Morgunblaðið - 14.02.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 14.02.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Meindýravarnir Reykjavíkurborgar fengu á síðasta ári 56 færri kvartanir vegna rottugangs en árið áður en heldur fleiri kvartanir vegna músa- gangs. Alls bárust 385 kvartanir um rottu- og músagang, samkvæmt skýrslu rekstrarstjóra meindýra- varna sem lögð var fram á fundi um- hverfis- og skipulagssviðs. Meiri- hlutinn var vegna ágangs af rottum, 237 talsins. Að meðaltali kallar hver kvörtun á að minnsta kosti fjórar ferðir til eftirlits og skoðunar. Rott- um og músum var eytt á þessum stöðum. Kvartanirnar leiddu auk þess til þess að í niðurföll og í fjörur borgarinnar var eitrað með tæplega 700 kílóum af beitu. Í forvarnarskyni var eitrað í 5.460 holræsabrunna með 1.174 kg af beitu. Meindýravarnir fást við fleira en rottur og mýs. Ein kvörtun barst um óþægindi af völdum villidúfna og sjö vegna kanína og voru 70 kanínur af- lífaðar. 36 kvartanir bárust vegna katta og voru þeir fluttir í Kattholt. Sjö kvartanir bárust vegna minka. Veiddir voru 120 minkar á árinu í gildrur og með hundum. Aðeins var kvartað einu sinni vegna refa á þessu ári og voru engin greni unnin. Í vetr- arveiði á Kjalarnesi og í Víðinesi voru skotnir 18 fullorðnir refir. Skotnir voru yfir 5.300 vargfuglar og nákvæmlega 59 egg tekin. Kvartanir bárust vegna 184 geit- ungabúa við göngustíga, leikskóla, skóla og á opnum svæðum borgar- innar og var þeim öllum eytt. helgi@mbl.is Kvartað 385 sinnum vegna rottu- og músagangs  Færri rottur á ferðinni en heldur fleiri mýs  Mikið eitrað Morgunblaðið/Arnaldur Meindýr Rotta að spóka sig á aðal- verslunargötu borgarinnar. Sex bílar fuku út af veginum vestan við Höfn í Hornafirði í gær, en glæru- hálka var á veginum. Þök fuku af þremur húsum, en sterkur vindur var á svæðinu sökum krapprar lægðar sem gekk yfir í gær. Spáð er norðaustanroki syðst á landinu snemma í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi, og mjög snörp- um vindhviðum undir fjöllum. Aust- an- og norðaustanhvassviðri eða stormur verður á landinu í dag, lægir eftir hádegi sunnanlands og síðar einnig í öðrum landshlutum. Víða verður allhvass austanvindur undir kvöldið. Snjókoma, slydda eða rign- ing verður um land allt, einkum aust- antil, og má því búast við að færð spillist. Frost verður framan af deg- inum en hiti um og yfir frostmarki síðdegis. Enn er varað við snjóflóðum á Vestfjörðum, Austfjörðum og ut- anverðum Tröllaskaga. ernayr@mbl.is Úrkoma og hvasst í dag Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Þetta er alveg búið að vera rosa- lega mikið að gera hjá okkur frá morgni til kvölds. Í síðustu viku vorum við með yfir 120 mál, frá mánudegi til föstudags,“ segir Kristján Kristjánsson, rekstrar- stjóri hjá Árekstri.is. Fyrirtækið aðstoðar þá sem lenda í umferðaróhöppum og sér um að koma upplýsingum til tryggingafélaganna. Einungis eru þrír bílar í rekstri hjá fyrirtækinu sem og nær þjónustusvæðið yfir Reykjavík, þar á meðal Kjalarnes, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð, Seltjarnarnes og Mosfellsbæ. Þjónustan hjá Árekstri.is er ein- ungis opin frá 7.45 til 18.30 frá mánudegi til föstudags og voru öll 120 málin sem komu upp í síðustu viku innan þess tíma . Nýlega var tekin ákvörðun um að fjölga um bíl og starfsmann til að sinna þessu aukna álagi. „Við erum með þrjá bíla núna en það er ekki nóg. Það er ástæða þess að við erum að bæta við bíl og ráða aukamann.“ Verður nýjum bíl og aukastarfs- manni bætt við hjá fyrirtækinu 1. mars. næstkomandi. Almennt vel búnir bílar Spurður hvort starfsmenn verði varir við það að bílar séu illa búnir í snjónum eða hvort einhverjir séu á sumardekkjum segir Kristján það vera afskaplega sjaldgæft. „Það er talið á fingrum annarra handar í vetur, þetta er bara færð- in. Það kemur hálka og snjór og svo frystir undir og snjóar yfir. Þetta eru bara keðjuverkandi áhrif af leiðinlegu veðri.“ Mikill erill Þeir sem hafa nýtt sér þjónustu Áreksturs.is hafa þurft að sýna þolinmæði vegna erilsins hjá fyr- irtækinu og segir Kristján að reynt sé eftir bestu getu að stytta biðtíma. „Við gerum okkar að besta en það hefur verið það mikið að gera að við náum ekki að sinna þessu á þeim hraða sem við viljum sinna þessu á, því miður. Það er leið- inlegt að segja það en það hefur gerst en þess vegna erum við að bregðast við því með að bæta við aukamanni.“ Sinntu 120 málum í vikunni  Mikill erill hjá Árekstri.is á síðustu dögum  Bæta við sig aukabíl og starfs- manni til að sinna eftirspurn  Langflestir vel dekkjaðir, segir rekstrarstjóri Ljósmynd/Atli Sturluson Slys Mikill erill hjá Árekstur.is í að sinna umferðaróhöppum í hálkunni. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Það virðist vera brotalöm á því að sjúkraflutningamenn þekki sitt um- dæmi. Það hefur ekki beinlínis komið að sök ennþá en ef ég þarf að hringja aftur eftir sjúkrabíl veit ég að það verður að tilgreina leiðina ennþá betur eða að fá að tala beint við bílstjórann,“ segir Lilja María Gísladóttir, bóndi í Króki í Flóa- hreppi í Árnessýslu, en bærinn stendur rétt við Þjórsárósa. Hún hefur tvisvar lent í því að sjúkrabíll sem hún hefur kallað eft- ir hefur villst af leið. Síðast á föstu- daginn fyrir rúmri viku þegar eig- inmaður hennar fékk smá blóðtappa í heila. Lilja hringir í Neyðarlínuna og lýsir staðsetning- unni nákvæmlega m.a. með örygg- isnúmeri og er sagt að bíllinn sá farinn af stað. Eftir þónokkurn tíma fara þau að undrast um bílinn, enda ekki nema um 20 mínúta akst- ur frá Selfossi á Krók, en svo birtist hann ofan að sem þeim fannst skrít- ið. Síðar frétti Lilja af því að sveit- ungi hennar hafi séð bílinn koma rétta leið, en svo stoppa og fara í aðra átt, svokallaðan Hamarsveg sem er nokkuð lengri og seinfarnari leið. Á bakaleiðinni þurfti maður Lilju að lóðsa þá rétta leið upp á sjúkrahús. Nokkur ár eru liðin frá fyrra at- vikinu en þá þurfti Lilja að hringja eftir bíl fyrir aldraða móður sína. Bíllinn var mjög lengi á leiðinni og komst móðir hennar að því eftir á að hann hafði farið út fyrir á á Sel- fossi. „Ég sagði að Krókur væri við hliðina á Arabæ svo þeir færu ekki að villast á einhvern annan Krók en þá fóru þeir upp í Árbæ sem er húsaþyrping í Ölfusi,“ segir Lilja. „Svo þurfti mamma þar sem hún lá á börunum í bílnum að benda þeim á stystu leið upp á sjúkrahús.“ Fimm bæir bera nafnið Krókur í Árnessýslu. Þar af þrír í Flóahreppi eftir að þrír hreppar voru samein- aðir í einn. Lilja hefur líka lent í því að til hennar hefur komið sjúkrabíll sem var að sækja ábúenda á Króki í næsta hreppi. Lilja er með öryggisnúmer bæj- arins og gefur það upp þegar hún hringir í Neyðarlínuna. „Þetta er eins númer og er á sumarbústöðum, með lengdar- og breiddargráðum. Ég gaf það upp síðast en samt gátu þeir ekki keyrt beina leið hingað.“ Á að velja bestu leiðina Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðis- stofnun Suðurlands á Selfossi, segir að Neyðarlínan sé með kortagrunn sem gefi þeim upplýsingar um hvar innhringjandinn er. „Við fáum send- ar upplýsingar í snjallsímana okkar með staðsetningu. Í bílunum er líka aksturstölva, svipuð GPS-tæki, sem er með leiðarbestunarkerfi um um- dæmið. Það á að velja stystu og bestu leiðina.“ Styrmir segir að í tilviki Lilju virðist vera eitthvert rugl í tækninni sem sendi bílinn ekki stystu leiðina. Spurður hvort sjúkraflutn- ingamenn fari á námskeið í að þekkja umhverfi sitt segir Styrmir að alla jafna sé reynt að ráða fólk sem sé af svæðinu. „Að sjálfsögðu förum við mjög vel yfir allt og látum fólk kynna sér kortin og hvað er hvað. Ef fólk hefur lent í misskiln- ingi með staðsetninguna er best að biðja Neyðarlínuna um að koma símanúmerinu til bílstjórans og biðja hann um að hringja.“ Sjúkrabíllinn fór vitlausa leið  Ábúandi á Króki tvisvar lent í að sjúkrabílar fari ranga eða lengri leið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjúkrabíll Bílstjórarnir fá upplýsingar um staðsetningu frá Neyðarlínunni og þá er leiðarbestunarkerfi í bílunum. Lilja segir það auðvitað vera ruglandi að svo margir bæir heiti Krókur í sama umdæmi. Það ætti Pósturinn t.d. að vita en ábúendur á Króki í Bisk- upstungum hafa t.d. oft fengið sendan póst sem á að fara til Lilju. „Við þekkjum ábúendur þar og fáum því oftast póstinn. En fyrir um tveimur árum fengu þau þrjú bréf í einu sem áttu að koma til okkar. Þau fara með bréfin aftur á pósthúsið og bú- ast við að þau skili sér þá í rétt- ar hendur en við höfum aldrei séð þessi bréf og hefðum ekki frétt af þeim nema út af því að við þekkjum ábúendurna á Króki í Tungum. Við höfum líka fengið bréf sem eiga að fara til ábúenda á Króki í Holtum sem er í Rangárþingi og Króki í Ölf- usi en þeir bæir eru nú í öðru póstnúmeri.“ Sáu aldrei bréfin sín PÓSTURINN RUGLAST LÍKA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.