Morgunblaðið - 14.02.2018, Qupperneq 36
Kvæðamannafélagið Iðunn stend-
ur fyrir skemmtidagskrá á Sóloni við
Bankastræti í kvöld kl. 20 og mun
allur ágóði af miðasölu renna í út-
gáfusjóð á Segulböndum Iðunnar.
Úrvals kvæðafólk kemur fram,
m.a. Ása Ketilsdóttir, Bára Gríms-
dóttir, Gunnar Straumland og Rósa
Þorsteinsdóttir og munu þau m.a.
flytja gamanmál í bundnu og
óbundnu máli. Sumt af efninu er eft-
ir þekkta hagyrðinga Iðunnar. Ragn-
ar Ingi Aðalsteinsson verður kynnir
og hlutavelta verður haldin með fjöl-
breyttum vinningum. Segulbönd Ið-
unnar er bók með 160 kvæðalögum
úr safni kvæðamannafélagsins, á
nótum og í hljóðriti, kvæðum og
ýmsum fróðleik um
kveðskap, kvæðamenn,
bragfræði o.fl. Kvæða-
mannafélagið gefur
bókina út í samvinnu
við Stofnun Árna Magn-
ússonar og bóka-
útgáfuna Opnu.
Útgáfa styrkt með
kvæðakvöldi
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 45. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Telur sér vera haldið í gíslingu
2. Þjóðleikhús í klípu vegna Heimilistóna
3. „Toppurinn á ísjakanum“
4. Missti 27 kíló
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Píanóleikarinn Agnar Már Magn-
ússon kemur fram með tríói sínu á
tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í
kvöld kl. 21 í Björtuloftum í Hörpu.
Tríóið mun frumflytja nýja frum-
samda tónlist eftir Agnar. Auk Agn-
ars eru í tríóinu bassaleikarinn Valdi-
mar Kolbeinn Sigurjónsson og Scott
McLemore sem leikur á trommur.
Tríóið hefur leikið saman um árabil
og sendi frá sér geisladiskinn Svif ár-
ið 2016. Múlinn er samstarfsverkefni
Félags íslenskra hljómlistarmanna
(FÍH) og Jazzvakningar.
Tríó Agnars leikur
djass í Björtuloftum
Á fimmtudag Norðaustan 8-15 á Vestfjörðum, annars austlæg
eða breytileg átt 3-10. Dálítil él, en yfirleitt þurrt á Suðvestur- og
Vesturlandi. Víða frostlaust við ströndina.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 15-25 m/s, en 25-30
syðst. Lægir eftir hádegi sunnanlands, síðar í öðrum landshlutum.
Snjókoma, slydda eða rigning um allt land, einkum eystra.
VEÐUR
Íslandsmeistarar Fram
unnu annan stórsigur á
Stjörnunni á skömmum
tíma í Olís-deild kvenna í
handknattleik í gærkvöldi,
37:26. Vonir Stjörnunnar
um sæti í úrslitakeppninni
fara þverrandi með hverjum
leiknum sem líður. Haukar
halda öðru sætinu eftir sig-
ur á Selfossi og Valskonur
sitja í efsta sæti eftir sigur
á Fjölnisliðinu, sem skoraði
aðeins 10 mörk. »3
Stórsigur Íslands-
meistaranna
Lægð Keflavíkur hefur
lengi verið í kortunum
„Nú er ég laus við þessa
leiðindaspurningu, um hvort
ferillinn minn geti talist full-
kominn án ólympíugull-
verðlauna. Nú er búið að eyða
þessari spurningu,“ sagði
Austurríkismaðurinn Marcel
Hirscher, eftir sigur sinn í
alpatvíkeppni á Vetrarólympíu-
leikunum í Pyeongchang. »1
Laus við þessa
leiðindaspurningu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Íslenski hesturinn Hörður fer með eitt aðal-
hlutverka í þýsku myndinni Hörður – Zwischen
den Welten sem sýnd var hér á landi nýverið á
þýskum kvikmyndadögum. Hörður fæddist í
Þýskalandi. Hann er nítján vetra og í eigu föður
Stefanie Plattner sem er einn handritshöfunda og
framleiðenda kvikmyndarinnar. Steffi, eins og
hún er kölluð, er lærð leikkona og hefur unnið
sem slík. Eiginmaður hennar, Ekrem Ergün, er
líka leikari og það var í verkefnalægð sem þau
ákváðu að skrifa handritið að myndinni. „Hand-
ritið varð bara betra og betra með tímanum svo
við ákváðum að framleiða myndina líka. Við stofn-
uðum framleiðslufyrirtækið Storming Donkey og
Ekrem leikstýrði svo myndinni,“ segir Steffi.
Fallegur og rólegur
Hörður er frá hrossaræktarbúinu Wiesenhof í
Þýskalandi og ræktaður af Bruno Podlech. Faðir
Steffi keypti Hörð fyrir nokkrum árum og notaði
hann sem reiðhest. „Þegar við unnum að handrit-
inu vissi ég strax að Hörður yrði fullkominn í
hlutverkið. Hann er fallegur og rólegur en það er
líka mikill leikur í honum. Hann stóð sig mjög vel
og það var alltaf eins og hann vissi hvað hann ætti
að gera,“ segir Steffi sem sá um að „leikstýra“
Herði. „Það þurfti að vera heilmikill kvikmynda-
tökubúnaður í kringum hann og ég reið honum
meira að segja með búnað hangandi út frá
hnakknum og hann var sallarólegur.“
Steffi er mikill aðdáandi íslenska hestsins. For-
eldrar hennar áttu hestabúgarð og hún hefur ver-
ið með nokkrar merar í ræktun. „Núna á ég þrjá
keppnishesta og reyni að eyða öllum mínum tíma
utan vinnu í hesthúsinu. Bergþór Eggertsson er
góður vinur minn en hann á hestabúgarð hér í
Berlín og hestarnir mínir eru þar. Ég er mjög
tengd Íslandi í gegnum hestana og við eigum
núna litla íbúð í Reykjavík því við ferðumst svo
mikið til landsins. Ég hef mikla ástríðu fyrir ís-
lenska hestinum og finnst hann mjög fallegur.“
Steffi segir að kvikmyndatökuliðið hafi verið
sammála um að íslenski hesturinn væri fullkom-
inn í kvikmyndaleik, hann væri svo góður og ró-
legur. „Það hefur margt fólk lýst aðdáun sinni á
hestinum í gegnum vefsíðu og facebooksíðu
myndarinnar. Þá varð aðstoðarkvikmyndatöku-
maðurinn svo heilluð af íslenska hestinum að hún
endaði á að kaupa einn.“
Hesturinn Hörður heillaði alla
Íslenskur hestur
í aðalhlutverki í
þýskri kvikmynd
Hestakona Stefanie Plattner í útreiðartúr á Herði í þýskum skógi. Hún er mikill aðdáandi íslenska hestsins.
Í myndinni segir frá 17 ára múslimskri stelpu sem
kemst í kast við lögin og þarf að sinna samfélagsþjón-
ustu á hestabúgarði. Þar hittir hún hestinn Hörð og
hrífst af honum. Hún fær að þjálfa hann fyrir keppni
og samband þeirra fær hana til að skoða líf sitt,
drauma sína og þrár.
Myndin var frumsýnd í Þýskalandi árið 2015 og var
sýnd í 48 kvikmyndahúsum þar, sem þykir mjög gott
fyrir sjálfstæða mynd. Síðan hefur hún farið víða, m.a.
til Írans, Dakar, Marokkó og Mexíkó, og verið sýnd á
fjölda kvikmyndahátíða. Hún hefur verið tilnefnd til
nokkurra verðlauna og vann m.a. German Film Critics
Association Awards fyrir bestu barnamyndina 2015.
Var valin besta barnamyndin
HÖRÐUR – ZWISCHEN DEN WELTEN
Leikarar Almila Bagriacik, sem lék stelpuna, ásamt Herði.
Sigur Hattar í Keflavík er óvæntustu
úrslit vetrarins í Dominos-deild karla
í körfubolta. Tölfræði Keflvíkinga á
heimavelli er algjörlega galin. Lægð
karlaliðs þeirra hefur samt verið
lengi í kortunum og lítið sem ekkert
hefur komið fram af
frambærilegum
drengjum hjá þeim
undanfarin ár. Urald
King var besti leik-
maðurinn í 18.
umferð. Bene-
dikt Guð-
mundsson
fjallar ít-
arlega um
það sem
gerðist í
umferðinni. »4