Morgunblaðið - 14.02.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018
Þrjátíu störf eða fleiri gætu skapast
á Blönduósi á næstu þremur árum
þegar gagnaver Borealis Data Cent-
er taka þar til starfa. „Þumalputta-
reglan er að fyrir hvert megavatt
orku verði til eitt starf í fyrirtækinu
sjálfu og hálft annað afleitt starf,“
segir Arnar Þór Sævarsson sveitar-
stjóri í samtali við Morgunblaðið.
Gert er ráð fyrir að gagnaverin þurfi
á 15 megavöttum að halda.
Borealis, sem er íslenskt fyrirtæki
með erlenda viðskiptavini, hefur
fengið úthlutað lóð fyrir gagnaver á
svæði sem er í skipulagsferli við
Svínvetningabraut á Blönduósi.
Gagnaver fyrirtækisins mun ein-
beita sér að bitcoin-námuvinnslu, en
Arnar Þór sér fyrir sér að á næstu
árum muni bætast við fleiri gagna-
ver með fjölbreyttari starfsemi.
Á lóðinni sem Borealis fékk út-
hlutað verða reist tvö stálgrindarhús
á steyptum sökklum, annað um 640
fermetrar að stærð og hitt um 580
fermetrar. Fyrirtækið rekur nú þeg-
ar gagnaver í Reykjanesbæ en hefur
jafnframt verið að svipast um eftir
hentugri staðsetningu fyrir slík ver
þar sem nægt landrými er og gott
aðgengi að raforku. Þykja aðstæður
á Blönduósi góðar í því samhengi.
Nálægðin við Blönduvirkjun er talin
mikill kostur, öruggur orkuflutning-
ur og um skamman veg að fara. Sam-
göngur eru greiðar og ennfremur
þykir svæðið ákjósanlegt vegna lít-
illar hættu á náttúruvá, s.s. jarð-
skjálftum, eldgosum, snjóflóðum og
skriðuföllum.
Við vinnslu aðalskipulags á
Blönduósi hefur bærinn tekið frá
stórt svæði, samtals um 200 hektara
að stærð, sem hentað gæti undir
starfsemi gagnavera og áþekkrar
iðju. Það svæði sem nú hefur verið
deiliskipulagt er um 30 hektarar.
Markmiðið er að efla fjölbreytni at-
vinnutækifæra í sveitarfélaginu.
gudmundur@mbl.is
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Þróun Bæjarmynd Blönduóss tekur breytingum þegar gagnaverin við Svín-
vetningabraut hafa verið byggð. Fyrstu lóðunum hefur nú verið úthlutað.
Gæti skapað 30 ný
störf á Blönduósi
Lóðum úthlutað fyrir gagnaver á
staðnum Bitcoin-námuvinnsla
Fjórar af þeim íbúðum sem PCC
Seaview Residences, dótturfélag
kísilvers PCC á Bakka, hefur byggt í
Holtahverfi á Húsavík eru tilbúnar
og íbúar eru fluttir inn í tvær íbúð-
anna. Búið er að leigja allar íbúð-
irnar sem félagið er að reisa í hverf-
inu og fjölskyldur komnar á biðlista.
PCC Seaview er að byggja 11 par-
hús í Holtahverfi með samtals 22
íbúðum fyrir starfsfólk. Auk þeirra
fjögurra íbúða sem eru tilbúnar
verða fjórar tilbúnar í næstu viku.
Bergur Elías Ágústsson, starfs-
maður fyrirtækisins, segir að það
séu mest starfsmenn sem koma
lengra að á Íslandi eða að utan sem
sækist eftir að fá leigt. Sumir hafi
óskað eftir forkaupsrétti og segir
hann að fyrirtækið sé opið fyrir því.
Fólkið hefur beðið eftir að komast í
húsnæði og hefur verið að brúa bilið
með ýmsum hætti. Sumar fjölskyld-
urnar hafa beðið með að flytja þar til
íbúðirnar eru tilbúnar.
Íbúðirnar eru af tveimur stærðum
og gerðum, annars vegar 77 fer-
metrar og hins vegar 90 fermetrar.
Eftir er að ganga frá lóðum og göt-
um.
Einstaklingur fékk lóð
Spurður um frekari byggingar
segir Bergur Elías að þörfin verði
metin þegar fyrsta áfanga lýkur.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur
auk þess úthlutað einum einstaklingi
einbýlishúsalóð á þessu byggingar-
svæði. helgi@mbl.is
Flutt inn í fyrstu íbúðirnar
PCC hefur leigt allar íbúðirnar sem það er að byggja
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Flutt inn Fyrstu íbúarnir frá Noregi, Simen Frøisland, Sofie Ose og Felix Ose.
Aukin lífsgæði
án verkja og eym
Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
„Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvarþjálfun, tabata
ofl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar.
Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði ég á að taka 6
töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra
svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég
var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og
smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir
nú horfnir.
Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu
sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum.
Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra
gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus.“
Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhúsarkitekt
NUTRILENK
ACTIVE
sla
Varðberg stendur fyrir hádegis-
verðarfundi á morgun, fimmtudag,
í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins
frá kl. 12-13. Yfirskrift fundarins
er: „Þjóðaröryggisráð – samráðs-
vettvangur um þjóðaröryggismál“.
Þórunn J. Hafstein, ritari þjóðar-
öryggisráðs, með starfsaðstöðu í
forsætisráðuneytinu, flytur erindi
og svarar spurningum um starf-
semi ráðsins sem tók til starfa á
árinu 2017. „Í stefnuyfirlýsingu
sinni leggur ríkisstjórnin áherslu á
að öryggismál þjóðarinnar séu í
traustum skorðum. Þjóðaröryggis-
stefna Íslands sem samþykkt var af
Alþingi verði höfð að leiðarljósi.
Þjóðaröryggisráðið er hluti þess-
arar stefnu og hefur starfsemi þess
mótast á liðnum mánuðum,“ segir í
tilkynningu Varðbergs um fundinn.
Þórunn J. Hafstein er lögfræð-
ingur frá Há-
skóla Íslands og
lauk framhalds-
námi í lögfræði
við University of
Pennsylvania í
Bandaríkjunum.
Hún hefur starf-
að í Stjórnarráði
Íslands frá árinu
1984, fyrst í
menntamálaráðuneytinu og síðar í
dómsmálaráðuneytinu, sem skrif-
stofustjóri á skrifstofu almanna- og
réttaröryggis. Þá var Þórunn sett-
ur ráðuneytisstjóri dómsmála- og
mannréttindaráðuneytisins frá
2009 til ársloka 2010. Hún var um
tíma forstöðumaður á skrifstofu
EFTA í Brussel.
Þórunn hóf störf sem ritari
þjóðaröryggisráðs í júlí 2017.
Starfsemi íslenska þjóðaröryggisráðsins
kynnt á hádegisverðarfundi Varðbergs
Þórunn J. Hafstein