Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
Ljósmynd/Barnaheill
Líf og fjör Bangsinn Blær kom eitt sinn í Garðabæ með þyrlu Landhelgisgæslunnar og vakti það lukku krakkanna.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta efni er mannbætandifyrir börn og fullorðna,þetta er forvarnarverkefnigegn einelti og þeirri sýn
að einelti sé félagslegt, menningar-
legt og samskiptalegt mein, en ekki
einstaklingsbundinn vandi. Þetta
þjálfar félagsfærni barna, sam-
skiptafærni og brýtur upp allskonar
mýtur um samskipti. Í gegnum þetta
efni átta foreldrar sig líka á mikil-
vægi þess að eiga gott samstarf við
aðra foreldra, til dæmis um afmælis-
veislur og heimboð. Þeir átta sig á að
einelti og útilokun í barnahópi er óá-
sættanlegt, jafnvel þó þeirra eigið
barn lendi ekki í því. Foreldrar finna
fyrir miklu öryggi þegar barnið
þeirra vinnur með þetta efni, því
auðvitað vilja allir foreldrar að börn-
um þeirra líði vel og eignist vini,“
segir Margrét Júlía Rafnsdóttir,
verkefnisstjóri Vináttu hjá Barna-
heillum, en n.k þriðjudag 13. mars
halda samtökin námstefnu, sem er
öllum opin, um Vináttuverkefnið
sem Barnaheill hafa boðið upp á
undanfarin tvö ár.
„Vináttuverkefnið er námsefni
sem Barnaheill gefur út, það er í
tösku en með fylgir fjólublái bangs-
inn Blær sem er táknmynd verkefn-
isins. Skólarnir sem vilja taka þátt
kaupa þetta efni og fara á námskeið
til að læra að nota það. Námsefnið er
búið til og þróað í Danmörku og
byggist á nýjustu rannsóknum um
einelti. Það er reglulega tekið út og
nýjustu niðurstöður á árangri eru
nýkomnar út og verða einmitt
kynntar á ráðstefnunni. Hin danska
Dr. Dorte Marie Søndergaard verð-
ur aðalfyrirlesari námstefnunnar.
Hún er prófessor í háskólanum í Ár-
ósum og þar hefur þessu verið fylgt
eftir með rannsóknum og skýrslum,
og þess vegna vitum við að þetta
virkar. Þetta er afar vel undirbyggt
verkefni, öll hugmyndafræðin og að-
ferðafræðin er samþætt inn í náms-
efnið.“
Bangsinn gefur þeim rödd
Margrét segir að vináttuverk-
efnið byggist á fjórum gildum; um-
hyggju, umburðarlyndi, virðingu og
hugrekki, og er þessum gildum flétt-
að inn í námsefnið. „Þetta er í raun
tæki til að vinna með góðan skóla-
brag, félagsfærni og á þeirri grunn-
hugsun að allir eiga rétt á að tilheyra
og líða vel. Kennarar geta ýmist sett
þetta efni inn í dagskipulag eða flétt-
að með öðrum hætti inn í daglegt
starf og samverustundir. Í námsefn-
inu eru til dæmis samræðuspjöld
með myndum af ýmsum aðstæðum
sem geta komið upp í skólastarfi og í
samskiptum, til dæmis þegar verið
er að skilja einhvern út undan. Þetta
er líka efni sem hægt er að grípa til
þegar aðstæður krefjast þess. Hvert
barn í leikskóla fær einn lítinn
bangsa. Börnin nýta bangsann í
margs konar tilgangi, hann gefur
þeim rödd og huggar þau og hug-
hreystir. Þau geta treyst bangs-
anum fyrir því sem þeim liggur á
hjarta. Ef þau sjá að einhverju öðru
barni líður illa, þá eru mörg dæmi
um að þau rétti því barni bangsa og
spyrji: Viltu fá bangsann þinn svo
þér líði betur? Þannig myndast teng-
ing. Kennarar eru mjög ánægðir
með efnið, því það er mjög handhægt
og auðvelt að vinna með það og auð-
velt að samþætta öðru skólastarfi.“
Margrét segir að einn hluti
verkefnisins fjalli um útileiki, hvern-
ig við leikum úti þannig að við séum
vinir og getum unnið saman og leyst
ágreining ef upp kemur. Að börnin
útiloki ekki hvert annað. ,,Ég vil ekki
leika við þig, eða ég vil ekki leiða
þig“ eru orð lítilla leikskólabarna.
Vinátta leggur áherslu á að kenn-
arar finni leiðir til að bregðast við
slíku og koma í veg fyrir. Einn af
þeim skólum sem hafa verið með
þetta verkefni hér á landi lét okkur
vita að nú eru börnin þar farin að
bjóða í leikinn, þau spyrja: Viltu vera
með? Í stað þess að barn þurfi að
biðja: Má ég vera með?“
Árangur kemur strax í ljós
Margrét segir að árið 2014 hafi
Barnaheill fyrst farið af stað með
vináttuverkefnið hér heima, þá með
sex leikskólum, en nú eru þeir orðnir
rúmlega hundrað sem taka þátt í
verkefninu.
„Viðtökurnar hafa verið frá-
bærar og fólk segir að þetta hafi
mjög góð áhrif á börnin og alla sem
vinna með þeim, það sést strax eftir
nokkurra vikna notkun á efninu.
Þetta er algert undrameðal,“ segir
Margrét og bætir við að grunnskólar
hér á landi hafi einnig tekið þetta
upp í sínu starfi. „Fimmtán grunn-
skólar hér á Íslandi fóru af stað í
haust með verkefnið. Við ætlum líka
að gefa út forvarnarefni fyrir börn
alveg niður í eins árs, um leið og þau
fara til dagforeldra eða leikskóla. Til
að þjálfa þau í að tjá tilfinningar og
Einelti í barnahóp
er óásættanlegt
„Við viljum breiða út boðskapinn, í átt til betra samfélags,“ segir Margrét Júlía
Rafnsdóttir, verkefnisstjóri Vináttu hjá Barnaheillum, verkefnis sem hefur gengið
mjög vel bæði í leikskólum og grunnskólum. Vináttuverkefnið byggist á fjórum
gildum; umhyggju, umburðarlyndi, virðingu og hugrekki, og er þessum gildum
fléttað inn í námsefnið. „Þetta er algert undrameðal,“ segir Margrét. Morgunblaðið/Eggert
Margrét Júlía Námsefnið um vináttu er í tösku og með fylgir bangsi.
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri
frumsýndi LoveStar eftir Andra Snæ
Magnason í Hofi á Akureyri í gær. Í til-
kynningu kemur fram að rúmlega 70
menntaskólanemar komi að uppsetn-
ingunni sem er sú stærsta sem leik-
félagið hefur ráðist í og eru leikmynd,
búningar, förðun, hárgreiðsla, tónlist
og dans alfarið í höndum nemenda.
Unnið er eftir leikgerð Bergs Þórs Ing-
ólfssonar og leikstjóri er Einar Aðal-
steinsson. Um leikritið segir: Í há-
tæknilegu samfélagi blómstrar
alþjóðlega stórfyrirtækið LoveStar
með höfuðstöðvar sínar í Öxnadal.
Fyrirtæki þessu hefur tekist að mark-
aðssetja dauðann, handfrelsa fólk
með bylgjum og hanna reikniformúlur
til að koma skipulagi á ástina. En til
verða hugmyndir um hvernig megi
fullkomna stórveldið og forstjóri þess
kemst einu skrefi nær almættinu.
Indriði og Sigríður eru ungt hand-
frjálst par sem telur sig hafa fundið
ástina með hefðbundnum leiðum.
Þeim berst bréf frá LoveStar með
þeim upplýsingum að þau séu ekki
sálufélagar og að hinn raunverulegi
hinn helmingur Sigríðar bíði hennar í
Öxnadalnum. Spurt er: Getur ástin
blómstrað hjá fólki sem fylgir ekki
vísindalegum útreikningum? Er hægt
að bjarga ástinni? Næstu sýningar
eru 15., 16. og 18. mars.
LoveStar sýnt á Akureyri
Getur ástin blómstrað hjá fólki
sem fylgir ekki útreikningum?
Lovestar Nemendur Leikfélags Menntaskólans á Akureyri í hlutverkum sínum.