Morgunblaðið - 14.02.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Börnin á leikskólanum Drafnarsteini í Reykja- vík fengu saltkjöt og baunir í hádegismat í til- efni af sprengideginum í gær. Á myndinni sitja f.v. Regína Sóley Sveinsdóttir, Gunnar Nói Sverrisson, Flóki Þórisson og Hildur Ninja Grétarsdóttir. Fannst þeim öllum saltkjötið afar gott. Sammæltust börnin hins vegar um að boll- urnar á bolludeginum daginn áður hefðu verið mun betri og sagði Regína að það væri vegna þess að á bollunum væri súkkulaði. Spurð hvað væri skemmtilegast að gera í leikskólanum sögðu börnin það vera að leika sér í snjónum og fara á bókasafnið. Erla Inga Skarphéðinsdóttir, deildarstjóri á leikskólanum, segir að börnin fái saltkjöt á hverju á ári á sprengidaginn. Reynt er að hafa kjötið ekki of salt fyrir börnin og mátti sjá starfsmenn leikskólans bæta smásalti út í súpuskálarnar sínar. Morgunblaðið/Hari Borðuðu saltkjöt og baunir af bestu lyst Sprengidagur á leikskólanum Drafnarsteini Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikilvægt er að sveitarfélög setji sér skýra stefnu og markmið um hvernig þau hyggist styðja við nám og kennslu nemenda í grunn- skólum sem hafa íslensku sem annað tungu- mál. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Menntamálastofnunar. Niðurstöður síðustu PISA-kannana hér á landi hafa valdið miklum áhyggjum af stöðu menntamála og þykir útkoma svokallaðra ÍSAT-nemenda, eða nemenda sem hafa ís- lensku sem annað tungumál, sérstakt áhyggju- efni. Lesskilningi þeirra hefur hrakað enn hraðar en hjá nemendum sem eiga íslensku að móðurmáli. Á árunum 2000-2012 féll lesskiln- ingur ÍSAT-nemenda um 47 stig á móti 20 stig- um hjá þeim sem hafa íslensku sem móðurmál. Niðurstöður PISA-prófsins árið 2015 sýna að hlutfall ÍSAT-nemenda sem eru í allra neðstu mörkum í lesskilningi er mun hærra á Íslandi, 56,9%, en meðaltal OECD-ríkja sem er 32,7%. Þessi þróun verður samfara gífurlegri fjölg- un innflytjenda hér á landi og bendir til þess að ekki hafi verið nógu vel staðið að aðlögun þeirra í skólakerfinu. Hinn 1. janúar 2017 voru innflytjendur 10,6% mannfjöldans á Íslandi. Árið 1997 voru 377 nemendur í grunnskólum hér sem töluðu íslensku sem annað tungumál en árið 2015 voru þeir orðnir 3.543 sem er tæp tíföldun. Í greiningu Menntamálastofnunar kemur fram að fjöldi kennara upplifi sig vanmáttuga og óörugga í kennslu þessa hóps. Lítið sé til af upplýsingum og námsefni. Þörf sé á sértækum aðgerðum og stuðningi. Meðal þess sem lagt er til er að sett verði á stofn sérstakt sérfræðingateymi sem sinnt geti þessum hópi, tekið þátt í mótun sam- ræmdrar stefnu og aðgerðaáætlunar fyrir þennan málaflokk á landsvísu. Þá er kallað eft- ir sértæku námsefni og að íslenska sem annað tungumál verði kennd sem sjálfstæð náms- grein í skólum. „Til greina kæmi að stofna nýja námsleið í íslensku sem öðru tungumáli á háskólastigi sem myndi útskrifa ÍSAT-sérfræðinga sem gætu m.a. kennt íslensku sem annað tungumál sem sjálfstæða námsgrein í skólum,“ segir í greiningunni. Sérfræðingar sinni innflytjendum  Miklar áhyggjur af stöðu grunnskólanema sem hafa íslensku sem annað tungumál  Aðgerða þörf Morgunblaðið/Hari Grunnskóli Fjöldi nemenda með íslensku sem annað tungumál hefur tífaldast síðustu 20 ár. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LIF, var kölluð út vegna tveggja kaldra og blautra erlendra göngu- skíðamanna austan við Hofsjökul í gær. Aðstæður á hálendinu voru erf- iðar og tók það þyrluna fjóra tíma að ná til mannanna. Skv. upplýsingum frá Landsbjörg gekk á með dimmum éljum á svæð- inu, sem gerði þyrlunni erfitt fyrir að finna mennina, því hefði verið kallað eftir aðstoð björgunarsveita. Um 100 manns frá björgunar- sveitum á Suður- og Norðurlandi voru á leiðinni þegar rofaði til og áhöfn þyrlunnar náði í mennina, rúmlega fjögur síðdegis í gær. Þeir höfðu gist í tjaldi uppi á hálendinu og voru orðnir býsna kaldir. Þeir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. ernayr@mbl.is TF-LIF bjargaði tveimur  Skíðamenn í hrakningum Ljósmynd/Landhelgisgæslan Útkall Þyrlan á hálendinu í gær. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höldum áfram að vinna að þessu máli eins og við höfum gert frá því fyrst var haft samband við okkur. Við reynum að mjaka því áfram og aðstoða hana og gera dvöl hennar bærilegri,“ segir Urður Gunnars- dóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkis- ráðuneytisins. Morgunblaðið hefur greint frá að- stæðum Sunnu Elviru Þorsteins- dóttur sem lamaðist eftir fall í Malaga á Spáni í síðasta mánuði. Í viðtali í Morgunblaðinu í gær lýsti Sunna Elvira aðstæðum sínum, en hún er í farbanni á Spáni eftir að eig- inmaður hennar var handtekinn, grunaður um að- ild að fíkniefna- máli. Sunna kveðst ekki hafa fengið læknis- þjónustu við hæfi en hún er þrí- hryggbrotin, með þrjú brotin rif- bein auk annarra áverka. Sunna lýsti óánægju sinni með framtaksleysi íslenskra yfir- valda en fram hefur komið að utan- ríkisráðuneytið hefur nú sent full- trúa sinn til Spánar til að gæta hagsmuna Sunnu. „Hann er bara nýkominn út og við þurfum að sjá hvað er hægt að gera. Það er mjög takmarkað sem við get- um haft áhrif á þetta mál. Við höfum aðstoðað fjölskylduna við að útvega lögfræðing og hjálpað til við sam- skipti við spítala úti og heilbrigðis- yfirvöld hér heima. En við komum ekki að rannsókn málsins á neinn hátt. Það er alveg klárt að við getum ekki haft áhrif á hana. Hún er í hönd- um stjórnvalda í viðkomandi landi. Við þessar aðstæður núna, að hún er ekki með vegabréf, getur hún ekki farið úr landi. Helsta markmiðið er því að koma henni á sjúkrahús þar sem hún fær meiri umönnun,“ segir Urður Gunnarsdóttir. Ráðuneytið getur ekki haft áhrif á rannsókn máls Sunnu  Helsta markmiðið að koma Sunnu á annað sjúkrahús Sunna Elvira Þorkelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.