Morgunblaðið - 07.03.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018
af umsóknarferli í menntaskóla og
margir hverjir leggja mikið á sig
vegna þess. „Það er mismunandi
hvort nemendur taka þetta alvarlega
og vilja komast í góðan mennta-
skóla,“ segir Regína og bætir Ísak
við að „sumir læri ekki neitt á meðan
aðrir læri mjög mikið“.
Undanfarnar vikur hefur stór hluti
af kennslu farið í undirbúning fyrir
prófin og hafa þau þreytt mikið af
þeim prófum sem lögð hafa verið fyr-
ir 10. bekk árin áður. „Við erum mik-
ið að fara yfir gömul samræmd próf í
tímum,“ segir Regína. „Það er farið
nokkuð vel yfir þetta í skólanum en
ég læri líka vel heima og reyni að
kíkja á gömul próf þegar ég kem
heim úr skólanum,“ segir Ísak.
Spurð um hvernig áhersla kennara
hafa verið á mikilvægi samræmdu
prófanna segja þau að skilaboðin hafi
verið í báðar áttir. „Sumir kennarar
segja að þetta skipti engu máli og við
eigum bara ekki að vera stressuð.
Aðrir segja að við verðum að standa
okkur vel,“ segir Regína.
Þar sem þau eru fyrsti árgang-
urinn sem þreytir prófin í 9. bekk
benda þau bæði á að ákveðin óvissa
fylgi því hvað gæti komið á próf-
unum. „Maður fær engan beinan gát-
lista, og því veit enginn hvernig próf-
in verða. Kennararnir eru með lista
yfir hvað nemendur eiga að kunna
eftir 9. bekk og ég held það verði að-
allega farið eftir því. Við erum svolít-
ið oft í prófum í okkar skóla en maður
er búinn að læra hvernig maður á að
læra fyrir þau, en hér veit maður
ekkert út í hvað maður er að fara með
þetta,“ segir Regína. Ísak tekur und-
ir og segir að það sé öðruvísi að læra
fyrir þessi próf en önnur. „Ég myndi
segja að það væri meiri pressa í þess-
um prófum en öðrum prófum“. Þau
eru sammála um að það sé meiri ein-
beiting meðal nemenda í undirbún-
ingi fyrir samræmdu prófin og minni
læti í tímum. En þar sem mikill tími
hefur farið í yfirferð eldri prófa, segja
þau einnig bæði að það sé orðið
þreytt að vera alltaf að gera það
sama og virðast spennt að ljúka við
prófin.
í núverandi fyrirkomulagi: íslensku,
stærðfræði og ensku. Hann segist
vera afar bjartsýnn á gengi nemenda
í prófunum og telur börn í dag vera
mun klárari en áður og nefnir m.a.
öfluga enskukunnáttu unglinga sem
dæmi.
Undirbúa sig vel fyrir prófin
Morgunblaðið ræddi við Regínu
Sjöfn Sveinsdóttur og Ísak Leon Júl-
íusson, nemendur í 9. bekk í Vatns-
endaskóla um upplifun þeirra af und-
irbúningi fyrir samræmdu prófin.
Þau segja að nemendur séu afar með-
vitaðir um að prófin geta verið hluti
Farþegum Icelandair fækkaði um
5% í febrúar frá því sem var í sama
mánuði í fyrra. Í tilkynningu frá
Icelandair segir að fækkunin skýr-
ist að mestu leyti af fækkun farþega
á vegum flugfélagsins til Íslands en
eftirspurn hafi ekki aukist í takt við
heildarframboðsaukningu á mark-
aði. Þá dróst framboð saman um 1%
og sætanýting var 74,3% í febrúar
en 75,9% í febrúar í fyrra.
Bogi Nils Bogason, framkvæmda-
stjóri fjármála Icelandair Group,
segir í samtali við Morgunblaðið
flugfarþegum til Íslands ekki hafa
fækkað þó að ljóst sé að þeim fjölgi
nú hægar. Hann segir fækkun far-
þega hjá Icelandair komna til vegna
verðlags. „Það er mikil samkeppni á
markaðnum og framboðsaukning í
heild það mikil, að ef þú ætlar að
fjölga farþegum þarftu að lækka
verðið umfram skynsamleg mörk að
okkar mati. Við höfum frekar viljað
vera raunsæ í verðlagningu en að
horfa eingöngu á markaðshlutdeild-
ina. Hjá okkur er það ekki markmið
í sjálfu sér að vaxa á öllum mörk-
uðum á hverjum tíma, til lengri tíma
verður vöxtur að vera arðbær,“ seg-
ir Bogi.
Þá segir í tilkynningunni að far-
þegum Air Iceland Connect fækki
einnig um 3% á milli ára. Einnig
segir að fjöldi flugferða hafi verið
felldur niður í mánuðinum sökum
veðurs en sætanýting var 62,6%.
Fraktflutningar jukust um 24% á
milli ára. Skýrist það af auknum
innflutningi til landsins, en einnig
hefur verkfall sjómanna á Íslandi á
síðasta ári áhrif á samanburðinn.
Seldum gistinóttum hjá hótelum fé-
lagsins fækkaði einnig um 5% á
milli ára.
Flugfar-
þegum
fækkar
5% samdráttur
hjá Icelandair
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Icelandair Farþegum fækkar í ár.
Sögu samræmdu könnunarprófanna má rekja til skólaársins 1946 til
1947 þegar svokölluð Landspróf voru tekin upp. Voru þau tekin upp þegar
skólastofnununum á framhaldsskólastigi fjölgaði og voru einskonar inn-
tökupróf í bóklegt nám. Skólaárið 1976 til 1977 tóku samræmd könn-
unarpróf við af Landsprófi og gerðist það í tengslum við endurskoðun á
grunnskólalögum. Á árunum 1977 til 1982 var prófað í sex námsgreinum:
íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, samfélagsgreinum og náttúrufræði.
Á árunum 1983 til 1992 var prófað íslensku og stærðfræði og frá 1993 til
2003 voru prófin fjögur: íslenska, stærðfræði, enska og danska. Þeim
fjölgar svo aftur í sex á árunum 2004 til 2008, þangað til grunn-
skólalögin voru endurskoðuð 2009. Þá var prófum fækkað úr sex í þrjú
og þau hættu að vera lokapróf og fengu stöðu könnunarprófa þess í stað.
Þá voru próf í 10. bekk færð á haustið. Prófin eru síðan gerð rafræn og í
stað 10. bekkjar að hausti eru þau lögð fyrir 9. bekk að vori.
Prófin í sífelldri endurskoðun
SAGA SAMRÆMDU PRÓFANNA Á ÍSLANDI
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Rúmlega 4.300 nemendur í 141
grunnskóla þreyta samræmt könn-
unarpróf í íslensku í dag. Nemendur í
9. bekk þreyta prófið í ár en ekki
nemendur í 10. bekk eins og síðustu
ár. Sverrir Óskarsson, sviðstjóri
matssviðs hjá Menntamálastofnun,
segir að tilgangurinn með að hafa
prófið fyrir börn í 9. bekk sé að færa
það fjær því að vera lokapróf og nær
því að vera könnunarpróf. „Hug-
myndin var sú að hafa þetta ekki
lokapróf heldur hafa þetta könn-
unarpróf. Nota þetta betur sem tæki
til að veita nemendum, foreldrum og
skóla endurgjöf á styrk- og veikleika
nemandans. Þannig að það væri
meira svigrúm innan grunnskólans
til að vinna betur úr því og bregðast
við.“
Spurður segir hann að nemendur
eigi ekki að hugsa prófið sem hluta af
inntökuferli í framhaldsskóla. „Við
erum einmitt að reyna að draga úr
því. Þetta er ekki gagn fyrir fram-
haldsskóla. Það verða heilmiklar
breytingar á þessu eina ári og krökk-
um standa margar leiðir til boða. Það
er mjög mikilvægt að hanga ekki í því
að láta eitt svona próf ákveða hlut-
ina.“ Segir hann einnig að það sé
hans persónulega skoðun að prófin
ættu ekki að vera hluti af inntökuferl-
inu. „Ég er á þeirri skoðun að sam-
ræmd könnunarpróf eigi ekki að vera
efniviður fyrir framhaldsskólana til
að meta inntöku. Þetta eru próf með
afmarkaða þætti sem eiga að vera
endurgjöf til nemenda og foreldra á
uppbyggilegan og jákvæðan hátt.“
Breyttar áherslur með árunum
Sverrir segir að áherslurnar sem
prófaðar eru í samræmdu prófunum
hafi breyst mikið með árunum. Próf-
in í ár eru fjórðu prófin sem eru raf-
ræn og var nemendum í fyrsta skipti
í ár boðið að spreyta sig á kynning-
arprófi á netinu. Segir hann prófin
leggja meiri áherslu á leikni og hæfni
en gert var áður fyrr. „Við vorum í
gömlu prófunum að spyrja þekking-
arspurninga og nú erum við að færa
okkur yfir í það að meta leikni og
hæfni nemenda. Við erum að biðja
nemendur um að lesa út úr þrautum,
lesa út úr stöplaritum, draga álykt-
anir og sýna meiri lesskilning. Við er-
um að reyna að þróa námsmatið
meira í átt að leikni og hæfni.“ Segir
hann að þessi breyting sé til þess að
mæta hæfniskröfum 21. aldarinnar
en einungis er prófað í þremur fögum
Morgunblaðið/Hanna
Vel undirbúin Regína og Ísak eru meðal þeirra þúsunda nemenda sem þreyta samræmt próf í íslensku í dag.
Þúsundir þreyta samræmt próf
Prófin ekki gagn fyrir framhaldsskóla, segir sviðstjóri hjá Menntamálastofnun
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Við uppgötvuðum þetta bara við
fyrstu rukkun frá tryggingafélaginu.
Þá sáum við að bíllinn var 2015-ár-
gerð en ekki 2016-árgerð eins og við
héldum, segir Jónas Óskarsson, fað-
ir drengs sem keypti sér Toyota
Aygo-bifreið fyrir tæpum tveimur
árum.
Frétt Morgunblaðsins í síðustu
viku um reglur um skráningu bif-
reiða hefur vakið talsverða athygli. Í
henni kom fram að Félag íslenskra
bifreiðaeigenda hefði um árabil
gagnrýnt að skráning bifreiða væri
ekki nógu ítarleg. Runólfur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri FÍB, lýsti
því að aðeins eitt af þrennu þyrfti að
vera í skráningarvottorðinu; fyrsti
skráningardagur, árgerð eða hönn-
unarár, eða framleiðsluár. Þetta geti
valdið misskilningi og sagði Runólf-
ur að reglulega hefðu komið upp til-
vik þar sem fólk teldi sig vera að
kaupa yngri bíla en raun bar vitni.
Jónas segir að sonur sinn, Skarp-
héðinn Óskar, hafi að vel íhuguðu
máli keypt sér áðurnefnda Toyota-
bifreið. Í maí 2016 hafi hann gengið
frá kaupunum en við rukkun frá
tryggingafélaginu hafi komið fram
að hún hafi verið forskráð í desem-
ber árið 2015. Taldi hann sig hafa
verið blekktan og vísaði málinu til
kærunefndar lausafjár- og þjónustu-
kaupa. Í úrskurði nefndarinnar, sem
kveðinn var upp í október 2017, einu
og hálfu ári síðar, er kröfu Skarp-
héðins að fá afhenta nýja bifreið ár-
gerð 2016 hafnað.
Grundvallarmisskilningur
Sagan er rakin í úrskurðinum.
Skarphéðinn kveðst hafa farið til
seljenda í febrúar 2016 og óskað eftir
nýrri dökkblárri, fjögurra dyra
Toyota Aygo-bifreið, árgerð 2016, en
verið tjáð að umrædd bifreið væri
ekki til og væri í framleiðslu. Af-
greiðsluferlið væri einhverjar vikur
og sending væntanleg. Í apríl hefði
honum verið tjáð að slík bifreið væri
væntanleg með skipi innan tveggja
vikna. Í kjölfarið hefði honum verið
sagt að hann gæti fengið bifreiðina
innan við viku síðar. Úr varð að
Skarphéðinn keypti bifreiðina og
taldi að framleiðsluár hennar væri
2016. Síðar hefði áðurnefnd for-
skráning sem var gerð 23. desember
komið í ljós. Telur Skarphéðinn aug-
ljóst að bifreiðin hafi staðið í
geymslu frá áramótum og fram í
apríl 2016. Furðulegt sé að hún hafi
ekki verið til í febrúar 2016 en hafi
samt verið forskráð í desember 2015.
Í andsvörum seljanda, Toyota,
segir að um grundvallarmisskilning
um skráningu nýrra bifreiða sé að
ræða. Seljandi segir að hugtakið „ár-
gerð bíla“ hafi ekki verið notað í
fjölda ára heldur sé alltaf miðað við
fyrsta skráningardag bifreiðar.
Óheppilegt sé að sum tryggingafélög
miði við forskráningardag í stað ný-
skráningardags, enda byrji notkun
bifreiðar ekki fyrr en þá.
Kærunefndin leitaði til sérfræð-
ings við úrlausn málsins. Telur sér-
fræðingurinn galla í skráningu bif-
reiðarinnar hjá Samgöngustofu að
árgerð eða framleiðsluár bifreiðar-
innar hafi ekki verið skráð í öku-
tækjaskrá heldur aðeins forskrán-
ingardagur. Framleiðsluár bifreiða
miðist við upplýsingar frá framleið-
anda en ekki skráningu í einstöku
landi sem flytur bifreiðina inn, en
það geti verið túlkunaratriði hvaða
dagsetning sé notuð, dagsetning
verksmiðjunúmers eða dagsetning
forskráningar í bifreiðaskrá.
„Galli“ í skráningu á bifreiðum
Skarphéðinn taldi sig blekktan við kaup á nýjum bíl Reglur um skráningu bifreiða valda misskilningi
Margir telja bíla sína yngri en þeir eru Sérfræðingur segir „túlkunaratriði“ við hvað sé miðað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýir bílar Reglulega koma upp tilvik hér á landi þar sem fólk telur sig vera
að kaupa yngri bíla en raun ber vitni. Hægt er að deila um hvað er nýr bíll.