Morgunblaðið - 07.03.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
Dönsk hönnun
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við erum með mál hjá okkur þar sem fólk
hefur orðið fyrir verulegu tjóni og ábyrgð
hefur verið hafnað,“ segir Runólfur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda. Vísar hann í máli sínu til
ástands vega á höfuðborgarsvæðinu og tjóns
sem ökumenn hafa orðið fyrir vegna hola
sem myndast hafa á vegum.
Á þessum árstíma koma holur í ljós þegar
snjóa leysir og algengt er að ekki sé brugð-
ist við í tæka tíð með nauðsynlegum við-
gerðum. Algengt er að dekk bifreiða skemm-
ist og tjón verði á undirvögnum en í sumum
tilvikum getur tjón orðið alvarlegra en það.
„Ástandið er hörmulegt og það er óþol-
andi að það þurfi að vera þannig ár eftir ár.
Það sem er þó jákvætt er að veghaldarar
hafa í ár sýnt meiri ábyrgð en oft áður. Bæði
með því að vekja athygli vegfarenda á
slæmu ástandi og með því að grípa fyrr inn í
en oft áður til að tryggja að ekki verði meiri
skaði,“ segir Runólfur. Eins og komið hefur
fram í Morgunblaðinu hafa gjarnan komið
upp tilvik þar sem deilt er um ábyrgð,
tryggingafélög hafi krafist sönnunar þess að
búið væri að tilkynna um holur á vegum til
að þau telji sig bótaskyld. FÍB hefur nú látið
gera app, Hola, þar sem hægt er að koma á
framfæri tilkynningum um holur í vegakerf-
inu.
Ástand vega blasir við öllum
Samkvæmt upplýsingum sem Morgun-
blaðið fékk frá Vegagerðinni í gær hafa það
sem af er ári borist 95 tilkynningar um tjón
vegna holuaksturs. Í fyrra bárust 179 slíkar
tilkynningar allt árið og árið 2016 bárust 135
tilkynningar en árið 2015 var algert metár.
Þá bárust 338 tilkynningar um tjón vegna
holuaksturs, samkvæmt tölum Vegagerðar-
innar.
Runólfur segir að ástand vega á höfuð-
borgarsvæðinu blasi við öllum. Tilkynningar
berist þó líka um tjón á landsbyggðinni og
fregnir berist af slæmu slitlagi um allt land.
Rannsaka þurfi hvers vegna ástandið sé
svona slæmt ár eftir ár.
„Og þá er það sem við höfum verið að
ræða, hver er ábyrgð yfirvalda? Þau hafa
með niðurskurði til viðhalds og framkvæmda
valdið því í ákveðnum tilvikum að vegfar-
endur lenda jafnvel í stórtjóni með ökutæki
sín. Fyrir utan það sem er alvarlegast, að
þetta skapar hættu varðandi umferðarör-
yggi, hættu fyrir fólkið sjálft, segir hann.
„Það var tekin meðvituð ákvörðun um nið-
urskurð og menn báru fyrir sig hrun. Við er-
um nú að súpa seyðið af þessari ákvörðun,
að draga úr viðhaldi og jafnvel að leggja
þynnra slitlag en áður var gert. Er sann-
gjarnt að vegfarendur beri það tjón að fullu?
Bera kjörnir fulltrúar ekki ríkari ábyrgð en
fram hefur komið til þessa?“
Morgunblaðið/Hanna
Holóttir vegir Ástand vega í höfuðborginni þykir slæmt um þessar mundir. Fjölmargar tilkynningar hafa borist um tjón á bílum vegna þess.
Ástandið „hörmulegt“ ár eftir ár
Alls hafa 95 tilkynningar borist um tjón á bílum vegna holuaksturs í ár Dæmi um að bílar verði
fyrir verulegu tjóni Óþolandi ástand, segir framkvæmdastjóri FÍB og spyr um ábyrgð yfirvalda
Ólöf Ragnarsdóttir
olofr@mbl.is
Utanríkisráðuneytið kannar nú
hvort orðrómur þess efnis að Íslend-
ingur hafi fallið í átökum í Afrin í
Sýrlandi eigi við rök að styðjast.
Ráðuneytið hefur sett sig í samband
við alþjóðadeild lögreglu og ræðis-
menn í Tyrklandi vegna málsins. Í
samtali við Morgunblaðið í gær sagði
María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri
í ráðuneytinu, ekki kunnugt um veru
mannsins, eða annarra Íslendinga, í
Sýrlandi. Tyrkneskir miðlar hafa
birt myndir af manninum og segja
hann hafa barist með vopnuðum
sveitum Kúrda (YPG) í norðvestur-
hluta Sýrlands og hann hafi látist í
árás Tyrkja hinn 24. febrúar.
Meðal þeirra sem greina frá mál-
inu er tyrkneski vefmiðillinn Etha.
Þá er einnig greint frá því í tyrk-
nesku útgáfu fréttamiðilsins CNN
og í frétt Hurriyet, sem er einn
stærsti fréttamiðill Tyrklands. Í
frétt á vefsíðu Etha segir að mað-
urinn hafi komið til Sýrlands í gegn-
um grísku anarkistasamtökin RUIS
og gengið til liðs við samtök að nafni
International Freedom Batallion
(IFB). Í gær var svo greint frá því á
Facebook-síðu International Free-
dom Batallion að maðurinn hefði
reynt að komast til Sýrlands árið
2016 en þá hefði honum verið vísað til
baka til Íslands. Hann hefði þó ekki
gefist upp heldur snúið aftur og þá til
að taka þátt í orrustunni í Raqqa,
sem lauk í fyrra, en þar börðust sam-
tökin gegn uppgangi vígamanna Rík-
is íslams. Hann hafi svo tekið þátt í
því að verja Afrin gegn herjum
Tyrkja og fallið í þeim bardögum.
AFP
Átök Hersveitir undir stjórn Tyrkja hafa setið um Afrin í sex vikur.
Segja Íslending hafa fallið
í átökum í Afrin í Sýrlandi
Afrin
ÍRAK
TYRKLAND
JÓRDANÍA
LÍ
B.
50 km
DAMASKUS
SÝRLAND
RaqaAleppo
Deir
Ezzor
Homs
Ráðuneytið
kannar orðróm
tyrkneskra miðla
Búnaðarþing vill að niðurstaða
EFTA-dómstólsins, sem lýsti tak-
markanir íslenskra stjórnvalda á
innflutningi á fersku kjöti and-
stæðar skuldbindingum Íslands
samkvæmt EES-samningum, verði
ekki innleidd óbreytt í íslensk lög.
Það verði gert með samninga-
viðræðum við Evrópusambandið.
Þetta er ein af þeim leiðum sem
búnaðarþing leggur til að verði far-
in til að íslensk löggjöf tryggi
áfram vernd heilsu manna og dýra
með bestu mögulegum aðferðum.
Tilgangurinn er að vernda inn-
lenda búfjárstofna, koma í veg fyrir
fjölgun matarsýkinga og aukna
sýkingu af völdum sýklalyfja-
ónæmra baktería.
Búnaðarþingi lauk í gær. Sindri
Sigurgeirsson var endurkjörinn
formaður. helgi@mbl.is
Samið verði við ESB um ferska kjötið