Morgunblaðið - 14.02.2018, Page 13
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hjálpsöm Lilja Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og öndunar- og jógakennari, hefur komið víða við. Hún hefur
tekið þátt í hjálparstörfum í fjórum löndum og notað öndunartækni til þess að komast í gegnum erfiða lífsreynslu.
bætti við þekkinguna jógakennslu í
kjölfarið.
„Þegar ég var að byrja að kenna
jóga árið 2007 var ekki sama jógaæð-
ið og er í dag. Fólk var ekki búið að
gera sér grein fyrir því hvað einfaldar
jógaæfingar með íhugun og léttum
líkamsæfingum geta verið styrkj-
andi,“ segir Lilja og bætir við að með
jóganu og Art of Living hafi hún
fundið fyrir meiri vinnukrafti og
gleði. Skapið hafi batnað og hún
brenni síður út.
„Það er alltaf nóg að gera á spít-
alanum og ég finn að þegar ég nýti
mér öndunina og slökun þoli ég betur
álag og æsi mig ekki yfir smámunum.
Alveg sama hvað gengur á þá lendi ég
alltaf á löppunum,“ segir Lilja, sem á
sér þann draum að leyft verði að nota
Art of Living-öndunina á sjúkra-
húsum.
Hræðileg reynsla á Haítí
Lilja hefur þrisvar farið sem
hjúkrunarfræðingur til hjálparstarfa
á hamfara- og átakasvæðum. Hún
starfaði í Taílandi 1987, Pakistan
1990 og Haítí vegna jarðskjálftanna
þar árið 2010.
„Reynslan á Haítí var hræðileg-
asta lífsreynsla sem ég hef lent í. Það
kom sér vel að kunna öndunar-
tæknina til þess að ná áttum í öllu því
vonleysi sem þar ríkti. Art of Living
stofnaði hóp á Haítí til þess að hjálpa
fólki að vinna úr erfiðri reynslu,“ seg-
ir Lilja og bætir við að stofnandi Art
of Living, Sri Sri Ravi Shankar, hafi
sett saman námskeið í öndunartækni
eftir 10 daga íhugun árið 1982. Hann
hafði séð þunglyndi og kvíða aukast
gífurlega í vestrænum heimi og á
Indlandi. Í dag er tæknin kennd í 154
löndum.
Að sögn Lilju kom Sri Sri hingað
til lands síðasliðið sumar og fyllti Frí-
kirkjuna af áhugasömu fólki.
„Það fyrsta sem gerist þegar þú
tekur námskeið hjá Art of Living er
að þú sefur betur, það er alla vega
mín reynsla, og einhverjir hafa hætt
að nota svefnlyf. En við ráðleggjum
fólki að gera slíkt eingöngu í samráði
við lækni. Með því að nota önd-
unartæknina rétti ég úr hryggnum og
blómstraði,“ segir Lilja
„Ég er óvirkur alkóhólisti og
finn að ef ég hætti að gera reglulegar
öndunaræfingar þá fer allt í vaskinn.
Með því að gera þetta á hverjum degi
held ég mér á beinu brautinni. Þegar
fólk á við vandamál að stríða þarf það
að gera eitthvað í málunum og þar
kemur öndunin sterk inn,“ segir Lilja
brosandi.
Lilja kláraði kennaranám 2007
og hélt 27 Art of Living-öndunar-
námskeið til ársins 2012 auk þess að
klára jógakennaranám.
„Draumurinn er að geta einbeitt
mér eingöngu að öndunar- og jóga-
kennslu. Ég hef ekki haft húsnæði
hingað til en það stendur nú til bóta
því ég er að innrétta hjá mér húsnæði
undir kennslu,“ segir Lilja sem æfir
með hópi sem hittist einu sinni í viku
og gerir jóga og öndunaræfingar.
Lilja segir að Art of Living sé meira
en öndunin.
„Art of living er alþjóðasamfélag
þar sem 2% af tekjum fara í rekstur
og 98% í hjálparstarf. Það er mikið
um sjálfboðavinnu og námskeiðin eru
seld á mjög sanngjörnu verði,“ segir
Lilja.
„Það eru reknir 480 skólar á Ind-
landi á vegum Art of Living. Eftir
stríðið í Kósovó fóru kennarar á veg-
um samtakanna og kenndu fólki önd-
unaræfingar til þess að það gæti sofið
og tekist á við þau hrikalegu áföll sem
íbúar þar urðu fyrir. Sama er að segja
um önnur hamfarasvæði.“
Öndunartækni í fangelsin
Art of Living reyndi að markaðs-
setja öndunartæknina á Grænlandi
2013 en það gekk ekki sem skyldi.
,,Það er virkileg þörf fyrir aðstoð
á Grænlandi þar sem alkóhólismi og
mikil depurð ríkir. Það gengur von-
andi betur næst,“ segir Lilja sem á
sér þann draum að koma 10 daga
kennslu í öndunartækninni inn í fang-
elsi landsins.
„Vandamál fanga rísa yfirleitt út
af streitu. Þeir eru árásargjarnir,
lemja og stela af völdum streitu sem
þarf að losa um svo þeir eigi von á
betra lífi til framtíðar,“ segir Lilja.
Lilja segir að það fari ágætlega
saman að vera hjúkrunarfræðingur
og öndunar- og jógakennari en hún er
enn að bæta við sig þekkingu og
skipuleggur hamingjunámskeið fyrir
landann. Hún fær kennara að utan á
meðan hún er sjálf að læra að kenna á
hamingjunámskeiðum og bíður eftir
að draumur hennar um litla miðstöð
þar sem fólk geti komið, íhugað og
stundað jóga og öndunaræfingar sér
til framdráttar rætist.
Náttúrubarn Lilja berfætt fyrir framan Hörpu. Hún er að kynna fyrir gest-
um sem þangað mættu Art of Living-öndunartækni á alþjóðajógadeginum.
Íhugun Art of Living-öndunartækni og íhugun hjálpa til við streitulosun og
auka orku. Að sögn Lilju getur öndunin bætt svefn og viðhaldið starfsorku.
Einbeitt Lilja í jóga á alþjóðajógadeginum árið 2016. Hún segir að hver og
einn beri ábyrgð á eigin heilsu og jógaástundun geti hjálpað til við það.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“