Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.is
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR
Í SÍMA 540 4900
JEPPADEKK
fyrir íslenskar aðstæður
VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT
DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR
JEPPA OG JEPPLINGA.
10%
afsláttur
10% afsláttur af
trúlofunar- og
giftingarhringa-
pörum
CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is
Sendum frítt um allt land
Skoðaðu úrvalið á carat.is
Tugir almennra borgara létu lífið
þegar sýrlenski stjórnarherinn
gerði loftárásir í gærmorgun á
svæði sem uppreisnarmenn ráða í
Austur-Ghouta, skammt austur af
Damaskus, höfuðborg Sýrlands.
Var þetta fjórði dagurinn í röð
sem stjórnarherinn gerði loftárásir
á svæðið. Að minnsta kosti 36 létu
lífið í árásunum í gær, að sögn sýr-
lenskra mannréttindasamtaka.
Hafa þá alls 185 óbreyttir borgarar
látið lífið í loftárásunum frá því á
mánudag.
Frá því að síðasta hrina átaka í
Sýrlandi hófst hefur stjórnarherinn
verið sakaður um að beita efna-
vopnum, m.a. í Austur-Ghouta, sem
hefur verið í herkví hersins mán-
uðum saman.
Árás á herflokka
Þá gerði hernaðarbandalag undir
forystu Bandaríkjamanna árásir á
miðvikudag á vopnaða hópa hlið-
holla Sýrlandsstjórn. Bandarískir
embættismenn segja að árásirnar
hafi verið gerðar eftir að vopnaðar
sveitir réðust á olíu- og gaslindir
við Khasham í Deir Ezzor-héraði
sem er undir yfirráðum Kúrda.
Bandaríkjamenn segja að um 100
stríðsmenn hafi látið lífið í þessum
árásum.
Tyrknesk stjórnvöld tilkynntu í
gær að þau myndu boða til fundar
með Rússum og Írönum um leiðir
til að reyna að binda enda á átökin í
landinu. Að minnsta kosti 340 þús-
und manns hafa látið lífið þar frá
árinu 2011 og milljónir hrakist frá
heimilum sínum.
Mikið mann-
fall í Sýrlandi
Loftárásir fjórða daginn í röð
AFP
Á flótta Sýrlendingar á flótta undan loftárásum sem gerðar voru á borgina
Jisreen skammt frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands, á miðvikudag.
ÍRAK
TYRKLAND
JÓRDANÍA
LÍ
B. 50 km
DAMASKUS
SÝRLAND
Deir Ezzor
Aleppo
Khasham
Bandaríski samskiptavefurinn
Twitter tilkynnti í gær að hagnaður
hefði orðið af rekstrinum á síðasta
fjórðungi ársins 2017. Er það í fyrsta
skipti frá því Twitter fór á hluta-
bréfamarkað árið 2013 sem rekst-
urinn skilar hagnaði.
Twitter, sem er með höfuðstöðvar
í San Francisco í Kaliforníu, skilaði
91 milljónar dala hagnaði á síðustu
þremur mánuðum ársins, jafnvirði
9,3 milljarða króna. Tekjur námu
732 milljónum dala, jafnvirði 75
milljarða króna. Gengi hlutabréfa
Twitter hækkaði við þessar fréttir
um 26% í upphafi viðskipta á banda-
rískum hlutabréfamörkuðum í gær.
Twitter hefur tapað miklu fé frá
því fyrirtækið var skráð á markað.
Þótt fjöldi þekkts fólks, stjórnmála-
manna og blaðamanna nýti sér
þennan samskiptavef til að koma á
framfæri fréttum og skoðunum hef-
ur Twitter ekki náð viðlíka út-
breiðslu meðal almennings og t.d.
Facebook.
Hagnaður hjá Twitter
í fyrsta skipti frá 2013
AFP
Twitter Um 330 milljónir manna
nota Twitter að jafnaði á mánuði.
Stjórnvöld í Íran boðuðu sendiherra
Suður-Kóreu í Teheran á sinn fund í
gær til að mótmæla því, sem þau
sögðu vera óheiðarlega framkomu
suðurkóreska raftækjaframleiðand-
ans Samsung.
XXIII. vetrarólympíuleikarnir
verða settir í Pyeongchang í Suður-
Kóreu í dag. Allir þeir sem keppa á
leikunum fá sérstaka ólympíuútgáfu
af Galaxy Notes 8-síma frá Samsung
að gjöf, nema keppendur frá Norður-
Kóreu og Íran. Sagði talsmaður fram-
kvæmdastjórnar leikanna við AFP-
fréttastofuna að ástæðan væri við-
skiptaþvinganir sem Sameinuðu þjóð-
irnar hafa gripið til gagnvart þessum
tveimur þjóðum. Ekki var ljóst hvort
stjórnendur Samsung eða stjórnvöld í
Suður-Kóreu hefðu tekið þessa
ákvörðun.
Í bága við ólympíuandann
Opinber fréttastofa Írans sagði að
Kim Seung-Ho, sendiherra Suður-
Kóreu í Íran, hefði verið kallaður í ut-
anríkisráðuneytið í gær og honum af-
hent formleg mótmæli vegna þessa.
Sagði fréttastofan að um væri að
ræða óheiðarlega framkomu sem
væri í andstöðu við anda Ólympíuleik-
anna. Bæðist Samsung ekki afsökun-
ar myndi málið hafa mikil áhrif á sam-
skipti Samsung Group og
Lýðveldisins Írans. Vörur frá Sam-
sung eru nokkuð áberandi í Íran.
Flestum alþjóðlegum viðskipta-
þvingunum gagnvart Íran var aflétt
árið 2015 eftir að þarlend stjórnvöld
gerðu samning við vesturveldin um að
hægja verulega á kjarnorkuáætlun
sinni. Enn eru þó í gildi takmarkanir
á viðskiptum með vopn og tækni.
Íran sendir fjóra keppendur á leik-
ana í Pyeongchang.
Deilt um farsíma
á Ólympíuleikum
Íþróttamenn frá
Norður-Kóreu og
Íran fá ekki síma
AFP
ÓL-hringir Ólympíumerkið á keppn-
issvæðinu í Pyeongchang í gær.