Morgunblaðið - 07.03.2018, Side 1

Morgunblaðið - 07.03.2018, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 7. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  56. tölublað  106. árgangur  SAMVINNA HR OG SÉRSAM- BANDA ÍSÍ 19 SVEITIR KOMA FRAM ODDUR OG SIGGI FJALLA UM EINELTI SVARTMÁLMSTÓNLISTARHÁTÍÐ 30 UNGLINGASÝNING 31MÆLINGAR ÍÞRÓTTIR  Sverrir Óskarsson, sviðstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun segir að ekki eigi að líta á sam- ræmdu könnunarprófin sem gagn til inntöku í framhaldsskóla. Prófin séu ætluð fyrir nemendur, foreldra og skóla til að fá endurgjöf á styrk- og veikleika nemandans. Nemendur í 9. bekk þreyta samræmdu prófin í ár og munu rúmlega 4.300 nemendur í 141 grunnskóla taka samræmt próf í íslensku í dag. Sverrir segir að hluti af tilganginum með því að láta börn í 9. bekk þreyta prófin sé að draga úr því að þau séu notuð sem gagn inn í framhaldsskóla. „Það verða heilmiklar breytingar á þessu eina ári og krökkum standa margar leið- ir til boða og það er mjög mikilvægt að hanga ekki í því að láta eitt svona próf ákveða hlutina,“ segir Sverrir. Nemendur hafa val um hvort þeir láta niðurstöður prófanna fylgja með umsókn í framhaldsskóla að ári liðnu. Segir Sverrir sína per- sónulegu skoðun vera að prófin eigi alls ekki að vera efniviður fyrir framhaldsskólana enda sé prófið að meta afmarkaða þætti. Morgunblaðið ræddi við þau Reg- ínu Sjöfn Sveinsdóttur og Ísak Leon Júlíusson, nemendur í 9. bekk í Vatnsendaskóla, sem hafa undirbúið sig mikið fyrir samræmdu prófin á síðustu vikum. Þau segja að nem- endur séu mjög meðvitaðir um að nota megi niðurstöður prófanna til inngöngu í framhaldsskóla. mhj@mbl.is »6 Prófin ekki efniviður framhaldsskólanna Helgi Bjarnason Anna Sigríður Einarsdóttir Sólrún Lilja Ragnarsdóttir „Ég er bara ánægð með að hafa það staðfest að ég njóti trausts þingsins og þakklát fyrir að það hafi komið fram,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eftir að þingið hafði fellt vantrauststillögu Sam- fylkingarinnar og Pírata. Logi Ein- arsson, formaður Samfylkingarinn- ar, sagði að málinu væri ekki lokið. Tillaga Samfylkingarinnar og Pírata til þingsályktunar um van- traust á dómsmálaráðherra var felld við atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. 29 þingmenn stjórnarand- stöðunnar ásamt tveimur þing- mönnum VG greiddu atkvæði með vantrausti en Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sat hjá. Allir þingmenn stjórnarliðsins nema Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn VG, greiddu atkvæði á móti. Ekki tilefni til stóryrða Birgir Ármannsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði við umræður um vantraustið mik- ilvægt að hafa í huga að ágreining- urinn sem á endanum stóð upp úr í hæstaréttarmálinu snerist um það hversu vel rannsókn hefði farið fram. Ekki um aðra þætti. „Þarna var um að ræða ágreining um mat á því hvernig matskennd regla hefði verið framkvæmd. Það er nú stór- málið sem hér er til umræðu og gefur ekki tilefni til þeirra stóryrða um vantraust á réttarkerfinu og hrun lýðræðis á Íslandi og ég veit ekki hvað menn hafa sagt hérna,“ sagði Birgir. Sigríður Á. Andersen kvaðst í gærkvöldi vonast til að umræðu um málið væri nú lokið og að vinnu- friður skapaðist í þinginu. „Ég vona að þessu þvargi um þetta mál sé nú lokið. Ég vona að menn fái nú ein- hvern vinnufrið.“ Hún sagðist eftir sem áður reiðubúin í gott samstarf við alla þingmenn. Hún hefði, bæði í þessu máli sem öðrum, átt frumkvæði að gegnsæju samtali við þingmenn, eins og þeir hefðu óskað eftir. „Ég mun halda því áfram. Ég vona að það verði gagnkvæmt. Mönnum ber skylda til þess að vinna hér að góð- um málum,“ sagði Sigríður. Vandræðagangur áfram „Að sjálfsögðu eru þetta von- brigði vegna þess að við töldum þetta nauðsynlegt skref til að end- urreisa traust á dómsmálum í land- inu,“ sagði Logi Einarsson í gær- kvöldi og lýsti þeirri skoðun sinni að málinu væri ekki lokið. Spurður um framhaldið sagði Logi þingmennina virða lýðræðis- lega niðurstöðu. „Auðvitað getur þó verið að vandræðagangur dóm- stigsins sé ekki úr sögunni,“ sagði hann og bætti því við að mikil óvissa væri um niðurstöðu mála- ferla um hæfi dómara við Lands- rétt. Vonast eftir vinnufriði á þingi  Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ánægð með að tillaga um vantraust var felld á Alþingi  Tveir þingmenn VG greiddu atkvæði með stjórnarandstöðunni  Þingmaður Miðflokksins sat hjá Morgunblaðið/Hari Vantraust Ráðherrar voru missáttir við atkvæðaskýringar þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu. MTveir með stjórnarandstöðu »4, 18 Yan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri Nicola Lolli einleikari 19:308. MARS Charles Gounod Sinfónía nr. 2 Sergej Prokofíev Fiðlukonsert nr. 1 Maurice Ravel La valse Sólveig Anna Jónsdóttir verður for- maður Eflingar – stéttarfélags þeg- ar ný stjórn tekur við völdum. Hún var formannsefni á B-lista sem hún bauð fram á móti A-lista fráfarandi stjórnar. Á kjörskrá í stjórnarkosningunni voru liðlega 16.500 félagsmenn en hún fór fram í gær og í fyrradag. Niðurstöður talningar voru kynntar upp úr miðnætti. 2.618 félagsmenn greiddu atkvæði. B-listinn fékk 2.099 atkvæði eða um 80% og A-listi stjórnar og trúnaðarráðs með Ingv- ar Vigur Halldórsson sem formanns- efni fékk 519 atkvæði. Átta einstak- lingar skipa hvorn lista, formaður, gjaldkeri og sex meðstjórnendur, en fullskipuð stjórn er fimmtán manna með þeim stjórnarmönnum sem kosnir voru á síðasta ári. Sigraði með yfirburðum  Sólveig Anna verður næsti for- maður Eflingar Morgunblaðið/Hari Sigur Sólveig Anna Jónsdóttir fagnar sigri skömmu eftir miðnætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.