Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 4
Nýi búnaðurinn algjör
bylting í slökkvistarfi
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu
mun fá afhenta fjóra nýja slökkvi-
liðsbíla í maí á næsta ári. Kostn-
aður við bílana er rétt yfir 300
milljónir króna, en slökkviliðsbíl-
arnir verða útbúnir með nýjum
búnaði sem ekki hefur verið not-
aður við slökkvistarf á Íslandi áð-
ur. Búnaðurinn gerir slökkviliðs-
mönnum kleift að úða vatni inn í
brennandi rými án þess að rífa þau
upp og fara sjálfir inn. „Þessi nýi
búnaður er í raun og veru algjör
bylting í slökkvistarfi,“ segir Jón
Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri
á höfuðborgarsvæðinu. Bílarnir
sjálfir verða af nýrri kynslóð
Scania-bíla og verða þeir sendir til
Póllands þar sem þeim verður
breytt í slökkviliðsbíla. Meðalaldur
slökkviliðsbílanna á höfuðborgar-
svæðinu er nú 19 ár og því þörf á
að uppfæra flotann. Verða nýju bíl-
arnir ekki bara með nýjum búnaði
heldur mun hagkvæmari, t.d. verða
þung tæki aðgengilegri sem
minnkar líkamlegt hnjask á
slökkviliðsmönnum. „Það sem er
stóra byltingin fyrir okkar er það
sem snýr að öryggismálum. Bæði
öryggi borgaranna, því við erum
að fá nýjan búnað sem gerir okkur
öflugri í okkar daglega starfi, en
aðallega öryggi starfsmanna,“ seg-
ir Jón Viðar.
Háþrýstislökkviskurðkerfi
Nýju bílarnir verða allir með
búnað sem heitir Cold cut cobra og
er háþrýstislökkviskurðkerfi. Bún-
aðurinn á uppruna sinn í Svíþjóð en
sænska björgunarstofnunin SVR
kom að þróun þess. „Þetta er bún-
aður sem bæði sker og slekkur og
hefur þetta verið í þróun síðan
1990. Þetta hefur undanfarin ár
verið að slá í gegn síðan, bæði á
Norðurlöndunum og í Bretlandi,“
segir Birgir Finnsson aðstoðar-
slökkviliðsstjóri. Um er að ræða
slökkvibyssu með tveimur gikkjum,
annar þeirra leysir út íblöndunar-
efni sem sker gat í gegnum veggi
og hin skýtur frá sér vökva til að
slökkva elda. Þannig geta slökkvi-
liðsmenn byrjað að úða vökva inn í
brennandi rými án þess að opna
dyr eða brjóta sér leið inn en slíku
fylgir oft mikil áhætta. Hefur bún-
aðurinn hlotið athygli erlendis en
hann nær að slá niður elda og hita-
stig áður en slökkviliðsmenn ganga
inn. „Þannig ertu að gera umhverf-
ið bærilegra áður en þú ferð inn
sem slökkviliðsmaður. Þarna ertu
að slökkva í rýmum sem þú nærð
ekki að slökkva í stundum án þess
að rífa húsið. Þannig að þetta veld-
ur bæði minna tjóni og eykur ör-
yggi þeirra sem starfa við þetta,“
segir Jón Viðar.
Allir slökkviliðsbílar höf-
uðborgarsvæðisins hafa hingað til
notast við samblöndu af vatni og
froðu til að slökkva elda en nýju
bílarnir munu blanda saman vatni,
froðu og lofti. Slík samblanda er
bæði öflugri og umhverfisvænni
þar sem minni froða er notuð.
Innleiðing sumarið 2019
Þegar bílarnar koma til lands-
ins mun slökkviliðið hefja æfingar
og prófanir á öllum tækjum áður
en þeir verða teknir í notkun. Birg-
ir segir að nýi búnaðurinn sé mikil
breyting. „Þetta er heilmikill bún-
aður sem við höfum ekki verið með
áður og það er heilmikið ferli að
læra á búnaðinn. Í fyrsta lagi þarf
að kunna á hann og í öðru lagi í
hvaða tilfellum maður notar bún-
aðinn og hvernig maður nýtir hann
best í slökkvistarf“. Ef allt gengur
eftir verða nýju slökkviliðsbílarnir
komnir í notkun haustið 2019.
Morgunblaðið/Eggert
Slökkvilið Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir það verða mikið ferli að læra á hinn nýja búnað.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
Kjósum unga konu
í bæjarstjórn!
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir
3.-4. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þegar öll leyfi hafa fengist væri
mögulegt að bjóða „mjög fljótlega“
út lagningu vegar og brúa á nýjum
Vestfjarðavegi um Gufudalssveit,
allan vegarkaflann eða hluta hans.
Framkvæmdir gætu hafist tveimur
til þremur mánuðum síðar. Fram-
kvæmdir gætu tekið þrjú ár en
einnig er unnt að skipta verkinu í
fjóra áfanga.
Kemur þetta fram í svörum
Vegagerðarinnar til Reykhóla-
hrepps vegna skipulagsvinnu.
Hreppsnefndin ákvað í fyrradag að
leggja leiðina með ströndinni og þar
með yfir fjarðarmynni Gufufjarðar
og Djúpafjarðar og í gegnum Teigs-
skóg til grundvallar við gerð að-
alskipulags fyrir sveitarfélagið.
Rétt er að taka fram að nokkrir
kærufrestir eru gefnir á þeim tíma
sem framundan er í skipulagsvinn-
unni og þegar framkvæmdaleyfi
verður gefið út. Saga þessa verk-
efnis síðustu fimmtán árin sýnir að
þeir sem eru andsnúnir fram-
kvæmdinni hafa ýmsar leiðir til að
standa á rétti sínum. Nefna má að
Landvernd og hluti landeigenda í
Teigsskógi hafa lýst yfir andstöðu
við vegarlagningu um Teigsskóg. Af
þeim sökum er ekki hægt að treysta
því að hreppsnefndin geti gefið út
framkvæmdaleyfi í haust, eins og
hún stefnir að.
Flestir þingmenn Norðvestur-
kjördæmis lýstu sig fylgjandi frum-
varpi sem Teitur Björn Einarsson
flutti á síðasta ári um að heimila
Vegagerðinni, án frekari tafa, að
leggja veg um Teigsskóg. Nýtt
frumvarp þessa efnis er tilbúið í
þinginu en beðið hefur verið með
framlagningu þess á meðan unnið
hefur verið að skipulagsmálum.
Gunnlaugur Pétursson, talsmaður
eigenda Grafar, segir að þeir hafi
enga ákvörðun tekið um framhaldið.
Eyðileggur sérstöðu skógarins
Gunnlaugur er óánægður með
ákvörðun hreppsnefndar. Hann
bendir á athugasemdir sem hann
gerði í skipulagsferlinu og tekur
undir bókun Karls Kristjánssonar
varaoddvita sem greiddi atkvæði á
móti tillögu um lagningu vegar um
Teigsskóg og taldi að betur útfærð
jarðgangaleið væri eina raunhæfa
leiðin til að losa málið úr þeim
átakafarvegi sem það hefði verið í
og sætta sjónarmið umhverfis og
vegagerðar. Í athugasemdum kem-
ur fram sú skoðun Gunnlaugs að
vegurinn muni eyðileggja sérstöðu
og framtíðarnytjar Teigsskógar.
Áhrifin á skóginn verði aldrei hægt
að gera afturkræf með mótvægisað-
gerðum.
Gunnlaugur telur að færsla veg-
línunnar um fáeina metra til og frá í
skóginum breyti engu um þetta
skemmdarverk.
Ánægð með niðurstöðuna
„Ég er óskaplega glöð yfir henni
en ekki er sopið kálið þótt í ausuna
sé komið. Þeir sem eru á móti munu
nota allar heimsins kæruleiðir til að
tefja málið,“ segir Ásthildur Sturlu-
dóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar,
þegar leitað er hennar viðbragða
við samþykkt hreppsnefndar Reyk-
hólahrepps.
„Ég er bjartsýn á að stjórnvöld
reyni að flýta þessu ferli eins og
kostur er. Mér myndi hugnast það
að sett yrðu lög á málið, fyrst leiðin
er komin inn í aðalskipulag, eða
taka landið eignarnámi,“ segir Ást-
hildur.
Teigsskógarkálið ekki sopið
Bjartsýn á að stjórnvöld muni flýta þessu ferli, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar
Landeigendur í Teigsskógi hafa ekki ákveðið framhaldið Lýsa andstöðu sinni
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Holur Eini óvegurinn sem eftir er á
leiðinni er um Gufudalssveit.
Eva Hauksdóttir,
móðir Hauks
Hilmarssonar
sem talinn er af
eftir vopnuð átök
í Sýrlandi, minn-
ist sonar síns á
heimasíðu sinni
norn.is undir fyr-
irsögninni „Son-
ur minn bylting-
armaðurinn“.
Í sömu færslu endirbirtir hún
eldri færslu frá árinu 2003 þar sem
segir meðal annars:
„Byltingin ólgar í æðum hans.
Hugarheimur hans hefur svosem
ýmsa afkima en á stóra sviðinu fer
fram heilagt stríð gegn óhamingju
veraldarinnar sem hann skrifar
ýmist á alheimsstjórn Bush Banda-
ríkjaforseta, almenna neysluhyggju
Vesturlandabúa eða útsendara
Landsvirkjunar sem hvísla í hjört-
um mannanna. Síðustu vikurnar
hefur hann samt sem áður stöku
sinnum nefnt Kárahnjúkavirkjun á
nafn án þess að froðufella af heil-
agri reiði og hann ræðir æ sjaldnar
áætlanir sínar um að sprengja stífl-
una í loft upp og ráða forkólfa
Landsvirkjunar af dögum.“
Segir son sinn hafa
rætt um að sprengja
Kárahnjúkastíflu
Haukur Hilmarsson
Flokksþing Framsóknarflokksins
hófst í gær og stendur fram á
sunnudag. Yfirskrift þess er
„Framsókn til framtíðar“. Á dag-
skrá þingsins í gær voru meðal
annars stjórnmálamálstofur og
nefndarstörf. Í dag flytja þau Sig-
urður Ingi Jóhannsson, formaður
flokksins, Lilja Alfreðsdóttir,
mennta- og menningarmálaráð-
herra, og Ásmundur Einar Daða-
son, félags- og jafnréttis-
málaráðherra, yfirlitsræður.
Eftir hádegi verður kosið í
helstu embætti flokksins. Búist er
við því að þau Sigurður Ingi og
Lilja verði endurkjörin í embætti
formanns og varaformanns. „Ég
hef áhuga á því að vera áfram
varaformaður,“ sagði Lilja við
Mbl.is í gær. Hún sagði jafnframt
að menntamál væru eitt af lyk-
iláherslumálum þessa flokksþings.
„Menntastefnuhópur hefur verið
að störfum í heilt ár og var að
skila mjög flottum tillögum um úr-
bætur í menntamálum,“ sagði
Lilja.
Landsþing Viðreisnar hófst í
gær í Hljómahöll í Reykjanesbæ.
Yfirskrift þingsins er „Ruggum
bátnum“. Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, formaður flokksins,
setti þingið síðdegis í gær og flyt-
ur hún stefnuræðu sína upp úr há-
degi í dag.
Á morgun, sunnudag, verður
kosið í embætti. Þorgerður Katrín
býður sig fram til áframhaldandi
formennsku og Þorsteinn Víg-
lundsson hefur tilkynnt framboð
til varaformanns.
Menntamál í for-
gang hjá Framsókn
Landsþing Viðreisnar suður með sjó
Morgunblaðið/Hanna
Forgangur Lilja Alfreðsdóttir talaði
á flokksþingi Framsóknar í gær.