Morgunblaðið - 14.02.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018
„Meiningin er að
reyna að vinna
þetta hratt,“ seg-
ir Steingrímur J.
Sigfússon, forseti
Alþingis, sem
greindi frá því í
gær að til skoð-
unar væri að
auka upplýs-
ingagjöf um kjör
og starfskostn-
aðargreiðslur alþingismanna. Að-
gangur að þeim verði öllum auðveld-
ur og þær verði birtar á vef Alþingis.
Steingrímur segir í tilkynningu
um málið að þingmönnum hafi síð-
ustu daga borist margvíslegar fyrir-
spurnir um greiðslur tengdar störf-
um þeirra. Vísar hann þar til
háværrar umræðu um aksturs-
kostnað meðal annars. Í samtali við
Morgunblaðið neitar Steingrímur
því að þessar hugmyndir um bætta
upplýsingagjöf séu beint svar við
þeirri umræðu. „Nei, þetta var með-
al annars rætt í forsætisnefnd í síð-
asta mánuði, löngu áður en þessi
akstursumræða kom upp,“ segir
hann.
„Fyrir hafa legið í drögum reglur
um fyrirkomulagið og hefur í þeim
efnum verið horft til þess hvernig
önnur þing haga upplýsingum um
þessi mál. Markmiðið er að engin
leynd sé yfir neinu sem varðar al-
menn kjör og greiðslur til þing-
manna og fullkomið gagnsæi ríki.“
hdm@mbl.is
Fullkomið
gagnsæi
um kjörin
Steingrímur J.
Sigfússon
Steingrímur vill
aukna upplýsingagjöf
Diljá Mist Ein-
arsdóttir hæsta-
réttarlögmaður
hefur verið ráðin
aðstoðarmaður
Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar ut-
anríkisráðherra.
Hóf hún störf í
gær en fyrir var
Borgar Þór Ein-
arsson aðstoðar-
maður Guðlaugs.
Diljá er með meistarapróf í lög-
fræði frá HÍ og hefur starfað sem
lögmaður hjá Lögmálum frá árinu
2011. Auk meistaraprófs í lögfræði
er Diljá með LLM-gráðu í auðlinda-
rétti og alþjóðlegum umhverfisrétti
frá Háskóla Íslands.
Diljá var varaformaður SUS árin
2007-2009 og átti sæti í flokksráði
Sjálfstæðisflokksins á sama tímabili.
Diljá var varaformaður Heimdallar
2009-2010 og sat í stjórn Varðar,
fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík 2016-17.
Diljá Mist
aðstoðar
Guðlaug Þór
Diljá Mist
Einarsdóttir
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði
að fjarlægja áhorfendastúku og steypt áhorfendastæði
við Valbjarnarvöllinn í Laugardal. Þessi mannvirki eru í
niðurníðslu og hafa verið dæmd ónýt. Tvennt var hægt
að gera í stöðunni; að setja stórfé í endurbætur eða jafna
mannvirkin við jörðu.
Knattspyrnufélagið Þróttur lék heimaleiki sína á þess-
um velli áður fyrr en hann hefur ekki verið notaður til
kappleikja í efstu deildum í nokkur ár. Nú fara leikir
Þróttar fram á gervigrasvellinum gegnt Laugardalshöll-
inni. Áhorfendastúkan þar var endurbætt í fyrra og er
aðstaðan á vellinum orðin ágæt. Félagsheimili Þróttar/
Ármanns er við hina hlið vallarins. Þar eru búnings-
klefar leikvangsins.
Þróttur hefur notað Valbjarnarvöllinn sem æf-
ingasvæði fyrir barna- og unglingastarf undanfarin ár
og hyggst gera það áfram. Breytingarnar á Valbjarn-
arvellinum eru gerðar í samráði við Þrótt. Félagið hafði
lagt til við borgina að mannvirkin væru rifin enda væru
þau hættuleg fólki eins og ástand þeirra var orðið.
Kostnaðaráætlun við niðurrif mannvirkjanna er 50
milljónir króna. Áætlað er að hefja framkvæmdir í mars
næstkomandi og þeim ljúki í maí. Þegar mannvirkin
hafa verið rifin verður svæðið tyrft.
Valbjarnarvöllur var tekinn í notkun árið 1978. Í upp-
hafi var þetta helsti frjálsíþróttavöllur borgarinnar.
Hlaupabrautir og stökksvæði voru lögð gerviefni, sem
var alger nýjung á Íslandi. Áður höfðu íslenskir frjáls-
íþróttamenn hlaupið og stokkið á malarbrautum.
Upphaflega hét völlurinn Fögruvellir. Síðar var farið
að nefna hann eftir hinum landskunna frjálsíþrótta-
kappa, Valbirni heitnum Þorlákssyni. Hann starfaði um
langa hríð við íþróttamannvirkin í Reykjavík.
Niðurrif á Valbjarnarvelli
Morgunblaðið/RAX
Valbjarnarvöllur Mannvirkin verða horfin áður en sumarið gengur í garð.