Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 ✝ Jóhannes Her-mann Ög- mundsson fæddist í Ólafsvík 8. júlí 1930. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. febrúar 2018. Foreldrar hans voru hjónin Ög- mundur Jóhann- esson sjómaður í Ólafsvík, f. 1.6. 1892 á Hrísum í Fróðárhreppi, d. 30.5. 1937, og Þórdís Ágústs- dóttir húsmóðir, f. 15.6. 1911 í Ytri-Drápuhlíð, d. 18.8. 1994. Systkini Jóhannesar eru: Jó- hanna, f. 1919, d. 1983, Brandur Jóhannes, f. 1920, d. 2000, Eirík- ur Leifur, f. 1932, d. 2015, Hólm- kell Sigurður, f. 1934, d. 2016, Bergmundur, f. 1936, d. 2014, Agla, f. 1937, Hulda, f. 1940, Vöggur, f. 1944, Sjöfn, f. 1946, og Anna, f. 1951. Jóhannes kvæntist Hjördísi Þorsteinsdóttur, f. 18.11. 1938, hinn 26.10. 1957. Börn hans eru: 1) Pétur Einar, f. 1.7. 1948, móð- ir hans er Lára Karen Pétursdóttir, f. 6.10. 1931, maki fríður Þórisdóttir, f. 23.10. 1963, börn þeirra eru a) Klara Rut, dóttir hennar Katla Röfn, b) Snævar Örn, kona hans er Katr- ín Sif, sonur þeirra er Hrafnar Logi, c) Bergsteinn Ingi. 6) Júl- ía, f. 12.5. 1967, maður hennar er Árni Júlíusson, f. 1.7. 1966, og sonur þeirra er Jóhannes Þór, f. 31.7. 2002. Jóhannes ólst upp í Ólafsvík, stundaði ungur sjómennsku. 18 ára gamall fór hann að læra múrverk bæði í Borgarnesi og Reykjavík hjá Stefáni Jónssyni múrarameistara. Jóhannes lauk námi 1953 sem múrari og fékk meistarabréf 1956 og vann alla tíð við iðn sína en síðustu 20 ár starfsævinnar vann hann aðal- lega við flísalagnir. Jóhannes var félagi í Lions- klúbbi Kópavogs til margra ára og tók þátt í ýmsum störfum klúbbsins. Einnig var hann í Frí- múrarareglunni og var virkur þar í nokkur ár. Hann var tónlistarunnandi og söng í kórum, var stofnfélagi í Kór Snæfellingafélagsins í Reykjavík og söng þar í mörg ár. Einnig var hann einn af stofnendum Kórs Digranes- kirkju og söng þar í yfir 20 ár. Hann var félagi í Söngvinum, kór eldri borgara í Kópavogi. Útför Jóhannesar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 9. febrúar 2018, klukkan 13. hans er Steve Rot- herforth, f. 8.9. 1956. 2) Ögmundur Þór, f. 25.5. 1958, kona hans er Sig- urlína Björg Hauksdóttir, f. 18.8. 1960, synir þeirra eru a) Bjarni Egill, f. 6.7. 1984, sambýliskona hans er Guðrún Elín Gunnarsdóttir, f. 27.9. 1988, börn þeirra Snæþór Elí og Sara Dís, b) Skúli Rafn, f. 12.8. 1988. 3) Þorsteinn Lúther, f. 3.6. 1960, kona hans er Sigríð- ur Guðrún Stefánsdóttir, f. 5.8. 1963, börn þeirra eru a) Hjördís, f. 1.2. 1992, sambýlismaður hennar er Sindri Sigurðarson, f. 10.2. 1988, b) Björn Þór, f. 20.11. 1994. 4) Jón Már, f. 11.10. 1961, kona hans er Amelia Pando Garcia, f. 22.8. 1959, synir þeirra eru a) Ingemar, f. 3.10. 1993, b) Diego, f. 3.10. 1993, c) Cristian, f. 3.10. 1993, d) David, f. 23.11. 1994. 5) Ólafur Geir, f. 20.6. 1963, maki hans er Sam Anurak Jansawek, f. 24.9. 1989. Fyrri maki hans er Þórey Svan- Þetta er búið, voru fréttirnar af andláti pabba um miðja nótt, sorgin og sársaukinn yfirtók alla rökhugsun og þrátt fyrir að vera búinn að kveðja pabba aftur og aftur í langan tíma, þá verður maður seint fullkomlega tilbúinn að kveðja alveg. Minningar fortíðar hellast yfir þessa dagana og minningarnar um pabba eru svo margar og svo fallegar. Pabbi var ekki mikið fyrir að tjá sig tilfinningalega við okkur, en með hans einstæða viðmóti og nærveru fann maður skilyrðislausa ást og væntum- þykju. Alltaf fannst mér ég vera einstakur og elskaður í návist hans. Það er svo gott að vera ég með þér elsku pabbi minn. Vinnusemi, hæverska og glað- værð voru hans aðalsmerki og fyrirmynd sem svo sannarlega var ekki alltaf auðvelt að fram- fylgja í lífinu. Virðing pabba fyr- ir vinnu og afkomu er veganesti sem pabbi gaf okkur systkinum og kenndi okkur að bera virð- ingu fyrir allri vinnu. Pabbi var einstakur fagmaður í sínu starfi, vinnusamur og vandvirkur og fékk ég ungur að hjálpa til og síðar að vinna við hlið hans. Með sinni einstöku hógværð og rólegheitum kenndi hann mér tökin á faginu sínu og fullur stolts fékk ég meiri og meiri ábyrgð eftir því sem færn- in óx. Það er svo ótal margt sem við pabbi gerðum saman, bók- band, flísalögn, smíðar, söngur svo lengi megi telja, en það sem stóð upp úr öllu er að hafa staðið stoltur við hlið pabba í kirkjukór Digraneskirkju og syngja með honum um árabil, en söngurinn gaf okkur meira en orð fá lýst. Alltaf var hægt að leita til pabba með öll heimsins vanda- mál og alltaf stóð hann sem klettur við hið mér, sama hvað gekk á og með sinni einstöku hógværð urðu áföll og ósigrar lífsins að smáum verkefnum. Það er eiginlega ekki hægt að tala um pabba án mömmu, því í mínum huga voru þau eitt. Mikið hef ég misst en mamma meira, lífsförunaut, vin og eiginmann til sextíu ára. Ég veit að pabbi er kominn á góðan stað og ég veit að pabbi kemur til með að gæta okkar áfram og vera okkur klettur, stoð og stytta. Elsku pabbi minn, ég elska þig langt langt út í geim og löngu löngu leiðina heim. Ólafur Geir. Mig langar að minnast fyrr- verandi tengdaföður míns, Jó- hannesar Hermanns Ögmunds- sonar, eða Hadda eins og hann var gjarnan kallaður. Einhverra hluta vegna festist Haddanafnið ekki hjá mér því ég kallaði hann alltaf Jóhannes. Hvers vegna veit ég ekki, en eflaust þó vegna þeirra virðingar sem ég bar fyrir honum strax við fyrstu kynni. Hjördísi og Jóhannesi kynntist ég fyrir u.þ.b 35 árum þegar ég kom inn í fjölskylduna og hóf samband mitt við yngsta son þeirra, Ólaf Geir. Mér var strax vel tekið og sýndi Jóhannes allt- af áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Jóhannes var einstakur maður með mikið jafnaðargeð og hafði einstakt lag á barnabörnunum, sem voru ansi uppátækjasöm. Hann var fljótur að finna út hvar áhugi þeirra lá og náði vel til þeirra, hvort sem það fólst í að spila fótbolta, fara út í bílskúr að smíða eða leyfa þeim að hjálpa til við flísalagnir í Hrauntungunni. Ég minnist Jó- hannesar í Hrauntungunni eftir langan vinnudag þar sem hann lá á bakinu á gólfinu inni í stofu til að „rétta úr kroppnum“ eins og hann sagði með krakkahóp- inn í kringum sig. Litlu óláta- belgina sem kepptust um að hafa sem minnstan hávaða í kringum hann og til að geta lagst sem næst afa sínum. Þarna lágu þau ýmist eða sátu og léku sér og til að njóta kyrrð- arinnar hjá honum, með misgóð- um árangri þó án þess að afinn kippti sér mikið upp við það. Jó- hannes sýndi krökkunum ávallt mikinn áhuga og í seinni tíð, þegar þau voru hætt að fara með mér til afa og ömmu, var yf- irleitt það fyrsta sem hann spurði mig um, þegar við hitt- umst, hvað væri að frétta af þeim og hvað þau væru að gera. Hann fylgdist af áhuga með því sem þau tóku sér fyrir hend- ur og best þótti honum þegar hann gat flutt mér fréttir af því sem þau voru að gera. Því það gerðist stundum að hann hafði heyrt í þeim á undan mér. Ég minnist einnig skemmti- legra stunda þar sem, oftar en ekki, var setið við eldhúsborðið og öll heimsins mál rædd. Ég minnist þakklætis, þakklætis yf- ir hversu velkomin ég var í fjöl- skylduna og þakklætis þegar hann kom til mín ásamt Hjördísi og þau tilkynntu mér að þó að við Óli værum skilin væri ég enn hluti af þeirra fjölskyldu. Þakk- lætis hversu velkomin nýr maki minn var og hversu góður Jó- hannes var við yngsta son minn, Eyþór Hrafn. Það er ekki sjálf- gefið að fyrrverandi tengdafor- eldrar gangi nýjum einstaklingi í ömmu og afa stað, en það gerðu þau af sinni einskæru hlýju. Ég kveð Jóhannes í dag með sökn- uði og þakka honum fyrir góð kynni. Elsku Hjördís mín, Ögmund- ur, Steini, Jón, Óli, Júlía, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur, mínar innilegustu samúðarkveðjur, minningar um Jóhannes munu lifa meðal okk- ar. Þórey Svanfríður Þórisdóttir. Mig langar til þess að minnast afa míns, Jóhannesar Ögmunds- sonar, sem var betur þekktur sem Haddi hjá okkur krökkun- um. Ég var svo heppinn að fá að kynnast afa Hadda og hafa hann í lífi mínu. Það eru ótal margar minningar og skemmtilegar samræður sem sitja eftir og mig langar til þess að deila þeim með ykkur. Afi var ekki mesti íþrótta- áhugamaðurinn en hann var hins vegar afar liðtækur í fótbolta og spilaði við mig í garðinum í Hrauntungunni af stakri snilld. Ennfremur var hann alltaf jafn áhugasamur þegar ég þuldi upp alla tölfræði og staðreyndir sem ég gróf upp úr dagblöðunum fyr- ir hann. Afi hafði þann einstaka eignleika að hlusta og láta mér finnast það sem ég hafði að segja merkilegt. Ég lærði það í seinni tíð að hann hafði mjög gaman af því að fylgjast með lífi mínu og hafði gaman af því að miðla reynslu sinni. Mér þótti einstaklega vænt um samtöl okkar og ræddum við um ótrúlegustu hluti og þótt um- ræðuefnið væri ekki endilega á hans áhugasviði var hann alltaf jafn fullur af áhuga. Afi hafði mikið jafnaðargeð fyrir prakk- araskap okkar krakkanna og ég man ekki eftir að hann hafi nokkurn tímann skipt skapi. Það gekk ýmislegt á þegar við krakkarnir komum saman, eins og heimasmíðuð hraðahindrun úr grjóti, hurðasprengjur festar á ótrúlegustu stöðum en karlinn brosti bara. Eftir því sem ég varð eldri fannst mér gott að leita ráða hjá afa eða spjalla um daginn og veginn, hlusta á sögurnar frá því þegar hann var yngri. Hann var alltaf hvetjandi með það sem ég tók mér fyrir hendur. Hann var alltaf hvetjandi í tónsmíð minni þrátt fyrir að flest endaði svo í skúffunni. Hér vil ég deila einu ljóði með ykkur, Tíminn, sem ég samdi eftir eitt samtalið yfir kaffibolla við eldhúsborðið í Ársölum: Ég sit í störukeppni við tímann, hann rennur stöðugt hraðar úr greip- um. Stöðugt reyni ég að grípa hann, bið hann um að staldra við. Tíminn brosir og hlær segir, hættu að einblína á það sem gerðist í gær. Nútíð og framtíð er tíð til að njóta því annars í burtu mun tíminn fljóta. Eins og sandurinn sem rennur úr hendi, því fastar sem er gripið, missir þú ekki aðeins tímann heldur einnig vitið. Störukeppni lokið og ég gef eftir, tíminn segir satt og ég mun hér eftir læra vonandi að njóta og hætta að bíða, þá mun tíminn vonandi hætta að líða. Ég hugsa til baka og finn fyr- ir gleði og hlýju. Ég sé fyrir mér karlinn í brúna stólnum sínum með fæturna á skemlinum með kaffibollann, brosandi. Ég á eftir að sakna þín, afi, og ég mun nota það sem ég hef lært af þér til þess að gefa öðrum og styrkja mínar bestu hliðar. Takk fyrir allt. Elsku amma mín, Guð veri hjá þér og veiti þér styrk á þessari stundu. Snævar Örn. Elsku besti afi minn. Núna ertu farinn frá okkur og er ég búin að ímynda mér að þú sért aftur kominn heim til Ólafs- víkur því þar fannst okkur alltaf gott að vera og tilfinningin að koma vestur var og er alltaf svo notaleg, alveg eins og að vera komin heim. Ég sit hér núna að rifja upp alls kyns minningar sem ég á með þér og það fær mig til að hugsa til baka þegar ég var eitt- hvað í kringum 4-5 ára þegar við bjuggum heima hjá þér og ömmu í Hrauntungunni. Ég man hvað ég dáðist alltaf að þér og vinnunni þinni vegna þess að þú varst sannur fagmaður í þínu starfi og ég var alveg viss um að ég myndi verða múrari alveg eins og þú þegar ég yrði stór. Ég man þegar ég stóð á gang- inum og hékk yfir þér þegar þú varst að flísaleggja baðherbergið uppi á efri hæðinni og stóð ég al- veg með aðdáun yfir því hversu mikill fagmaður þú varst. Mig langaði að hjálpa til við að flísa- leggja en í stað þess að henda mér í burtu náðir þú alltaf að finna eitthvað handa mér og okkur hinum að gera. Í þetta skiptið fékk ég þann heiður að sjá um bókhaldið á krossunum sem þú þurftir að nota til þess að hafa rétt bil á milli flísanna. Ég var nefnilega alveg viss um að ef þú hefðir ekki aðstoðar- konu eins og mig hefði verkið ekki heppnast eins vel. Þetta mikla ábyrgðarstarf var eitt besta hlutverk sem þú gafst mér, að vera aðstoðarkonan þín. Þessi fjölskylda er ákaflega stríðin og er ég viss um að þú hafir átt stóran þátt í því. Þú sagðir mér, Bjarna, Snæv- ari og Skúla oft sögur af þér frá Ólafsvík þegar þú ólst upp og situr ein saga efst í huga; Þegar þú og vinur þinn brutust inn í skúr, stáluð TNT-sprengiefni og sprengduð upp skítahauginn við bæinn, sem var jú mjög fræg saga að vestan. Þetta fannst okkur ákaflega fyndið og krydd- aði ímyndunaraflið hjá okkur, vegna þess að við dóum aldrei ráðalaus þegar við vorum hjá þér og ömmu á Hrauntungunni. Ég er alveg viss um að þú hafir hlegið manna mest þegar ég og Bjarni hnýttum alla borð- stofustólana með hurðasprengj- um eitt gamlárskvöldið og þegar sest var til borðs brutust upp mikil læti, gestum til mikillar skemmtunar. Það var aldrei leið- inlegt í kringum þig og þangað til dagsins í dag hlakkaði ég allt- af að koma í heimsókn vegna þess að það var alltaf svo ynd- islegt að sjá svipinn á þér þegar við komum. Þú tókst okkur alltaf fagnandi þegar við hlupum í fangið á þér eins og síðast þegar ég heimsótti þig á spítalann. Ég er svo þakklát fyrir hafa flutt aftur til Íslands þegar þú varst lagður inn í síðasta skiptið. Ég er svo þakklát fyrir að hafa komið upp á spítala og kvatt þig daginn áður en þú lagðist til hinnar eilífu hvíldar. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér og öll- um hinum. Takk fyrir allan þann dýr- mæta tíma sem við áttum með þér. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér, þegar þú kenndir mér að halda á hamri og negla nagla, fyrir að kenna mér að mála og sparsla veggi, svo mætti lengi telja áfram. Þú varst og munt alltaf vera mín fyrirmynd. Ég mun ávallt sakna þín, elsku afi minn. Þín Klara Rut. Einn er sá, er aldrei breytist, ástarfaðir himnum á. Hans elska til mín aldrei þreytist, þótt oft mig hrasa megi sjá. Að lokum þó sú líkn mér veitist að lifa honum sjálfum hjá. (Þ.L.J.) Þessar ljóðlínur sr. Þorsteins komu í huga okkar bræðra er við fréttum lát okkar kæra vin- ar, Jóhannesar Ögmundssonar, eða Hadda, eins og hann var tíð- ast kallaður, en hann var tengdasonur sr. Þorsteins heit- ins. Haddi tengdist fjölskyldu okkar er hann kvæntist Hjör- dísi, frænku okkar, fyrir liðlega hálfri öld. Hjördís er dóttir móðursystur okkar, Júlíu Matthíasdóttur og sr. Þorsteins. Þau bjuggu þá í Söðulsholti á sunnanverðu Snæ- fellsnesi þar sem sr. Þorsteinn þjónaði sem sóknarprestur. Við bræður tengdumst vel þessu frændfólki okkar vestra, annar okkar skírður í höfuðið á þeim prestshjónum og dvaldi þar mörg sumur og sá yngri okkar var þar oft um sumartíma. Haddi, sem var úr Ólafsvík, kom inn í fjölskylduna er hann kynnt- ist Hjördísi frænku. Og hann varð um leið vinur okkar bræðra, milli okkar bundust sterk vináttubönd. Enda var Haddi einstakt ljúfmenni, skemmtilegur og glaðlyndur. Og þegar Haddi og Hjördís fluttust suður varð samgangur okkar tíð- ari og vorum við um tíma eins og ein fjölskylda, foreldrar okkar, við bræður og fjölskylda Hadda og Hjördísar. Reyndar fannst okkur bræðrum Hjördís vera frekar systir okkar en frænka og Haddi alltaf svo hlýr og góður okkur bræðrum. Um árabil var fastur siður á aðfangadagskvöld að fara til Hadda og Hjördísar. Haddi lærði múraraiðn og starfaði við það lengst af ævinn- ar, dugmikill verkmaður, vand- virkur og vinnusamur. Síðari ár- in vann hann mikið við flísalagnir og fórst það vel úr hendi eins og annað. Þau Hjördís eignuðust saman fjóra drengi og eina dóttur sem öll eru gift og barnafólk svo fjöl- skyldan var orðin fjölmenn. Auk þess átti Haddi fyrir einn son. Þau Haddi og Hjördís bjuggu fjölskyldu sinni fallegt heimili, fyrst í Reykjavík en síðan í Kópavogi þar sem þau bjuggu í áratugi. Við bræður og fjölskyldur okkar höfum ætíð notið vináttu Hadda og hans fólks og átt margar og ánægjulegar samverustundir með þeim. Sér- stök vinátta var milli foreldra okkar og Hadda og Hjördísar og þegar aldurinn færðist yfir for- eldra okkar, þá reyndust þau hjón þeim svo vel að ómetanlegt var. Foreldrar okkar báru eins konar foreldratilfinningar til Hadda og Hjördísar og barna þeirra. Það er okkur þakkarefni hve vel þau hugsuðu um foreldra okkar. Haddi söng í kór Digranes- kirkju ásamt konu sinni um ára- bil og gaf það starf þeim mikið. Hann var félagslyndur maður og bar góðan hug til allra, var góð- ur vinur vina sinna. Með söknuði kveðjum við og fjölskyldur okkar kæran vin, þökkum honum góðar samverur og vinsemd alla. Hjördísi frænku og fjölskyldu sendum við inni- lega samúðarkveðju. Guð blessi minningu Hadda og við þökkum honum samfylgd áranna. Þorsteinn Júlíus og Svavar Stefánssynir. Jóhannes Her- mann Ögmundsson Elsku afi okkar. Við vorum einstak- lega heppnar að þú varst afi okkar. Við fengum alltaf hlýj- asta faðmlagið frá þér og þú varst alltaf góður við okkur. Okkur finnst sorglegt að geta aldrei aftur talað við þig og pabba en við getum þá talað við ykkur í huganum. Pabbi hefur örugglega tekið vel á móti þér og núna hvílið þið saman í Garðakirkjugarði eins og amma og afi frá Kolfreyjustað. Afi var alltaf stoltur af okkur og það var gott að finna það. Hann talaði alltaf mikið við okk- ur og gaf okkur mikinn tíma og margar gjafir. Hann fylgdist vel með náminu okkar og tómstund- um. Afa fannst gaman að segja okkur sögur og brandara og hló oft mikið enda var hann með gott skopskyn. Afi átti alltaf nammi eða ís handa okkur, al- veg síðan við vorum litlar. Það Jón Ingi Sigursteinsson ✝ Jón Ingi Sig-ursteinsson fæddist 15. júní 1937. Hann lést 16. janúar 2018. Jón Ingi var jarðsung- inn 2. febrúar 2018. var alltaf góð lykt af afa, alveg sér- stök afalykt sem við eigum eftir að sakna mikið. Afi kenndi okkur ýmislegt fróðlegt sem á eftir að nýt- ast okkur vel í líf- inu. Hann gaf okk- ur til dæmis bók um latínu, stærð- fræði, tónlist og samheitaorðabók. Svo gaf hann okkur hljómborð sem hann kom með frá Dresden í Þýskalandi og við spilum mikið á hljóðfærið. Afi söng vel og var hrifinn af tónlist og var mjög ánægður að við lærðum á hljóðfæri. Hann var líka ánægður að við fórum á leiklistarnámskeið og var viss um að þar lærði maður að tala skýrt. Það var mjög gaman að fara með afa til Frakklands síðasta sumar. Þar var afi alltaf virðu- legur með hvítan hatt og staf og við skoðuðum margar sveitir og hallir. Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar og fyrir að vera besti afi í heimi. Þínar afastelpur, Kristín Jóna og Þórhildur Kristjónsdætur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.