa á heildar- myndina, en Hópbílar og Kynnis- ferðir þurfa að greiða mun hærri gjöld til ISAVIA en Grayline mun þurfa að gera á ytri stæðunum,“ seg- ir Guðjón Ármann. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stæði Gjaldið er 7.900 fyrir minni bíla en 19.900 fyrir stærri bíla. Rannsaka gjald- töku ISAVIA  Segir sérstakt að fjallað sé bara um ytri stæðin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.