Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Samræmdu könnunarprófi í ensku,
sem ríflega fjögur þúsund nem-
endur í níunda bekk áttu að þreyta
í gærmorgun, var frestað vegna
tæknilegra örðugleika. Sömu
vandamál komu upp og þegar ís-
lenskuhluta prófsins var frestað á
miðvikudaginn.
Mikil óánægja hefur brotist út
meðal nemenda og foreldra þeirra
enda liggur mikill undirbúningur
að baki hjá mörgum. Hanna Dóra
Björnsdóttir, skólastjóri Varma-
hlíðarskóla, telur að niðurstöður
úr prófi gærdagsins geti vart talist
marktækar.
„Í raun dáumst við að nemend-
um sem sýndu stillingu en mörg-
um var auðvitað órótt innra með
sér. Þessar aðstæður eru bara sár-
grætilegar. Nemendur duttu inn
og út úr prófinu og þegar þeir
voru inni voru þeir farnir að hraða
yfirferð sinni. Það er varla nokk-
urt barn að sýna fyllilega getu sína
við þessar aðstæður. Við lögðum
til að allir nemendur okkar hættu
próftöku en hluti nemenda hér
vildi ljúka prófi og fékk að gera
það.“
Hún segist vona að tekin verði
skynsamleg ákvörðun á fundi
menntamálaráðherra með for-
stjóra Menntamálastofnunar og
hagsmunaðilum í næstu viku.
„Eins og unnið er úr niðurstöð-
um samræmdra prófa finnst okkur
það ekki geta talist samanburð-
arhæft þegar próftaka klúðrast
með þeim hætti sem raunin var.
Grundvöllurinn, að fyrirlögnin sé
sambærileg í öllum skólum, er
brostinn. Ég legg til að engar nið-
urstöður verði teknar saman né
gefnar úr prófunum, hvorki ís-
lensku né ensku. Eins verði að
taka tillit til þess við mat á stærð-
fræðinni þar sem prófumgjörðin
frá deginum áður olli álagi. Skyn-
samlegast væri að aflýsa töku
prófanna fyrir þennan árgang, það
er ekki meira á hann leggjandi.
Svo verður bara að vinna að því að
undirbúa próftöku fyrir næsta ár
og taka ákvarðanir í kringum
það.“
Fundað í næstu viku
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, sagði í
gær að hún væri afar ósátt við það
hversu illa framkvæmd sam-
ræmdra prófa hefði gengið. Hún
sagði að nemendur myndu njóta
vafans þegar kæmi að ákvarðana-
töku um það hvort próf yrðu lögð
fyrir að nýju eður ei.
Arnór Guðmundsson, forstjóri
Menntamálastofnunar, hefur verið
boðaður á fund allsherjar- og
menntamálanefndar Alþingis á
mánudag ásamt starfsmönnum
menntamálaráðuneytisins.
Samræmdu prófunum verði aflýst í ár
Öðru samræmdu prófi á þremur dögum var frestað í gær Mikil óánægja meðal nemenda og for-
eldra Skólastjóri vill aflýsa prófunum og segir ekki meira á árganginn leggjandi Fundað eftir helgi
Samræmt klúður?
» Tveimur af þremur samræmd-
um prófum sem lögð voru fyrir
nemendur í 9. bekk var frestað.
» Erlendur þjónustuaðili sér um
tæknilega útfærslu prófanna fyr-
ir Menntamálastofnun.
» Þetta er þriðja árið sem prófin
eru lögð fyrir með rafrænum
hætti.
» Menntamálaráðherra fundar
um næstu skref í málinu á mið-
vikudag.
Það hefur verið gestkvæmt í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum síðustu daga enda er þar glæsi-
legur haförn í heimsókn og til sýnis í útigerði.
Örninn hefur tekið forvitnum gestum með kost-
um og kynjum en það kom aðeins á hann þegar
köttur bauð sér sjálfur í bæinn í gær. Kötturinn
stalst í mat arnarins sem á endanum fékk nóg.
Haförninn hvessti sig aðeins og þá leist kisa ekki
lengur á blikuna og lét sig hverfa.
Ójöfn viðureign í Húsdýragarðinum
Ljósmynd/Hannes Þorsteinsson
Heimilisköttur í búri hafarnar
Búast má við því að veðrið verði
nokkuð skaplegt víðast hvar um
helgina. Samkvæmt þeim upplýsing-
um sem fengust frá Veðurstofunni í
gærkvöld var búist við snjókomu
víða vestanlands í nótt og jafnvel
talsverðri ofankomu á Suðurnesjum,
Snæfellsnesi og syðst á Vestfjörðum.
Þá var möguleiki á snjókomu í
Reykjavík. Birta á til um hádegið og
gæti dagurinn í dag orðið bjartur og
úrkomulítill. Hins vegar er bakki
með éljum væntanlegur á Norðaust-
urlandi.
Á sunnudag er hins vegar spáð
stífri norðaustanátt með úrkomu
syðst en bjartviðri á Vesturlandi.
Hiti verður á bilinu 0-5 stig með suð-
urströndinni en annars í kringum
frostmark.
Bjart veð-
ur og lítil
úrkoma
Norðaustanátt í
vændum á morgun
Vetur Útlit er fyrir kalt en fallegt
veður áfram í höfuðborginni.
Ólöf Ragnarsdóttir
olofr@mbl.is
„Í byrjun vorum við skelkuð, við vorum á leiðinni til
ókunnugs lands. En þegar við komum á flugvöllinn, þökk
sé guði, þá hvarf óttinn,“ segir Anwar Alsadon, í samtali
við mbl.is, en rúm vika er liðin frá því að hún flutti ásamt
börnum sínum Sultan og Qamar til Ísafjarðar. Eru þau
hluti flóttamannahópsins sem kom hingað til lands fyrir
skemmstu, en Anwar og börn hennar eru frá Basra í suð-
urhluta Íraks.
Blaðamaður mbl.is hitti Anwar nýverið og ræddi með-
al annars um heimkynni þeirra, lífið á Íslandi og veðrátt-
una hér. Viðtalið verður birt á mbl.is um helgina.
Hún segir Ísland og Íslendinga mun vinalegri en hún
gat ímyndað sér í fyrstu. „Nágranni okkar barði að dyr-
um og spurði hvort okkur vantaði eitthvað. Fyrir ofan
okkur býr eldri kona, hún heilsar upp á okkur og spyr
hvort við þurfum eitthvað. Á hverjum degi heilsar hún
okkur og athugar hvort okkur vanti eitthvað,“ segir hún.
Óttinn hvarf við komuna hingað
Blaðamaður mbl.is hitti flóttafólk frá Írak og ræddi m.a.
um heimkynni þess og lífið hér Birtist á mbl.is um helgina
Morgunblaðið/Hallur
Ísafjörður Anwar Alsadon (t.h.) kom hingað frá Írak.