Morgunblaðið - 07.03.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.03.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja1988@gmail.com Alexandra Ósk Ólafsdóttirólst upp í Breiðholti þarsem hún gekk bæði ígrunn- og framhalds- skóla. Á framhaldsskólaárunum kviknaði áhugi Alexöndru á manns- líkamanum og hvernig hægt er að vinna með hann. Hún stundaði nám á íþróttabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti, þaðan sem hún útskrif- aðist árið 2012. Með námi starfaði hún hjá fimleikadeild Fylkis þar sem hún þjálfaði fimleika, allt frá grunnhópum og upp í meistarahóp en að sögn Alexöndru hefur hún alltaf verið mikil íþróttamanneskja og æfði sjálf fimleika á yngri árum. Hún vissi því alltaf að hún myndi enda á að starfa innan heil- brigðisgeirans og var því staðráðin í að íþróttabraut væri fyrir sig. „Ég íhugaði að læra sjúkra- þjálfun eða hjúkrunarfræði, en fannst það samt aldrei nógu spenn- andi til að stökkva á það. Ég ákvað því að halda áfram að þjálfa þang- að til ég myndi átta mig betur á því hvað ég vildi læra. Í maí árið 2014 komst ég að því að ég og unnusti minn, Kristófer Númi, ættum von á barni. Við tók dásamlegt fæðingar- orlof með Sigrúnu Dís dóttur okk- ar, en Kristó nýtti orlofið meðal annars til að klára BA í lögfræði frá Háskóla Íslands. Rétt fyrir eins árs afmæli Sigrúnar Dísar kom- umst við að því að fjölskyldan kæmi til með að stækka ennþá frekar. Báðar meðgöngurnar gengu svo ótrúlega vel að ég gat þjálfað fimleika nánast fram á síðasta dag. Í byrjun árs 2016 fengum við svo aðra stúlku í hendurnar, hana Emblu Marín, og hjartað okkar stækkaði enn meira“ Kláraði prófin kasólétt Á meðan Alexandra gekk með seinna barn sitt uppgötvaði hún kírópraktík og segir hún það hafa verið ákveðna opinberun. „Ég áttaði ég mig á því að það væri sennilega akkúrat greinin sem ég hafði verið að leita að,“ segir Alexandra sem ákvað því að prófa að sækja um í skóla í Bretlandi. „Ég sótti um skóla hér í Bournemouth og fékk svar til baka um að ég þyrfti að hafa meiri bak- grunn í líffræði og lífeðlisfræði til að fá inngöngu beint inn á fyrsta árið. Námið samanstendur af fimm árum, en ef nægilegur líffræði- grunnur er fyrir, þá er möguleiki að vera metin inn á fyrsta árið, í stað þess að vera valin inn í svo- kallað núll ár, sem er nokkurskon- ar undirbúningsár. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og skellti Fann draumanámið á seinni meðgöngu Að uppgötva kírópraktík var ákveðin opinberun fyrir Alexöndru Ósk Ólafsdóttur. Hún áttaði sig á að það væri akkúrat greinin sem hún hefði verið að leita að til að mennta sig. Hún sótti um í skóla í Bournemouth í Bretlandi og komst inn, og við tók nýtt ævintýri í nýju landi fyrir litlu fjölskylduna. Og framtíðin er björt. Til starfa Alexandra Ósk í vinnufatnaði í verklegu námi kírópraktors. Kraftur – félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur hefur að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sín- um til að aðstoða og styðja fyrr- nefnt fólk. Kraftur stendur reglu- lega fyrir kaffihúsakvöldum og eitt slíkt verður einmitt í kvöld, mið- vikudagskvöldið 7. mars, kl. 20-22, í Skógarhlíð 8, þar sem Ráðgjafar- þjónusta Krabbameinsfélagsins er til húsa. Markmiðið með kaffihúsa- kvöldunum er að ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur geti hitt aðra í sömu sporum og spjallað. Allir sem reynt hafa vita hvað það getur hjálpað mikið og skiptir miklu máli að vera í samskiptum við þá sem hafa reynt það sama. Fulltrúar frá Krafti ætla að taka vel á móti gestum og heitt verður á könnunni og notalegt. Vefsíðan www.kraftur.org Kraftur Ungt fólk sem greinst hefur með með krabbamein stendur þétt saman. Gott að hittast og tala saman Nú þegar daginn er farið að lengja og fólk horfir til komandi sumars er til- valið að huga að lengri gönguferðum sem bóka þarf með fyrirvara. Fátt er betra fyrir líkama og sál en að ganga dagana langa í óbyggðum. Fyrirtækið Þín leið verður með kynning á há- lendisferðum sumarsins nk. laugar- dag, 10. mars, kl. 13-14 í Jógasmiðj- unni í Spöng í Grafarvogi. Kynntar verða ferðir um Kjöl, Fjallabak og heilsuferð í Þjórsárdal. Einnig verða dagsgöngur sumarsins kynntar og síðdegisgöngur vorsins. Ferðir fyrirtækisins byggjast m.a. á því að stunda jóga úti í náttúrunni. Endilega … … skellið ykkur í jóga úti í náttúrunni í sumar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útivist Yndisleg leið til að slaka á. Þríeykið Andrea Ágústa Aðalsteins- dóttir, Freyja Eilíf og Sigthora Odins kalla sig myndlistarkvendi, en þær opna samsýningu í dag, miðvikudag, undir heitinu COMPUTER SPIRIT. Á sýningunni eru gestir boðnir vel- komnir inn í veröld óséðra tengsla milli tölvunnar og mannsins, að hliði sýndarveruleikans þar sem dreginn er fram rafmagnaður andi andans, íklæddur holdi af innra hugbúnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem og að á sýningunni sé heimur tölv- unnar meðal annars rannsakaður með aðferðum andlegra vísinda og meðvitund hennar efnisgerð með tækjum og tólum myndlistarinnar. Gestum stendur einnig til boða að fylgja hugleiðslu inn á stafrænar víddir sem og upplifa verk sem má skilgreina sem atburði, ýmist í efni- við eða rými. Myndlistarkvendin ætla að opna sýninguna Computer spirit í dag kl. 18-21, á tveimur stöðum, annars veg- ar í Ekkisens (Bergstaðastræti 25B) og hins vegar í Gallery Port (Lauga- vegi 23B). Allir velkomnir. Sýning um netheima og dulheima Myndlistarkvendi bjóða gestum að skoða andann í tölvunni Flottar Andrea Ágústa, Freyja Eilíf og Sigthora Odins eru myndlistarkvendi. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.