Morgunblaðið - 07.03.2018, Síða 31
Að geta sett sig
í spor annarra
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Hæfileikar „Oddur og Siggi eru einstaklega hæfileikaríkir listamenn með mikinn sviðssjarma,“ segir um leikarana
Odd Júlíusson (t.h.) og Sigurð Þór Óskarsson sem sýnt hafa sýninguna Oddur og Siggi víðsvegar um landið.
lítilsvirðingu sína gagnvart þol-
endum, skoðunum þeirra og þörf-
um, gerendur halda upplýsingum
meðvitað frá þolendum, baktala
þá, stríða þeim og leyfa sér að
öskra á þá og niðurlægja.
Oddur, Sigurður Þór og Björn
Ingi nálgast þetta vandasama um-
fjöllunarefni af virðingu og innsæi,
en ekki síður húmor – enda marg-
sannað að hláturinn er besta leiðin
að hjarta áhorfenda. Umgjörð sýn-
ingarinnar, sem er tæplega
klukkustundarlöng, er nokkurs
konar uppistand eða skemmti-
dagskrá þar sem Oddur og Siggi
fagna 10 ára vinaafmæli sínu.
Tveir hljóðnemar fremst á sviðinu
nýtast til að fara í „vinaleikinn“
þar sem kannað er hversu vel leik-
ararnir tveir þekkjast í raun.
Fljótlega hættir upprifjunin
að snúast eingöngu um sameig-
inlega fortíð Odds og Sigga og
brestur á með margvíslegum frá-
sögnum úr grunnskólanum þar
sem stríðni og einelti kemur við
sögu, bæði í raunheimum og staf-
rænum. Áhrifarík var senan þar
sem gerandi eineltis hitti í fyrsta
sinn þolanda sinn í raunheimum.
Einnig var upplýsandi og þarft að
minna á að það eru ekki aðeins
nemendur sem leggja hver annan í
einelti, því gerandinn getur líka
leynst í hópi kennara.
Oddur og Siggi eru ein-
staklega hæfileikaríkir listamenn
með mikinn sviðssjarma. Strax á
upphafsmínútum sýningarinnar
fanga þeir athygli áhorfenda svo
um munar með skemmtilegri
keppni um hvor geti staðið lengur
á höndum, hittni Odds og vínberja-
át Sigga vakti bæði aðdáun og kát-
ínu og flutningur þeirra á frum-
sömdu lokalagi féll augljóslega í
kramið hjá leikhúsgestum sem
svöruðu umsvifalaust kalli fyrr í
sýningunni þegar óskað var eftir
orðum fyrir tónlistarspuna sem
þeir félagar frömdu á sviðinu.
Eðli málsins samkvæmt
bregða Oddur og Siggi sér í marg-
vísleg hlutverk í þeirri brota-
kenndu frásögn sem matreidd er.
Siggi fór hreinlega á kostum sem
spyrill, með sérstakt dálæti á puls-
um, í skemmtiþætti sínum í sjón-
varpssal. Og Oddur brá sér létti-
lega í hlutverk jafnt kennara og
grunnskólastúlku. Undir styrkri
stjórn Björns Inga tekst vel að
halda utan um hinn lausbeislaða
spuna sem liggur í margar
skemmtilegar áttir og nær undan-
tekningarlaust tekst að flétta mik-
ilvægum upplýsingum, um t.d.
nauðsyn þess að segja frá einelti,
inn í framvinduna án þess að það
virki eins og kennsluleikrit. Það
gagnast sennilega einhverjum að
heyra að munur sé á því að kjafta
frá, til að koma einhverjum í vand-
ræði, og segja frá, til að koma ein-
hverjum úr vandræðum.
Sýningin Oddur og Siggi er
fyrirtaksleið til að brjóta ísinn í
umræðunni um einelti og mik-
ilvægi þess að geta sett sig í spor
annarra. Minnt er á að gerendur
eineltis stjórnast yfirleitt af ótta
og eigin vanlíðan sem vinna þarf
með af fullri alvöru eigi að vera
hægt að uppræta eineltið – enda
skila innantómar afsökunarbeiðnir
litlu ef framkoman breytist ekki til
frambúðar.
Oddur og Siggi er þriðja sýn-
ingin úr smiðju Björns Inga síðan
hann var ráðinn til að sjá um
barna- og fræðslustarf Þjóðleik-
hússins árið 2016, en áður hefur
hann sviðsett Lofthrædda örninn
hann Örvar með Odd í aðal-
hlutverki og Ég get. Allt eru þetta
vandaðar sýningar sem bera leik-
stjóra sínum fagurt vitni. Vonandi
fær Björn Ingi tækifæri til að
skapa fleiri úrvalssýningar fyrir
ólíka aldurshópa á komandi miss-
erum.
» Þannig hefur ein-elti neikvæð áhrif á
sjálfsmat þolenda og
eykur líkurnar á þung-
lyndi, einangrun og ein-
semd meðan gerendur
eru líklegri til að leiðast
úr í vímuefnaneyslu og
afbrot. Niðurstaðan er
sú að allir tapa á einelti.
AF LEIKLIST
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Eftirvæntingin var mikil þegar
grunnskólabörn af höfuðborgar-
svæðinu lögðu leið sína í Þjóðleik-
húsið í síðustu viku til að sjá á
Stóra sviðinu leiksýninguna Odd
og Sigga úr smiðju leikaranna
Odds Júlíussonar og Sigurðar Þórs
Óskarssonar og leikstjórans
Björns Inga Hilmarssonar. Sýn-
ingin var frumsýnd á Ísafirði í
október og hefur síðan farið í
hringferð um landið sem lauk í
höfuðborginni nú í marsmánuði.
Þetta er önnur hringferð Þjóðleik-
hússins á jafnmörgum árum (sú
fyrri var farin með Lofthrædda
örninn hann Örvar) og á leikhúsið
hrós skilið fyrir að sinna börnum
og ungmennum landsins af miklum
metnaði með vönduðum og
skemmtilegum sýningum.
Í sýningunni Oddi og Sigga,
sem ætluð er grunnskólanem-
endum á aldrinum 10-14 ára, er
fjallað um einelti – sem er af-
skaplega þarft og mikilvægt um-
fjöllunarefni. Reglulega berast
dapurlegar fréttir af einelti í skól-
um þar sem gerendur misnota vald
sitt kerfisbundið í skjóli styrks,
stærðar eða getu. Þolendum er
strítt vegna t.d. útlitseinkenna og
ráðist er á þá eða þeir hundsaðir
og skildir út undan. Rannsóknir
hafa sýnt að sé ekki gripið inn í
þetta neikvæða hegðunarmunstur
getur það haft geigvænlegar af-
leiðingar, ekki aðeins fyrir þol-
endur heldur líka gerendur. Þann-
ig hefur einelti neikvæð áhrif á
sjálfsmat þolenda og eykur lík-
urnar á þunglyndi, einangrun og
einsemd meðan gerendur eru lík-
legri til að leiðast út í vímuefna-
neyslu og afbrot. Niðurstaðan er
sú að allir tapa á einelti.
Með aukinni tölvunotkun hef-
ur eineltið einnig fundið sína leið
inn í samfélagsmiðlana. En einelti
einskorðast ekki bara við nem-
endur og menntastofnanir. Það
birtist líka hjá fullorðnu fólki í
stjórnmálum og atvinnulífinu þar
sem gerendur fara ekki dult með
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Lau 28/4 kl. 20:00 25. s
Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s
Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s
Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s
Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s
Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s
Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Þri 8/5 kl. 20:00 31. s
Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s
Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s
Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s
Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 9/3 kl. 20:00 135. s Lau 17/3 kl. 20:00 138. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s
Lau 10/3 kl. 20:00 136. s Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s
Sun 11/3 kl. 20:00 137. s Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fim 8/3 kl. 20:00 58. s Lau 10/3 kl. 20:00 60. s
Fös 9/3 kl. 20:00 59. s Sun 11/3 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu aukasýningar komnar í sölu.
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Sun 29/4 kl. 20:00 10. s
Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Mið 2/5 kl. 20:00 11. s
Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s
Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 13. s
Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 14. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s
Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s
Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s
Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s
Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s
Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn
Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn
Lau 10/3 kl. 16:00 5.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn
Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 29/4 kl. 16:00 26.sýn
Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn
Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn
Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn
Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Fim 15/3 kl. 19:30 Auka Fös 16/3 kl. 19:30 Síðustu
Síðustu sýningar komnar í sölu
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 11/3 kl. 13:00 Síðustu
Síðustu sýningar komnar í sölu
Faðirinn (Kassinn)
Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 28.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 31.sýn
Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 29.sýn
Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 30.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Efi (Kassinn)
Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn Mið 21/3 kl. 19:30 20.sýn
Sun 11/3 kl. 19:30 Auka Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn Fim 22/3 kl. 19:30 21.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !
Ég get (Kúlan)
Sun 11/3 kl. 13:00 14.sýn Sun 18/3 kl. 13:00 15.sýn Sun 25/3 kl. 13:00 Síðasta
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Oddur og Siggi (Stóra sviðið)
Mið 7/3 kl. 11:00
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 7/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 8/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 22:30 Lau 10/3 kl. 22:30
Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Atvinna