Morgunblaðið - 07.03.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.03.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 Félagsstarf eldri borgara Raðauglýsingar Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og foreldramorgnar eru kl 10.30. Prjónahópur hittist kl. 13 í sófunum hjá okkur og söngstund við píanóið er kl. 13.45. Hlökkum til að sjá ykkur! Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12 og léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðarheimilli kirkjunnar kl. 13 til 16. Að vanda byrjum við á stólaleikfimi kl. 13.30. Eigum síðan nota- lega stund með spjalli, handavinnu og keramikmálun fyrir þá sem það vilja. Kaffi og með því í boði kirkjunnar kl.14.30. Velkomin. Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Söngstund með Helgu. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Sími 535-2700. Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15. Harmonikkuspil og söngur kl. 13.30. Vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Myndlist kl. 9-12. Tölvu- og snjallsímaaðstoð frá kl. 9.30-10.10. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Glerlist kl. 13-16. Spiladagur, frjáls spilamenn- ska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Breiðholtskirkja Eldri borgara starf í Breiðholtskirkju kl. 13.15. Handavinna, spil og spjall. Allir hjartanlega velkomnir. Bústaðakirkja Félagsstarfið er á miðvikudögum kl. 13, Svava Kristín Ingólfsdóttir kemur með barnakórinn og þau syngja fyrir okkur. Athugið að ferðin á Akranes er miðvikudaginn 14. mars. Kaffið góða á sínum stað. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Dalbraut 18-20 Samverustund með sr. Davíð Þór kl.14, verslunar- ferð í Bónus kl. 14.40. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, 235x217, 217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000 kg jafnaðarþunga af snjó. Vel ein- angruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markaðnum. Litir: Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. www.heitirpottar.is Sími 777 2000 Haffi og 777 2001 Grétar Þjónusta Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna. Sími 696 2749 - loggildurmalari@gmail.com Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 SIGURVEIG GEORGSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést 4. mars. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 9. mars klukkan 11. Lárus Þorv. Guðmundsson Georg Kr. Lárusson Vala Agnes Oddsdóttir Ragnheiður Lárusdóttir Özur Lárusson Margrét Ása Sigfúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Mín fyrstu kynni af Atla voru þegar við réðum hann til starfa hjá Hug hf. rétt fyrir síðustu aldamót. Samstarfsmaður okkar hafði mælt með honum. Þetta voru mikil uppgangsár í okkar geira, upplýsingatækninni. Starfsmönn- um fjölgaði jafnt og þétt og við- skiptavinirnir kölluðu eftir meiri og meiri þjónustu. Við höfðum fram að þessu einbeitt okkur að tækniþjónustunni en minna hafði farið fyrir því að kenna á nýju kerfin sem við vorum að setja í gang hjá viðskiptavinum. Atli var einmitt ráðinn til þess að sinna þeim verkefnum. Skemmst er frá því að segja að Atli var fljótur að vinna traust bæði samstarfsmanna og viðskiptavina. Allir áttuðu sig fljótt á því að hann bjó yfir mikilli þekkingu á bókhaldi og hvernig best væri að haga verklagi þannig að kerfin sem verið var að innleiða myndu nýtast sem best. Viðmót Atla einkenndist af ljúfmennsku og græskulausum húmor. Ég veit að hann eignaðist marga góða fé- laga á þessum árum. Atli var Bliki – með mjög stórum staf! Vann ómælda vinnu fyrir félagið sitt í ótal verkefnum. Hitti hann reglulega í nokkur sum- ur þegar dóttir mín var að keppa á Símamótinu í Kópavoginum þar sem hann stóð vaktina fyrir félagið sitt. Fótboltinn var sameiginlegt áhugamál okkar Atla. Við hittumst alltaf á vellinum þegar Blikar og KR mættust og hann minnti mig alltaf á það með góðum fyrirvara að nú styttist í leikinn, hvort ég væri ekki klár? Nú er komið að leikslokum hjá Atla, þau urðu alltof fljótt. Minn- ing lifir um ljúfmenni sem gaf sig alltaf að fullu í verkefnin. Aðstand- endum færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Ingimundarson. Það kom sem reiðarslag þegar ég frétti af andláti míns gamla og Atli Heiðar Þórsson ✝ Atli HeiðarÞórsson fædd- ist 12. nóvember 1959. Hann lést 27. febrúar 2018. Útför Atla fór fram 5. mars 2018. góða vinar, Atla. Aldrei fréttist af honum annað en að allt væri í góðu lagi enda var hann mað- ur sem leit á björtu hliðarnar og hafði gaman af lífinu. Við Atli kynnt- umst fyrir nokkrum árum þegar við hóf- um nám í Versló og náðum strax mjög góðu sambandi. Hvort það var vegna ættartengsla okkar beggja við Vestmannaeyjar, áhugi á íþróttum eða annað þá var vin- skapur okkar alltaf einstaklega góður þó samskiptin á fullorðins- árum hefðu mátt vera reglulegri. Minningarnar hrannast upp þegar hugsað er til fyrri ára, hvort sem þær tengjast skólaárunum, skemmtanahaldi, útilegum, þjóðhátíðum eða utanlandsferð- um með góðum félögum. Það er ekki langt síðan við hitt- umst nokkrir skólafélagarnir og áttum góða kvöldstund og ákveðið var að alls ekki mætti líða eins langur tími í næsta hitting. Sá hittingur verður nú heldur öðru- vísi en reiknað var með en minn- ingin um góðan félaga verður allt- af með okkur. Atli var einstaklega tryggur trúnaðarvinur og ég er þakklátur fyrir allar samverustundirnar og símtölin sem við áttum saman. Ég sendi ættingjum og stórum vinahópi Atla mínar bestu samúð- arkveðjur. Guðjón Þór Victorsson. Farðu í friði góði vinur þér fylgir hugsun góð og hlý sama hvað á okkur dynur aftur hittumst við á ný. (Magnús Eiríksson) Atli Þórsson var vinur minn. Hann var vandaður maður og fór ekki í manngreinarálit. Hann var ekki maður margra orða þó hann hafi sannarlega haft skarpar og skýrar skoðanir á hlutunum og lét ekki sitt eftir liggja í rökræðum um hin ýmsu málefni. Hann var málafylgjumaður og ef hann batt tryggð sína við eitthvert málefni þá máttir þú vita að hann myndi verja þann málstað. Hann var Bliki fram í fingurgóma, var fórn- fús og taldi ekki eftir sér að leggja fram vinnustundir til fé- lagsins síns þegar þess var óskað. Breytti þá engu hvort um var að ræða að vinna á gull- og silfur- mótinu eða vera í meistaraflokks- ráði karla eða kvenna. Hann vann jafnt fyrir alla. Þær eru ófáar veislurnar sem við Atli sóttum bæði og ber tvær þeirra hæst. Annars vegar uppskeruhátíð knattspyrnudeild- ar Breiðabliks þar sem við Atli stigum „brúðardans“ með mikl- um stæl. Hitt var partíið sem stóð í sólarhring og Atli var fremstur meðal jafningja þegar vinirnir tóku atriði úr kvikmyndinni The Full Monty. Þetta eru stundir sem eru algjörlega ógleymanleg- ar þeim sem voru viðstaddir. Það var aldrei neitt vesen á Atla og það var svo sem alveg dæmigert af honum að kveðja eins og hann gerir nú. Skyndilega og án fyrirvara. Atla Heiðars Þórssonar verður saknað. Minn- ing hans lifir. Ingibjörg Hinriksdóttir. Það var ónotaleg tilfinning sem greip okkur þegar Atli mætti ekki til vinnu án þess að boða forföll. Hann var eins og klukka og lét sig aldrei vanta, hvort sem það var í vinnu eða á aðrar samkomur með okkur vinnufélögunum hjá Hafnar- fjarðarbæ. Lífið er stundum óvænt og ósanngjarnt að okkur finnst og það á svo sannarlega við um skyndilegt fráfall Atla. Atli var drengur góður og það var ávallt stutt í hláturinn. Hann ljómaði í hvert sinn sem Breiða- blik eða Manchester United unnu leik en aldrei ljómaði hann jafn skært og þegar hann talaði um frænkur sínar og börnin þeirra. Þau áttu hug hans og hjarta og hann sinnti þeim sem væru hans eigin börn og barnabörn. Þeirra missir er mikill. Atli skilur eftir sig skarð í hug- um okkar vinnufélaganna. Minn- ing hans er góð og hún mun lifa með okkur um ókomna tíð. Við vinnufélagarnir og vinir hjá Hafnarfjarðarbæ kveðjum Atla með söknuði og vottum Árna, Kittý, Eyrúnu og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu sam- úð. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Rósa Steingrímsdóttir. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Lífið er undarlegt. Atli er lát- inn án nokkurs fyrirvara eða und- irbúnings fyrir okkur samferða- fólkið. Atli sá um rekstrarmálin fyrir okkur á Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar í hátt í áratug. Hann var lengi starfsmaður skrif- stofu Fjölskylduþjónustunnar og setti sinn svip á starfsmannahóp- inn. Hann var vel að sér í mála- flokknum og hægt að treysta á hans sýn, þekkingu og dómgreind þegar kom að margvíslegum álita- málum. Atli var réttsýnn og mik- ilvægur hlekkur í starfi Fjöl- skylduþjónustunnar. Atli var góður félagi, með góða kímnigáfu og hafði unun af því að vera innan um fólk. Hann lét sig aldrei vanta þegar við gerðum okkur glaðan dag á vinnustaðnum og skemmti sér alltaf vel. Atli var einstaklega félagslyndur og var félagi í Kiwanis og Oddfellow, mikill íþróttaáhugamaður, tók þátt í starfi Breiðabliks og hafði skoðanir á stjórnmálum. Sjálf- stæðisflokkurinn var hans flokkur og fór hann ekki leynt með það. Það sem ekki síst er að minnast í fari Atla er væntumþykja hans og umhyggja gagnvart bróður- dætrunum og börnum þeirra. Ófáar sögurnar sagði Atli af þess- um kæru frænkum og börnum þeirra. Hann sýndi myndir af þeim og sagði af þeim skemmti- sögur. Hann ljómaði af gleði þeg- ar hann sagði okkur frá ýmsum atburðum í þeirra lífi. Góður drengur er farinn og er hans sárt saknað. Við þökkum fyrir samfylgdina og sendum samúðarkveðjur til hans nánustu. F.h. Fjölskylduþjónustu Hafn- arfjarðar, Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri. Í dag kveð ég vin minn Skúla og lang- aði mig til að skrifa nokkur orð og þakka fyrir okkar vináttu. Hann og Ásta áttu heima í næsta húsi við ömmu mína og afa og þegar hann sá mig koma heim úr skólanum kallaði hann alltaf á mig til að gefa mér nammi því hann sagði að Ásta ætti alltaf nammi í búrinu. Ég sagði nú ekki Þorsteinn Skúli Bjarnason ✝ Þorsteinn SkúliBjarnason fæddist 19. júní 1927. Hann lést 17. febrúar 2018. Útför Skúla fór fram 2. mars 2018. nei við því. Seinna eftir að við fluttum upp á Jóffa og ég labbaði framhjá húsinu þeirra á hverjum degi á leið heim úr Flensborg stoppaði ég oft hjá þeim ef þau voru ut- an dyra og hafði Skúli alltaf áhuga á hvað var að gerast í mínu lífi. Alltaf þótti mér vænt um að hann gaf sér tíma til að tala við mig og þó stundum bara að við veifuðum hvort til annars ef þau hjónin sátu inni í stofu. Ég þakka fyrir að hafa átt Skúla að góðum vin. Guðbjörg Rúnarsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.