Morgunblaðið - 07.03.2018, Page 30
Bernharður,
Gísli Þór Ólafs-
son og fjórir Ví-
etnamar en for-
vitnilegar
smásögur um
ástir og átök eru
eftir Orkneying-
inn George
MacKay Brown,
Þórdísi Helga-
dóttur og Steinunni Lilju Emils-
dóttur.
Ritstjóri þessa heftis er Silja Að-
alsteinsdóttir, sem í tvígang hefur
verið ritstjóri TMM. Hún „brúar
hér bilið“ eftir að ritstjórinn Guð-
mundur Andri Thorsson var kjör-
inn á þing og þar til nýr ritstjóri
verður ráðinn.
Út er komið Tímarit Máls og menn-
ingar, fyrsta hefti ársins. Flaggskip
heftisins er ljóð eftir Þorstein frá
Hamri sem lést fyrir skömmu.
Hann valdi það sjálfur til að halda
upp á áttræðisafmæli sitt sem hefði
verið hinn 15. mars, en eins og seg-
ir í tilkynningu „er það nú kveðja
hans til okkar allra“.
Annað dýrmætt efni í heftinu eru
tvö ljóðabréf frá Ara Jósefssyni
sem féll sviplega frá ungur árið
1964. Jón Kalman Stefánsson fann
þessi ljóðabréf í fórum móðursystur
sinnar, Jóhönnu Þráinsdóttur, og
fylgir þeim eftir með grein.
Meðal höfunda skáldskapar í
hefðinu eru Alda Björk Valdimars-
dóttir, Tóroddur Poulsen, Halla
Margrét Jóhannesdóttir, Bjarni
Fjölbreytilegt efni í nýju hefti TMM
Þorsteinn frá Hamri
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Stærð 232 cm | Verð 299.000 kr.
Stærð 202 cm | Verð 275.000 kr.
Stærð 172 cm | Verð 235.000 kr.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Alþjóðlega svartmálmshátíðin Ora-
tion MMXVIII verður haldin á
skemmtistaðnum Húrra 7. og 8.
mars og 9. mars í Listasafni Reykja-
víkur í Hafnarhúsi og munu 19
hljómsveitir, inn-
lendar sem er-
lendar, koma
fram. Hátíðin
hefur verið haldin
síðustu tvö ár og
vex með ári
hverju hvað varð-
ar fjölda flytj-
enda og gesta.
Þessi sérstaka
tegund þunga-
rokks, svart-
málmur, hefur notið sívaxandi vin-
sælda hér á landi hin síðustu ár og
hafa margar íslenskar svartmálm-
ssveitir sprottið fram og notið alþjóð-
legrar athygli og hylli, eins og fram
kemur í tilkynningu frá aðstand-
endum hátíðarinnar, Stephen Lock-
hart og Gunnhildi Eddu Guðmunds-
dóttur sem eru kærustupar og
svartmálmsunnendur. Þau segja að
tónlistarhátíðin gefi svartmálm-
ssveitum og fylgjendum þeirra vett-
vang í Reykjavík til að koma, sjá og
njóta þess nýjasta sem svartmálm-
urinn hafi upp á að bjóða hér á landi.
Níu erlendar hljómsveitir leika á
hátíðinni: Abyssal frá Bretlandi,
Aluk Todolo frá Frakklandi, holl-
enska sveitin Asagraum, Devouring
Star frá Finnlandi, Inferno frá Tékk-
landi, Sortilegia frá Kanada, íslensk-
írska sveitin Slidhr, norsku hljóm-
sveitirnar Vemod og Virus. Hinar ís-
lensku eru svo Abominor, Almyrkvi,
Auðn, Mannveira, Misþyrming,
Naðra, NYIÞ, Rebirth of Nefast,
Sinmara, Slidhr og Svartidauði. Há-
tíðin er styrkt af Reykjavíkurborg,
Tónlistarsjóði, ÚTÓN og sendiráðum
Kanada og Noregs á Íslandi.
Framleiðir og leikur
Stephen er framkvæmdastjóri há-
tíðarinnar en hann er líka hljóð-
vinnslumaður og rekur hljóðstúdíóið
Studio Emissarry í Reykjavík.
Stephen hefur átt sinn þátt í vaxandi
vinsældum íslensks svartmálms á er-
lendri grundu því hann hefur tekið
upp tónlist margra íslenskra svart-
málmssveita, m.a. Svartadauða, Sin-
mara og Auðnar, allt frá árinu 2008.
Hann segir að smám saman hafi
hljómsveitunum fjölgað sem tóku
upp hjá honum en hann hafi líka
sjálfur leikið í svartmálmssveitum,
Sinmara, Slidhr og Rebirth of Ner-
fast en sú síðastnefnda er í raun sóló-
verkefni hans. „Þannig að ég hef
framleitt ansi mikið af svartmálms-
tónlistinni sem komið hefur frá Ís-
landi á síðustu árum,“ segir Stephen.
Margar málmtegundir
Áður en lengra er haldið er
kannski betra að útskýra fyrir þeim
lesendum sem ekki vita hvað svart-
málmur er, „black metal“ á ensku, og
hver munurinn er á þeirri tónlist og
„metal“ þungarokki, málmtónlist.
Stephen segir að jafnan sé meiri
áhersla lögð á drungalegt andrúms-
loft í svartmálmi en málmi. „Dauða-
málmur er til dæmis með meiri
áherslu á hraða eða þyngd en svart-
málmur getur verið hvort tveggja
hraður eða þungur en líka hægur.
Oftast er áherslan – og mér finnst að
hún ætti að vera þar – á andrúmsloft
frekar en að spila eins hratt og mað-
ur getur eða á þunga,“ útskýrir
Stephen.
– Maður þarf að þekkja vel til
málmsins til að heyra muninn á milli
greina hans, ekki satt?
„Jú. Ef þú hlustar ekkert á málm
heyrirðu kannski ekki muninn á Met-
allicu og svartmálmsbandi, fólk heyr-
ir þá líklega bara hávaða,“ segir
Stephen kíminn en lesendum til upp-
lýsingar flokkast Metallica sem
þrasssveit en þrass er ein af greinum
málmsins.
Stephen segir í framhaldi af þessu
að undirgreinar málmsins eða teg-
undir séu margar og ekki fyrir hvern
sem er að átta sig á þeim öllum. „Það
eru t.d. margir sem hlusta bara á
svartmálm og svo margir sem hlusta
bara á ákveðna tegund svartmálms,“
segir hann. Það séu því undirflokkar í
flokkunum eða undirgreinar í grein-
unum.
Frægð í ólíkum kimum
„Í fyrra var mikil þröng á þingi,“
segir Stephen sposkur, spurður út í
aðsóknina að hátíðinni. Hún var, með
öðrum orðum, einkar góð og erlendir
gestir í meirihluta enda Íslendingar
lengi að taka við sér þegar kemur að
miðakaupum á tónlistarhátíðir, eins
og þekkt er.
– Eru einhverjar sveitir þekktari
en aðrar af þeim erlendu sem koma
fram á hátíðinni í ár?
„Já, Virus er býsna þekkt og hin
síðustu ár Vermod en eins og ég segi
þá er frægðin á ólíkum stigum í heimi
svartmálmsins. Þetta er mjög af-
markaður tónlistarkimi,“ svarar
Stephen og bendir á að plötusala sé
til dæmis ekki mælikvarði á vinsæld-
ir svartmálmssveita. Þær geti notið
mikilla vinsælda í ákveðnum kreðs-
um þótt fáir utan þeirra hafi heyrt á
þær minnst.
Stephen er að lokum spurður
hvort hátíðin sé ekki kjörið tækifæri
til að kynna sér svartmálminn og
svarar hann því til að vissulega sé
hún það. Fólk megi ekki láta drunga-
legt útlit og framkomu flytjenda
hræða sig eða blekkja. Stemningin á
tónleikum svartmálmssveitar sé lík-
ari þeirri sem er á klassískum tón-
leikum en reifi (e. „rave“).
Miðasala á Oration MMXVIII fer
fram á tix.is.
Drungalegt andrúmsloft
og notaleg stemning
Svartmálmstónlistarhátíðin Oration haldin í þriðja sinn 19 hljómsveitir koma fram, innlendar og
erlendar Minnir meira á klassíska tónleika en reif segir framkvæmdastjóri hátíðarinnar
Ljósmynd/Woda i Pustka
Óárennilegir Félagarnir í svartmálmssveitinni Rebirth of Nefast á síðustu Oration-hátíð, þeirri sem haldin var í fyrra. Hljómsveitin leikur einnig í ár.
Stephen
Lockhart