Morgunblaðið - 14.02.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gættu þess að setja þig ekki á háan
hest gagnvart samstarfsmönnum þínum.
Hver er sinnar gæfu smiður, og það á við þig
eins og alla aðra.
20. apríl - 20. maí
Naut Eitthvað vex þér í augum og þú sérð
enga leið út. Gerðu þér far um að tala skýrt
og skorinort svo hlustendur þínir viti upp á
hár hvert þú ert að fara.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Að vera innan um fólk sem trúir á
þig og hvetur hefur áhrif á viðhorf þitt og þar
með hæfileika og framleiðni. Stígðu skrefið til
fulls, þú sérð ekki eftir því seinna.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er svo sem í lagi að vera í fýlu.
Vertu ekki hræddur þótt einhverjir erfiðleikar
kunni að verða á vegi þínum, þeir munu líða
hjá fljótlega.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ef maður mætir erfiðri áskorun er ekki
óeðlilegt að stíga skref aftur á bak. Bíddu til
morguns með að koma hugmyndum þínum á
framfæri.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þig langar til að finna einhvern sem þú
getur deilt hugmyndum þínum með. Gættu
þess samt að leyfa ekki öðrum að misnota
eiginleika þína.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þetta er góður dagur til að gera umbæt-
ur í vinnunni. Ef hjarta þitt er hreint og þú
hefur velferð allra að leiðarljósi verða breyt-
ingarnar nánast sársaukalausar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er voða gaman þegar maður
er að vinna kapphlaupið. Forðastu umfram
allt að berja höfðinu við steininn þegar um
viðurkenndar staðreyndir er að ræða.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að sýna meiri hug-
kvæmni til þess að leysa það vandamál, sem
nú brennur á þér. Gættu þess þó að missa
ekki yfirsýnina, því þá missir þú allt úr bönd-
unum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er oft skammt milli hláturs og
gráts og það þarft þú að hafa í huga í um-
gengninni við aðra. Settu í þig kraft og láttu
svo verkin tala.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Leitaðu eftir hverju tækifæri til að
gjalda góðmennsku sem þér hefur verið
sýnd. Þetta getur orðið mjög skemmtilegur
dagur.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú skalt sýna öðrum sérstaklega
mikla þolinmæði í dag. Láttu ekki smáatriðin
villa þér sýn varðandi heildarlausn mála.
Sigurlín Hermannsdóttir segirfrá því á Leir að fyrir Iðunn-
arfund hafi hún átt að yrkja um
hross, mús og ref. Hún velti fyrir
sér hvað gæti komið út úr slíkri
blöndu og niðurstaðan varð hugljúf
sonnetta:
Ég vissi hjón á bæ sem kallast Kross
er kúrði innst í dal við lítinn foss.
Á bænum þeim fékk konan aldrei koss
því karluglan var skelfing mikið hross.
Á Krossi taldist kotið varla hús
og kosturinn var algjör hungurlús.
Þar kerla hokin gætti barna og bús
og býsnin öll hún líktist grárri mús.
Um karlinn þetta síðast heyrt ég hef
að hrökk af standi, fékk víst illvígt kvef
en kerlingar beið þekkt og strembið stef
hún strax féll fyrir slægum bragðaref.
Kynblöndun slík mun kallast bara eitt;
á Krossi er allt liðið erfðabreytt.
Síðan bætti Sigurlín við neð-
anmáls: „P.s. Ætli það sé þess
vegna sem svona kynblöndun heitir
’cross breeding’ upp á útlensku?“
Hér kemur bolludagslimra eftir
Magnús Geir Guðmundsson:
Nú meðal annarra orða:
Engan fæ ég að borða.
bollubita,
belginn að fita
Held ég verði hungurmorða?!
Guðmundur Arnfinnsson orti á
sunnudag á Boðnarmiði:
Spara hlýt mér spor af bæ,
spáin lítið gleður,
þorri hvítum þeytir snæ,
þetta er skítaveður.
Og varð byrjunin á skemmti-
legum spuna og allt hringhent! Ing-
ólfur Ómar Ármannsson reið á vað-
ið:
Hríðarveður ama ól
úrillt geðið vakti.
Jók á streð um byggð og ból
burtu gleði hrakti.
Guðmundur Arnfinnsson:
brestur víða skjólið
enga blíðu er að fá
aftur skríð í bólið,
Bitur hríð er brostin á.
Og Ingólfur Ómar Ármannsson:
Veldur kvíða vetrartíð
veðrin stríðu meður.
Þróttinn níða úr þreyttum lýð
þrálát hríðarveður.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Íbúarnir á Krossi,
bolludagur og veðrið
„HUGSAÐU UM TRYGGINGAFYRIRTÆKIÐ
ÞITT. EF ÞÚ STEKKUR, ÞÁ ÞURFA ÞEIR
EKKI AÐ BORGA ÞÉR KRÓNU.“
„FYRST KAUPIR ÞÚ HANDA MÉR NÝJA KÁPU
OG SVO BÝÐURÐU MÉR Á LJÓNASAFARÍ.
HVAÐ ER EIGINLEGA HLAUPIÐ Í ÞIG?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... töfrastund.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HVAÐ ERTU AÐ
GERA GRETTIR?
AÐ HORFA Á MYNDIR AF
MAT Á SÍMANUM MÍNUM
AH,
RÓMANTÍK ÞAÐ VAR RÉTT, FRÖKEN!
LÚTUR SAGÐI AÐ HANN MYNDI
KAUPA NÝJAN FATASKÁP
FYRIR MIG DAGINN EFTIR
BRÚÐKAUPIÐ!
HANN ER SVO
ÖRLÁTUR!
JÁ, HANN SAGÐI AÐ HANN VILDI AÐ ÉG
HEFÐI ALLT SEM ÉG ÞYRFTI FYRIR
ATVINNUVIÐTÖLIN!
Víkverji hefur alltaf staðið í þeirritrú að skemmtunin við að fylgj-
ast með íþróttum sé fólgin í spenn-
unni sem þeim fylgir. Aðdráttarafl
fótboltans á að felast í því hvað hann
er óútreiknanlegur og lítilmagninn á
alltaf möguleika. Ekki eru allir þó
sammála um þetta. „Fótbolti er ein-
faldur leikur,“ sagði sóknarmað-
urinn knái, Gary Lineker, á sínum
tíma. „22 menn elta bolta í 90 mín-
útur og að lokum vinna Þjóðverjar“.
Lineker mælti þessi orð eftir að
hafa tapað með enska landsliðinu í
vítaspyrnukeppni gegn Þjóðverjum í
undanúrslitum á HM 1990.
x x x
Þjóðverjar vildu örugglega óskaþess að Lineker hefði haft lög að
mæla, en þótt þeir hafi verið sig-
ursælir er regla hans ekki óbrigðul.
x x x
Víkverja finnst hins vegar spennandottin úr keppni félagsliða víða í
Evrópu. Þar mætti segja að fótbolti
væri leikur þar sem 22 menn sparka
bolta í 90 mínútur og Manchester
City/Bayern München/Paris Saint-
Germain/Barcelona vinnur. Man-
chester City er um þessar mundir
með 16 stiga forskot í efsta sæti
ensku deildarinnar, Bæjarar leiða
þýsku deildina með 18 stiga forskot,
Parísarliðið er með 12 stiga forskot,
en Börsungar reyndar aðeins með
sjö stiga forskot.
x x x
Í gær kom út listi CIES yfir dýr-ustu liðin. Þar segir að Manchest-
er City sé með dýrasta lið knatt-
spyrnusögunnar. Liðið er metið á
110 milljarða króna. Næstdýrasta
liðið er PSG, sem er metið á 101
milljarð króna. Sex ensk lið eru í tíu
efstu sætum listans (Everton með
Gylfa Þór Sigurðsson þar á meðal),
tvö spænsk (Barcelona og Real Ma-
drid) og eitt ítalskt (Juventus frá
Torino). Athygli vekur að Bayern
kemst ekki inn á topp tíu, heldur
verður að láta sér 11. sætið nægja.
Napolí er á toppinum í ítölsku deild-
inni. Liðið er rúmlega helmingi
ódýrara en lið Juventus, sem er í
öðru sæti. 98 lið eru á listanum. Það
ódýrasta, Troyes frá Frakklandi,
kostar 251 milljón króna.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Lofaður sé Drottinn er ber byrðar vor-
ar dag eftir dag, Guð er hjálpráð vort.
(Sálmarnir 68.20)