Morgunblaðið - 09.02.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.02.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 Danskur lakkrís með súkkulaði og lakkrískurli Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú getur tekið mjög skynsamlegar og hagnýtar ákvarðanir í vinnunni í dag. Leitaðu eða finndu upp leiðir sem hjálpa vinum og fjölskyldu til þess að hugsa stærra. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekki gömul sár hindra þig. Notaðu kvöldið fyrir sjálfan þig. Leyfðu vinum þínum að umvefja þig kærleika og hlýju. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Viðskipti sem tengj- ast fjölskyldunni ættu að ganga vel. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Varastu að misnota góðvild vinar þíns þótt þægilegt sé að þurfa ekki að ganga í málin sjálfur. Leggðu þitt af mörk- um til að styðja góð málefni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt freistandi sé skaltu ekki ganga lengra í því máli sem hæst ber í huga þín- um. Mundu bar að vera einlægur við sjálf- an þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft ekki að vera svona óvæg- inn við sjálfan þig. Hættu að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst um þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert á kafi í alls kyns stússi, sem bakar þér ómælda fyrirhöfn. Ef hindr- anirnar virtust meiri en þær voru er ástæðan bara aukin mótstaða af þinni hálfu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhver nákominn vill að þú farir öðruvísi að einhverju. Ef þú getur ekki galdrað þá upp úr skónum með gáfum þín- um skaltu reyna að ganga fram af þeim. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gættu orða þinna í sam- skiptum við samstarfsmenn þína í dag. Ekki skuldbinda þig ef þú mögulega kemst hjá því. Passaðu upp á mannorðið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert óvenju vel upplagður þessa dagana og ættir því að nota tæki- færið og láta gamminn geisa. Nú er tími fyrir gleðskap. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vinátta þarfnast kannski meiri fyrirhafnar en þú ert til í að leggja á þig. Haltu áfram að hlusta á tilfinningar þínar og treystu innsæinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Að eltast við hamingjuna er örugg- asta aðferðin til þess að fæla hana í burtu. Vertu þolinmóður því hún stendur nær þér en þú heldur. Ólafur Stefánsson skrifar„hraðsoðið“ á Leirinn og velt- ir fyrir sér borgarstjórnarkosn- ingum: Það gustar um landið og grefst allt í fönn, þó góan sé eftir og þorrinn að hálfu. Á þinginu málin vart þokast um spönn, þar er mest keppt um að fá af sér „sjálfu“. Gengið er ótækt, menn gráta í kór, ganga til samninga fölir á vangann. Stjórnendavandinn er víðáttustór, vont er að hafa pöpulinn svangan. Einhverjir skammta sér sköruleg laun, skilja sig þannig frá ótíndum lýðnum. Aðrir sér berja og blása í kaun, á berangri standa í krókölduhryðjum. Til kosninga’ er blásið í borg jafnt og sveit, beðið í ofvæni fjölmargra lista. Hrók-valda Dagur og Hjálmar hvern reit, harðneita Eyþóri’ að koma og gista. Barátta harðnar, menn brýna sín tól, bíta þeir frá sér, sem við katlana sitja. Hver fær að verma hér stjórnandans stól, standa í forsvari, velja sér bita? Á Ráðhússins tröppum mun ráðast það stríð, hvort riðlast nú fylking hins fjórlaufa smára. Dagur mun verjast dável um hríð, en dugir það upphlaup til fjögurra ára? 4. febrúar stendur skrifað á fés- bókarsíðu Jóns Ingvars Jónssonar: „Til að koma í veg fyrir misskiln- ing vil ég taka fram að ég var sex- tugur í gær og 61 í dag. En, kær- ar þakkir, vinir mínir, fyrir góðar kveðjur ykkar.“ Halldór Þor- steinsson svaraði um hæl: Í gær varstu sextugur satt er um það en sextíu og eins árs í dag aldur þinn virkar sem óskrifað blað. Jón Ingvar svo er nú það Hamingjuósk barst líka frá Sím- oni Jóni Jóhannssyni, – „rifja upp eina gamla í tilefni dagsins“: Yrkir kvæði og ástundar, allt sem glæðir vonirnar. Stundar fræði stílþrautar, strákur gæða, Jón Ingvar. Og Hjálmar Jónsson: Jón að öllum háska hlær með harla léttum brag. Sextugur hér sást í gær en sjötugur í dag. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hraðsoðið – sextugur og degi betur Í klípu „EF ÞÚ VILT HORFA Á BJÖRTU HLIÐARNAR, ÞÁ FÉKK ÉG TÍU Í RUSLVÍSINDUM.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „LESTU ÞETTA SJÁLFUR! ÞAÐ STENDUR: „TÓLF EGG, BRAUÐ, MJÓLK OG SÚKKULAÐIBITASMÁKÖKUR.““ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... hola í höggi! ER LISTIN AÐ EIGA SAMRÆÐUR LÍFS EÐA LIÐIN? ÉG TALDI FINGURNA Á MÉR ÞRISVAR OG FÉKK ÞRJÚ MISMUNANDI SVÖR VIÐ ÞURFUM ÞAGNARSTUND, TAKK ÞÚ ÁTT AÐ VERA SIGLINGAFRÆÐINGUR! HVERS VEGNA ERUM VIÐ EKKI KOMNIR Á ÁFANGASTAÐ!? ÞAÐ HEFUR VERIÐ SKÝJAÐ Í VIKU! ÉG GET EKKI STÝRT ÁN ÞESS AÐ SJÁ STJÖRNURNAR! KANNSKI HJÁLPAR ÞETTA TIL! BANKI Væntingavísitalan rýkur nú vænt-anlega upp hjá samlöndum Vík- verja þegar Guðmundur Þ. Guð- mundsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta. x x x Nú verður sjálfsagt einungisformsatriði að vinna til verð- launa á stórmótum. Eins og hjá öll- um íþróttaþjálfurum hefur gengið misjafnlega hjá Guðmundi en topp- arnir eru aðdáunarverðir. Þjóð- arsálin mun miða við þá þegar hún gerir sér vonir um árangur lands- liðsins á næstu árum. x x x Handboltalandsliðið er eitt af þvísem hægt er að nota til að taka púlsinn á þjóðarsálinni. Annað dæmi er Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva sem nú fer að hefjast hérlendis. Þegar undankeppninni, sem furðu mikið umstang er í kring- um, lýkur þá verður einungis forms- atriði að vinna aðalkeppnina. x x x Framlag Íslands verður geysilegasigurstranglegt að sjálfsögðu. Þegar íslenski hópurinn verður kom- inn út munu okkur berast fregnir af því að hann hafi hvarvetna heillað fjölmiðlafólk og aðdáendur. Íslenska lagið fái einnig góðan hljómgrunn og verði betra með hverri æfingunni. x x x Löngu áður en niðurstaðan verðurljós munum við taka umræðuna um hvar skuli halda keppnina hér- lendis árið 2019 og hvernig eigi að fara að því. x x x Þegar lokakeppni Söngvakeppnievrópskra sjónvarpsstöðva lýk- ur þá styttist í að þjóðarsálin fyllist bjartsýni vegna HM karla í knatt- spyrnu. Þar sem Ísland náði 8-liða úrslitum á EM verður ekki hægt að búast við neinu minna á HM. Takist okkur ekki að vinna HM þá verður hægt að reikna út hvort við höfum unnið höfðatölukeppnina. x x x Þjóðarsálin er í sínu besta formiþegar Íslendingar keppa í ein- hverju. vikverji@mbl.is Víkverji Orðið varð hold. Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. (Jóh: 1.1)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.