Morgunblaðið - 09.02.2018, Page 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
✝ Jón MarvinGuðmundsson,
kennari í Laugar-
nesskóla og ham-
skeri, fæddist á
Húnstöðum í Fljót-
um 2. september
1922. Hann and-
aðist á Droplaug-
arstöðum 28. jan-
úar 2018.
Eftirlifandi eig-
inkona hans er
Margrét Sæmundsdóttir. Þeirra
heimili hefur verið Helluland 22
í Fossvogi frá 1969.
Foreldrar Jóns voru Sigur-
björg Stefanía Hjörleifsdóttir, f.
10. mars 1898, í Svarfaðardal, d.
22. október 1975, og Guðmund-
ur Guðmundsson, f. 29. ágúst
1886 að Hákoti í Fljótum, d. 11.
febrúar 1966.
Börn þeirra eru: 1) Sigurrós,
f. 21. febrúar 1919, d. 5. maí
sama ár. 2) Haraldur Ingvar, f.
28. apríl 1920, d. 17. júní 2001. 3)
Sigurrós Lára, f. 16. júlí 1921, d.
15. desember 2012. 4) Jón Mar-
vin, f. 2. september 1922, d. 28.
janúar 2018. 5) Leifey Rósa, f.
18. apríl 1924, d. 1. apríl 1970. 6)
Guðmundur, f. 27. maí 1925, d.
15. nóvember 2005. 7) Anna
Freyja, f. 18. október 1926, d. 7.
júlí 2013. 8) Hjörleifur Bjarki, f.
varð uppstoppun hans aðalstarf
og áhugamál. Hann var íþrótta-
maður góður en aðallega lagði
hann stund á fimleika. Hann var
mikill náttúrunnandi og áhuga-
maður um skot- og stangveiði.
Einnig var hann mikill skák-
áhugamaður.
Jón kvæntist hinn 1. júní 1963
Margéti Sæmundsdóttur, dóttur
hjónanna Sæmundar Sæmunds-
sonar frá Lækjarbotnum og
Helgu Fjólu Pálsdóttur úr
Reykjavík.
Börn Jóns eru: 1) Sif, f. 16.
nóvember 1960, hún er dóttir
Laufeyjar sem lést 10. nóv-
ember 2012. Sambýlismaður
hennar er Jón Arnar Sigurjóns-
son. Börn Sifjar eru Clara Vif og
Tandri og eru barnabörn henn-
ar þrjú. 2) Guðmundur, f. 5. des-
ember 1963. Sambýliskona hans
er Jenny Margaretha Johans-
son. Börn Guðmundar eru Guð-
mundur Gunnar, Glódís Mar-
grét, Ísabella og Gabríella.
Barnabörn hans eru fjögur. 3)
Sæmundur, f. 5. desember 1963.
Eiginkona hans er Guðlaug
Kristinsdóttir. Börn þeirra eru
Margét, Hrefna, Sigríður Theo-
dóra, Kristinn og Sigurður Mar-
vin. 4) Páll Marvin, f. 11. októ-
ber 1966. Eiginkona hans er Eva
Sigurbjörg Káradóttir. Synir
þeirra eru Jón Marvin og Valur
Marvin.
Útför Jóns fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 9. febrúar
2018, og hefst athöfnin kl. 11.
Jarðsett verður í Skarðskirkju-
garði í Landsveit.
14. september
1928, d. 10. janúar
2010. 9) Guðrún
Hulda, f. 22. júlí
1930, d. 15.júní
2014. 10) Gestur, f.
21. október 1931.
11) Ragnar, f. 16
desember 1933, d.
16. september
1980. 12) Snjólaug
Birna, f. 13 apríl
1936. 13) Vilhelm
Jónatan, f. 8 desember 1937, d.
6. október 2013. 14) Aðalheiður,
f. 21. júlí 1940.
Vorið 1928 fluttist fjölskyldan
frá Húnstöðum í Fljótum að
Gullbringu í Svarfaðardal og
ólst Jón Marvin, þar upp í fjöl-
mennum systkinahóp og var oft-
ast kallaður Nonni. Fjölskyldan
bjó í Gullbringu til ársins 1947
er hún fluttist að Karlsá á Ufsa-
strönd sem er um 3 km norðan
við Dalvík.
Jón Marvin stundaði nám í
Íþróttakennaraskólanum á
Laugarvatni og einnig lauk
hann prófi frá Handíða- og
myndlistaskólanum í Reykjavík.
Síðar lærði hann uppstoppun í
Malmö Museum í Svíþjóð. Jón
starfaði sem íþrótta- og hand-
menntakennari í Laugarnes-
skóla til ársins 1983 en eftir það
Elsku pabbi minn. Í dag kveð
ég þig í hinsta sinn með söknuði,
en ég veit að þú ert hvíldinni feg-
inn. Líkaminn var búinn að missa
sinn styrk og þú gast ekki verið
lengur heima þar sem þér leið
best, í Hellulandinu. Við erum bú-
in að eiga góðar stundir saman,
sérstaklega síðustu tvö ár þar sem
borðuðum reglulega saman og
fórum í göngutúra í Fossvogs-
dalnum þegar þér leið ekki vel að
fara einn.
Að geta búið heima hjá sér til
tæplega 95 ára aldurs eru forrétt-
indi og pabbi naut þess. En í sum-
ar fór hjartað að gefa sig og við
greiningu í haust kom í ljós að
ekkert var hægt að gera. Hann
tók öllu með einstakri ró og vildi
aldrei láta hafa fyrir sér, en ást og
væntumþykja skein í gegn í öllum
okkar samskiptum. Hann talaði
oft um Svarfaðardal þar sem hann
fæddist og hugurinn leitaði oft
norður síðustu ár að Gullbringu og
að Karlsá. Þá sagði hann mér frá
því þegar hann byrjaði að kenna
sund í Sundskála Svarfdæla 17 ára
að aldri en kennsla varð svo hans
ævistarf ásamt því að vera með
eigin rekstur sem hamskeri. Fjöl-
skyldan var mikilvæg og var pabbi
alltaf til staðar. Hann naut þess að
dvelja í sumarbústaðnum og hann
elskaði að veiða.
Ég elska þig, pabbi.
Sif.
Þegar ég kynntist Jóni tengda-
föður mínum fyrir 25 árum var
hann kominn á eftirlaun frá kenn-
arastörfum en þó þekki ég engan
sem vann eins mikið og hann. Frá
því snemma á morgnana þar til
seint á kvöldin var hann í vinnu-
herberginu sínu við að stoppa upp
dýr af öllum tegundum, stór og
smá. Vissulega kom hann fram
öðru hverju til að fá sér kaffibolla
og leggja einn kapal eða svo en
aldrei mátti hann vera að því að
stoppa lengi. Hið sama má segja
um það þegar hann brá sér að
heiman, hann mátti aldrei vera að
því að stoppa, hann þurfti að flýta
sér heim að vinna. Geymslan þar
sem hann geymdi öll uppstoppuðu
dýrin var mikill ævintýraheimur
fyrir börnin okkar Sæma, sem yf-
irleitt voru ekki fyrr komin inn um
dyrnar á Hellulandinu en þau
báðu afa að sýna sér dýrin og allt-
af gerði hann það með glöðu geði
og mikilli þolinmæði.
Jón var stoltur af börnunum
sínum og afkomendunum öllum.
Hann fylgdist með og sýndi áhuga
á því sem barnabörnin sýsluðu í
tómstundum og reglulega spurði
hann þau út í skólagöngu þeirra.
Jón var góður og hlýlegur mað-
ur, ekki margorður en hugsaði
þeim mun meira. Ég hafði alltaf
gaman af því hvernig hann datt
stundum út úr umræðunum af því
að hann var eitthvað að hugsa og
spá í umræðuefnið og datt svo inn
aftur með einhverjar pælingar
sem komu eins og þruma úr heið-
skíru lofti því að samræður hóps-
ins höfðu þá leiðst út í einhverja
allt aðra sálma.
Frá því ég hitti hann fyrst vildi
hann alltaf ólmur gefa mér kaffi
og alltaf kom hann jafnmikið af
fjöllum þegar Magga tilkynnti
honum (með tímanum með óþol-
inmæði) að ég drykki ekki kaffi.
Þó bar svo við fyrir u.þ.b. tveimur
til þremur árum, þegar alzheim-
ersjúkdómurinn var farinn að
herja á hann, að ég kom við í
Hellulandinu og hann spurði auð-
vitað hvort ég vildi kaffi, en áður
en ég náði að svara sagði hann:
„Nei, þú drekkur víst ekki kaffi!“
Elsku Jón. Það er erfitt að
kveðja en það er þó huggun að vita
að þú lifðir ekki bara löngu en líka
innihaldsríku og góðu lífi og lengst
af heilsuhraustur, umvafinn fólki
sem þótti innilega vænt um þig.
Þín tengdadóttir,
Guðlaug Kristinsdóttir.
Tengdapabbi er nú horfinn á
braut á 96. aldursári. Þó svo að
síðustu tvö ár hafi heilsu hans
hrakað smátt og smátt og hvíldin
honum orðin kærkomin þá er allt-
af sárt að kveðja og erfitt að skilja
við þennan góða mann. Þó að það
sé alltaf sárt að kveðja verður
maður að þakka fyrir árin þó svo
að síðustu tvö ár hafi smátt og
smátt farið að halla undan fæti.
Jón tengdapabbi byrjaði tiltölu-
lega seint að eignast börn, held að
allir séu sammála sem til þekktu
að hann var ekkert að æsa sig yfir
hlutunum þótt oft hafi mikið geng-
ið á í Hellulandi hjá drengjunum
hans þremur. Hann var ávallt
heilsuhraustur og það kom ekki að
sök. Hann hélt sér ávallt í fanta-
formi, gekk á höndum á sjötugs-
aldri ef svo bar undir, synti og fór í
reglulega göngur, gekk fram á síð-
ustu ár, en var hann var mikill
íþróttamaður og áhugamaður um
allar íþróttir, var í fimleikasýn-
ingaflokki sem sýndi m.a. á Norð-
urlöndum, íþróttakennari þar sem
hann byrjaði þann feril sem sund-
kennari í Sundskála Svarfdæla.
Ég var svo heppin að fá að fara
með honum nokkrar ferðir norður
en síðustu ferð fórum við þegar
hann var 93 ára. Alltaf gat hann
þulið upp alla bæi í Svarfaðardal
þegar við keyrðum hringinn og
hverjir bjuggu á hvaða bæ.
Hann rifjaði m.a. upp þegar
hann við annan dreng gekk í Fljót-
in úr Svarfaðardal til að fara að
vinna við Skeiðsfossvirkjun, en þá
var hann unglingspiltur, eða þeg-
ar fjölskyldan flutti úr Fljótunum
og gekk til Ólafsfjarðar þegar
hann var 6 ára og tók þaðan bát yf-
ir á Dalvík. Þessar sögur hans
voru ekki bara skemmtilegar og
fræðandi heldur líka minntu mann
á þvílíkar breytingar hann og hans
kynslóð hefur upplifað.
Hann var mikill útivistarmaður
og elskaði að veiða með tengda-
pabba sínum, Sæmundi Sæ-
mundssyni, og strákunum sínum
en Veiðivatnaferðir voru árlegir
viðburðir sem beðið var með eft-
irvæntingu eftir og rennt í allar ár
sem fyrir voru á ferðalögum.
Hann fylgdist með barnabörn-
unum af miklum áhuga og þau
áttu alltaf hauk í horni þar sem
hægt var að ganga að honum vís-
um á sínum stað að stoppa upp nú
síðustu árin. Jón var hæglátur og
traustur maður og börnunum sín-
um var hann góð fyrirmynd. Ég
kveð tengdapabba með miklum
söknuði og minnist hans með mik-
illi virðingu og hlýju enda góður
maður og heilsteyptur.
Eva S. Káradóttir.
Elsku afi okkar gerði ávallt allt
sem hann gat fyrir fjölskyldu sína
og bjóst aldrei við neinu til baka.
Hann var klár og góður maður.
Þegar við lítum aftur í tímann
koma helst upp í hugann öll upp-
stoppuðu dýrin hans. Við munum
eftir því hvað það var alltaf mikið
ævintýri að koma og kíkja á safnið
hans afa og sjá hvaða nýju og
skrýtnu og skemmtilegu dýr voru
þar.
Afi hefur lifað löngu og góðu lífi
þar sem hann var elskaður af öllu
hjarta. Guð geymi þig, elsku afi.
Þín verður sárt saknað.
Margrét, Hrefna, Sigríður
Theodóra, Kristinn
og Sigurður Marvin.
Í dag fylgjum við Jóni afa okkar
í hinsta sinn. Maður fárra orða, en
ávallt hnyttinn og hlýr. Vandvirk-
ur blíður maður með nákvæmt
auga. Það var ævintýraheimur
fyrir okkur systkinin að sjá hvern-
ig honum tókst að gefa dýrunum
líf aftur, sýna okkur aðferðina og
kenna okkur nöfnin á dýrunum.
Það var alltaf gott að koma í
Hellulandið til ömmu og afa, frost-
pinnar í frystinum, síðan seinna
meir kaffi á könnunni og meðlæti
með góðu spjalli. Afi tók vel á móti
strákunum mínum síðasta sumar
þegar við komum í heimsókn.
Þetta eru orkumiklir strákar
sagði hann glaður í bragði, enda
vanur maður.
Takk fyrir að vera fasti punkt-
urinn í lífi okkar, takk fyrir þolin-
mæðina og stöðugleikann. Takk
fyrir ævintýraheiminn sem var
vinnustofa þín full af dýrum.
Takk fyrir samfylgdina.
Þín
Clara Víf og Tandri.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Jóns M. Guðmundssonar,
Jóns hennar Möggu, eins og hann
var yfirleitt kallaður innan fjöl-
skyldunnar. Ég var 6 ára gömul
þegar ég hitti hann fyrst og verð
að játa það á mig að ekki leist mér
vel á kappann í fyrstu, mættur í
sveitina með minni uppáhalds-
frænku, þau búin að gifta sig og
Magga ófrísk að tvíburunum. Mér
fannst hreinlega þessi maður hafa
tekið bestu frænkuna mína frá
mér. En, fljótt breyttist sú skoðun
mín.
Það var mikill kærleikur og
samgangur milli heimila systr-
anna, mömmu og Möggu og marg-
ar ferðirnar komu þau heim að
Skarði og þegar sveitafólkið fór til
Reykjavíkur var alltaf komið til
Jóns og Möggu.
Þegar kom að því að ég færi í
skóla til Reykjavíkur kom aldrei
annað til greina en ég yrði hjá
þeim í Hellulandinu. Þá var ég svo
sannarlega búin að kynnast Jóni
sem kærleiksríkum föður, kvik-
myndatökumanninum sem ávallt
var með upptökuvélina í gangi og
fangaði augnablikið, sérstaklega á
yngri árum strákanna, málarans
sem málaði húsin í Skarði, Skarðs-
kirkju og fleira.
Þegar ég kom til fyrstu vetr-
ardvalar hjá þeim kynnist ég Jóni
enn betur, orðin unglingur að fara
í gagnfræðaskóla. Þá sá ég heim-
ilisföðurinn sem vakti alla og kom í
skólann, gekk nú misjafnlega að
ná fólkinu á fætur en aldrei man
ég eftir að hann hækkaði róminn,
hækkaði frekar í útvarpinu og tók
jafnvel undir sjálfur og fannst
manni músíkin heldur gamaldags,
en hún þjónaði tilgangi sínum og
rak mann á fætur. Alltaf keyrði
Jón sitt fólk í skólann áður en
hann fór sjálfur til kennslu.
Kynntist ég einnig hamskeranum
Jóni sem stoppaði upp hvert dýrið
af öðru og var það svo vel gert að
eftir var tekið. Listamanninum
Jóni og er mér sérstaklega minni-
stætt steinlistaverkið sem hann
gerði í stofunni þeirra.
Oft minnast synir mínir allra
heimsóknanna í Hellulandið og
eru þær þeim dýrmætar minning-
ar. Í þau örfáu skipti sem ekki
hafði gefist tími til að koma við í
Hellulandinu áður en haldið var
aftur af stað austur, þá spurðu
þeir: – „Vorum við ekki að fara til
Reykjavíkur?“
Þó að Jón hafi aldrei farið hátt,
þá hef ég ekki, að öllum ólöstuð-
um, kynnst duglegri og iðnari
manni.
Ég vil að leiðarlokum þakka
mínum aldna vini góð kynni og allt
sem hann hefur gert fyrir mig og
mína.
Ég bið Guð að varðveita Möggu
móðursystur mína og fjölskylduna
alla.
Blessuð sé minning Jóns.
Helga Fjóla Guðnadóttir,
Skarði.
Látinn er í hárri elli nágranni
minn í hartnær hálfa öld, Jón
Marvin Guðmundsson. Leiðir
okkar lágu saman við byggingu
raðhúss okkar í Fossvoginum á
sínum tíma. Við frekari kynni kom
fram að báðir vorum við Norð-
lendingar og kennarar. Jón var
íþrótta- og handmenntakennari
við Laugarnesskólann í Reykja-
vík. Hann var farsæll og vel met-
inn kennari af nemendum sínum,
foreldrum og samkennurum, enda
var hann léttur í lund, gamansam-
ur og hjálplegur. Jón hafði lært
hamskurð á sínum yngri árum við
Málmeyjarsafnið í Svíþjóð. Með-
fram kennslunni vann hann að
uppstoppun á fuglum og öðrum
dýrum. Var hann löngum talinn
einn besti hamskeri landsins. Eiga
mörg söfn uppstoppuð dýr frá
honum.
Jón var einn af betri skákmönn-
um meðal kennara á Reykjavík-
ursvæðinu. Kom hann oft á ská-
kæfingar kennara og margir
skákmenn sóttu hann heim til æf-
inga og skemmtunar.
Eftir að kennsluferlinum lauk
vann Jón á verkstæði sínu heima.
Þá stundaði hann tíðar gönguferð-
ir, oft allt að þrjár á dag. Var
gengið um Fossvogsdalinn og oft
upp í Kópavog. Hann var léttur á
fæti, teinréttur og bar sig vel. Var
oft gaman að fylgja honum smá
spöl og spjalla.
Nú er göngunni lokið auk nokk-
urra mánaða á sjúkraheimilum.
Eftir stendur minning um góðan
og heilsteyptan mann. Varla er
hægt að hugsa sér betri nágranna
en Jón og hans góðu konu, Mar-
gréti Sæmundsdóttur. Margréti
og börnum þeirra og öðrum að-
standendum vottum við hjónin
hluttekningu á þessum erfiðu
tímamótum.
Karen og Þorvaldur.
Hann afi gamli, oftar en ekki
kallaður Jón eða Jón Marvin, hef-
ur einmitt alltaf verið það í minn-
ingunni, það er að segja gamall.
Þegar við bræður fæðumst er
hann 70 og 74 ára og í okkar fyrstu
minningum um hann er hann auð-
vitað ennþá eldri en það.
Fyrstu minningar okkar
bræðra af honum eru þar sem
hann stendur með veiðistöng í
hendi og sixpensara á hausnum,
en hann var veiðimaður góður sem
sýndi bráðinni alltaf mikla virð-
ingu sem líklega má rekja til þess
að hann var uppstoppari mikill og
eru örfáar tegundir á landinu og
þótt víðar væri leitað sem ekki
hafa haft fulltrúa undir hans hnífi,
þar má telja flestar tegundir
fugla, fiska og spendýra, þ.m.t.
fjöldann allan af húsdýrum.
Merkilegustu afrek hans í þeim
geira eru samt líklegast hestur og
ísbjörn sem honum tókst einhvern
veginn að púsla saman af einstakri
nákvæmni, geri aðrir betur. Þegar
ferð mín lá til ömmu og afa í Hellu-
landinu var hann oftar en ekki inni
á verkstæði sínu að stoppa upp
eitthvert furðudýrið sem hafði
„flogið á rafmagnsgirðingu“ eða
orðið veiðimanni að bráð. Í Hellu-
landinu var hann með tvö her-
bergi til þessara athafna; eitt þar
sem aðgerðin sjálf fór fram og hitt
sem hýsti gripina áður en þeim
var svo skilað. Þessi herbergi voru
reglulegar stoppistöðvar hjá okk-
ur bræðrum í okkar heimsóknum
og var alltaf fróðlegt að sjá hvaða
dýr hann verkaði þá stundina,
áhuginn dvínaði þó yfirleitt fljótt
enda mikið nákvæmnisverk og
ekki mikið um hamagang þar í
kring fyrir orkubolta á ungum
aldri. Við bræður höfum báðir
hlotið þann heiður að fá að búa hjá
ömmu og afa í Hellulandinu á hans
síðustu árum á meðan við stund-
uðum nám, ég stundaði nám í vél-
stjórn og Valur, sem er enn í námi
við HÍ, og stæðum við ekki jafn vel
í dag ef svo hefði ekki verið og telj-
um við okkur einstaklega lánsama
að hafa kynnst þeim svona vel.
Það er margt sem kemur upp í
hugann en sérstaklega er minn-
isstætt að afi fór alltaf út á morgn-
ana til að skafa bílinn fyrir ömmu
þó svo að ekki stæði til að nota
hann. Sjálfur fékk hann alltaf bíl-
prófið þar til hann var hættur að
rata heim, en þá hætti hann að
endurnýja það enda orðinn 92 ára
ef ég man það rétt og lítill tilgang-
ur í að gera sér ferð ef maður rat-
ar ekki heim aftur. Í eitt skiptið er
ég kom heim úr ekki svo vel
heppnaðri veiðiferð gerði ég þau
mistök að hengja fuglinn upp fyrir
utan, eins og hefð er fyrir, sem er
ekki í frásögur færandi nema þeg-
ar ég kem heim stuttu seinna þá
kem ég að afa gamla vera að
stoppa upp. Mér til mikilla von-
brigða er fuglinn farinn og grunar
mig að ákveðinn aðili hafi verið
þar á ferð án þess þó að fara nánar
út í það hér.
En nú er komið að því að við
þurfum að kveðja afa gamla. Þótt
maður gangi að því vísu að fólk
komi og fari þá er með eindæmum
erfitt að búa sig undir það þegar
dauðinn loks gengur í garð og við
kveðjum í hinsta sinn okkar ást-
kæra afa.
Ég tel okkur þó heppin að því
leyti að hann afi gamli skildi eftir
sig ógrynni af minningum og upp-
stoppuðum dýrum til að minnast
hans.
Jón Marvin Pálsson,
Valur Marvin Pálsson.
Okkur langar í örfáum orðum
að minnast Jóns M. Guðmunds-
sonar fjölskylduvinar og ná-
granna. Í hárri elli kveður hann
þennan heim sáttur við Guð og
menn. Minning um sómamann, já-
kvæðan og áhugasaman um menn
og málefni, lifir sterkt. Hann tók
ætíð vel á móti öllum sem komu til
hans, með sínu hlýlega brosi, lág-
væru rödd og geislandi mann-
gæsku. Jón var fagmaður og í
raun listamaður á sínu sviði er
hann stoppaði upp allar tegundir
dýra, allt frá þeim allra smæstu
upp í glæsilegan hest. Hann var
heimavinnandi húsfaðir seinni
hluta ævi sinnar með verkstæðið
sitt á heimilinu og því kom enginn
að tómum kofanum sem leit inn í
Hellulandi 22.
Jón var traustur sálufélagi
Möggu frænku okkar og í raun
órjúfanlegur hluti af þeim dúett
sem þau hjón mynduðu. Nú er
komið að leiðarlokum. Hann naut
þeirrar gæfu að búa heima þar til
fyrir fáum mánuðum og naut þar
umönnunar konu sinnar og stór-
fjölskyldu. Við sendum Möggu og
stórfjölskyldunni allri samúðar-
kveðjur með virðingu og þökk fyr-
ir góð samskipti við Jón.
Frár á fæti, léttur í lund
leiddur nú á Drottins fund.
Ævina langa átti hann,
öll við kveðjum þann sómamann.
(SGS)
Sigríður Theodóra Guð-
mundsdóttir og fjölskylda.
Jón Marvin
Guðmundsson
Útfararþjónusta
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson