Morgunblaðið - 14.02.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018
14. febrúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 101.82 102.3 102.06
Sterlingspund 140.95 141.63 141.29
Kanadadalur 81.01 81.49 81.25
Dönsk króna 16.77 16.868 16.819
Norsk króna 12.794 12.87 12.832
Sænsk króna 12.583 12.657 12.62
Svissn. franki 108.55 109.15 108.85
Japanskt jen 0.9363 0.9417 0.939
SDR 147.16 148.04 147.6
Evra 124.85 125.55 125.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.5682
Hrávöruverð
Gull 1329.4 ($/únsa)
Ál 2129.0 ($/tonn) LME
Hráolía 62.5 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Stefnt er að
skráningu leigu-
félagsins Heima-
valla í Kauphöll Ís-
lands um mánaða-
mót mars og apríl.
Félagið hagnaðist
um 2,7 milljarða
króna á síðasta ári,
samkvæmt nýbirtu
ársuppgjöri, en
hagnaðurinn var
2,2 milljarðar árið á undan.
Leigutekjur félagsins námu 3,1 millj-
arði króna og ríflega tvöfölduðust milli
ára. Félagið tók 330 nýjar íbúðir í notk-
un á síðasta ári og voru þær orðnar um
2.000 í árslok.
Matsbreytingar fjárfestingareigna
námu 3,8 milljörðum króna á síðasta ári
en virði fjárfestingareigna var í árslok
54 milljarðar króna.
Eigið fé Heimavalla nam 17,6 millj-
örðum króna um áramótin og eiginfjár-
hlutfall var 31,4%.
Heimavellir á markað um
mánaðamót mars og apríl
Heimavellir Íbúðir
í Byggjuhverfinu.
STUTT
laða stórfyrirtæki hingað með skat-
taívilnunum. Hún bendir á að hægt sé
að nota svipað fyrirkomulag og gert
er varðandi kvikmyndaframleiðslu,
en framleiðendur kvikmynda eða
sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á
endurgreiðslum á allt að 25% af fram-
leiðslukostnaði sem fellur til hér á
landi. „Stjórnvöld útbjuggu flott pró-
gramm til að styðja við kvikmynda-
iðnaðinn hér á landi, sem varð til þess
að hingað hafa komið fjölmörg erlend
verkefni,“ segir María. „Fordæmið er
til staðar og árangurinn er augljós.“
Hún segir að tækifærin blasi alls
staðar við fyrir Ísland. „Það eru allir
sammála að Ísland sé númer eitt þeg-
ar kemur að gagnaversuppbyggingu.
Það sýna alþjóðlegar kannanir.“
Hún segir að vegna slakra gagna-
tenginga og skorts á skattaívilnunum
hafi viðræður við risafyrirtæki eins
Amazon, Google og Facebook ekki
skilað árangri, en slík fyrirtæki hafa
skoðað hér aðstæður. „Ef brugðist
hefði verið jafn hratt við og gert var
með kvikmyndirnar þá væru slík
fyrirtæki hér með starfsemi í dag.“
María segir að sú staðreynd að rík-
isstyrkir séu eingöngu veittir til upp-
byggingar gagnavera úti á landi
hamli uppbyggingu gagnavera hér á
landi. „Það mun verða ákveðin hindr-
un í sölu á verkefnum inn í gagnaver
ef það er staðsett langt frá
höfuðborgarsvæðinu. Gagnaver þarf
að vera aðgengilegt fyrir þá sem þar
eiga og reka sinn tölvubúnað. Það má
ekki taka langan tíma að komast á
staðinn.“
Slæmt fyrir gagnaver að
vera of háð bitcoin-greftri
AFP
Vöxtur María Ingimundardóttir telur að gagnaversiðnaðurinn geti vaxið umtalsvert og skilað miklum tekjum.
Gagnavinnsla
» Ísland er öruggasta land í
heimi fyrir gagnaver.
» DCI, Samtök gagnavera á
Íslandi, hafa þrýst á yfirvöld
um úrbætur í starfsumhverf-
inu.
» Opin kerfi stunda virka
markaðssetningu gagnavera
erlendis.
» Svíar hafa nánast afmáð
skatta á rafmagn til gagna-
vera, sem lækkar rafmagns-
kostnað veranna um 40%.
Segir að risafyrirtæki væru hér nú þegar ef opinber stuðningur væri fyrir hendi
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
María Ingimundardóttir, fram-
kvæmdastjóri ráðgjafarsviðs upplýs-
ingatæknifyrirtækisins Opinna kerfa,
segir að gagnaver hér á landi séu örfá,
og um 80-90% af starfsemi þeirra sé
vegna bitcoin-námugraftrar. „Það er
slæmt að vera svo háð einni tegund af
vinnslu, sem ofan á allt er mjög brot-
hætt. Ef verð á rafmynt fellur hratt
og gengið fer neðarlega af einhverj-
um ástæðum, gæti það leitt til þess að
þeir aðilar sem eiga þennan búnað
sjái ekki fram á að það borgi sig að
halda starfseminni áfram. Gagnaver-
in sitja þá uppi með hrúgu af einskis
nýtum tölvubúnaði, en tölvurnar sem
notaðar eru við bitcoin-vinnsluna eru
sérsmíðaðar og nýtast ekki í önnur
verkefni,“ segir María í samtali við
Morgunblaðið.
Hún bætir við að fjölbreyttari
starfsemi þurfi í gagnaverin, og bend-
ir þar til dæmis á ýmsa hátæknilega
útreikninga fyrir erlend stórfyrir-
tæki. „Við þurfum líka fleiri gagnaver
til að bera kostnað af fleiri tengingum
til landsins.“
Hún segir að það sem helst hindri
erlenda aðila í að koma til Íslands séu
fáar tengingar og frekar dýrar.
Gagnaflutningsgeta núverandi
strengja (Farice og Danice) sé nægi-
leg og langt frá því að vera fullnýtt, en
heilbrigða samkeppni vanti á mark-
aðinn.
Styðja eins og við kvikmyndir
María vill sjá meiri aðkomu yfir-
valda að geiranum. Þau geti bæði
beitt sér varðandi betri gagnateng-
ingar við útlönd, sem og til þess að
Rekstrarhagnaður Regins, sem m.a.
á Smáralind, fyrir matsbreytingar
jókst um 4% á milli ára og var 4,5
milljarðar króna árið 2017. Rekstr-
artekjur jukust um 7% á milli ára og
námu 7,1 milljarði króna. Þetta kem-
ur fram í uppgjöri félagsins sem birt
var í gær.
Hagnaður fyrirtækisins dróst
saman um 11% á milli ára og nam 3,8
milljörðum króna. Samdrátturinn
helgast af því að matsbreyting fast-
eigna var 817 milljónum króna minni
í fyrra en árið 2016. Matsbreytingin í
fyrra var 2,9 milljarðar króna.
Arðsemi eiginfjár með matsbreyt-
ingum var 12% á árinu en eigið fé var
34,6 milljarðar króna við árslok.
Eiginfjárhlutfallið stendur í stað á
milli ára og er 35%.
Vaxtaberandi skuldir jukust hins
vegar um 16% á milli ára og námu
57,5 milljörðum króna en vaxtagjöld
lækkuðu um 4% á tímabilinu. Félag-
ið mun halda áfram þeirri vegferð að
endurfjármagna lán félagsins á
næstu misserum séu markaðsað-
stæður með þeim hætti að hagstæð-
ari kjör bjóðist, segir í afkomutil-
kynningu til Kauphallar Íslands.
Þar segir einnig að eins og áætl-
anir gerðu ráð fyrir hafi yfirstand-
andi umbreytingar í Smáralind á
árinu 2017 áhrif á tekjur og afkomu.
Áhrifin felast í tímabundið lægri
tekjum og hærri rekstrarkostnaði en
þessar umbreytingar eru að mestu
yfirstaðnar, segir í tilkynningunni.
Þegar hafa um 60% leigurýma verið
endurbætt í kjölfar umbreytinga á
verslanamiðstöðinni og alþjóðleg
vörumerki, eins og H&M og Zara,
hafa opnað nýjar eða endurbættar
verslanir. helgivifill@mbl.is
Morgunblaðið/Ernir
Reginn Umbreytingar í Smáralind
höfðu áhrif á tekjur og afkomu.
Reginn hagnaðist
um 3,8 milljarða
Vaxtaberandi
skuldir jukust um
16% milli ára
Meira til skiptanna