Morgunblaðið - 14.02.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.02.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018 Haldið var upp á hálfrar aldar afmæli Portrett-listasafns Bandaríkjanna, National Portrait Gallery, á mánudag með afhjúpun stórra málverka af forsetahjónunum fyrr- verandi, Barack og Michelle Obama. Frá stofnun safns- ins hafa portrett af forsetum landsins verið sýnd þar og á síðustu áratugum nýtt verk verið pantað af hverjum for- seta. Frá 2006 hefur listamanni jafnframt verið falið að mála portrett af maka forsetans. Obama-hjónin tóku þátt í að velja listamennina sem þau síðan sátu fyrir hjá og afhjúpun verkanna vakti mun meiri áhuga fjölmiðla en áður hefur gerst. Ekki eru þetta bara fyrstu hörundsdökku forsetahjónin í Bandaríkj- unum heldur einnig í fyrsta skipti sem listamennirnir sem er falið verkið eru ekki hvítir. Kehinde Wiley málaði rúmlega tveggja metra hátt málverkið af Barack Obama. Wiley er fertugur og nýtur mikilla vinsælda í myndlistarheiminum vestanhafs, ekki síst fyrir portrettmyndir af hörundsdökkum löndum sín- um sem hann birtir í konunglegum stellingum og vísar markvisst í opinber portrett fyrri alda. Hann kaus að mála forsetann hugsi á svip þar sem hann hallar sér fram í einföldum stól. Hann er umkringdur iðjagrænu lauf- skrúði og blómum sem vísa til bakgrunns hans; bláar afr- ískar liljur vísa til föðurfjölskyldu hans í Kenía, jasmín- blóm til Havaí, þar sem Obama fæddist, og tryggðarblóm er blóm Chicago-borgar hvar stjórnmálaferill hans hófst og hann kynntist eiginkonunni á sínum tíma. Michelle Obama valdi að sitja fyrir hjá Amy Sherald, sem er 44 ára, og hafa verk hennar vakið sívaxandi eft- irtekt. Alvarleg veikindi hafa haft áhrif á feril hennar – hún er hjartaþegi – en eins og Wiley málar Sherald að- allega portrettmyndir af hörundsdökku fólki og birtir það í hetjulegu ljósi. Hún sýnir Michelle Obama íklædda björtum og flæðandi kjól mót ljósbláum bakgrunni. Michelle Obama sagði mikilvægt, og ekki síst fyrir hörundsdökkar stúlkur, að nú væru myndir af dökkum forsetahjónum komnar í safnið. „Þær munu koma hingað og sjá málverk af einhverri sem er eins og þær hanga í þessari merku stofnun. Og ég veit hvaða áhrif það getur haft á líf þeirra því ég var ein af þeim.“ AFP Portrettmálverk Bandarísku forsetahjónin fyrrverandi, Barack Obama og Michelle Obama við málverkin nýju ásamt listamönnunum, Kehinde Wiley og Amy Sherald, eftir að verkin voru afhjúpuð í National Portrait Gallery. Nýr tónn í forsetamálverkum Nela Eggenberger, ritstjóri alþjóðlega myndlistartímaritsins EIKON sem leggur áherslu á ljós- myndun og nýmiðlun og hefur ver- ið gefið út fjórum sinnum á ári allt frá árinu 1991, hélt upp á útgáfu hundraðasta tölublaðsins með því að verðlauna sérstaklega þrjár evr- ópskar listakonur yfir 45 ára aldri fyrir listsköpun þeirra og var Katr- ín Elvarsdóttir þeirra á meðal. Nær 300 þátttakendur frá 23 löndum sóttu um verðlaunin og auk Katrínar hlutu þau norðurírska myndlistarkonan Susan MacWilli- am og þýska myndlistarkonan Gabriele Rotheman. Verðlaunaafhendingin fór fram í Kunst Haus Wien í Vínarborg í nóvember í fyrra og var sérútgáfa af tímaritinu gefin út af þessu til- efni með þremur ólíkum forsíðum. Hverja þeirra prýddi verk eftir einn vinningshafanna þriggja og birtar voru greinar um listferla þeirra. Eftir að tilkynnt hafði verið um verðlaunin sýndi listasafnið Kunstlerhaus í Vín áhuga á að að setja upp sýningu á verkum vinn- ingshafa undir heitinu EIKON Award, þ.e. EIKON-verðlaunin, en sýningarstjóri hennar er Nela Eggenberger fyrrnefnd, ritstjóri EIKON. Katrín segir að við val á verkum hafi Eggenberger lagt áherslu á að skapa samtal milli verka þessara þriggja ólíku lista- manna. Sýningin verður opnuð í Vín á morgun, 15. febrúar, og segir Katr- ín að hún muni sýna fjölda verka úr myndaröðunum „Vanished Summer“ og „Equivocal“ auk nýs verks sem nefnist „Solar Eclipse Shadow“. Sýningin stendur yfir í tvo mánuði og 8. mars, á Alþjóð- legum baráttudegi kvenna, verður haldið málþing í Kunstlerhaus um sýnileika og þátttöku miðaldra kvenna í listheiminum. Katrín seg- ist aldrei hafa sýnt áður í Austur- ríki og fagnar því bæði að fá að sýna þar og verðlaununum. „Þetta er flott safn,“ segir hún um Kunst- lerhaus í Vínarborg. helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/Hari Verðlaunahafi Katrín Elvarsdóttir á sýningunni Þessi eyja jörðin í Ljós- myndasafni Reykjavíkur í janúar sl. en hún var sýningarstjóri hennar. Hlaut EIKON-verð- launin og sýnir í Vín Austurríski kvikmyndaleikstjórinn Michael Haneke segir Metoo- hreyfinguna hafa leitt til kross- ferðar gegn erótík sem minni á nornaveiðar á myrkum miðöldum. Eins og kunnugt er snýst Metoo um að afhjúpa kynferðislega áreitni og ofbeldi og hófst með umfjöllun um brot kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Haneke segir í viðtali við austur- ríska dagblaðið Kurier að þessi hreyfing eða bylting hafi leitt af sér nornaveiðar. „Þessi nýja hrein- trúarstefna sem lituð er af hatri á karlmönnum og kemur í kjölfar #Metoo-hreyfingarinnar veldur mér áhyggjum,“ sagði Haneke í viðtalinu. „Við listamenn erum orðnir uggandi þar sem þessi kross- ferð beinist gegn hvers kyns birt- ingarmynd erótíkurinnar.“ Haneke tekur þó fram að refsa beri fyrir nauðgun eða hvers kyns kynferðislegar þvinganir en segist uggandi yfir öllum þeim ásökunum sem komið hafi fram vegna 20 eða 30 ára gam- alla atburða. Hann vilji hrein- lega ekki vita hversu margar þeirra séu raun- verulega vegna kynferðislegra árása. Haneke segir leikara nú klippta út úr kvikmyndum og sjónvarps- þáttum ef grunur leiki á því að þeir hafi brotið á sér og það sé gert til að missa ekki áhorfendur. Segir Metoo hafa leitt til nornaveiða Michael Haneke Fasteignir ICQC 2018-20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 5.30 Sýnd kl. 10.40Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 5.30Sýnd kl. 5.30 Sýnd kl. 8, 10.15 SÉRBLAÐ Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 16. mars Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 12. mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.