Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 6
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi hefur lengi heillað ferðalanga og er fjaran neðan þess fjölsótt
jafnt vetur sem sumar. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins sótti náttúruperluna heim var þar
stór hópur fólks að virða fyrir sér náttúruöflin – kraftmiklar öldurnar og kaldan ísinn. Einn lét
sér nægja að setjast á ísmulning, nokkuð hugsi á svip, á meðan aðrir tóku sér myndavél í hönd.
Morgunblaðið/RAX
Fjölbreytt sjónarspil náttúru heillar ferðalanginn
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð frá: 388.800 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
Þessi ævintýraferð hefst í Bergen er við siglum framhjá West
Cape út á rúmsjó á leiðinni til Ålasund. Siglt verður norður
eftir ströndinni yfir Norðurheimskautsbauginn framhjá
skörpum tindum Lofoten og til North Cape sem er einn
nyrsti oddi Evrópu og eru heimkynni Sama. Við endum þessa
mögnuðu ferð í bænum Kirkenes, nyrst í Noregi.
13. - 19. júní
Fararstjórn: Inga Erlingsdóttir & Guðni Ölversson
Sigling umfirði Noregs
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Félag lykilmanna, sem er stéttarfélag
fyrir stjórnendur og sérfræðinga og
aðra þá sem vilja vera fyrir utan hefð-
bundin verkalýðsfélög á almennum
vinnumarkaði, hefur eflst að undan-
förnu með fjölgun félagsmanna en
það var stofnað árið 2012.
Gunnar Páll Pálsson er í forsvari
fyrir félagið og stjórnarformaður
þess. Hann var um árabil formaður
VR.
Félagið veitir ekki alla þá þjónustu
sem hefðbundin stéttarfélög veita.
Félagsgjaldið er mun lægra en í stétt-
arfélögum almennt eða 0,05% af laun-
um. Í félaginu er lögð sérstök áhersla
á að starfrækja sjúkrasjóð og er
markmiðið að styrkja stöðu fé-
lagsmanna á almennum vinnumark-
aði og stuðla að tekjuöryggi þeirra.
Vinnuveitendur félagsmanna greiða
1% sjúkrasjóðsiðgjald af launum í
sjóðinn.
Aukin aðsókn síðustu daga
Að sögn Gunnars Páls hefur að-
sóknin í félagið aukist síðustu daga og
fyrirspurnum hefur fjölgað.
„Við sjáum að það eru 400 til 600
manns sem heimsækja heimasíðu
okkar daglega undanfarið. Fé-
lagsmenn voru rúmlega 400 um ára-
mótin en stefna í að fara yfir 500 þeg-
ar komið er fram í apríl,“ segir hann.
Gunnar Páll segir að um það bil
20% fólks á vinnumarkaði hérlendis
standi utan stéttarfélaga. ,,Þetta var
fyrst og fremst hugsað sem lausn fyr-
ir þann hóp en félagið er opið fyrir
alla,“ segir hann.
,,Það er ljóst að
vinnumarkaðs-
módelið á Íslandi
er svolítið frá-
brugðið því sem
er í öðrum lönd-
um, hér eru
sjúkrasjóðir stétt-
arfélaga að leysa
hluta af því sem er
almennt inni í al-
mannatryggingakerfinu annars stað-
ar,“ bætir hann við.
Áhersla á sjúkrasjóð
Í upphafi starfseminnar var ákveð-
ið að meginverkefni þessara félaga-
samtaka væri að koma á fót sjúkra-
sjóði og afla félagsmanna til að
styrkja grundvöll þess.
Samkvæmt heimasíðu félagsins er
hlutverk sjóðsins að veita félags-
mönnum afkomubætur í veikinda- og
slysatilfellum og brúa það tekjutap
sem verður frá því að veikindarétti
launþega lýkur hjá vinnuveitanda,
sem er að jafnaði 3 mánuðir og þar til
örorkulífeyrir greiðist frá lífeyris-
sjóði. Þetta tímabil getur varað í allt
að 9 mánuði og jafnvel lengur.
Sjúkrasjóðurinn ábyrgist launa-
tryggingu fyrir félagsmenn og greiðir
bætur vegna slysa eða sjúkdóma, 80%
af meðallaunum í allt að níu mánuði.
Hafa óskað eftir gerð kjara-
samninga en ekki fengið svör
Félag lykilmanna annast ekki gerð
kjarasamninga fyrir félagsmenn sem
semja sjálfir um kaup og kjör við sinn
vinnuveitanda í ráðningarsamningi
en Gunnar Páll segir að félagið hafi
ítrekað óskað eftir gerð kjarasamn-
inga en ekki fengið nein svör við þeim
erindum hjá samtökum atvinnurek-
enda.
Frá stofnun félagsins hefur það
fyrst og fremst verið hugsað fyrir þá
sem ekki eru meðlimir í öðrum stétt-
arfélögum og á það við um megin-
hluta núverandi félagsmanna, en að
sögn Gunnars Páls er einnig eitthvað
um að félagsmenn komi úr öðrum
stéttarfélögum. Meðal félagsmanna í
Félagi lykilmanna eru stjórnendur úr
upplýsingatæknigeiranum en einnig
má þar finna dagmæður og fólk úr
ýmsum öðrum starfsgreinum, að
sögn hans.
Fram kemur á vefsíðu félagsins að
það sé óháð stéttarfélag og það sé í
eigu félaganna á hverjum tíma.
Félögum fjölgar í Félagi lykilmanna
Hugsað sem lausn fyrir sérfræðinga, stjórnendur og aðra sem vilja standa utan hefðbundinna stétt-
arfélaga Fyrrverandi formaður VR er í forsvari fyrir félagið Á von á að félagafjöldinn nái 500 í vor
Gunnar
Páll Pálsson
Útför tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar fór fram frá
Hallgrímskirkju í gær. Séra Jón Ragnarsson jarðsöng.
Lárus Jóhannesson flutti minningarorð.
Skúli Sverrisson og Kristín Björk Kristjánsdóttir
höfðu umsjón með tónlistarflutningi við útförina. Fjöl-
margir tónlistarmenn og vinir stigu á svið og fluttu tón-
list Jóhanns auk tónlistar úr ýmsum áttum; brasssveitin
Caput og vinir undir stjórn Guðna Franzsonar,
strengjasveit undir stjórn Unu Sveinbjarnardóttur,
Apparat Organ Quartet, Kórus og vinir undir stjórn
Björns Thorarensen, Bryndís Halla Gylfadóttir og
Bjarni Frímann Bjarnason.
Líkmenn voru Skúli Sverrisson, Sigurður Magnús
Finnsson, Pétur Hallgrímsson, Tim Husom, Ólafur
Björn Ólafsson, Jóhannes Ágústsson, Hildur Guðna-
dóttir og Úlfur Eldjárn.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jóhann Jóhannsson borinn til grafar