Morgunblaðið - 07.03.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.03.2018, Qupperneq 36
Olivier Manoury leikur í Salnum í dag  Franski bandoneonleikarinn Olivier Manoury leikur verk eftir Gardel, Piazzolla, Bernstein og Monk auk eig- in verka á tónleikum í Salnum í dag kl. 12.15. Tónleikarnir eru liður í dag- skrá Menningarhúsanna í Kópavogi undir yfirskriftinni Menning á mið- vikudögum og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Sigurgeir S. MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 66. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Hreinsuðu blóðdropann … 2. Kanna orðróm um andlát … 3. Hvað var Jennifer Garner … 4. Vísa ásökunum Berglindar … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvartettinn Kjarr kemur fram á vegum Jazz- klúbbsins Múlans í Hörpu í kvöld kl. 21. Leiknar verða djassperlur eftir Monk, Hancock, Jarrett og Swall- ow í bland við frumsamið efni. Sérstakur gestur er danski trompetleikarinn Jesper Blæsbjerg, en með honum leika Jak- ob Hagedorn Olsen á gítar, Guðjón Steinar Þorláksson á bassa og Jón Óskar Jónsson á trommur. Kjarr á Múlanum  KrakkaRÚV efnir til sögusam- keppni fyrir krakka. Af þessu tilefni verður Atli Sigþórsson, öðru nafni Kött Grá Pje, í Borgarbókasafninu í Spönginni á morgun og mánudag kl. 16-18 báða daga og aðstoðar 9-12 ára krakka við að semja sögur sem má senda inn í sam- keppnina. Ókeypis að- gangur en skrán- ing er nauðsynleg. Nánari upplýs- ingar á vef safnsins. Kött Grá Pje stýrir sögusmiðju barna Á fimmtudag Norðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él, en yfirleitt létt- skýjað sunnan- og vestantil. Frost 1 til 8 stig. Á föstudag Suðaustan 5-13 um landið vestanvert, skýjað og dálítil snjókoma, einkum seinnipartinn. Norðaustlæg átt annars staðar. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 m/s. Víða léttskýjað sunn- an- og vestantil, en annars él. Frost 0 til 8 stig, mildast syðst. VEÐUR Haukar eru með vænlega stöðu Liverpool og Real Madrid urðu í gær- kvöld fyrstu liðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu. Liv- erpool var ekki í vandræðum með að halda fimm marka forskoti sem liðið náði í útileiknum gegn Porto en leikur liðanna á Anfield endaði 0:0. Real Madrid vann Par- ís SG öðru sinni, nú 2:1 í Frakk- landi, og sigr- aði 5:2 sam- anlagt. »2 Real Madrid og Liver- pool í átta liða úrslit Framundan er bikarhelgin í hand- boltanum þar sem leikið er til und- anúrslita á fimmtudag og föstudag og til úrslita á laugardag, bæði í karla- og kvennaflokki. Morgun- blaðið fer yfir liðin átta sem taka þátt í undanúrslitunum en í karla- flokki mætast Haukar – ÍBV og Sel- foss – Fram og í kvennaflokki ÍBV – Fram og KA/Þór – Haukar. »4 Átta lið sem geta unnið bikarmeistaratitil ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Þetta er félag sem vill stuðla að jafnrétti, jafnvægi og framþróun. Það eru um 300 konur skráðar í félagið og við hittumst á við- burðum einu sinni til tvisvar í mánuði, höldum námskeið, förum í fyrirtækjaheimsóknir og byggjum tengslanet okkar á milli og inn í atvinnulífið,“ segir Sigyn Jóns- dóttir, hugbúnaðar- og rekstr- arverkfræðingur og formaður Ungra athafnakvenna (UAK). Fé- lagið verður með UAK-daginn, ráðstefnu tileinkaða ungum konum í atvinnulífinu sem verður haldin í fyrsta skipti um helgina í Norður- ljósum Hörpu. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Höfum áhrif í breyttum heimi“ og verða tekin fyrir málefni á borð við fjórðu iðnbyltinguna og áhrifa- miklar konur í fjölmiðlum. Meðal gesta verða Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðn- aðar- og nýsköpunarráðherra, Halla Tómasdóttir, Alda Karen Hjaltalín, frumkvöðullinn Laura Kornhauser, Paula Gould og Eliza Reid forsetafrú. Fundarstjóri er Edda Hermannsdóttir. Fyrir ungar konur á öllum aldri Sigyn segir að félagið sé í raun opið öllum konum sem finnist þær vera ungar og yngsti meðlimurinn sé aðeins 19 ára en sú elsta um fertugt. „Við höfum t.d. verið með nám- skeið um að semja um laun, streitustjórnun og núvitund. Með ári hverju erum við að efla vitund ungra kvenna um félagið og þegar við komum inn í fyrirtæki og hitt- um stjórnendur og leiðtoga þá finnum við að fólk veit af okkur. Ég tel að það hafi jákvæð áhrif inn á vinnumarkaðinn að það sé til fé- lag ungra kvenna sem ætla sér að sækja tækifærin og láta vita af sér. Þegar við heimsækjum fyr- irtæki og stofnanir eða erum með panelumræður þá reynum við að skora á stjórnendur og stjórn- málamenn að taka mark á kröfum um jöfn tækifæri kynjanna. Á ráð- stefnunni um helgina verður fjallað um fjórðu iðnbyltinguna, sem er heitt umræðuefni þessa dagana, og tekin fyrir gervi- greind, vélmenni og gríðarmikill vöxtur og framfarir í tækni. Þá verður á dagskrá staða kvenna innan þessarar nýju iðnbyltingar, en í námsgreinum og störfum í tæknigeiranum eru langmest karl- ar, og rætt hvað það geti þýtt fyr- ir konur í framtíðinni.“ Ætla að sækja sér tækifærin  Ungar athafna- konur með ráð- stefnu í Hörpu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Formaður UAK Sigyn Jónsdóttir er hugbúnaðar- og rekstrarverkfræðinur, en ráðstefnan mun meðal annars fjalla um tækni og stöðu kvenna gagnvart námi og atvinnutækifærum í framtíðinni vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Félagið Ungar athafnakonur (UAK) var stofnað í maí 2014 af Lilju Gylfadóttur og hóf formlega störf með stofnfundi félagsins í september sama ár. Til marks um áhugann mættu hátt í 200 ungar konur á stofnfund UAK. Meðlimir eru með fjölbreyttan bak- grunn, ýmist úr atvinnulífinu eða námi. Félagið leitast við að skapa vett- vang fyrir konur til að fræðast og efla hver aðra. Því fylgir tengslanet kvenna sem stefna að markmiðum sínum á ýmsum sviðum. UAK vill hjálpa meðlimum að finna styrkleika sína og fylla þátttakendur viðburða eldmóði. Markmiðið er að styrkja stöðu og framtíð ungra kvenna sem stjórnendur og þátttakendur í atvinnulífinu. Að styrkja stöðu ungra kvenna HÁTT Í 200 UNGAR KONUR MÆTTU Á STOFNFUND UAK Í Hörpu Ráðstefna UAK um helgina. Haukar eiga langbestu möguleikana á að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í körfu- knattleik þegar loka- umferðin fer fram annað kvöld. ÍR getur þó náð topp- sætinu af Hafnfirðingunum. Röð efstu liðanna mun skýr- ast endanlega í lokaumferð- inni en þó liggur fyrir að Keflavík verður í áttunda sæti og mætir verðandi deildarmeisturum. »3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.