Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Glaðar Stúlkur festa augnablikið á mynd nálægt Sólfarinu, listaverkinu við Sæbraut, með borgina við sundin blá í bakgrunni.
Eggert
Ögmundur Jónas-
son, fyrrv. ráðherra,
hafði á dögunum frum-
kvæði að komu Zoe
Konstantopoulou, fyrr-
verandi forseta gríska
þingsins, og Diamantis
Karanastasis leikstjóra
til að kynna málstað
Grikkja. Skuldafjötr-
arnir sem lagðir voru á
þá eftir fjármálakrepp-
una haustið 2008 hafa ekki linast.
Hádegisfundur með Grikkjunum í
Safnahúsinu við Hverfisgötu laug-
ardaginn 3. febrúar var fjölsóttur.
Zoe Konstantopoulou, gagn-
menntaður lögfræðingur, gekk til
liðs við Alexis Tsipras og vinstri-
sinnuðu Syriza-hreyfinguna og var
kjörin á þing árið 2012. Hún helgaði
sig mannréttindamálum og vænti
þess að verða dómsmálaráðherra
þegar Tsipras myndaði stjórn eftir
kosningasigur snemma árs 2015.
Hún var þess í stað kjörin þing-
forseti og sat á forsetastóli þar til
síðsumars 2015. Þá sagði hún skilið
við Tsipras vegna andstöðu hans við
niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu
sem hann boðaði til að fá stuðning
þjóðarinnar við yfirlýsta stefnu sína
um að losa hana undan klafa neyð-
arlána þríeykisins: Seðlabanka evr-
unnar, framkvæmdastjórnar ESB
og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Zoe Konstantopoulou flytur mál
sitt tæpitungulaust. Þegar hún var
spurð um kúvendingu Tsipras og
stuðning hans við lánardrottnana
þrátt fyrir úrslit þjóðaratkvæða-
greiðslunnar svaraði hún með einu
orði: Völd. Til að halda völdum varð
hann að fara að vilja þríeykisins.
Hún var spurð hvort
hún berðist fyrir úr-
sögn Grikkja úr ESB
að fordæmi Breta.
Sagði hún það ekki
koma til greina. Bretar
vildu semja við ESB.
Grikkir gætu aldrei
sest að samningaborði
með kúgurum sínum.
Til að losna undan al-
ræði ESB yrðu Grikkir
að berjast fyrir frelsi
sínu. Hún sagði að með
því að ganga að kröfum
þríeykisins hefðu grískir ráðamenn
ritað undir dauðadóm yfir eigin
þjóð. Honum yrði að rifta.
Zoe Konstantopoulou flutti skýr
rök fyrir máli sínu að hætti lögfræð-
inga. Gagnrýni hennar í garð
grískra ráðamanna og Evrópusam-
bandsins er mjög þung. Hún er nú í
forystu fyrir nýjum stjórnmála-
flokki: Leið til frelsis. Hún beitir öll-
um ráðum til að afla málstað sínum
fylgis jafnt innan Grikklands sem
utan. Í því skyni stjórnar Diamantis
Karanastasis til dæmis nú nýrri
frjálsri sjónvarpsstöð til að færa
Grikkjum óritskoðaðar innlendar og
erlendar fréttir. Þau sögðu alræðið
setja miðlun frétta og skoðana
skorður.
Sannleiksnefnd um skuldir
Zoe Konstantopoulou vék í ræðu
sinni oft að 30 manna alþjóðlegri
nefnd sem hún beitti sér fyrir að var
skipuð í febrúar 2015 til að rannsaka
eðli skuldakreppu Grikkja. Á ensku
bar hún heitið Greek Debt Truth
Commission – Sannleiksnefnd um
grískar skuldir. Markmiðið var að
sannreyna fyrir gríska þingið og rík-
isstjórn hvort þríkeykið hefði beitt
lögmætum aðferðum við skuldsetn-
ingu grísku þjóðarinnar. Lauk
nefndin störfum á tveimur mán-
uðum en Tsipras og félagar gerðu
ekkert með niðurstöðurnar.
Nýlega birtist á netinu viðtal eftir
Michael Nevradakis við Éric Touss-
aint, fræðilegan stjórnanda nefnd-
arinnar. Hann segir að markmið
þríeykisins hafi verið að bjarga er-
lendum og innlendum bönkum frá
gjaldþroti með því að færa skuldir
þeirra yfir á gríska skattgreiðendur.
Þar hafi hagsmunir bankanna ráðið
en ekki almennings sem hafi verið
neyddur til að ábyrgjast greiðslu
nýrra lána með skilyrðum sem brutu
gegn alþjóðasamningum um efna-
hagsleg, félagsleg, menningarleg,
borgaraleg og stjórnmálaleg rétt-
indi. Þríeykinu hafi verið þetta ljóst
frá upphafi því að það hafi gefið
grískum stjórnvöldum fyrirmæli um
breytingar á lögum, nýja lagasetn-
ingu, niðurskurð lífeyrisréttinda og
einkavæðingu. Þríeykið hafi ekki
verið samverkamaður heldur stjórn-
andi aðgerða – hvatamaður lög-
brota.
Niðurstaða Toussaints er að
gríska ríkisstjórnin hafi fullan rétt
til að fresta að greiða skuldina, efast
um réttmæti hennar og hafna
greiðslu á ólögmætum hluta hennar.
Rúmlega 90% af neyðarlánunum til
Grikkja hafi farið út úr Grikklandi
til að gera upp við einkabanka og
opinbera lánveitendur eða til að
bjarga grískum bönkum. Innan við
10% nýttist til létta undir með
gríska ríkinu á fjárlögum.
Toussaint segir að grípa verði til
aðgerða vegna grískra skuldabréfa í
Seðlabanka evrunnar (SE). Bankinn
keypti þessi skuldabréf árin 2010,
2011 og 2012 með 30% afföllum. Síð-
an voru grísku skuldabréfin niður-
skrifuð árið 2012 en SE neitaði aðild
að þeirri aðgerð. Nú krefst SE end-
urgreiðslu bréfanna á nafnverði auk
hárra vaxta, 6,5%. Á sama tíma hef-
ur SE lánað einkabönkum fé vaxta-
laust. Skuldabréfin lúta grískri lög-
gjöf og því getur gríska þingið, að
mati Toussaints, ákveðið að niður-
skrifa bréfin um 50 til 80% með þeim
rökum að fé skorti í þágu grísks al-
mennings.
Toussaint telur víst að yrði þessi
leið farin yrðu Grikkir úthrópaðir
sem aldrei fyrr. Ástæðulaust sé að
kippa sér upp við það. Þeir hafi sætt
stöðugum ádrepum undanfarin sjö
ár, sagðir „latir“ og „óskilamenn“
vegna skatta. Með vísan til fjárhags-
mála sé varla unnt að valda grísku
þjóðinni meiri sársauka en gert hafi
verið.
Deilan vegna Makedóníu
Undir lok ræðu sinnar í Safnahús-
inu vék Zoe Konstantopoulou að úti-
fundi og mótmælum sem voru boðuð
sunnudaginn 4. febrúar á Syntagma-
torgi við þinghúsið í Aþenu til að
mótmæla að nágrannaríki Grikk-
lands beri heitið Makedónía. Margir
Grikkir eru þeirrar skoðunar að með
þessu vakni kröfur um að héraðið
Makedónía í Grikklandi verði tekið
undan grískum yfirráðum.
Deilan um heitið á nágranna-
ríkinu hefur áratugum saman snert
þjóðerniskennd Grikkja og árið 1992
söfnuðust meira en milljón manns
saman á fundi í Þessalóníku, höfuð-
borg hins gríska Makedóníuhéraðs,
til að mótmæla boðaðri málamiðlun
sem fól í sér ríkjaheitið: Lýðveldið
Makedónía. Þetta leiddi til stjórnar-
kreppu í Aþenu. Forsætisráðherra
íhaldsmanna, Konstantinos Mitso-
takis, leysti harðlínumanninn og ut-
anríkisráðherrann, Antonis Sam-
aras, frá embætti en varð síðan að
segja af sér sjálfur. Samaras, sem
síðar varð forsætisráðherra, tók þátt
í mótmælunum 4. febrúar. Lögregla
telur að þar hafi verið um 140.000
manns.
Í ræðu sinni setti Zoe Konstant-
opoulou mótmælafundinn 4. febrúar
í stærra samhengi, hann snerti ekki
aðeins Makedóníumálið heldur
kynni að verða upphaf að baráttu al-
mennings gegn ríkisstjórninni sem
leiddi til afsagnar hennar eins og
varð 1992. Vonir stóðu til að jafnvel
fleiri sæktu þennan mótmælafund
nú en í Þessalóníku árið 1992. Þá
hafði aldrei verið haldinn fjölmenn-
ari andstöðufundur í Grikklandi frá
lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Stendur það met enn þann dag í
dag.
Alexis Tsipras forsætisráðherra
hrósaði sigri eftir mótmælin í Aþenu
og sagði í yfirlýsingu: „Það reyndist
óskhyggja hjá skipuleggjendum að
ímynda sér að þeir fengju milljón
mótmælendur. Yfirgnæfandi meiri-
hluti Grikkja telur að öfgar eigi ekki
að ráða við úrlausn utanríkismála.“
Hvort þetta sé upphaf endaloka
hjá Tsipras og stjórn hans eða enda-
loka baráttu Zoe Konstantopoulou
og félaga gegn honum og ESB-
valdinu kemur í ljós.
Eftir Björn
Bjarnason »Markmið þríeykisins
að bjarga erlendum
og innlendum bönkum
frá gjaldþroti með því
að færa skuldir þeirra
yfir á gríska skattgreið-
endur.
Björn Bjarnason
Höfundur er fyrrv. ráðherra.
Skuldafjötrarnir hvíla enn á Grikkjum
Þeir sem hafa tekið til máls að undanförnu um skip-
an dómara virðast hafa verið sammála um að velja
beri hæfasta umsækjandann. Hæfni manna til að
gegna dómarastöðu er metin á grundvelli einstak-
lingsbundinnar hæfni. Við skoðum feril þeirra og verk
og leggjum mat á hæfni þeirra.
Margir þeirra sem tjá sig telja aðra reglu gilda auk
reglunnar um hæfni. Sú regla kveður á um að kynja-
hlutföll dómara í fjölskipuðum dómstól skuli vera sem
næst jöfn. Þeir virðast sumir telja að þetta sjónarmið
eigi að víkja fyrrnefndu reglunni um einstaklings-
bundna hæfni til hliðar.
Öllum ætti að vera ljóst að síðari reglan gerir upp á
milli manna eftir kynferði þeirra. Hún mælir nefni-
lega fyrir um að hæfari einstaklingur kunni að þurfa
að víkja fyrir öðrum, sem ekki er jafn hæfur, ef sá síð-
arnefndi er af því kyni sem þarf til að ná jafnvægi
milli kynjanna í fjölda dómaranna við hinn fjölskipaða
dómstól.
Sjálf stjórnarskráin segir að síðari reglan sé óheim-
il. Kveðið er á um þetta í 65. gr., þar sem segir:
„Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mann-
réttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana,
þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags,
ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hví-
vetna.“ (leturbr. mínar)
Þegar karl er tekinn fram yfir konu við val milli
umsækjenda um dómarastöðu í þeim eina tilgangi að
jafna fjölda dómara eftir kynferði, jafnvel þó að konan
teljist hæfari til starfsins, er verið að brjóta gegn
hinni stjórnarskrárbundnu reglu um jafnrétti
kynjanna.
Mér er ekki grunlaust um að fyrir hafi komið að
ósanngirni hafi stundum verið beitt í hæfnismati í
þeim tilgangi að jafna stöðu kynjanna við þá stofnun
sem um ræðir. Þetta er þá gert án þess að hafa orð á
því. Það getur ekki verið heimilt.
Skondið en ekki mjög skemmtilegt.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Tvær reglur
sem kunna
að rekast á
Höfundur er lögmaður.