Morgunblaðið - 14.02.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Gleraugnaverslunin
Eyesland býður mikið
úrval af gæðagleraugum
á góðu verði
– og þú færð frábæra þjónustu.
Verið velkomin!
Jensen JNB400 umgjörð
kr. 18.900,-
Ástin er ekki umbúð-
ir eða útlit. Hvorki
girnd né losti, heldur
bál sem kviknar. Henni
þarf að halda við svo
glóðin kulni ekki og
slokkni. Ástinni fylgir
aðlögun, stöðugt sam-
tal, ákvörðun, virðing
og gagnkvæmt traust.
Ljúft en getur
líka verið sárt
Líklega þráum við það flest ef ekki
öll að elska og finna að við séum elsk-
uð.
Hvað veist þú annars dásamlegra
og dýrmætara en það að fá að elska
og fá að hvíla í örmum þess sem þú
elskar? Fá að hvíla í örmum þess sem
elskar þig? Þú finnur að þú ert hluti
af einhverju. Einhverju meiru og
dýpra en þú ert sjálf/ur. Það er ljúft
en getur líka verið sárt. Þú ert gef-
andi og þú ert þiggjandi. Ert í hlut-
verki sem þú kannt eitthvað svo
skelfing illa og hræðist jafnvel en
skalt samt endilega láta eftir þér að
takast á við. Og njóttu þess að láta
það eftir þér af ástríðu hafirðu tæki-
færi til.
Ástin gefst ekki upp
Ástin er líklega allt í senn það
dásamlegasta sem til er en um leið
eitthvað svo skelfing viðkvæm og
vandmeðfarin, brothætt og sár. En
jafnframt svo vermandi og falleg, ljúf
og sönn, djúp og varanleg.
Ástin er skjól, vígi og skjöldur.
Hún virðir mörk, er þolinmóð og hún
umber. Hún styður, uppörvar og
hvetur.
Sönn ást sýnir samstöðu og skiln-
ing án þess að vera meðvirk. Hún
breiðir yfir lesti, er gegnheil og svík-
ur ekki. Hún gefst ekki upp og yfir-
gefur ekki. Því að sönn ást fellur ekki
úr gildi.
Ástin er eins og galdur sem ég skil
ekki en get upplifað, meðtekið og
þegið, hvílt í, notið og gefið.
Leikur með eld
Truflaðu ekki líf þitt með óþarfa
flækjum sem hægt hefði
verið að komast hjá.
Kveiktu ekki elda sem
ekki verða svo auðveld-
lega slökktir því þeir
munu skilja eftir sviðna
jörð, kramin hjörtu og
flakandi sár. Eða í besta
falli djúp og varanleg ör.
Í það minnsta á sálinni.
Ef þú vilt að hjarta
þitt slái í fjölskyldu
þinni þarftu að verja
tíma þínum með henni.
Þið þurfið að vera sam-
an og tala saman. Þú þarft að hlusta.
Þið þurfið að vinna saman, gráta sam-
an, gleðjast saman og njóta uppsker-
unnar saman. Vertu þar sem hjarta
þitt slær, ekki þar sem heimurinn
lokkar.
Gleymdu ekki að heima hjá þér
bíður fólk sem reiknar með þér og
treystir þér. Stólar á þig, þráir þig og
elskar þig. Hlauptu ekki eftir því sem
hugurinn girnist hverju sinni því það
leiðir þig aðeins í ógöngur og veg-
leysu. Hlustaðu heldur eftir því hvað
hjarta þitt þráir en hvað hugurinn
girnist. Látum hugann aldrei bera
hjartað ofurliði.
Sópum stöðugt huga okkar og leyf-
um hjartanu að ráða. Berjumst hinni
góðu baráttu. Gefumst ekki upp. Hin
hjartanlega hamingja veitir nefnilega
sanna gleði. Því hún er djúp, sönn og
varanleg. Vegna þess að hún byggist
á djúpri alvöru og sannri þrá hjartans
eftir því að fá að elska, vera virtur og
elskaður og því að fá að hvíla í ástinni
í blíðu og stríðu.
Með kærleiks- og friðarkveðju.
Njótum dagsins og lífsins.
Lifi lífið!
Ástin fellur
ekki úr gildi
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn
Þorkelsson
» Ástin er ekki umbúð-
ir eða útlit. Hvorki
girnd né losti, heldur bál
sem kviknar. Henni þarf
að halda við svo glóðin
kulni ekki og slokkni.
Höfundur er ljóðskáld
og rithöfundur og aðdáandi lífsins.
Stærsta framkvæmd
Íslandssögunnar er
réttlætt af áratuga
gömlum útreikningum
sem standast ekki nú-
tíma hönnun sjúkra-
húsa.
Málflutningur heil-
brigðisráðherra er ekki
boðlegur ásamt Skipu-
lagsstofnun og Fram-
kvæmdasýslu ríkisins
að láta liggja að því að breytt stað-
setning Landspítalans þýði 10 til 15
ára seinkun. Sjúkrahús úti um allan
heim eru byggð á örfáum árum
ásamt hönnun og því þarf ekkert að
vera öfugt farið hér á landi.
Við yfirlestur á opinberum
skýrslum sem hafa verið gefnar út
undangengin ár af háskólasamfé-
laginu og fræðimönnum að beiðni
stjórnsýslu er ljóst hversu óábyrgar
fyrirhugaðar framkvæmdir við
Hringbraut eru. Að hrinda af stað
innan nokkurra mánaða stærstu
byggingarframkvæmd landsins
stenst enga skoðun og gengur þvert á
aðvaranir.
Árið 2011 mat Katrín Ólafsdóttir,
lektor við Háskólann í Reykjavík,
kostnað og ábata af fyrirhuguðum
nýbyggingum við Landspítala. Henn-
ar álit var að kostnaður við nýbygg-
ingar væri stórkostlega vanmetinn
og vantalinn. Að hennar mati gæti
kostnaðurinn orðið allt að tvöfalt
hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Á haustmánuðum 2015 kom út
skýrsla: „Forsendur og hagkvæmni
þess að staðsetja nýjan spítala við
Hringbraut“ sem var unnin af ráð-
gjafarfyrirtækinu KPMG. Það er
skylda stjórnvalda að tryggja að hið
opinbera haldi að sér höndum á
næstu misserum bæði hvað varðar
fjárfestingar og ásókn í vinnuafl til að
sporna gegn ofþenslu í efnahagslífinu
og því tjóni sem henni getur fylgt.
Það er því ábyrgðarhluti að bæta
stórframkvæmd á við hátæknisjúkra-
hús inn í þá miklu þenslu sem fram-
undan er. Vænlegra er að nota næstu
ár til að endurmeta þjónustuhlutverk
og kjarnastarfsemi Landspítalans
með tilliti til þjónustu
við sjúklinga, stýrt
sjúklingaflæði, bráða-
meðferð og langtíma-
meðferð. Velta því upp
hvort fyrirhuguð bygg-
ing og staðsetning
hennar sé í takt við þró-
un síðustu og komandi
ára í starfsemi hátækni-
sjúkrahúss.
Nauðsynlegt er að
framkvæma nýtt heild-
stætt staðarval fyrir
nýjan spítala þar sem
tekið er tillit til nýrra þarfa spítalans,
aðgengis og kostnaðar. Að auki þarf
að endurskilgreina kjarnastarfsemi
Landspítala. Því er ráðlegra að bíða
með framkvæmdir þangað til endur-
mati á þjónustuhlutverki Landspítala
er lokið.
Í skýrslunni er lagt til að spítalinn
verði reistur á nýjum stað þar sem
hægt er að framkvæma hindr-
unarlítið og hægt að reisa hærri
byggingu en gert er ráð fyrir í núver-
andi áætlunum. Það mun leiða til
lægri byggingarkostnaðar, minna
rasks og hraðari framkvæmdatíma.
Forsendur staðsetningar á nýjum
Landspítala við Hringbraut eru
löngu brostnar þar sem ekki er gert
ráð fyrir umferðarmannvirkjum til
að mæta auknum umferðarþunga
ásamt að vera alltof umsvifamiklar.
Óafturkræf mistök munu eiga sér
stað verði nýr Landspítali byggður
upp við Hringbraut. Leggja þarf
stórt landsvæði undir jarðrask og
brjóta tugþúsundir rúmmetra af
klöpp ásamt sprengingum til margra
ára og miklu steinsteypubroti ofan í
spítalanum. Byggingartími mun
lengjast verulega vegna legu spít-
alans og flutningsgetu umferðaæða.
Verkferlinu mun smám saman seinka
og verða breytingum háð með til-
heyrandi hávaða, ráðaleysi og
skömm þar sem enginn mun axla
ábyrgð.
Framkvæmdir við Hringbraut
krefjast mikils athafnapláss og af-
girts vinnusvæðis þar sem stórtækar
vinnuvélar þurfa óheft aðgengi ásamt
miklum efnisflutningum sem mun
reyna verulega á nærliggjandi
byggð. Tímafrekar og kostn-
aðarsamar jarðvegsframkvæmdir
þurfa að eiga sér stað við flutning og
breytingu jarðstrengja, hita- og
vatnslagna ásamt frárennslis- og
stofnæðum sem þarf að stórauka. Að-
liggjandi götur ásamt gatnamótum
verða seinfarnar vegna þungaflutn-
inga.
Að klastra tugþúsunda fermetra
nýbyggingum saman við þær eldri
mun stórauka byggingarkostnað
samanborið við betri staðsetningu
ásamt að lengja byggingartíma um
mörg ár. Örtröð í kringum sjúkra-
húsið mun verða sjúklingum erfið og
reyna á þolrif starfsfólks, gesta,
verktaka og íbúa nærliggjandi hverfa
þegar svæðin sem liggja að Landspít-
alanum verða undirlögð vegna fram-
kvæmda.
Það verða ekki bara sjúklingar
sem munu kvarta yfir hávaða og öðr-
um uppákomum. Læknastéttin verð-
ur þar ekki undanskilin, ekki síst
þegar viðkvæm tæki hætta að virka
sem skyldi. Sjúkrabílar munu ekki
komast óheftir að bráðamóttöku þó
að mikið liggi við.
Miklir hagsmunir eru í húfi, ekki
síst fyrir Reykjavíkurborg sem vill
ekki missa fasteigna- og aðstöðugjöld
ásamt öðrum tekjum af spítalanum
yfir í nágrannasveitarfélag. Þó svo að
milljarðar liggi undir í undirbúnings-
kostnað má ætla að það sé brotabrot
af auknum byggingakostnaði sem
hlýst af staðarvali við Hringbraut.
Stórlega má draga í efa að hönn-
unar- og verkfræðikostnaður stand-
ist skoðun og notagildið sem standi
að baki þeirri vinnu sé í samræmi við
áfallinn kostnað. Þegar kostnaðar- og
verkáætlanir standast ekki munu all-
ir sverja af sér ábyrgð og stjórn-
málamenn verða þar ekki und-
anskildir.
Nýtt sjúkrahús verður aðeins
byggt fljótt með fyrirhyggju og út-
sjónarsemi sem er ekki á dýrasta og
erfiðasta byggingarlandi sem er
hægt að finna á Reykjavíkursvæðinu.
Lágmarkskrafa er að vandað sé til
alls undirbúnings til að sjúkra-
húsbygging rísi með traustum og
hagkvæmum hætti.
Mestallri uppbyggingu á höf-
uðborgarsvæðinu verður beint í vest-
urhluta borgarinnar samanber að
byggja á nýtt íbúðarhverfi á Hlíð-
arenda. Stórfelldir efnis- og steypu-
flutningar þurfa að eiga sér stað ár-
um saman vegna framkvæmda þar
sem milljónir rúmmetra þarf að flytja
á framangreindum samgönguæðum
austur sem vestur. Þessar fram-
kvæmdir munu endalega draga úr
eðlilegu umferðarflæði vegna um-
fangsmikla þungaflutninga.
Með því að flytja stærsta vinnustað
landsins sem Landspítalinn er mun
létta verulega á umferðarþunga á
Miklubraut og Hringbraut með
byggingu sjúkrahúss t.d. við Vífils-
staði eða í austurhluta borgarinnar.
Best færi á að bygging landspítala
yrði boðin út á nýjum og betri stað í
heild sinni með verulegum kvöðum,
ásamt allri skipulags- og hönn-
unarvinnu til að flýta fyrir fram-
kvæmdinni ásamt að tryggja verká-
byrgð með skilmerkilegum hætti.
Eftir Vilhelm
Jónsson
» Óafturkræf mistök
munu eiga sér stað
verði nýr Landspítali
byggður upp við Hring-
braut.
Vilhelm Jónsson
Höfundur er fjárfestir.
Skelfilegar afleiðingar af
klambri við Hringbraut
Á heimasíðu Hæstaréttar kem-
ur fram að 30 varadómarar hafi
verið kvaddir til setu í málum sem
flutt eru nú í febrúar og mars.
Margir þeirra eiga að sitja í fleiri
málum en einu.
Þetta vekur spurningar um
ástæður fyrir þessu háttalagi
réttarins. Fróður maður sagði
mér að meginástæðan væri sú að
rétturinn teldi óheppilegt að tveir
dómstólar, Hæstiréttur og
Landsréttur, væru á sama tíma að
dæma á áfrýjunarstigi í sams kon-
ar málum. Á því væri hætta þang-
að til Hæstiréttur hefði lokið dómi
á málin sem biðu dóms í byrjun
ársins, en hefðu farið til Lands-
réttar ef áfrýjað hefði verið eftir
áramótin. Þess vegna hafi þurft
að setja aukinn kraft í að ljúka
dómum á þessi mál.
Á þetta má fallast. Þetta eru að
mínum dómi gild rök fyrir þessu
átaki við að ljúka málunum, þó að
greinilega sé óheppilegt að þurfa
að kalla svo marga varadómara
inn á skömmum tíma.
Hæstiréttur hefði átt að senda
frá sér fréttatilkynningu og skýra
ástæður fyrir þessum óvenjulegu
ráðstöfunum. Þar á bæ ættu
menn að muna að þeir eru þjónar
réttarins en ekki herrar hans.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Gild rök
Höfundur er fyrrverandi
dómari við Hæstarétt.