Morgunblaðið - 14.02.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 14.02.2018, Síða 27
Hnappadalssýslu, í eitt ár. Hún sat í sóknarnefnd Stykkishólmskirkju í mörg ár, var stofnfélagi í Efling Stykkishólms sem er félag atvinnu- rekanda í Stykkishólmi og hefur setið þar í stjórn. Árið 2005 voru 160 ár liðin frá því að Árni Thorlacíus hóf fyrstur manna að gera veðurathuganir í Stykkishólmi, en það munu vera fyrstu veðurathuganir sem hafa verið stundað samfellt síðan hér á landi. Í tilefni þess ákvað Sesselja að safna fyrir vefmyndavél þar sem hægt er að fylgjast með veðri við höfnina. Vélin var sett upp á amts- bókasafninu, nú Vatnasafninu í Stykkishólmi. Söfnunin gekk von- um framar og varð til þess að hægt var að kaupa þrjú hljóðkerfi, tvö fyrir grunnskólann og eitt fyrir dvalarheimilið, ásamt nokkrum úti- bekkjum sem komið var fyrir á góðum stöðum í bænum. Í kjölfar þessa framtaks hlaut Sesselja nafn- bótina, Hólmari ársins 2006. Hún var einnig í hópi fimm aðila sem unnu að söfnum fyrir nýju pípuor- geli í Stykkishólmskirkju. Söfnunin hófst rétt fyrir hrun, 2007, en af þeim sökum tvöfaldaðist verð org- elsins. Þrátt fyrir það tókst þeim að ljúka fjármögnun þess og var það vígt 2012. Eins og glöggt má sjá á þessu framtaki Sesselju snúast helstu áhugamál hennar um almenna vel- ferð bæjarfélagsins og íbúa þess. Fjölskylda Eiginmaður Sesselju eru Þor- bergur Bæringsson, f. 26.11. 1943, húsasmíðameistari. Foreldrar hans voru Bæring Elísson, f. 9.5. 1899, d. 30.5. 1991, bóndi, fyrst í Bjarnar- höfn í Helgafellssveit og síðan að Borg í Stykkishólmi, og k.h., Ár- þóra Friðriksdóttir, f. 23.12. 1904, d. 17.3. 1990, húsfreyja. Börn Sesselju og Þorbergs eru 1) Kristín Jóhanna Þorbergsdóttir, f. 29.8. 1967, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á líknardeild Landspít- alans, búsett í Reykjavík; 2) Páll Vignir Þorbergsson, f. 12.2. 1969, húsasmíðameistari hjá Þ.B. Borg ehf., búsettur í Stykkishólmi, kvæntur Steinunni Ingibjörgu Magnúsdóttur kennara og eru börn þeirra Sesselja Gróa, f. 1992, Andr- ea Kristín, f. 1996, og Vignir Steinn, f. 2001; 3) Sæþór Heiðar Þorbergsson, f. 11.1. 1971, mat- reiðslumeistari og eigandi Narfeyr- arstofu í Stykkishólmi, búsettur þar og kvæntur Steinunni Helgadóttur framkvæmdarstjóra og eru börn þeirra Þorbergur Helgi, f. 1993, og Aníta Rún, 1996, og 4) Berglind Lilja Þorbergsdóttir, f. 24.9. 1980, viðskiptafræðingur og sviðsstjóri fjármála- og innheimtu hjá Sýslu- manni Vesturlands og er sonur hennar Bæring, f. 2017. Systkini Sesselju: Áslaug Páls- dóttir, f. 12.2. 1946, d. 20.3. 2017, skólaliði í Hafnarfirði; Ásgerður Pálsdóttir f. 7.2. 1950, starfsmaður hjá Rarik, búsett í Stykkishólmi; Böðvar Pálsson, f. 13.7. 1955, d. 10.2. 1985, matreiðslumeistari og bryti á Hvanneyri, og Þorvaldur Ársæll Pálsson f. 12.7.1963, d. 8.8. 2008, trésmiður í Stykkishólmi og síðast á Flateyri. Foreldrar Sesselju voru Páll Oddsson, f .16.9. 1922, d. 9.4. 2002, verkamaður, og k.h., Sæmunda Þorvaldsdóttir, f. 16.7. 1926, d. 25.11. 1986, húsfreyja og verka- kona. Í tilefni afmælisins tekur Sesselja á móti gestum á Narfeyrarstofu laugardaginn 17.2. milli kl. 14 og 17. Hún afþakkar gjafir en biður þá sem vilja gleðja hana að leggja lið söfnun fyrir nýjum altarisglugga í Stykkishólmskirkju. Baukur verður á staðnum til að taka við fram- lögum. Sesselja Pálsdóttir Hildur Helgadóttir húsfr. á Eiði Kristján Ólafsson b. á Eiði í Eyrarsveit Sesselja Kristjánsdóttir verkak. í Stykkishólmi Þorvaldur Þorleifsson skósmiður í Stykkishólmi Sæmunda Þorvaldsdóttir húsfr. og verkak. í Stykkishólmi Jarþrúður Guðný Pálsdóttir húsfr. á Eiði Þorleifur Jónatansson b. á Eiði í Eyrarsveit Guðný Þorvaldsdóttir húsfr. í Rvík Hulda Þorvaldsdóttir húsfr. í Stykkishólmi og Rvík Jens Hjaltalín Þorvaldsson sjóm. í Stykkishólmi og netagerðarm. í Rvík Vilhjálmur Þorvaldsson sjóm. í Stykkishólmi, síðar í Danmörku Ársæll Þorvaldsson dó ungur Áslaug Ingibjörg Þorvaldsdóttir verkak. í Stykkishólmi Þórhildur Pálsdóttir söngkona og kaupkona Vigdís Stefánsdóttir vinnuk. í Miðbæ í Flatey og húsk. í Hergilsey Jóhann Jóhannsson verkam. í Stykkishólmi Kristín Jóhannsdóttir húsfr. í Stykkishólmi Oddur Böðvar Sigurðsson verkam. í Stykkishólmi Sigurbjörg Andésdóttir húsfr. í Stykkishólmi Sigurður Ólafsson daglaunam. í Stykkishólmi Úr frændgarði Sesselju Pálsdóttur Páll Oddsson verkam. í Stykkishólmi ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt 85 ára Elín Guðjónsdóttir Steinþór Sigurðsson 75 ára Haukur Þorsteinsson Sigurður Karlsson 70 ára Birna Guðbjörg Hjaltadóttir Fríða Britt Bergsdóttir Jóna S. Sigurðardóttir Magnús Ingólfsson Ófeigur Björnsson Ragnheiður Kr. Þorláksdóttir Sesselja Pálsdóttir 60 ára Anna H. Pétursdóttir Anna Sesselja Þórisdóttir Arnar Þórðarson Árni Þorgilsson Erla Eyjólfsdóttir Guðmundur Þórðarson Guðrún Sigurðardóttir Margrét Björg Sigurðardóttir Ragnar Benjamín Ingvarsson Sigríður Þyrí Skúladóttir Snorri Rafn Snorrason Sólveig Óskarsdóttir Stefán Mar Brimdal Guðmundsson Steinunn Kristinsdóttir Steinunn Kristín Hauksdóttir Sveindís Valdimarsdóttir 50 ára Adam Dariusz Topolski Agnar Breiðfjörð Egilsson Alice Petersen Birgir Ægir Kristjánsson Davíð Art Sigurðsson Elínborg Valsdóttir Irma Jóhanna Erlingsdóttir Olegs Sceglovs Rósbjörg Jónsdóttir Sigþór Hjartarson Stanislaw Jan Petruk Þóra B. Valdimarsdóttir 40 ára Arnar Guðjónsson Árni Björn Vigfússon David Lárus Dunham Eva Björk Benediktsdóttir Guðmundur Magnússon Gunnþór Steinar Jónsson Haddý Anna Hafsteinsdóttir Nina Barbara Przybylska Radim Kohoutek Ragnar Veigar Guðmundsson Rakel Viðarsdóttir Sigþrúður Guðnadóttir Sólveig Klara Jóhannsdóttir Zbigniew Zawadzki 30 ára Adrien Valentin Léonard Beata Kukawska Brynjar Örn Reynisson Brynja Sif Davíðsdóttir Ewa Magdalena Ludko Freyja Baldursdóttir Guðbjörn Sævar Ragnarsson Jevgenija Kukle Joanna Maria Olszanicka Kristín Anna Guðnadóttir Marek Krystian Kuhn Priyanka Thapa Rasa Petkuviene Sólveig Ragna Jónsdóttir Sylwia Uzdowska Þórarinn Freyr Grettisson Til hamingju með daginn 30 ára Þórarinn ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk MSc-prófi í klínískri sál- fræði frá HR og starfar hjá Barnaverndarstofu. Maki: Lára Guðmunds- dóttir, f. 1987, hagfræð- ingur og sérfræðingur hjá Medis. Dóttir: Orka Huld, f. 2017. Foreldrar: Anna Guðrún Jónsdóttir, f. 1966, og Grettir Ingvi Gunnarsson, f. 1966. Þórarinn Freyr Grettisson 30 ára Brynjar Örn ólst upp á Egilsstöðum, býr í Reykjavík og starfar hjá Hreinsitækni í Reykjavík. Systkini: Sævar, f. 1983; Oddur, f. 1986; Anna Katr- ín, f. 1995; Benedikt Krist- inn, f. 2008, og Tómas Freyr, f. 1992. Foreldrar: Reynir Guð- brandsson, f. 1962, verk- taki í Búðardal, og Kristín Hrönn Sævarsdóttir, f. 1963, ræstingakona í Sel- læk. Brynjar Örn Reynisson 40 ára Ragnar ólst upp á Akureyri, býr í Reykjavík, er að ljúka BA-prófi í jap- önsku og er deildarstjóri varahluta hjá BL. Maki: Lloyd Steven Burt- hill, f. 1969, forritari á eig- in á vegum. Foreldrar: Guðmundur Lárus Helgason, f. 1953, starfsmaður hjá VÍS á Ak- ureyri, og Brynhildur Júl- íusdóttir, f. 1957, starfs- maður hjá Modus á Akureyri. Ragnar Veigar Guðmundsson Arnar Ástráðsson læknir varði þann 12. janúar 2018 dokt- orsritgerð sína við Læknadeild Kaupmannahafnarháskóla. Ritgerð- in nefnist Visual outcome, pituit- ary function, cerebrovascular inci- dents and tumor control after fractionated stereotactic radiation therapy of benign anterior skull base tumors. Leiðbeinandi var Marianne Ju- hler, prófessor í heila- og tauga- skurðlækningum í Kaupmannahöfn og andmælendur voru Lena Specht (formaður dómnefndar), prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, Frantz Rom Poulsen, prófessor við Háskólann í Óðinsvéum og Niklas Marklund, prófessor við Háskólann í Lundi. Ritgerðin fjallar um fylgikvilla og árangur af háná- kvæmnisgeisla- meðferð á góð- kynja æxlum í höfuðkúpubotni. Rannsókn Arn- ars, sem var framsýn, leiddi í ljós góðan ár- angur geisla- meðferðarinnar, sem stöðvaði vöxt mikils meirihluta æxlanna til lang- frama, og aukaverkanir vegna geislunarinnar, svosem sjónskerð- ing, efnaskiptatruflanir og heila- blóðþurrð, voru fátíðar og oftast vægar. En meðferðinni var oftast beitt við æxlum sem ekki voru tal- in skurðtæk vegna erfiðrar legu í höfuðkúpubotni eða vegna endur- vaxtar æxla eftir aðgerð. Arnar Ástráðsson Arnar fæddist í Reykjavík 1967. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Læknadeild Háskóla Íslands 1995. Hann lagði stund á sérfræðinám í heila- og taugaskurðlækningum, aðallega við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn og Southampton General Hospital í Bretlandi, og öðlaðist sérfræðiréttindi 2005. Hann lauk síðar undirsérnámi í djúpkjarnaheilaaðgerðum við John Radcliffe Hospital í Oxford, Bretlandi 2010. Arnar starfaði við grunnrann- sóknir, á sviði heilafrumuígræðslu, við Læknadeild Harvardháskóla 2006- 2008, og í hlutastarfi þar síðan. Arnar stundaði klíniskar rannsóknir, á sviði hánákvæmnisgeislameðferðar á heilaæxlum, á Ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn 2009-2016 og byggist doktorsritgerð hans á þeim rannsóknum. Arnar er núna sérfræðingur við heila- og taugaskurðdeild Háskólasjúkra- hússins í Árósum. Faðir Arnars er Ástráður B. Hreiðarsson, læknir. Móðir Arnars var Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og alþingismaður. Dætur Arnars eru Ásta Marie og Agnes. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.