Morgunblaðið - 14.02.2018, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018
T
Allt f
LA
uggann
S
yrir gl
Allt fyrir gluggann
Allt fyrir gluggann…
Allt fyrir gluggann…
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
Allt fyrir gluggann…
Álnabær
Ein af þeim spurningumsem heimspekingar fyr-irbærafræðinnar hafavelt vöngum yfir er:
hvernig skynjum við hluti sem birt-
ast okkur í heiminum? Maðurinn er
líkamleg vera sem skynjar og upp-
lifir í gegnum líkamann og fyrir-
bærafræðin beinir sjónum sínum að
vitund mannsins um tilveru sína.
Franski heimspekingurinn Maurice
Merlau-Ponty velti fyrir sér hinu lík-
amlega í skynjun mannsins, hvernig
skynjunin verður áþreifanleg í lík-
amanum og líkamnast. Það er ein-
mitt maðurinn sem líkamleg vera,
samskipti hans við náttúru og um-
hverfi og ekki síst við aðrar mann-
eskjur eru rauði þráðurinn í sýning-
unni Líkamleiki, sem er hluti af
Ljósmyndahátíð Íslands, og á henni
eru verk eftir 18 listamenn sem
vinna með ljósmyndamiðilinn í verk-
um sínum á einn eða annan hátt.
Skilgreining á ljósmynd sem list-
miðli (sem og öðrum miðlum) er
teygjanlegt hugtak í samtímalistinni
og hér má sjá skúlptúra og vídeó og á
opnun sýningarinnar flutti Örn Alex-
ander gjörninginn „Tuggur“ þar sem
listamaðurinn notaði eigin líkama til
þess að myndgera portrettverk af
sjálfboðaliðum úr sal. Listamaðurinn
stillti fyrirsætunni upp en þar fyrir
utan eiga þau ekki í samskiptum sín
á milli meðan á gjörningnum stend-
ur, Örn Alexander gekk síðan í
kringum manneskjuna án þess að
vera í augnsambandi við hana og
tuggði kex á meðan. Afraksturinn er
litlir skúlptúrar úr tuggðu kexi sem
vitna um líkamlegan gjörning lista-
mannsins sem fangar nærveru
manneskjunnar. Gjörningur hans
dansar hárfínt á mörkum íróníunnar
þar sem listaverkið verður lifandi
hlutur í gegnum líkama listamanns-
ins. Í vídeóverkum Hreins Friðfinns-
sonar „Mynd af myndhöggvara sem
höggmynd“ (2011-2014) eru tvö verk
úr fimm verka seríu sem bera nöfn
stærðfræðiformúlna sem lýsa ákveð-
inni hreyfingu sem er endurtekin. Í
öðru þeirra stendur listamaðurinn
Kristinn E. Hrafnsson í fjöruborði
og húllar og í hinu skautar hann
ákveðið í hringi í kringum Tjörnina.
Endurteknar hringlaga hreyfing-
arnar sem Kristinn mótar með eigin
líkama vísa til hreyfiorku og snún-
ings jarðarinnar. Í verkinu hefur
Hreinn gert myndhöggvarann að
táknmynd fyrir höggmynd sem get-
ur bæði verið kyrr og staðbundin en
einnig hreyfanleg og í tengslum við
krafta jarðarinnar.
Verk Elínar Hansdóttur „Trace“
(2010) eru ljósmyndaröð úr vídeó-
verki þar sem hún vinnur með brot
úr kvikmynd Lumiére-bræðra af
svokölluðum Snákadansi eða „Ser-
pentine Dance“ sem hin framúr-
stefnulega Loie Fuller danshöfundur
sýndi í New York undir lok nítjándu
aldar. Fuller var íklædd efnismiklum
en örþunnum silkiklæðum og flæðið í
dansinum framkallaði bæði hreyf-
ingu efnis og umbreytingu ljóss í liti.
Í myndröðinni fangar Elín hreyfi-
orkuna á myndir sem á þversagna-
kenndan hátt eru bæði kvikar en um
leið kyrrstæðar í senn. Verk Har-
aldar Jónssonar „Litrof“ (2017) fjalla
einnig um umbreytingu ljóss í liti,
ljósmyndaverkin eru hluti innsetn-
ingar sem Haraldur sýndi í Stykk-
ishólmskirkju síðastliðið sumar. Út-
skorinn hvítur pappír lenti fyrir
tilviljun undir ljósi frá litaglærum á
vinnustofu listamannsins. Þannig
stýrir ljóðræn hending því hvernig
pappírinn er baðaður litfögrum
geislum og býr til órætt rými sem
listamaðurinn fangar á mynd.
Tengsl manns og náttúru eru end-
urtekið stef í nokkrum verkum á
sýningunni. Í verki Roni Horn
„Becoming a Landscape“ (2001) má
sjá ljósmyndir af hverasvæði þar
sem á sér stað ákveðin samsömun
milli forma náttúrunnar og líkama
mannsins. Bára Kristinsdóttir fjallar
hins vegar um ummerki mannveru
sem er horfin í verkinu „Umhverfi
bróður míns“ (2006). Fjarvera mann-
eskjunnar endurspeglast í borgar-
umhverfinu, auðir stólar og yfirgefin
sundlaug verða að angurværri minn-
ingu um það sem var.
Í verkinu „Slef“ (2015) fjallar
Klængur Gunnarsson um það hvern-
ig manneskjan skynjar umhverfið
sitt, vangasvipur listamannsins birt-
ist hægra megin í myndrammanum
þar sem hann horfir út um glugga á
snævi þakið umhverfið. Upplifun
fegurðar náttúrunnar framkallar
sleftauma sem renna niður úr munn-
vikum hans; skynjunin líkamnast í
viðbragðinu.
Á sýningunni Líkamleiki tekst að
ná fram flæðandi samspili milli
verka, hljóð úr vídeóverkum eru lág-
stemmd og yfirgnæfa til að mynda
ekki skynjun áhorfandans í rýminu.
Hér er teflt er saman verkum lista-
manna af ólíkum kynslóðum, sem
sumir eru enn í námi en aðrir hafa
starfað á myndlistarsviðinu í áratugi
og eru meðal virtustu listamanna
þjóðarinnar. Verkin tengjast öll
skynjuninni á einn eða annan hátt,
því hvernig hugsun og tilfinning lík-
amnast í skynjuninni og tengsl lík-
amans og skynjunarinnar eru sett í
samhengi við hluti og daglegar at-
hafnir mannsins í heiminum. Húmor
er undirliggjandi í mörgum verk-
anna en þar má líka finna streng
sorgar og hugleiðingar um eilífa
hringrás náttúrunnar og tilveru
mannsins. Verkin eru viðbragð við
því hvernig hlutirnir í heiminum birt-
ast okkur og hvernig við bregðumst
við á líkamlegan hátt.
Skynjun mannsins
Umbreyting Verk Haraldar Jónssonar, „Litrof“, fjallar um umbreytingu ljóss í liti og sést hér hluti þess. Útskorinn
hvítur pappír lenti fyrir tilviljun undir ljósi frá litaglærum á vinnustofu listamannsins. Þannig stýrir ljóðræn hend-
ing því hvernig pappírinn er baðaður litfögrum geislum og býr til órætt rými sem listamaðurinn fangar á mynd.
Gerðarsafn
Líkamleiki bbbmn
Bára Kristinsdóttir, Claire Paugam, Eir-
ún Sigurðardóttir, Elín Hansdóttir, Eva
Ísleifsdóttir, Guðrún Benónýsdóttir,
Haraldur Jónsson, Hrafnhildur Arnar-
dóttir / Shoplifter, Hrafnkell Sigurðs-
son, Hreinn Friðfinnsson, Katrín Elvars-
dóttir, Klængur Gunnarsson, Margrét
Bjarnadóttir, Roni Horn, Sigurður Guð-
mundsson, Steina, Una Margrét Árna-
dóttir og Örn Alexander Ámundason.
Sýningarstjóri: Brynja Sveinsdóttir.
Gerðarsafn. Til 15. apríl 2018. Opið
þriðjudaga til sunnudag frá kl. 11-17.
ALDÍS
ARNARDÓTTIR
MYNDLIST
Fjarvera Bára Kristinsdóttir fjallar um ummerki mannveru sem er horfin í verkinu „Umhverfi bróður míns“ frá
árinu 2006. Fjarvera manneskjunnar endurspeglast í borgarumhverfinu, auðir stólar og yfirgefin sundlaug verða
að angurværri minningu um það sem var, segir m.a. í gagnrýni. Hér sjást tvær ljósmyndir úr verki Báru.
Morgunblaðið/Hari
Enska leikkonan Lesley Manville
segist sjá hægfara breytingu til
hins betra hvað varðar hlutverk
fyrir eldri konur í kvikmyndum og
sjónvarpsþáttum, segir þeim hafa
fjölgað. Framleiðendur séu farnir
að átta sig á því að áhorfendur vilji
sjá fólk á sínum aldri í röðum per-
sóna og geta tengt við líf þeirra.
Manville segir að nú sé loksins í
lagi að vera sextugur á sjónvarps-
skjánum. „Þú getur átt elskhuga þó
að þú sért sextug. Það þarf ekki að
húka úti í horni í hnepptri peysu að
prjóna,“ segir hún í viðtali við tíma-
ritið Radio Times. „Ástæðan fyrir
þessu er að framleiðendur kvik-
mynda og sjónvarpsefnis átta sig á
því að til er gríðarstór hópur
kvenna sem vilja fara í bíó eða
kveikja á sjónvarpinu og sjá eitt-
hvað sem tengist þeim og tekur
þeim fagnandi, eitthvað sem snýst
ekki bara um gullfallegar konur á
þrítugs- eða fertugsaldri,“ segir
Manville en hún er tilnefnd til
Bafta-verðlaunanna og Óskars-
verðlaunanna sem besta leikkona í
aukahlutverki fyrir leik sinn í kvik-
myndinni Phantom Thread.
Óttaðist að vera hent í ruslið
Leikkonan Anna Friel hafði áður
talað á svipuðum nótum í viðtali við
Radio Times og bent á að loksins
núna væri ásættanlegur fjöldi hlut-
verka fyrir konur yfir fertugu í
kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Friel sagðist hafa velt því fyrir sér
þegar hún varð fertug hvort henni
yrði „hent í ruslið“ sem leikkonu en
hún er nú orðin 41 árs. „Við höfum
komist að því að fólk vill horfa á
fólk sem það á eitthvað sameigin-
legt með, ekki bara hið ómögulega.
Við höfum fengið nóg af því í ofur-
hetjumyndum,“ sagði Friel.
Segir hlutverkum fyrir
eldri konur hafa fjölgað
Tilnefnd Lesley Manville er tilnefnd
bæði til Bafta- og Óskarsverðlauna
fyrir leik sinn í Phantom Thread.