Morgunblaðið - 07.03.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Plankaparket
í miklu úrvali
Burstað, lakkað, olíuborið, hand-
heflað, reykt, fasað, hvíttað...
hvernig vilt þú hafa þitt parket?
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á
Kjalarnesi var tekin í notkun á
fimmtudag í síðustu viku, 1. mars.
Nánast allt starf samtakanna hef-
ur nú verið flutt á höfuðborgar-
svæðið en endurhæfingarstöðinni á
Staðarfelli í Dölum var lokað jafn-
hliða flutningum í Vík. Alls eru
rúm fyrir 40 sjúklinga í nýbygg-
ingunni á Vík sem er um 3.000 fer-
metrar. Salarkynni eru björt og
rúmgóð, og allir sjúklingar hafa
eigið herbergi. Þá hefur 800 fer-
metra bygging í Vík, sem var þar
fyrir, verið endurnýjuð og reist
viðbygging með aðgengi fyrir
hreyfihamlaða. Þar er pláss fyrir
21 konu sem kemur til meðferðar.
Algjör aðskilnaður er þó milli
kynjanna í meðferðinni.
Starfið verður sérhæfðara
Flutningarnir frá Staðarfelli í
síðustu viku gengu greiðlega fyrir
sig og tóku aðeins daginn, svo
meðferð sjúklinganna raskaðist
aldrei. „Við getum gert meðferð-
arstarfið sérhæfðara og heildstæð-
ara með aðkomu fleiri sérfræð-
inga, nú þegar starfsemin er
komin á nánast einn stað. Stað-
arfell hefur dugað okkur vel núna í
hátt í 40 ár, en að ein deild í starf-
seminni sé í 200 kílómetra fjar-
lægð hafði auðvitað hindranir í för
með sér,“ segir Valgerður Rúnars-
dóttir, yfirlæknir SÁÁ.
Í starfi SÁÁ er gangurinn sá að
fyrst eru sjúklingar í að meðaltali
10 daga á sjúkrahúsinu Vogi. Fara
svo ef ástæða þykir til í 28 daga
dvöl á Vík. „Þegar kemur að fram-
haldsmeðferð er samt mikilvægt
að fólk sé komið í jafnvægi, bæði
varðandi líkamlega og andlega
heilsu. Meðferð hér er mikil vinna
með fundum, hópastarfi, viðtölum
og fræðslu frá morgni til kvölds,“
segir Torfi Hjaltason, dagskrár-
stjóri í Vík. Meðferðarstarfið segir
hann vera í stöðugri þróun, en sú
lína sem þar sé fylgt þyki gefa
góða raun.
Vandi margra
sjúklinga er mikill
Alls koma um 1.700 manns í
meðferð hjá SÁÁ á ári hverju og
fer þörfin vaxandi.
„Framboðið af vímuefnum er
mikið, áfengi er algengasta vanda-
málið en annars er þetta allt í
bland; ólöglegir vímugjafar og lyf.
Vandi margra sjúklinga okkar er
mikill og oft flókinn, bæði félags-
og heilsufarslega. Aldur þeirra
sem leita meðferðar er lágur, með-
alaldurinn er um 35 ár, en sjúk-
lingarnir eru þó á öllum aldri.
Sumir þeirra yngri hafa í raun
aldrei náð að fóta sig í samfélag-
inu, hvorki með fjölskyldu, í námi
né á vinnumarkaði. Þurfa því
mikla aðstoð til að komast út í lífið
að nýju ef vel á að vera,“ segir
Valgerður Rúnarsdóttir.
Meðferðarstöð fyrir 40
sjúklinga tekin í notkun
SÁÁ í Vík Allt á einn stað Starfsemi hætt á Staðarfelli
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vík Nýbyggingin fremst. Fyrir er á staðnum meðferðarstöð ætluð konum.
Meðferð Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir SÁÁ, og Torfi Hjaltason sem
er dagskrárstjóri í Vík. Valgerður segir vanda sjúklinganna oft flókinn.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Nýt met var sett í fuglamerkingum í
fyrra og voru merktir 21.470 fuglar
af 85 tegundum. Í fyrra komu 52 að-
ilar að fuglamerkingunum. Aldrei
áður hafa yfir 20.000 fuglar verið
merktir hér á einu ári, að sögn Guð-
mundar A. Guðmundssonar, dýra-
vistfræðings hjá Náttúrufræðistofn-
un Íslands. Hann hefur umsjón með
fuglamerkingum fyrir hönd NÍ.
Af einstökum fuglategundum var
mest merkt af auðnutittlingum og
voru merktir 8.784 einstaklingar af
þeirri tegund. Guðmundur sagði að
mikið væri merkt af spörfuglum hér
á landi enda væri hægt að merkja þá
allan ársins hring því margir þeirra
væru staðfuglar og dveldu hér allan
ársins hring. Mófuglar, sem flestir
eru farfuglar, eru aðallega merktir
hér sem ungar á sumrin.
Algengast er að fuglarnir séu
merktir með númeruðum fótmerkj-
um. Þegar merktur fugl er end-
urheimtur er Náttúrufræðistofnun
látin vita hvar fuglinn fannst, dauður
eða lifandi. Þannig er hægt að fylgj-
ast með ferðalögum fuglanna.
Það hefur aukist að íslenskir sjó-
fuglar séu merktir með dægurritum.
Það eru lítil rafræn tæki sem mæla
ljós og tímasetja sólarupprás og sól-
arlag hvern dag. Út frá þeim gögn-
um er hægt að reikna hvar fuglinn
var staddur hverju sinni og fræðast
þannig um ferðir hans.
Í fyrra voru 1.584 lundapysjur
merktar með málmmerki í samvinnu
Náttúrustofu Suðurlands og Sæ-
heima í Vestmannaeyjum. Þær hafa
aldrei verið fleiri síðan árið 1996.
Guðmundur sagði að vonandi væri
það til marks um bætta afkomu
lunda. Þeir hafa líkt og margar teg-
undir sjófugla á Suður- og Vest-
urlandi liðið afkomubrest síðan árið
2005 vegna hruns sandsílastofnsins.
Sílið er mikilvæg fæða fyrir lunda-
pysjur.
Guðmundur er að ganga frá
skýrslu um fuglamerkingar 2017 og
verður hún birt fljótlega á vef Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands (ni.is).
Methafi í fuglamerkingum 2017
Ingvar Atli Sigurðsson, jarðfræð-
ingur og forstöðumaður Náttúru-
stofu Suðurlands í Vestmanna-
eyjum, var afkastamesti
fuglamerkingamaður landsins 2017.
Hann merkti 3.649 fugla í fyrra. Ég
merkti langmest af auðnutittling-
um,“ sagði Ingvar. Hann er með
nokkra fóðrara og fóðurbretti við
húsið sitt í Breiðholti og líka í Vest-
mannaeyjum þar sem hann heldur
einnig heimili. Ingvar setur
sólblómafræ í fóðrarana og það laðar
að auðnutittlinga, krossnefi og fink-
ur. Þá bræðir hann tólg og hellir yfir
rúsínur. Fuglarnir eru sólgnir í
þessa orkuríku klumpa. Einnig gef-
ur hann saxaðan mör, epli og brauð.
Fuglana sem Ingvar merkir fang-
ar hann marga í gildru í Breiðholti í
Reykjavík. Hún er með opi sem fugl-
arnir fara inn um. Ingvar tínir þá
svo út og merkir með fótmerki áður
en þeim er sleppt.
Ingvar merkti um 700 lundapysj-
ur í Vestmannaeyjum í fyrra í sam-
vinnu við Sæheima. Þá hefur hann
merkt mikið af störum í Eyjum og
Reykjavík, eitthvað af snjótitt-
lingum, skógarþröstum og svart-
þröstum. Einnig flækinga eins og
krossnefi og eina barrfinku 2017.
Ingvar hefur einnig fylgst með
skrofuvarpinu í Ystakletti í Vest-
mannaeyjum. Vestmannaeyjar eru
eini varpstaður skrofunnar á Íslandi.
Ingvar sagði að annað árið í röð
hefði endurheimst merkt skrofa í
Vestmannaeyjabæ sem hann hefði
merkt skömmu áður sem ófleygan
unga.
Nýtt met sett í fjölda fuglamerkinga
Í fyrra voru merktir hér 21.470 fuglar af 85 tegundum Aldrei áður hafa verið merktir fleiri en
20.000 fuglar á einu ári Langmest var merkt af auðnutittlingum og voru merktir 8.784 slíkir
Morgunblaðið/Golli
Auðnutittlingar Fullorðinn fugl fóðrar unga í Laugardal í Reykjavík. Flestir fuglar sem merktir voru hér í fyrra
voru auðnutittlingar. Auðnutittlingur er lítil finka og eru fullorðnir fuglar auðþekktir á rauðum ennisfjöðrum.