Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 13
gera sér grein fyrir eigin tilfinn-
ingum,“ segir Margrét og bætir við
að það skipti öllu máli að byrja að
vinna með þessa þætti þegar börnin
eru ung, svo það séu ekki búin að
þróa einhverskonar samskipta-
mynstur sem þarf að grípa inn í til að
breyta, heldur koma í veg fyrir að
þau myndist.
„Við viljum breiða úr boðskap-
inn, í átt til betra samfélags. Mar-
grét tekur fram að námstefnan sé
opin fyrir alla áhugasama, ekki síst
fyrir þá sem láta sig varða velferð
barna og góð samskipti í samfélag-
inu meðal barna og fullorðinna.
„Þetta er samfélagslegt viðfangsefni
og er því ekki síður fyrir foreldra og
börn en þá sem starfa í leikskólum
og grunnskólum.“
Ljósmynd/Barnaheill
Kátir krakkar Hér ríkir heldur betur ánægja með bangsann Blæ.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
DIV INE YOUTH FACE OIL
Nýja Divine Youth Face Oil hefur einstök yngjandi áhrif á
húðina. Ný og betrumbætt formúla inniheldur einstakt
hlutfall af ilmkjarnaolíu úr Immortelle*, blóminu sem aldrei
fölnar. Andoxunarefnin í ilmkjarnaolíunni hafa tvöfaldan
kraft á við E-vítamín** sem þekkt er fyrir yngjandi eiginleika
sína.
Niðurstöður rannsókna sýna að áhrif Divine Youth Face
Oil eru greinileg frá fyrstu notkun: húðin verður stinnari,
fær aukin ljóma og ásýnd er unglegri.
MEIRA AF
ANDOXUNAREFNUM
2X MEIRIVIRKNIEN Í E-VÍTAMÍNI**
* Í fyrsta skipti í Divine húðvörulínunni.
**Prófanir í tilraunaglasi á efnasambandinu
skvalen í eintengi við súrefni.
UNGLEG OG HEILBRIGÐ
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
Nú er hver að verða síðastur að sjá
frábæra uppsetningu Leikdeildar
Ungmennafélags Biskupstungna á
leikritinu Sálir Jónanna ganga aftur,
sem er bráðskemmtilegt tilbrigði
við hið sígilda leikverk Gullna hliðið,
og þar má finna vangaveltur um
himnaríki og helvíti ásamt fleira
merkilegu. Síðasta sýning verður í
kvöld, laugardag 10. mars, kl. 20 í
Aratungu í Reykholti í Biskups-
tungum. Leikstjóri er Gunnar Björn
Guðmundsson en leikritið sem er
„gaman-draugadrama“ kemur úr
smiðju Hugleikshöfunda, samið af
þremur konum, Ingibjörgu Hjartar-
dóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og
Unni Guttormsdóttur. Leikritið er
byggt á þjóðsögunni Sálin hans
Jóns míns líkt og Gullna hliðið, en
hér eru efnistökin þó allt önnur.
Fjórir Jónar deyja og makar þeirra
ákveða að koma sálunum til himna-
ríkis. Leiðin þangað er löng og grýtt
og Kölski og árar hans bíða þess
albúnir að hremma þau öll.
Hægt er að kaupa mið fyrirfram í
síma 896 7003, en einnig við inn-
gang. Tilvalið er fyrir gesti að fá sér
að borða á Mika kaffi í Reykholti
áður en farið er í Aratungu að njóta
leikverks.
Endilega …
Sálir Jónanna Ýmislegt gengur á.
… sjáið og heyrið sálir Jónanna
Mörg áhugaverð erindi verða á ráðstefnunni, meðal annars þessi :
Dr. Dorte Marie Søndergaard flytur erindið: New perspectives on
bullying as a social phenomenon.
Christina Stær Mygind flytur erindið: How it began, the essence of
Free of Bullying and the results after 10
years of work with the program.
Kennarar úr skólum segja frá
reynslu sinni af Vináttuverkefninu.
Sýnt verður myndband frá Mary
Foundation og Save the Children í
Danmörku: Why does bullying
happen? About the dynamics of
bullying.
Guðjón Davíð Karlsson leikari
(Gói) segir reynslusögu, undir
yfirskriftinni: Mikilvægi forvarna
gegn einelti.
Jón Jónsson flytur nokkur lög.
Námstefna um vináttu
GÓI SEGIR REYNSLUSÖGU
Dorte Marie
Søndergaard
Tveggja daga námskeið verður núna
um helgina, laugardag og sunnudag,
10. og 11. mars í Wim Hof-aðferða-
fræði. Í tilkynningu kemur fram að
Wim Hof-aðferðin byggist á þremur
stólpum: Kuldaþjálfun, öndun og
staðfestu. Að stunda köld böð hefur í
för með sér margþætt heilsubætandi
áhrif, aukna brúna fitu sem brennir
orku og býr til hita, kuldinn dregur úr
bólgumyndun í líkamanum, styrkir
ónæmiskerfið, stuðlar að jafnvægi
hormónakerfisins, eykur svefngæði
og framleiðslu endorfíns.
Öndun skiptir máli, við öndum allan
daginn en veitum ekki athygli hvernig
við öndum og hvaða áhrif það hefur á
líkamann. Þær öndunaræfingar sem
kenndar, eru á námskeiðinu stuðla að
betri líðan, meiri orku, minna stressi
og efla ónæmiskerfið til að vinna á
ýmsum kvillum. Til þess að tileinka
sér köld böð og meðvitaða öndun þarf
þolinmæði og staðfestu. Með góðri
einbeitingu kemst fólk nær takmark-
inu, að ná stjórn á eigin líkama og
huga. Námskeiðið verður hjá Primal
Iceland, Faxafeni 12, þar sem sérhönn-
uð aðstaða hefur verið útbúin. Þór
Guðnason kennir og fer yfir helstu
grunnstoðir Wim Hof-aðferðafræð-
innar, og m.a. verður farið út í náttúr-
una, en tengingin við náttúruna spilar
stórt hlutverk í þessari iðkun.
Wim Hof-hugmyndafræðin er athyglisverð
Kalt bað Mikla þolinmæði og staðfestu þarf að þjálfa til að þola kulda.
Kuldaþjálfun um helgina
Áhugasamir geta skráð sig á
ráðstefnuna á heimasíðu Barna-
heilla www.barnaheill.is, en þar má
einnig sjá hvernig verkefnið lítur
út, undir hnappnum vinátta.
Facebook: Vinátta