Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Vöðva eða
liðverkir?
Voltaren Gel er bæði
verkjastillandi og
bólgueyðandi
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun
lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
15%
afsláttu
r
af 100g
og 150
g
Voltare
n Gel
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Voltaren Gel - njótum
þess að hreyfa okkur
Galapagos-eyjar, sem tilheyra
Ekvador í Suður-Ameríku, eru
eftirsóttur ferðamannastaður enda
er þar einstakt dýralíf. Stjórnvöld í
Ekvador reyna að takmarka fjölda
þeirra sem ferðast til eyjanna en á
sama tíma hafa þau gripið til ráð-
stafana til að laða erlenda ferða-
menn til landsins.
Ferðaþjónusta á heimsvísu óx
um 7% á síðasta ári og hafa mörg
lönd, þar á meðal Ísland, notið þess.
Þeim hefur líka fjölgað sem heim-
sækja Galapagos-eyjar. Á síðasta
ári komu þangað um 245 þúsund
ferðamenn og ríkisstjórn Ekvadors
segir að eyjarnar þoli ekki meiri
fjölda.
„Galapagos-eyjar eru krúnu-
djásnið og við verðum að vernda
þær,“ segir Enrique Ponce de
Leon, ferðamálaráðhera Ekvadors,
við AFP-fréttastofuna. „Við verð-
um að vera föst fyrir.“
Í Galapagos-eyjaklasanum, sem
er um 1.000 km vestur af Ekvador,
eru 19 stórar eyjar auk tuga smá-
200-700 þúsund króna á mann.
Galapagos-eyjarnar voru gerðar
að þjóðgarði árið 1959 og árið 1978
var eyjaklasinn skráður á heims-
minjaskrá UNESCO. Nú búa þar
um 26 þúsund manns. Þeir eru háð-
ir vöruflutningum frá meginlandinu
og lítið er um vatnsuppsprettur.
Stjórnvöld reyna að tryggja að íbú-
unum fjölgi ekki.
Lögum samkvæmt eru Ekvador-
búar frá meginlandinu flokkaðir
sem útlendingar á Galapagos og til
að fá dvalarleyfi á eyjunum verður
fólk að hafa verið gift heimamanni í
að minnsta kosti áratug. Stjórnvöld
hafa lengi takmarkað byggingar-
leyfi og hvatt íbúa til að nota endur-
nýjanlega orkugjafa, svo sem sólar-
orku og vindorku. Þá eru plast-
pokar bannaðir á eyjunum.
Efnahagsástandið í Ekvador hef-
ur ekki verið upp á það besta að
undanförnu vegna minnkandi tekna
af olíu og skuldasöfnunar. Því horfa
margir hýrum augum til ferðaþjón-
ustu og stjórnvöld hafa gert ýmsar
ráðstafanir til að laða þangað ferða-
menn. Á síðasta ári fjölgaði erlend-
um ferðamönnum um 14%, voru 1,6
milljónir talsins. Og margir þeirra
vilja gjarnan skreppa til Galapagos.
tegundanna. Nokkur lítil hótel eru
á eyjunum og ferjur sigla á milli
þeirra. Flug þangað frá Ekvador
kostar jafnvirði um 40 þúsund
króna og vikudvöl á hóteli jafnvirði
eyja og skerja. Enski náttúrufræð-
ingurinn Charles Darwin heimsótti
eyjarnar á 19. öld og rannsóknir
hans á dýralífinu þar urðu grund-
völlur kenninga hans um uppruna
Reynir á þanþol Galapagos-eyja
Stjórnvöld í Ekvador segja að eyjaklasinn þoli ekki fleiri ferðamenn en koma þangað nú
AFP
Sældarlíf Iguana-eðla sólar sig við hlið ferðamanna á strönd Tortugaflóa á Galapagos-eyjunni Santa Cruz.
Hópur vísindamanna er nú við rannsóknarstörf í
Dhofar-eyðimörkinni í Óman til að undirbúa
hugsanlega mannaða geimferð til reikistjörn-
unnar Mars. Vísindamennirnir, sem eru frá ýms-
um löndum, eru þarna á vegum geimvísindaráðs
Austurríkis og stjórnvalda í Óman. Þeir klæðast
geimbúningum þrátt fyrir hitann og eru óneitan-
lega sérkennileg sjón í ljósbrúnum eyðimerkur-
sandinum.
AFP
Æft fyrir ferðalag til Mars
Óman
Það hefur færst mjög í vöxt í Dan-
mörku að fjarlægja þurfi nýrna-
steina úr börnum. Ástæðan er sögð
óhollt mataræði og mikil neysla á
gosdrykkjum og sælgæti.
Rannsókn sem gerð var á vegum
Sygehus Lillebælt sýnir að á síðasta
ári voru nýrnasteinar fjarlægðir úr
61 barni en úr 12 árið 2014.
„Þetta er vandamál. Nýrna-
steinar eru mjög kvalafullir og þeir
geta haft áhrif á nýrnastarfsemina
til lengri tíma, jafnvel lífshættu-
leg,“ segir Palle Osther, yfirlæknir
á þvagfæraskurðdeild sjúkrahúss-
ins í Vejle, við danska ríkis-
útvarpið.
Læknar á sjúkrahúsinu í Vejle
eru þeir einu í Danmörku sem hafa
leyfi til að fjarlægja nýrnasteina úr
börnum undir 18 ára aldri því sér-
stakan búnað og þekkingu þarf til
að gera slíkar aðgerðir.
Osther segir að meginástæður
nýrnasteina í börnum séu tvenns
konar. Annars vegar geti þeir
tengst erfðum og hins vegar lífsstíl
og mesta aukningin stafi af slæm-
um neysluvenjum. Aukin neysla á
sætindum og óhollu fæði auki einn-
ig hættu á að börn fái sykursýki og
háan blóðþrýsting.
Nýrnastein-
ar hrjá
dönsk börn