Morgunblaðið - 14.02.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018
TVÆR SÍÐUSTU
VÉLARNAR Á
TILBOÐSVERÐI
745
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
VERÐ MEÐ SKÓFLU kr. 3.698.000 án vsk.
Verð miðast við gengi EUR 125
700 lína fjölnotatækjanna
frá Avant er nú framleidd
með nýju og endurhönnuðu
vökvakerfi.
HÉR ER Á FERÐINNI MJÖG AFLMIKIL VÉL
Í ÞESSUM STÆRÐARFLOKKI OG MEÐ
GÓÐUM BÚNAÐI
TIL AFGREIÐSLU
STRAX
Á EINSTAKLEGA HAGSTÆÐU VERÐI
Irma Jóhanna Erlingsdóttir, forstöðumaður og dósent, á 50 ára af-mæli í dag. Hún er dósent í frönskum samtímabókmenntum viðHáskóla Íslands, en þar stýrir hún jafnframt Jafnréttisskóla Há-
skóla Sameinuðu þjóðanna og rannsóknasetrunum RIKK og EDDU.
„Starf mitt snýst að stærstum hluta um jafnréttismál frá ýmsum
sjónarhornum og hliðum. Í
rannsóknum mínum og nám-
skeiðum í frönskum bók-
menntum hef ég lagt áherslu
á kvennabókmenntir og bók-
menntir sem hafa pólitíska
og samtímasögulega skír-
skotun. RIKK – Rann-
sóknastofnun í jafnrétt-
isfræðum skipuleggur
rannsóknir, stendur fyrir
ráðstefnum og gefur út bæk-
ur á sviði kynja- og jafnrétt-
isfræða. EDDA sinnir gagn-
rýnum samtímarannsóknum
með áherslu á jafnréttismál.
Jafnréttisskólinn er einn af
fjórum skólum Háskóla Sam-
einuðu þjóðanna á Íslandi og
er eins og hinir þrír skól-
arnir þáttur í þróunarsam-
vinnu Íslands.
Í janúar tókum við á móti
ellefta nemendahóp Jafn-
réttisskólans og er hann sá
fjölmennasti til þessa: 24
nemendum frá 14 löndum en þeir koma allir frá þróunarlöndum og
núverandi eða fyrrverandi átakasvæðum.“ Í ár koma þeir m.a. frá Úg-
anda, Palestínu, Afganistan, Úganda, Malaví og Keníu en einnig frá
Serbíu, Svarfjallalandi og Bosníu í fyrsta sinn.
Í dag fer hópurinn í heimsókn á Bessastaði, en þar mun forseti Ís-
lands, Guðni Th. Jóhannesson, og kona hans, Eliza Reid, taka á móti
þeim. „Við hittum þau í morgunkaffi, forsetinn mun segja okkur frá
Bessastöðum, forsetaembættinu og sýn hans á jafnréttismál og síðan
munu tveir nemendur Jafnréttisskólans segja frá aðstæðum sínum
heima fyrir og lokaverkefnum sínum.“
Áhugamál Irmu eru samofin starfi hennar, franskar samtímabók-
menntir, frönsk samtímaheimspeki og femínískur aktívismi. Hún hef-
ur einnig brennandi áhuga á náttúruvernd, en hún hefur beitt sér á
því sviði og einnig starfað sem leiðsögumaður.
Eiginmaður Irmu er Geir Svansson bókmenntafræðingur og börn
þeirra eru Gríma 21 árs og Svanhildur 15 ára.
Afmælisbarnið Irma er forstöðu-
maður og dósent við Háskóla Íslands.
Í morgunkaffi á
Bessastöðum
Irma Erlingsdóttir er fimmtug í dag
S
esselja Pálsdóttir fæddist
í Stykkishólmi 14.2.
1948, ólst þar upp og
hefur átt þar heima alla
tíð. Hún var í Barna-
skóla Stykkishólms og Gagnfræða-
skóla Stykkishólms og lauk þar
landsprófi árið 1964.
Sesselja hóf störf hjá Pósti og
síma við símavörslu strax að skóla-
göngu lokinni. Hún vann síðar við
fiskverkun á vertíðum eins og tíðk-
aðist í þá daga.
Eftir að börnin stálpuðust vann
Sesselja í fiskverkun á vertíðum og
sinnti afleysingum í símavörslu á
sumrin í mörg ár. Hún var ganga-
vörður í Grunnskólanum í Stykkis-
hólmi á árunum 1985-87, en hóf þá
aftur störf hjá Pósti og síma og
starfaði þar til 1992. Auk þess var
hún umboðsmaður Sjóvár í Stykkis-
hólmi á árunum 1981-2001 og aftur
frá 2007, eða um þrjá áratugi.
Árið 1992 stofnaði Sesselja versl-
unina Heimahornið í Stykkishólmi,
í samstarfi við frænku sína, Þór-
hildi Pálsdóttur. Þær stafræktu
verslunina samfellt í rúmlega 24 ár.
Þá seldu þær reksturinn haustið
2016.
Sesselja hefur starfað í Kven-
félaginu Hringnum í Stykkishólmi í
áratugi og verið þar formaður
nokkrum sinnum: „Kvenfélagið hef-
ur verið máttarstólpi í samfélaginu
og það hefur verið mjög gefandi að
vinna að þeim málefnum sem félag-
ið hefur tekið upp á sína arma í
gegnum tíðina.“
Sesselja var formaður HSH,
Héraðssambands Snæfells og
Sesselja Pálsdóttir, fyrrv. kaupkona í Stykkishólmi – 70 ára
Úti að borða Sesselja og Þorbergur slaka á með dætrum sínum, sonum og tengdadætrum um síðustu helgi.
Vinnur fyrir Hólminn
Formaður Kvenfélagsins Sesselja í ræðustól, reifar málefni bæjarfélagsins.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.