Morgunblaðið - 14.02.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018
Í dag gefur Íslandspóstur út sjö ný
frímerki í fjórum útgáfuröðum. Út-
gáfurnar eru; Íslenska fullveldið 100
ára, Landsbókasafnið 200 ára, Jón
Thoroddsen sýslumaður og rithöf-
undur 200 ára og Evrópufrímerkin
2018, þar sem þemað er brýr. Einnig
kemur út gjafamappa með smáörk-
inni íslenska fullveldið 100 ára.
Fullveldisfrímerkin eru tvö og er
á þeim stílfærð teikning af alþing-
ishúsinu annars vegar og stjórn-
arráðshúsinu hins vegar og blaktir á
báðum byggingunum íslenski rík-
isfáninn (tjúgufáninn) sem dreginn
var að hún í fyrsta sinn 1. desember
1918.
Tvívegis áður hafa verið gefin út
frímerki til að minnast fullveldisins
1918, á fjörutíu ára afmælinu 1. des-
ember 1958 og fimmtíu ára afmælinu
1. desember 1968. Á frímerkinu 1958
var teikning af íslenska ríkisfán-
anum með Þingvelli í baksýn. Mynd
af Jóni Magnússyni var á frímerkinu
1968, en hann var forsætisráðherra
þegar lýst var yfir fullveldi 1918.
Hönnuður nýju fullveldismerkj-
anna er Örn Smári Gíslason. Hönn-
uðir hinna frímerkjanna eru Tryggvi
T. Tryggvason (Landsbókasafnið),
Hany Hadaya (Jón Thoroddsen) og
Borgar H. Árnason (Evrópufrí-
merki).
Sjö ný frímerki
gefin út í dag
Tvö frímerki vegna fullveldisafmælis
Afmæli Frímerkin tvö sem gefin eru út til að minnast fullveldisafmælisins.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Tíðarfarið í vetur hefur verið erfitt
og snjómoksturinn er svolítil kúnst á
köflum. Stundum er eina ráðið að
loka veginum svo ekki leggi á fjallið
ökumenn á vanbúnum bílnum sem
þeir festa og teppa með því aðra um-
ferð,“ segir Ingileifur Jónsson, verk-
taki á Selfossi. Á vegum fyrirtækis
síns hefur Ingileifur með höndum
snjómokstur á Hellisheiði, í
Þrengslum og á Árborgarsvæðinu en
gagnrýnt hefur verið síðustu daga að
hve oft Vegagerðin hefur lokað veg-
inum yfir heiðina þegar veður versn-
ar. Gagnrýnendur telja þetta vera of-
notað úrræði.
Skefur að vegriði
Snjóruðningsmenn halda Hellis-
heiðinni opinni allan sólarhringinn.
Menn á fjórum til fimm bílum úr
flota Ingileifs eru á ferðinni og í
vestri er upphafspunktur ferða
þeirra í Norðlingaholti í Reykjavík.
Allt að fimmtán karlar eru í mokst-
ursgenginu og að undanförnu hafa
bílarnir snúist 24 tíma á sólarhring.
Ekki veitir af.
Yfirleitt eru bílarnir tveir saman í
einu og er þá annar vinstra megin á
akbraut og við miðlínu en hinn í veg-
brún. Þannig er fljótgert að ryðja
snjónum af, ef ekki eru fyrirstöður til
dæmis þegar bílar sitja fastir.
„Mokstur er vandasamari en áð-
ur,“ segir Ingileifur þegar Morgun-
blaðið hitti hann í Litlu-kaffistofunni
í Svínahrauni í gærmorgun.
„Oft skefur snjó að vegriðinu sem
nú er komið úr Svínahrauni og niður
í Kamba og aðskilur akstursstefnur.
Því þarf nokkra lagni þegar rennt er
fram hjá víravirkinu, til dæmis þar
sem vegurinn er einbreiður. Séu til
dæmis litlir japanskir bílar stopp úti
í vegbrún eða jafnvel úti á akbraut-
inni teppir það snjómoksturinn og
alla aðra umferð í framhaldinu.“
Vetrarþjónusta í fjórtán ár
Ingileifur hefur síðastliðin fjórtán
ár sinnt vetrarþjónustu fyrir Vega-
gerðina á leiðinni austur fyrir fjall og
á Árborgarsvæðinu. Veðráttu í vetur
segir hann hafa verið sérstaklega
leiðinlega og söm hafi raunin verið
veturinn 2014 til 2015. Minni reynsla
og hefð var þá fyrir lokun vegarins
yfir Hellisheiði miðað við nú, en eins
og fram kom í Morgunblaðinu í gær
hefur heiðinni verið lokað tólf sinn-
um það sem af er þessu ári, fjórum
sinnum í fyrra og í átta skipti 2016.
„Umferðin hefur aukist mikið á
undanförnum árum. Það er alltaf
stór hópur sem fer þessa leið daglega
til dæmis vegna vinnu og áður var
það fólk yfirleitt á góðum bílum, til
dæmis jeppum sem voru vel dekkj-
aðir. Núna hefur það svolítið dottið
út og kannski hefur öflug vetrarþjón-
ustan gert fólk værukært að þessu
leyti,“ segir Ingileifur og heldur
áfram:
Á vanbúnum bílum
og þekkja ekki aðstæður
„Mesta breytingin úti í umferðinni
snýr auðvitað að ferðafólki, sem
þekkir ekki aðstæður og leggur alltof
oft á vanbúnum bílum á fjallvegi og
festir sig. Það er ein margra góðra
ástæðna fyrir því að loka vegum eins
og Hellisheiði, þegar veður versnar.
Þó að margir, til dæmis jeppamenn
og vanir bílstjórar, geti komist yfir
fjallið í sæmu veðri, ráða aðrir ekki
við þær aðstæður. Lægsti samnefn-
arinn, sem er óvanir bílstjórar sem
koma sér og öðrum í vandræði, þýðir
að loka þarf veginum jafn oft og raun
ber vitni,“ segir Ingileifur
Tækin snúast allan sólarhringinn
Annríki hjá Ingileifi á Hellisheiðinni Erfiður vetur og smábílar stöðva allt Skefur að vegriðinu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Snjókarlar Frá vinstri talið: Ingileifur Jónsson, Sigurður Ingvarsson og Jón
Þór Tómasson í éljaganginum í Svínahrauninu í hádeginu í gærdag.
FRÍSKANDI
BRAGÐ OG
FULLT AF
HOLLUSTU
LÝSI MEÐMYNTU- OG SÍTRÓNUBRAGÐI
Lýsi með myntu- og sítrónubragði
er ný vara frá Lýsi sem innheldur
omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA
og er þar að auki auðugt af A-, D-
og E-vítamínum.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
NÝ
F
E
R
S
K
T
O
M
Y
N
T
U-
OG SÍTRÓN
U
B
R
A
G
Ð
V
E
R
T
JÓN BERGSSON EHF
Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is
GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM
Hentar þetta þínum garði, svölum,
rekstri eða sumarbústað?